Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 13

Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 13 SAMNINGUR um uppbygg- ingu og skipulag nýs hverfis í Norðlingaholti sunnan Rauða- vatns var samþykktur í borg- arráði í gær. Samningsaðilar eru Reykjavíkurborg og Rauð- hóll ehf. sem eiga landið að stærstum hluta. Gert er ráð fyrir um 1.100 íbúða byggð á svæðinu. Svæðið afmarkast af Breið- holtsbraut í vestur, Suður- landsvegi í norður, ánni Bugðu og Rauðhólum í austur og al- mennu útivistarsvæði við Elliðavatn í suður. Brúttó- stærð landsins er um 80 hekt- arar. Mest fjölbýlishús Skipulag svæðisins verður unnið á grundvelli tillagna Teiknistofunnar ehf. sam- kvæmt samþykkt skipulags- og bygginganefndar Reykja- víkur. Í tillögum hönnuða er áhersla lögð á nokkuð þétta byggð. Gert er ráð fyrir um 1.100 íbúðum á svæðinu, þar af stærstum hluta þeirra í fjöl- býlishúsum. Verða íbúðir í fjöl- býlishúsum um 64 prósent eða um 675 talsins. Sérbýli, þ.e. einbýlishús, raðhús og svoköll- uð keðjuhús, verða um 24 pró- sent eða um 250 talsins. Auk þess verða íbúðir fyrir eldri borgara, bæði í fjölbýlishúsum og raðhúsum, um 12 prósent eða um 130 talsins. Almennt er miðað við að húsin verði tvær til fjórar hæð- ir en geti hækkað við norður- og vesturjaðar svæðisins, til dæmis við aðkomur í hverfið, sem eru um Breiðholtsbraut úr vestri og Suðurlandsveg úr norðri. Atvinnuhúsnæði verður allt að 60 þúsund fermetrar og er áætlað að húsin verði tveggja hæða þótt hluti bygginga megi vera þrjár hæðir. Um er að ræða stórar lóðir og verða kvaðir á þeim um snyritlegan frágang á fram- og bakhlið. Almennt er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum fyrir hverja íbúð innan lóða auk eins stæðis á borgarlandi fyrir sér- býli. Á athafnalóðum er gert ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverja byggða 35 fermetra húsnæðis.Verður bílastæðun- um að hluta til komið fyrir neð- anjarðar. Miðsvæðis í hverfinu er gert ráð fyrir svokölluðum tveggja hliðstæðna grunnskóla, þ.e. skóla sem hefur tvær bekkjar- deildir í hverjum árgangi. Þá verða í hverfinu einn til tveir leikskólar. Samningar eða eignarnám Kemur fram í forsögn að skipulaginu að svæðið sé í miklu návígi við almenn úti- vistarsvæði, friðlýst náttúru- svæði og vatnsverndarsvæði. Í suður er Elliðavatn, í austur Bugða, Rauðhólar og Heið- mörk, í vestur Elliðaárdalur og Rauðavatn og Hólmsheiði í norður. „Víðsýni er mikið frá svæðinu og stórkostlegt útsýni í vestur yfir Rauðhóla, Heið- mörk og til Bláfjalla,“ segir í forsögninni. Samkvæmt samningi borg- arinnar og Rauðhóls ehf. munu samningsaðilar kosta sameig- inlega undirbúning, skipulag, hönnun og framkvæmdir og sömuleiðis bjóða út allan bygg- ingarrétt nema á lóðum skóla, leikskóla og bensínstöðva. Segir í forsögn að nokkur hluti svæðisins sé enn í einkaeign en á því sé töluvert um geymslu- og gripahús, verkstæði og gamla sumarbústaði. Sam- kvæmt skipulaginu muni þetta húsnæði víkja af svæðinu en þó muni einstaka hús í jaðri svæð- isins ef til vill standa áfram þar til annað verður ákveðið. Þá kemur fram í samningn- um að Reykjavíkurborg muni strax leita eftir kaupum á öllu landi innan svæðisins sem sé í eigu annarra en borgarinnar eða Rauðhóls. „Gangi kaup ekki eftir mun borgin leita samkomulags við eigendur eða beita eignarnámi eftir því sem heimildir leyfa,“ segir í samn- ingnum. Segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg að búist sé við að deiliskipulagstillaga verði sett fram til kynningar um mánaðamótin febrúar/ mars. Stefnt sé að sölu bygg- ingarréttar í fyrsta áfanga um mitt þetta ár og að fyrstu lóð- irnar verði byggingarhæfar á því næsta. Nýtt íbúðahverfi sunnan Rauðavatns Teikning/Teiknistofan ehf. Deiliskipulagsvinna er hafin og verður unnið á grundvelli þessara tillagna Teiknistofunnar ehf.                " #$"%            Norðlingaholt ÍBÚUM í Áslandi í Hafnar- firði hafa verið send bréf þar sem reglur um hunda- og kattahald eru áréttaðar en slíkt gæludýrahald er bannað á svæðinu. Bæjarstjóri segist hafa verulegar áhyggjur af fjölskrúðugu dýralífi Ástjarn- ar í þessu sambandi. Í bréfinu kemur fram að samkvæmt almennum skil- málum, sem gildi um bygg- ingar og framkvæmdir á ný- byggingarsvæðinu Áslandi, sé lóðarhöfum skylt að virða og taka fyllsta tillit til fólk- vangsins og friðlands Ástjarnar og því sérstaka vistkerfi sem þar þrífst. Er vitnað í skilmálana þar sem segir: „Á það skal jafnframt bent að við Ástjörn er eini ár- vissi varpstaður flórgoðans á Suðvesturlandi. Vegna ná- lægðar við friðlandið og þetta einstaka fuglalíf, er mikil- vægt að hafa það í huga að hunda- og kattahald, gæti eyðilagt það. Hunda- og kattahald íbúa á þessu svæði er því ekki leyfilegt.“ Magnús Gunnarsson bæj- arstjóri segir að íbúum í Ás- landi eigi að vera kunnugt um þessar reglur. „Nú hafa að- eins verið brögð að því að menn hafi verið þarna með hunda. Í þessu bréfi er fyrst og fremst verið að árétta og vísa til þeirra skilmála sem fólkið undirgengst þegar það hefur búsetu þarna í Ás- landinu.“ Friðhelgi heimilanna virt Hann segir það þó ekki vilja bæjaryfirvalda að fara með offorsi að þeim íbúum sem ekki halda skilmálana. Segir í bréfinu að bæjaryfir- völd treysti íbúum í Áslandi til þess að tryggja að hundar og kettir gangi ekki lausir í hverfinu. Því verði ekki gripið til sértækra aðgerða og frið- helgi heimila verði virt. „Ég hef ekkert á móti hundum sem slíkum en hins vegar hef ég verulegar áhyggjur af fjölskrúðugu dýralífi við Ástjörnina,“ segir Magnús. „Það var hvatinn að því að þetta var sett inn í skil- mála. Þannig að við erum fyrst og fremst að ítreka aftur að fólk gæti sín eins og nokk- ur kostur er að vernda lífríki Ástjarnar og friðlandsins.“ Morgunblaðið/Ásdís Kisur eins og þessar verða að snúa sér eitthvað annað en í Ásland ætli þær að leika lausum hala því hunda- og katta- hald er bannað þar vegna nálægðarinnar við Ástjörn. Íbúar í Áslandi hvattir til að huga að friðlandinu við Ástjörn Beðnir að virða reglur um hunda- og kattahald Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.