Morgunblaðið - 09.01.2002, Side 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Lækjarbotnaætt á prent
Nýjar áherslur
í ættfræði
Ættfræðiáhugi Ís-lendinga erannálaður og
rómaður, til vitnis um það
eru ótal bækur um þessa
ættina og hina. Gríðarleg
vinna liggur í slíkum verk-
um. Þó óttast sumir að
ættfræðiáhugi með þjóð-
inni heyri brátt sögunni til
og væri sjónarsviptir að
athugasemdinni: „Jæja,
hverra manna ert þú,
góði?“ Enn koma þó út
ættfræðirit, nú síðast tvö
bindi sem fjalla um Lækj-
arbotnaætt. Þar er á ferð-
inni ættfræðibók með
nokkuð breyttum efnistök-
um að sögn formanns rit-
nefndar bókarinnar, Daða
Ágústssonar. Þær breyttu
áherslur eru meðal þess
sem Morgunblaðið spurði Daða út
í er við hann var spjallað á dög-
unum.
Hver er tilurð þess að þú tókst
þetta að þér og hvað hefur verkið
verið lengi í smíðum?
„Ég gaf út fjölritað ættartal
1974 eftir Sverri Sæmundsson.
Þá vaknaði áhugi fyrir ættinni.
Síðan hafa verið haldin mörg ætt-
armót og mikið rætt um að end-
urgera ættartalið. Svo var það
fyrir fjórum árum að ég fór í
þetta verk.“
Hvað koma margir við sögu?
„Ritnefndin samanstóð af átta
manns sem er einn fulltrúi fyrir
hvert barna Guðbrandar sem
komst á legg og áttu afkomendur.
Alls áttu þau hjón 14 börn en að-
eins 7 lifðu og eignuðust afkom-
endur.“
Ég átti við: Hvað koma margir
við sögu í bindunum?
„Alls eru nefndir um 5.500 niðj-
ar. Auk þess er fjöldi maka. Þetta
er mikil ætt sem teygir anga sína
víða.“
Hefurðu lengi grúskað í ætt-
fræði?
„Síðan 1974, er fyrsta niðjatalið
kom út.“
Hvað er svona spennandi við
ættfræði?
„Það að skoða lifnaðarhætti
fólksins, sjá hvar það bjó og svo
kynntist maður svo mörgum
skemmtilegum ættingjum sem
maður vissi ekki af áður.“
Eru Íslendingar ættfræðisinn-
aðir svona almennt?
„Með aldrinum held ég að við
séum það. Þetta nýtist mjög vel,
eins og hjá Erfðagreiningu Kára
Stefánssonar.“
Óttastu ekki að ættfræði hverfi
með eldri kynslóðunum í landinu?
„Jú, ég finn það hjá mínum
börnum að þau hafa lítinn áhuga á
ættfræði, nema þá á sögunum um
fólkið.“
Er einhver leið til að snúa þess-
ari þróun við?
„Það er nú gerð tilraun til þess
í bindunum tveimur um Lækjar-
botnaættina. Auk þessara venju-
legu upplýsinga um fólk sem les-
endur þekkja úr ættfræðiritum
og þreytast kannski á
til lengdar, höfum við
bryddað upp á þeirri
nýjung að krydda
bindin rækilega með
fjölda mannlífsþátta,
sagna og örlagalýsinga, enda
fjölda svipmikilla einstaklinga að
finna í Lækjarbotnaættinni.
Þarna má finna t.d. sögu af hugs-
anlega fyrsta barnsráni Íslands-
sögunnar, sögur af útilegumönn-
um, athafnamönnum og fleiru.
Þarna er m.a. saga af manni úr
ættinni sem var margdæmdur
fyrir kvennafar fyrr á tímum. Ég
hef fundið hjá börnum mínum, að
þessar frásagnir vekja áhuga
þeirra og verið gæti að með því að
stýra ættfræðinni meira inn á
þessar brautir þá mætti glæða
áhuga yngra fólksins.“
Hver er þessi ætt eiginlega?
„Ættin er kennd við bæinn
Lækjarbotna í Landsveit í Rang-
árvallasýslu. Lækjarbotnar er
fornbýli og liggur miðsvæðis í
sveitinni þar sem mætast gróin
holt að suðvestan og Minnivalla-
hraun sem breiðir úr sér til norð-
austurs. Syðsti hluti hraunsins
heitir Botnahraun og sunnan
hraunsins rennur Tvíbytnulækur
sem fellur vestur í Bjallalæk.
Norðan lækjarins liggur
Hrauntá, syðsti hluti Botna-
hrauns, og ekki langt þar norður
af, rétt vestan vegarins, eru
Lækjarbotnar. Þarna hefur bær-
inn staðið frá árinu 1809 en áður
var hann tæpum kílómetra norðar
og nefnist gamla bæjarstæðið
Gömlu-Lækjarbotnar. Ætt sú
sem kennir sig við Lækjarbotna
er rakin til Guðbrands Sæmunds-
sonar, 1774–1867, og konu hans,
Elínar Sæmundsdóttur, 1779–
1841. Þau settust í upphafi að í
Gömlu-Lækjarbotnum í upphafi
nítjándu aldar, árið 1804. Þau
fluttu bæinn á nýja bæjarstæðið
1809 og í heila öld bjuggu þar þrír
ættliðir sömu fjölskyldunnar. Ár-
ið 1910 lauk búsetu að Lækjar-
botnum.
Einstaklingar innan þessarar
ættar einkennast margir af
ódrepandi þolgæði og þreki sem
kemur e.t.v. af því að búa í skugga
eldfjallsins. Þá eru
margir í Lækjarbotna-
ætt listfengir mjög,
sérstaklega er söngfólk
áberandi í ættinni.“
Geturðu nefnt fyrir
okkur nokkra þekkta einstaklinga
innan ættarinnar?
„Af því að ég nefndi söngfólkið,
þá má nefna Diddú, Hauk og
Bubba Morthens og Signýju Sæ-
mundsdóttur. Áberandi í þjóðlíf-
inu er t.d. Grétar Þorsteinsson.“
Er eitthvert rökrétt framhald
að þessum bindum útkomnum?
„Já, Víkingslækjarætt er mjög
tengd okkur.“
Daði Ágústsson
Daði Ágústsson er fæddur í
Reykjavík 5. desember 1943.
Hann er rafmagnstæknifræð-
ingur frá Tækniháskólanum í
Þrándheimi. Núverandi starf er
framkvæmdastjóri Verk-
fræðistofunnar Rafhönnunar, 43
manna fyrirtækis á verk-
fræðisviði. Maki Daða er Hall-
dóra E. Kristjánsdóttir sérkenn-
ari og eiga þau þrjú vel stálpuð
börn, Snorra Þór viðskiptafræð-
ing, Hildi Hörn framkvæmda-
stjóra og Kristján, sem er nemi.
…ódrepandi
þolgæði og
þrek
Hann gæti hafa hrasað og þurft hreinsunar við, dómsmálaráðherra. Hann er orðinn olíublautur.
STEFNT er að því að breyta gatna-
mótunum við Suðurlandsveg og
Breiðholtsbraut í sumar og er unnið
að því að fá fjárveitingu til að gera
hringtorg í stað gatnamótanna, en
uppsetning hringtorgs mun kosta
35–40 milljónir króna. Mörg alvar-
leg slys hafa orðið á gatnamótunum
á liðnum árum, nú síðast á mánu-
dagskvöld þegar ung kona á fólks-
bifreið slasaðist alvarlega í árekstri
við jeppa. Hún liggur á gjörgæslu-
deild alvarlega slösuð eftir höfuð-
áverka sem hún hlaut í slysinu. Hún
hefur þó hvorki þurft að gangast
undir aðgerð né tengjast önd-
unarvél á gjörgæsludeildinni.
Að mati Geirs Jóns Þórissonar,
yfirlögregluþjóns í Reykjavík, er
nauðsynlegt að endurhanna gatna-
mótin, í ljósi slysahættunnar við
þau. „Hraðinn við þessi gatnamót
er mjög mikill og það er áhyggju-
efni,“ segir Geir Jón. „Heyrst hefur
að ökumönnum sem koma eftir
Breiðholtsbraut finnist ökutæki á
Suðurlandsvegi vera lengra í burtu
en þau eru í raun og því vill það
gerast að slys verða er ekið er inn á
Suðurlandsveginn. Það er því ljóst
að þetta þarf að taka verulega til
skoðunar.“
Jónas Snæbjörnsson, umdæmis-
stjóri hjá Vegagerð ríkisins, segir
að samstaða sé um það af hálfu
Vegagerðarinnar og Reykjavíkur-
borgar að breyta gatnamótunum í
sumar, hvort sem endanleg niður-
staða verður hringtorg eða umferð-
arljós. Umferðarljós munu kosta
um 10 milljónir en eru ekki af öllum
talin fullnægjandi lausn.
„Ég held að það séu meiri líkur á
því að hringtorg verði fyrir valinu,“
segir Jónas. „Ég held að óhætt sé að
segja að það sé mjög lítið um alvar-
leg slys á hringtorgum.“ Undir
þetta tekur Geir Jón Þórisson, sem
telur að uppsetning hringtorgsins á
Hringveginum við Hveragerði hafi
verið góð ráðstöfun til að stórauka
umferðaröryggi.
Hættulegum gatna-
mótum við Rauðavatn
verður breytt í sumar
Morgunblaðið/RAX
LÖGREGLAN í Kópavogi rannsakar
nú hver hafi selt manni skottertu, sem
einungis er ætluð til flugeldasýninga.
Karlmaður um fimmtugt slasaðist
illa á hendi á gamlárskvöld þegar skot
hljóp úr tertunni og í vinstri hönd
hans. Maðurinn missti einn fingur og
framan af öðrum en auk þess brotn-
uðu fjölmörg handarbein.
Grétar Sæmundsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í Kópavogi, staðfesti
þetta í samtali við Morgunblaðið í
gær. Lögreglan er með leifar af tert-
unni í sinni vörslu og Grétar segir
greinilegt að skottertan hafi verið
stærri en leyfilegt er að selja til al-
mennings.
Um var að ræða skottertu með 16
tívolíbombum sem tengdar eru sam-
an. Maðurinn var að koma tertunni
fyrir til þess að kveikja á henni þegar
neisti hljóp í hana með fyrrgreindum
afleiðingum.
Lögreglan í Kópavogi hefur rætt
við flesta seljendur flugelda sem
koma til greina en búist er við að
rannsókn málsins ljúki fyrir vikulok.
Rannsaka
ólöglega
flugeldasölu