Morgunblaðið - 09.01.2002, Qupperneq 14
AKUREYRI
14 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Útvegsmannafélag Norðurlands og Sjávarútvegsdeild Háskólans á
Akureyri bjóða til ráðstefnu um þennan spennandi möguleika í ís-
lenskum sjávarútvegi.
Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 11. janúar kl. 16:30 í fundar-
sal Fiðlarans í Skipagötu 14, 4. hæð, Akureyri, og er öllum heimill
aðgangur á meðan húsrúm leyfir.
Dagskrá:
16:30 Ráðstefnan sett.
16:40 Fiskeldi og sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi.
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA.
16:55 Þorskseiðaeldi, hver er staðan í dag og hvaða
þröskuldar eru á veginum.
Agnar Steinarsson, líffræðingur hjá tilraunastöð
Hafró í Grindavík.
17:15 Veiðar á villtum þorski og áframeldi - reynslusögur.
Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar Há-
skólans á Akureyri.
17:35 Yfirlit um það sem er að gerast í þorskeldi
á Íslandi og víðar.
Valdimar Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur.
18:00 Ráðstefnulok.
Útvegsmannafélag Norðurlands og
Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri.
Er framtíð í þorskeldi?
ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi
sínum í gær að leggja til við út-
varpsstjóra að tillögu starfshóps um
flutning Rásar 2 að stórum hluta til
Akureyrar verði hrint í fram-
kvæmd.
„Við fögnum þessari tillögu heils-
hugar. Útvarpsráð hefur nú sam-
þykkt þessa tillögu og lagt fyrir út-
varpsstjóra, þannig að þetta er
lokapunkturinn í ferlinu,“ sagði
Sigurður Þór Salvarsson, deild-
arstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri.
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri skipaði starfshópinn í nóv-
ember á síðasta ári í kjölfar hug-
mynda Björns Bjarnasonar
menntamálaráðherra um að flytja
starfsemi Rásar 2 til Akureyrar og
gera hana að miðstöð svæðisstöðva.
Tillögur starfshópsins voru kynntar
nýlega, en í þeim fólst m.a. að Rás 2
yrði framvegis stjórnað frá Ak-
ureyri og sérstakur yfirmaður ráð-
inn auk þess sem lagt var til að dag-
skrárgerðarmenn verði ráðnir til
starfa á Akureyri, Egilsstöðum og
Ísafirði. Á fundi útvarpsráðs í gær
kom fram í bókun meirihlutans, þ.e.
fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks, að með því að fram-
kvæma tillögu starfshópsins myndi
Ríkisútvarpið styrkja stöðu sína enn
betur sem útvarp allra landsmanna.
Minnihlutinn telur flutning
ekki tímabæran
Fulltrúar Samfylkingar og
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs sátu hjá við atkvæða-
greiðslu um tillöguna. Fulltrúarnir
lögðu fram hvor sína bókunina á
fundinum þar sem fram kemur að
þeir styðji ekki tillögu útvarpsráðs,
m.a. vegna þess að ýmsar upplýs-
ingar skorti og stefnumótun varð-
andi þessar hugmyndir. Í bókun
Marðar Árnasonar kemur m.a.
fram að nefndinni hafi tekist að
fara kurteislega í kringum þoku-
kennda ósk menntamálaráðherra
um að flytja Rás 2 til Akureyrar og
gera hana að miðstöð svæð-
isútvarpa, „en bókstaflega jafn-
gildir þessi hugdetta afnámi Rásar
2“.
Sigurður Þór Salvarsson sagði að
gert væri ráð fyrir að störfum úti á
landsbyggðinni myndi fjölga um allt
að sex, að líkindum yrði bætt við
einum starfsmanni á Ísafirði og öðr-
um á Egilsstöðum svo og 3–4 á Ak-
ureyri. Nú starfa sex manns við Rík-
isútvarpið á Akureyri og eru
tveimur færri en þeir voru síðast-
liðið haust. „Störfum hér hefur
fækkað um fjögur frá árinu 1996,
þannig að segja má að við náum
okkar fyrri styrk að nýju,“ sagði
Sigurður Þór.
Hann sagði að starfsmenn svæð-
isstöðvanna myndu koma sterkari
inn í dagskrá Rásar 2 en áður, m.a. í
morgun- og síðdegisþáttum.
Standa þarf rétt að breytingum
Jón Ásgeir Sigurðsson fulltrúi
starfsmanna Útvarpsins í fram-
kvæmdastjórn Ríkisútvarpsins
sagði að starfsmenn væru ekki á
móti breytingum, en standa þyrfti
rétt að málum þegar fyrirhugað
væri að ráðast í breytingar. At-
hugasemdir við tillögu starfshóps-
ins frá Jóni Ásgeiri voru lagðar
fram á fundi útvarpsráðs í gær.
Starfsmenn Ríkisútvarpsins áttu
fund með útvarpsstjóra og for-
manni starfshópsins þegar nið-
urstaða hans lá fyrir, en að sögn
Jóns Ásgeirs þótti mönnum svör
sem á þeim fundi fengust frekar rýr
og margt væri óljóst.
Jón Ásgeir sagði að lagt væri til
að tillaga starfshópsins yrði endur-
skoðuð. Hann vill að forsendur
breytinga verði byggðar á ítarlegri
skoðanakönnun meðal hlustenda
Ríkisútvarpsins. „Við viljum sjá
hvernig landið liggur meðal hlust-
enda,“ sagði Jón Ásgeir.
Þá vilja starfsmenn að ákvörðun
um breytingar á Rás 2 verði frestað
þar til fjárlagaforsendur liggja fyr-
ir, en áætlað er að það verði í mars-
mánuði næstkomandi. Þá nefnir Jón
Ásgeir að áður en ráðist verði í slík-
ar breytingar verði rætt um framtíð
Sjónvarps og Rásar 1 og útbúið nýtt
skipurit fyrir Ríkisútvarpið allt.
Starfsemi Ríkisútvarpsins hefur
verið við Fjölnisgötu í Glerárhverfi
fram til þessa en nú eru menn farnir
að hugsa sér til hreyfings. Húsnæði
við Kaupvangsstræti 1 í miðbæ Ak-
ureyrar hefur verið skoðað í því
skyni. Það er um 300 fermetrar að
stærð, en það húsnæði sem útvarpið
nú er í er helmingi stærra. Það er
hins vegar ekki nýtt að fullu.
Starfsemin verður flutt
í miðbæ Akureyrar
„Staðsetning útvarpsins í bænum
hefur ekki verið nægilega góð. Við
viljum vera sýnilegri og þá mun að-
gengi almennings verða betra ef við
erum í miðbænum auk þess sem
mun styttra er í stofnanir og stjórn-
sýslu bæjarins þaðan. Með flutningi
í miðbæinn getum við þannig slegið
margar flugur í einu höggi“ sagði
Sigurður Þór.
Geta má þess að lokum að skrif-
stofa DV verður flutt í þetta sama
hús innan tíðar, en þar er fyrir
skrifstofa Morgunblaðsins á Ak-
ureyri.
Útvarpsráð samþykkir tillögu starfshóps um flutning Rásar 2 norður
Starfsmönnum á lands-
byggðinni fjölgar um sex
Til greina kemur að flytja starfsemi Ríkisútvarpsins á Akureyri í húsið í Kaupvangsstræti 1, sem er í miðbæ Ak-
ureyrar. Útvarpsmenn myndu þá koma sér fyrir á 2. hæð, en það er hæðin sem við blasir á myndinni.
ALLS buðu 18 manns sig fram til
setu á framboðslista Samfylkingar-
innar vegna komandi sveitar-
stjórnakosninga næsta vor, en upp-
stillingarnefnd Samfylkingarinnar á
Akureyri auglýsti í síðasta mánuði
eftir þeim sem áhuga hefðu á að
taka þátt í könnun meðal fé-
lagsmanna. Uppstilling á lista Sam-
fylkingarinnar verður gerð með
þeim hætti að efnt verður til könn-
unar meðal félagsmanna og verður
hún höfð að leiðarljósi við starf
uppstillingarnefndar.
Þeir sem taka munu þátt í könn-
uninni eru Aðalheiður Steingríms-
dóttir, kennari við Verkmenntaskól-
ann á Akureyri, Áki Áskelsson
kennari við sama skóla, Ásgeir
Magnússon, forstöðumaður Skrif-
stofu atvinnulífsins á Norðurlandi
og bæjarfulltrúi, Halldór Jóhann
Sigfússon, leikmaður í meistara-
flokksliði KA í handbolta, Hilmir
Helgason, bifreiðastjóri og tækja-
maður, H. Konný Hákonardóttir,
leikskólakennari, Ingi Rúnar Eð-
varðsson, prófessor í stjórnun við
Háskólann á Akureyri, Jón Ingi
Cæsarsson, dreifingarstjóri Ís-
landspósts á Akureyri, Kári Þor-
leifsson, nemi, Kristján Jósteinsson,
sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu,
Lilja Ragnarsdóttir, foreldraráð-
gjafi hjá Þroskahjálp, Oddný Stella
Snorradóttir, forstöðumaður tölvu-
og upplýsingatæknideildar FSA,
Oktavía Jóhannesdóttir bæjar-
fulltrúi, Sigrún Stefánsdóttir sölu-
maður, Sævar Herbertsson vörubíl-
stjóri, Þorgerður Þorgilsdóttir,
sjúkraliði á Hlíð, Þorlákur Axel
Jónsson, kennari við Menntaskól-
ann á Akureyri, og Ægir Ágústsson
nemi.
Könnun meðal fé-
lagsmanna í Samfylk-
ingunni á Akureyri
18 bjóða
sig fram
GESTIR í Sundlaug Akureyrar á síð-
asta ári voru 357.500 og hafa aldrei
verið fleiri á einu ári. Árið áður komu
um 333.000 gestir í laugina og er
fjölgunin á milli ára rúm 7%. Flestir
gestir heimsóttu laugina í júlímánuði,
um 52.000 manns, og hafa aldrei verið
fleiri í einum mánuði.
Sundlaug Akureyrar var opin í 360
daga á síðasta ári og því komu tæp-
lega 1.000 manns á dag í laugina að
meðaltali. Miklar endurbætur hafa
verið gerðar á Sundlaug Akureyrar á
síðustu árum, sem og sundlaugar-
garðinum og þá heyrir íþróttahúsið
við Laugargötu einnig undir undir
sundlaugina en þar fer m.a. leikfimi-
kennsla fram. Gísli Kristinn Lórenz-
son forstöðumaður Sundlaugar Akur-
eyrar sagði gesti sundlaugarinnar,
sundlaugargarðsins og íþróttahúss-
ins á síðasta ári hafa verið samtals um
450.000 talsins.
Eftir er að breyta gömlu sundlaug-
inni í Sundlaug Akureyrar og er
hönnunarvinna vegna þeirra fram-
kvæmda á lokastigi. Gamla laugin er
35 metra löng en hún verður stytt í 25
metra og grynnkuð og hluta hennar
verður breytt í barnaleiksvæði. Einn-
ig er fyrirhugað að byggja öryggis-
turn við enda gömlu laugarinnar, þar
sem sést yfir báðar laugarnar. Gísli
Kristinn sagðist vonast til að fá fjár-
veitingu á þessu ári til að byggja turn-
inn og skipta gömlu lauginni.
Heldur minni aðsókn í
Sundlaug Glerárskóla
Gestir í Sundlaug Glerárskóla á
síðasta ári voru um 52.500, eða um
2.000 færri en árið áður. Þar af voru
elli- og örorkulífeyrisþegar um 5.500.
Sundlaug Glerárskóla er lítil innilaug,
aðeins tæpir 17 metrar að lengd, með
heitum pottum utandyra.
Aldrei fleiri
sundlaugargest-
ir á einu ári ÁKVEÐIÐ hefur verið að
fresta vígslu nýju stólalyftunn-
ar í Hlíðarfjalli, sem fram átti
að fara nk. laugardag, vegna
snjóleysis. Ekki hefur verið
ákveðið hvenær vígslan fer
fram en þó ekki fyrr en kominn
er einhver snjór í fjallið.
Ekki hefur enn verið hægt að
stíga á skíði í Hlíðarfjalli á
þessum vetri og eru starfs-
menn farnir að ókyrrast. Þetta
er mikil breyting milli ára því
aldrei hefur verið opið í fleiri
daga á einum vetri en í fyrra.
Þá var skíðasvæðið opnað 18.
nóvember árið 2000 og var opið
fram í maí í vor, auk þess sem
íslenska landsliðið var þar við
æfingar í byrjun júní, við ágæt-
ar aðstæður. Í fyrravetur var
opið í fjallinu í um 140 daga en
gamla metið frá árinu 1978 var
130 dagar.
Enn snjólaust
í Hlíðarfjalli
Vígslu stóla-
lyftunnar
frestað