Morgunblaðið - 09.01.2002, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 11
MICHAEL Flavin, forstjóri Medi-
Chem, sagðist á símafundi með
greiningaraðilum og fjárfestum,
vegna samnings um samruna
MediChem og deCODE, vera
mjög ánægður með að samrun-
ann, sem hann sagði að væri hlut-
höfum beggja félaganna án efa í
hag. Hann sagði starfsemi de-
Code falla mjög vel að starfsemi
MediChem, enda hafi deCode
þegar sýnt að fyrirtækið búi yfir
mikilli þekkingu á sviði erfða-
fræðirannsókna- og uppgötvana.
MediChem leggi hins vegar til
skapandi vísindamenn, sérhæfða
þekkingu og einstaka rannsókn-
araðstöðu til að þróa áfram rann-
sóknir og uppgötvanir deCode og
þannig auka verðmæti þeirra.
Flavin sagði að frá því að Medi-
Chem var stofnað árið 1987 hafi
fyrirtækið verið leiðandi í
lyfjaþróun fyrir líftækniiðnaðinn.
Fyrirtækið hafi náð forskoti í
efnafræðiþekkingu á þessi sviði
og byggt upp samstarf við leið-
andi lyfjafyrirtæki í heiminum. Á
undanförnum árum hafi verið
lögði meiri áhersla á að nýta
erfðafræðiþekkingu til þróunar á
nýjum lyfjum. „Með samrunanum
við deCode teljum við að við get-
um enn frekar eflt það starf sem
við höfum þegar unnið og búið til
fyrirtæki sem getur á áhrifaríkan
hátt þróað framleiðslu nýrra lyfja
og gert meiri verðmæti úr sam-
eiginlegum uppgötvunum okkar.“
Vegna þess hve starfsemi
fyrirtækjanna félli vel saman
sagðist Flavin telja að samruna-
ferlið ætti eftir að ganga vel
fyrir sig. „Þannig getum við
haldið áfram að þjónusta við-
skiptavini okkar en um leið unnið
að þeim markmiðum sem sett
hafa verið.“
Var stofnað árið 1987
MediChem var stofnað árið
1987 af Michael Flavin, núverandi
forstjóra, í Chicago í Bandaríkj-
unum. Það hefur m.a. unnið mjög
að þróun lyfja gegn HIV-veirunni
og árið 1994 kynntu vísindamenn
MediChem lyfið Calandolide A
sem unnið er úr náttúrulegum af-
urðum sem finnast í regnskógum
Malasíu. Það sama ár hófst sam-
starf við lyfjarisann Pfizer sem
var fyrsti stóri viðskiptavinur
MediChem. Árið 1996 sótti Medi-
Chem um rannsóknarleyfi á Col-
anolide A og stofnaði sérstakt
fyrirtæki um þróun lyfsins með
stjórnvöldum í Malasíu og er nú
þegar byrjað að prófa lyfið á
mönnum.
Höfuðstöðvar MediChem, bandaríska lyfjaþróunarfyrirtækisins sem deCODE hefur keypt.
Samruninn er hluthöfum í hag
Michael Flavin, forstjóri MediChem
ÍBÚAR á Íslandi voru 286.275 1.
desember síðastliðinn samkvæmt
upplýsingum Hagstofu Íslands.
Skiptingin á milli kynjanna var
nánast jöfn, en þó voru karlar ívið
fleiri en konur eða 143.302 og kon-
ur voru 142.973. 67 ára og eldri
voru 29.647 og fimm ára og yngri
25.349.
Samantekt Hagstofunnar miðast
við póstnúmer og samkvæmt henni
er fjölmennasta póstnúmerið 112 í
Reykjavík, þ.e.a.s. Grafarvogur, en
þar voru 17.559 íbúar 1. desember
síðastliðinn, þar af 5.559 undir 15
ára aldri. Næstfjölmennasta póst-
númerið í Reykjavík er síðan 105,
þ.e.a.s. Laugarnes, Hlíðar o.fl., en
þar bjuggu 1. desember síðast lið-
inn 15.274. Þar á eftir kemur 101,
þ.e. miðbærinn, Þingholtin o.fl., en
þar býr 14.601. Póstnúmerin 108
og 109 eru svo hvort um sig með
rúmlega tólf þúsund íbúa, sem er
annars vegar Bústaðahverfið og
hins vegar Bakkar og Sel í Breið-
holti.
10 búa í Flatey
Ef litið er út fyrir Reykjavík er
fjölmennasta póstnúmerið 200 í
Kópavogi þar sem bjuggu 16.660
manns 1. desember síðastliðinn.
Litlu færri eru í póstnúmerinu 220
í Hafnarfirði eða 16.084.
Fæstir íbúar eru hins vegar í
póstnúmeri 345 sem er Flatey á
Breiðafirði, en þar búa 10 manns.
Næstfæstir eru í 522, sem er Kjör-
vogur á Ströndum, en þar búa 11
manns, og í 524 á Norðfirði á
Ströndum, þar sem búa 15, og í
715, sem er Mjóifjörður á Austur-
landi með 31 íbúa.
Íbúar á Íslandi 1. desember
Grafarvogur
fjölmennastur
UM 2.820 börn fæddust á fæðing-
ardeild Landspítalans árið 2001
sem er svipað og undanfarin ár.
Að sögn Margrétar Hallgríms-
son, sviðsstjóra á kvennasviði
Landspítala – háskólasjúkrahúss,
fæddust örlítið fleiri börn árið 2000
eða 2.980. Hins vegar voru þau
rúmlega 2.700 talsins árið á undan,
þ.e. 1999.
„Árið 2001 var svona meðalár. Á
svona lítilli deild verða kannski ör-
litlar sveiflur en maður sér að þetta
er það sem koma skal, plús mínus
eitt til tvö hundruð börn,“ segir
Margrét.
Rúmlega 2.800 börn fædd
á Landspítala í fyrra