Morgunblaðið - 09.01.2002, Síða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
D
ECODE, móðurfélag
Íslenskrar erfðgrein-
ingar ehf., og banda-
ríska fyrirtækið
MediChem Life
Sciences Inc. hafa undirritað samn-
ing um samruna fyrirtækjanna.
Samkvæmt samningnum kaupir
deCODE MediChem fyrirtækið og
munu hluthafar MediChem fá
0,3099 nýja almenna hluti í de-
CODE í skiptum fyrir hvern al-
mennan hlut í MediChem. Ef mið-
að er við verð á hverjum almenn-
um hlut í deCODE við lokun
markaða á mánudag samsvara við-
skiptin því að hver hlutur í Medi-
Chem sé keyptur á 3,04 Banda-
ríkjadali og að kaupin séu því gerð
á samtals 8,4 milljarða íslenskra
króna.
Líffræði og dýratilraunir
vegna þróunar lyfja
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE,
sagðiá blaðamannafundi sem fyr-
irtækið hélt í gær að til þess að ÍE
gæti nýtt sér þá efnafræði sem
væri til staðar hjá MediChem og
tengt hana þeirri erfðafræði, sem
unnið er að á vettvangi Íslenskrar
erfðagreiningar, þyrfti að byggja
upp aðstöðu sem krefðist 200–300
starfa fyrir sérmenntað starfsfólk.
Vonandi yrði mögulegt að byggja
þá starfsemi upp á Íslandi, þótt
það væri alls ekki sjálfgefið. Sú
uppbygging verði þó að
gerast hratt og þegar á
þessu ári, að sögn hans.
Um væri að ræða að-
stöðu til að vinna að líf-
fræði og við svonefnd
dýralíkön, sem felst
m.a. í rannsóknum og dýratilraun-
um, vegna þróunar lyfja.
Samruninn samþykktur
af stjórn beggja félaga
Skv. upplýsingum ÍE í gær
munu núverandi hluthafar Medi-
Chem eiga um 15,7% í sameinuðu
fyrirtæki að teknu tilliti til um-
breytingar forgangshluta í al-
menna hluti. Samruninn hefur
þegar verið samþykktur af stjórn-
um beggja félaga.
Kaupin voru tilkynnt í gærmorg-
un og í framhaldi af því greindu
forsvarsmenn Íslenskrar erfða-
greiningar nánar frá viðskiptunum
á fréttamannafundi. Kl. 14 var svo
sendur út símafundur með grein-
ingaraðilum og fjárfestum á Net-
inu þar sem Kári Stefánsson,
Hannes Smárason, aðstoðarfor-
stjóri ÍE, og Michael Flavin for-
stjóri MediChem, ræddu samning-
inn.
MediChem er lýst sem braut-
ryðjanda í lyfjaþróun og þjónustu-
rannsóknum fyrir líftækni- og
lyfjaiðnaðinn. Það var stofnað árið
1987 og stundar þjónusturann-
sóknir fyrir lyfjaiðnaðinn. Mark-
mið fyrirtækisins er að flýta þróun
nýrra lyfja sem byggjast á upp-
götvunum í erfðafræði með af-
kastamikilli tækni við efnafræði-
og lífefnafræðirannsóknir. Starfs-
menn MediChem eru nú 163, þar
af eru 107 efnafræðingar, 12 sam-
eindalíffræðingar og 9 sérfræðing-
ar í greiningu á kristalbyggingu
próteina.
Hámarka tekjur af uppgötv-
unum í erfðafræði sjúkdóma
Að mati forsvarsmanna ÍE falla
rannsóknir og þróunarvinna Medi-
Chem mjög vel að áætlunum Ís-
lenskrar erfðagreiningar um að há-
marka tekjur af uppgötvunum
fyrirtækisins í erfðafræði algengra
sjúkdóma. Eru mögu-
leikar ÍE taldir aukast
til muna með þessum
kaupum á að fylgja eft-
ir uppgötvunum fyrir-
tækisins í erfðafræði
með frekari rannsókn-
um í efnafræði og lífefnafræði, með
það að markmiði að koma nýjum
lyfjum á markað.
,,MediChem er fyrirtæki sem
sérhæfir sig á sviði þeirrar efna-
fræði sem er notuð við lyfjagerð,
og sú sérþekking sem liggur í
þeirri efnafræði er ekki til staðar
eins og stendur innan Íslenskrar
erfðagreiningar,“ segir Kári Stef-
ánsson. ,,Það er alveg ljóst að til
þess að geta búið til lyf á grund-
velli þeirra erfðavísa sem við ein-
angrum í algengum sjúkdómum,
þurfum við á þessari efnafræði að
halda,“ sagði Kári.
Að hans sögn eru sennilega ekki
nema þrír Íslendingar sem hafa
sérþekkingu á þessu sviði efna-
fræðinnar. ,,Við töldum mjög erfitt
að ráða til Íslands í kringum 100
efnafræðinga til þess að sinna
þeim þörfum sem við gerum ráð
fyrir að við komum til með að hafa
á næstunni. Við sáum því ekki ann-
an kost en að gera þetta ann-
aðhvort með því að byggja þetta
upp erlendis eða með því að kaupa
erlent fyrirtæki og við tókum þá
ákvörðun að kaupa MediChem,“
sagði hann. Kári sagði einnig að sú
ákvörðun að kaupa MediChem
væri snöggtum ódýrari og fljót-
virkari kostur en ef ÍE hefði ráðist
í að byggja upp þessa starfsemi frá
grunni.
ÍE komið á fulla ferð
í lyfjaþróun
Kári segir MediChem mjög góða
viðbót við starfsemi ÍE og með
samrunanum megi segja að ÍE sé
komið á fulla ferð í lyfjaþróun.
,,Við stundum nú rannsóknir á
erfðafræði 50 algengra sjúkdóma
og höfum sótt um einkaleyfi á
hundruðum nýrra lyfjamarka. Við
búum yfir nauðsynlegri þekkingu
og aðstöðu til að staðfesta mik-
ilvægi lyfjamarka í algengum sjúk-
dómum og til að gera víðtækar
skimanir á lyfjasameindum sem
hafa áhrif á þessi lyfjamörk. Með
kaupunum á MediChem getum við
nú stundað enn frekari rannsóknir
á sviði efnafræði og lífefnafræði.
Með því að fara með rannsóknir
okkar enn lengra fram veginn í átt
til nýrra lyfja, tryggjum við hlut-
höfum okkar mestan hugsanlegan
ávinning af niðurstöðum rannsókna
okkar,“ segir Kári.
,,Auðvitað erum við að nálgast
lyfjaiðnaðinn en í sjálfu sér er það
ekkert markmið hjá okkur að vera
með sendiferðabíl sem dreifir lyfj-
um út í aptótek,“ segir Kári að-
spurður. Hann segir að með þess-
um kaupum sé ÍE að útfæra enn
frekar eigin viðskiptaáætlun og
búa til meiri verðmæti úr þeirri
þekkingu sem sköpuð er á vett-
vangi fyrirtækisins. Erfðafræðin
sé hins vegar og verði áfram und-
irstaða ÍE sem veiti fyrirtækinu
sérstöðu.
ÍE hefur gert stóra samninga
við svissneska lyfjafyrirtækið
Hoffman laRoche og Roche Diagn-
ostics og spurður hvaða áhrif
kaupin á MediChem hefði á gerð
slíkra samstarfssamninga sagði
Kári að fyrirtækið yrði í enn betri
aðstöðu til samninga við lyfjafyr-
irtæki.
Í samstarf við önnur leiðandi
lyfja- og líftæknifyrirtæki
Að mati forsvarsmanna ÍE starf-
ar fjöldi mjög góðra vísindamanna
hjá MediChem og er aðstaða og
skipulag rannsókna fyrirtækisins
til mikillar fyrirmyndar. Með þess-
ari sameiningu eykur ÍE við starf-
semi sína í Bandaríkjunum og
kemst í samstarf við önnur stór og
leiðandi lyfja- og líftæknifyrirtæki,
s.s. Pharmacia, Bristol Myer
Squibb, Argonne National Lab-
oratory, Degussa, Rigel Pharma-
ceuticals, Elitra Pharmaceuticals
og Neurocrine Biosciences, að
sögn Kára.
Öflugt verkfæri
til að smíða ný lyf
Haft er eftir dr. Michael Flavin,
forstjóra MediChem, í
sameiginlegri frétta-
tilkynningu félaganna í
gær að með því að
sameina uppgötvanir
Íslenskrar erfðagrein-
ingar á nýjum lyfja-
mörkum og sérþekkingu Medi-
Chem á smáum lyfjasameindum
verði til mjög öflugt verkfæri til að
smíða ný lyf.
,,Lýðerfðafræðirannsóknir Ís-
lenskrar erfðagreiningar hafa þeg-
ar leitt til uppgötvana á nýjum
lyfjamörkum í mikilvægum sjúk-
dómum. Með því að taka þær upp-
götvanir inn í þróunarferli og
rannsóknir okkar á sviði efnafræði
og lífefnafræði, eigum við mögu-
leika á að skapa veruleg verðmæti
fyrir hluthafa sameinaðs fyrirtæk-
is,“ sagði Flavin.
Gert er ráð fyrir að deCODE
muni gefa út um 8,3 milljónir
nýrra almennra hluta vegna sam-
runans og taka yfir alla útistand-
andi kauprétti MediChem. Sam-
runinn er háður samþykki banda-
rískra samkeppnisyfirvalda og er
með fyrirvara um samþykki hlut-
hafa. Hópur hluthafa MediChem,
sem á samtals um 63% hlut í fyr-
irtækinu, hefur gert bindandi sam-
komulag við deCODE um að
greiða samningnum atkvæði sitt.
Þjónusturannsóknir fyrir
stóran hóp líftæknifyrirtækja
Íslensk erfðagreining mun halda
áfram þjónusturannsóknum sem
MediChem annast fyrir stóran hóp
lyfja- og líftæknifyrirtækja, m.a.
Abbott Laboratories, Allergan,
Amgen, AstraZeneca, Bristol
Myers Squibb, Degussa, DuPont
Crop Protection, Elitra Pharma-
ceuticals, Genta, GlaxoSmithKline,
Johnson&Johnson, Lilly, Neur-
ocrine Biosciences, OSI Pharma-
ceuticals, Pfizer, Pharmacia, Rigel
Pharmaceuticals, Roche, 3M
Pharmaceuticals.
Með kaupunum fylgir fullkomin
rannsóknaaðstaða í Bandaríkjun-
um, þar á meðal 10.000 fermetra
höfuðstöðvar MediChem í Wood-
ridge í Illinois og 4.000 fermetra
þróunarmiðstöð í Lem-
ont í Illinois. Þrjú dótt-
urfyrirtæki MediChem
fylgja móðurfélaginu í
samrunanum. Thermo-
Gen í Chicago hefur
einkaleyfi á ákveðnum
aðferðum við tjáningu próteina og
lífhvötun með hitaþolnum ensím-
um. Emerald Biostructures í
Seattle sérhæfir sig í afkastamikl-
um greiningum á byggingu pró-
teina og Advanced X-Ray Analyti-
cal Services stundar rannsóknir á
þrívíddarbyggingu próteina með
röntgengeislum við deild innan
Argonne-rannsóknamiðstöðvarinn-
ar, sem annast rannsóknir á ljós-
eindagjöfum.
Íslensk erfðagreining ehf. kaupir bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækið MediChem Life Sciences
Vona að aðstaða fyrir 2–300
ný störf skapist á Íslandi
Morgunblaðið/Sverrir
Forsvarsmenn Íslenskrar erfðagreiningar kynntu kaupin á bandaríska lyfja- og líftæknifyrirtækinu MediChem á blaðamannafundi sem haldinn var í
Kópavogi í gær. F.v. Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri ÍE, Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, og Páll Magnússon, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins.
DeCODE Genetics,
móðurfélag Íslenskrar
erfðagreiningar, hefur
keypt bandaríska
lyfjaþróunarfyrirtækið
MediChem Life
Sciences. Kaupverðið er
8,4 milljarðar kr. Með
samrunanum þarf að
byggja aðstöðu fyrir
200–300 ný sérfræði-
störf og vona forsvars-
menn ÍE að hugsanlega
verði hægt að setja þá
starfsemi upp á Íslandi.
Forstjóri ÍE segir fyr-
irtækið með þessum
samruna komið á fulla
ferð í lyfjaþróun.
Betri aðstaða til
samninga við
lyfjafyrirtæki
Kaupverð sam-
svarar 8,4 millj-
örðum króna