Morgunblaðið - 09.01.2002, Qupperneq 9
Gert er ráð fyrir að gengið verði inn í sýningarsalinn úr Víkurgarði.
TILLÖGUR um aðgengi að forn-
minjum í Aðalstræti 16 fengu já-
kvæðar undirtektir þegar þær voru
kynntar í borgarráði í gær. Lagt er
til að byggður verði sýningarskáli í
kjallara hótelbyggingar sem rísa á
við Aðalstræti 16. Gert er ráð fyrir
að heildarkostnaður við verklegar
framkvæmdir auk sýningar verði
455-530 milljónir króna. Lagt er til
að 120 milljónir króna verði veittar
til undirbúnings og framkvæmda á
þessu ári. Búist er við unnt verði
að opna sýningu á fornminjunum
árið 2003 eða 2004.
Tillagan sem lögð var fram í gær
er unnin í samvinnu borgarminja-
varðar, borgarverkfræðings og
menningarfulltrúa Reykjavíkur-
borgar. Teiknistofan Skólavörðu-
stíg 28 sf. og Landslag ehf. hafa
útfært tillögurnar.
Gert er ráð fyrir að gengið verði
inn í sýningarsalinn úr Víkurgarði
sem stendur hinum megin Aðal-
strætis og var eitt sinn kirkjugarð-
ur. Lyfta þarf götunni eilítið upp
til að gera göng undir hana sem
liggja inn í afgreiðsluhluta sýning-
arsalarins. Gengið er niður tröppur
úr Víkurkirkjugarði inn í anddyri
og afgreiðslu og þaðan inn í sýn-
ingarsalinn.
Kalt og rakt loft hjá
fornminjunum
Utan um fornminjarnar verður
reistur lágur steinveggur. Þá verða
einnig pallar við rústina svo hægt
verði að sjá yfir hana. Ekki hefur
verið tekin ákvörðun um hvort gler
verði yfir fornminjunum eður ei.
Til að rústin þorni ekki verður lík-
lega að verja hana með rakabind-
andi efnum. Hitastig verður að
vera jafnt, líklega 15-18 stig og
rakastig hátt, 60-70%.
Fornleifauppgröftur verður
gerður í Aðalstræti og Víkurgarði.
Reiknað er með að grafa þurfi á
um 800 fermetra svæði.
Í tillögunum kemur ennfremur
fram að eftir að sýningarskáli er
fokheldur verður frekari uppbygg-
ing hótels og sýningarrýmis óháð
framkvæmdum og „má eftir atvik-
um vinna með mismunandi hraða.“
Á blaðamannafundi sem haldinn
var í Ráðhúsinu í gær kom fram að
tillögurnar hefðu verið unnar í
samvinnu við Þyrpingu sem mun
sjá um byggingu hótelsins og átti
Óskar Magnússon, stjórnarformað-
ur Þyrpingar, sæti í vinnuhópnum
sem vann tillögurnar.
Sams konar turnspíra og
var á Uppsölum
Hótelið, sem áætlað er að verði
70-75 herbergja, mun samanstanda
af tengdum byggingum og munu
nýbyggingar rísa utan um húsið
sem áður var Aðalstræti 16, og
flutt var til á lóðinni vegna forn-
leifarannsóknanna, en það verður
gert upp. Á fyrstu hæð hússins eru
leifar innréttinganna og munu
þeim verða gerð þar skil þegar
hótelið verið tekið í notkun. Þá
verður bygging reist, sem standa
mun við Túngötu. Á henni verður
sams konar turn og var á veit-
ingastaðnum Uppsölum, sem starf-
ræktur var á síðustu öld. Það hús
stóð þó á bláhorni Túngötu og Að-
alstrætis en það mun nýja húsið
ekki gera. Þriðja byggingin verður
í anda Fjalakattarins, þar sem
fyrsta leikhús Reykjavíkur var til
húsa, að því leyti að framhliðin
verður eins og framhlið Fjalakatt-
arins var. Það eru arkitektarnir
Stefán Örn Stefánsson og Grétar
Markússon sem hafa unnið teikn-
ingar að hótelinu sem og forn-
minjasýningarsalnum.
Gert er ráð fyrir að tillögum að
fornminjasýningunni verði skilað í
apríl eða maí.
Lagt til að byggt verði yfir
fornminjar í Aðalstræti
Morgunblaðið/Kristinn
Stefán Örn Stefánsson arkitekt kynnir tillögur að sýningarskálanum á blaðamannafundi í gær.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 9
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Útsala
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
Frábært úrval
af gæðafatnaði
Allt ný vetrarvara
Opið frá kl. 10.00 til 18.00
Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík.
Dæmi um verð: Áður: Nú:
Kaðlapeysa 3.600 900
Síð jakkapeysa 3.900 1.900
Leðurjakki 8.900 3.900
Úlpa m/loðkraga 5.800 2.700
Stretsskyrta 3.900 1.500
Síð túnika m/kraga 3.900 1.900
Pils 3.400 1.700
Dömubuxur 4.300 1.900
Herrapeysa 5.800 1.900
Herrablazerjakki 6.500 2.900
Herrabuxur 4.900 1.900
og margt margt fleira
TVEIR FYRIR EINN
50-70% afsláttur
Greitt er fyrir dýrari flíkina
Útsala — Útsala
Stórkostleg verðlækkun!
VIÐSKIPTI mbl.is
Flugmálastjórn
ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri
segir að útgáfa heilbrigðisvottorða
sé í eðlilegum farvegi hjá Flug-
læknasetri og víðar, en í ein-
stökum tilvikum geti komið upp
álitaefni og þá komi málið til kasta
yfirlæknis heilbrigðisskorar Flug-
málastjórnar. Yfirlæknirinn, Þeng-
ill Oddsson, er í tímabundnu leyfi
frá störfum og því séu slík mál í
biðstöðu þar til niðurstaða er feng-
in í málinu. Samgönguráðherra
skipaði sem kunnugt er nefnd til
þess að fara yfir stjórnsýslu og op-
inberar yfirlýsingar læknisins.
Að sögn Þorgeirs er sá mögu-
leiki þó fyrir hendi að skipa trún-
aðarlækni sérstaklega til útgáfu
slíkra vottorða og skírteina tíma-
bundið. Engin ákvörðun hafi þó
verið tekin um slíkt.
Tvö álitamál
bíða afgreiðslu
Að sögn Þorgeirs bíða tvö álita-
mál nú afgreiðslu og hann vonast
til að þau fáist afgreidd sem fyrst.
Ráðherranefndin á að skila nið-
urstöðum sínum eigi síðar en 1.
mars nk., en Þorgeir kveðst vonast
til þess að niðurstaða fáist í málinu
fyrr.
Hann segir Flugmálastjórn hafa
haft frumkvæði að því að skýra
Flugöryggissamtökum Evrópu
(JAA) frá stöðu mála og þeim
tímabundnu óþægindum sem
kunni að skapast meðan á rann-
sókn nefndarinnar standi. Hann
segir samtökin hafa fullan skilning
á málinu.
Sigurður Guðmundsson land-
læknir, sem sæti á í ráðherra-
nefndinni, sagði í gær að vinnu
væri í fullum gangi og að nefnd-
armenn leggi áherslu á að hraða
störfum eftir megni. Brýnt sé að
allri óvissu sé eytt sem fyrst.
Landlæknir vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um störf nefndarinnar á
þessu stigi málsins.
Biðstaða í
úrskurð-
um í álita-
málum