Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 23
traust undirstaða fjölskyldunnar
GÓLFEFNABÚÐIN
Borgartún 33 Reykjavík
gólfefna-útsalasem slær allt út!
flísar, plast- og viðarparket
25-70%afsl. Vegna væntanlegra breytinga á versluninni
bjóðum við í dag og næstu daga parket og
flísar á áður óþekktu verði.
Tilboðsverð á fylgiefnum s.s.
fúgu og flísalími.
Nú er tækifæri til að tryggja sér vandaðar
vörur frá viðurkenndum framleiðendum
á hreint ótrúlegum kjörum.
Opið 8-18 mánud.-Föstud.
og 10-14 laugard.
AÐSÓKN að tólf opinberum bresk-
um söfnum hefur margfaldast í
kjölfar þess að aðgangseyrir að
þeim var felldur niður 1. desember
síðastliðinn samkvæmt ákvörðun
bresku ríkisstjórnarinnar. Aðsókn-
in að söfnunum tólf tvöfaldaðist að
meðaltali, séu bornir saman des-
ember 2000 og 2001.
Mesta aukningin varð hjá Vict-
oria og Albert-listiðnaðarsafninu,
en í desember 2000 komu þangað
42 þúsund gestir en í desember
síðastliðnum 170 þúsund eða rúm-
lega fjórum sinnum fleiri en árið
áður. Aðsókn að Náttúrufræðisafn-
inu rauk úr 89 þús-
und gestum í fyrra í
163 þúsund í des. sl.
og að Vísindasafn-
inu hoppaði aðsókn-
in úr 88 þúsundum í
146 þúsund gesti í
des. sl.
Það hefur verið á
stefnuskrá ríkis-
stjórnar Tony Blairs að auka að-
gengi almennings að söfnum og
menningarviðburðum. Í samræmi
við það var hætt 1. des. 2001 að
innheimta aðgangseyri að þeim
tólf söfnum í Bretlandi sem fá
beint ríkisfjárframlag. Sem dæmi
má taka að miði fyrir fullorðinn að
Náttúrufræðisafninu (The Natural
History Museum) kostaði áður níu
pund og að Victoríu og Albert-
safninu fimm pund.
Grameðlulíkan á Breska náttúrufræðisafninu.
Aðsókn hefur
margfaldast
AP AÐ þessu sinni er meginefni þessa
rits mikil ritgerð. Hún er um 200 bls.
og því raunar heil bók. Ritgerðin er
samin af Kristni Helgasyni og ber
heitið Skipsströnd í V.-Skaftafells-
sýslu 1898-1982. Raunar nær frá-
sögnin allt austur að Jökulsá á
Breiðamerkursandi, enda eru það
eðlilegustu mörkin í þessu tilviki.
Sjálfsagt er flestum kunnugt, að
mjög mörg skip hafa strandað við
þessa löngu og hættulegu strand-
lengju, einkum á fyrri tímum. En að
þau hafi orðið svo gífurlega mörg
sem þessi frásögn greinir frá kom
mér að minnsta kosti á óvart. Hér er
greint frá 109 skipsströndum á rúm-
lega áttatíu árum. 1500 manns var
bjargað á land. 57 manns fórust við
strönd eða á sandi og hvíla í grafreit-
um Skaftfellinga. Langflest voru
skip þessi útlend. Flest ensk (42). Þá
komu þýsk skip (26). Íslensku skipin
urðu 13 talsins.
Segja má að Skaftfellingar hafi
orðið sérfræðingar í að bjarga skip-
brotsmönnum, enda tókst þeim oft
snilldarlega. Og mörg höppin féllu
þeim í skaut á stranduppboðum. Enn
munu margir fallegir gripir til þar
eystra, sem þannig eru tilkomnir.
Að líkum lætur að margt hefur áð-
ur verið skrifað um sum þessara
stranda. Sögusagnir hafa verið með
ýmsu móti og komist á bækur. Hér
er annar háttur hafður á. Í öllum
meginatriðum er farið eftir skýrslum
viðkomandi hreppstjóra og greinar-
gerðum sýslumanna, eins og skráð
er í strandbókum og dómabókum
sýslunnar. Þessi háttur höfundar
veldur því að sjálfsögðu, að frásögn-
in verður áreiðanleg og víkur ekki
frá staðreyndum. Þannig á vitaskuld
að vinna. En óneitanlega verður frá-
sögnin nokkuð einhæfari og þurrari
fyrir bragðið, en við því er lítið að
gera, þegar aðrar öruggar heimildir
eru ekki fyrir hendi. Á stöku stað
getur frásögnin þó orðið litríkari,
eins og t. a. m. um strand þýska
togarans Friedricks Alberts frá
Þýskalandi árið 1903 og nokkur fleiri
átakanleg strönd.
Höfundur þessarar miklu ritgerð-
ar hefur hér gert merka sögulega
rannsókn, sem hann á þakkir skildar
fyrir. Þá skal þess getið að ritgerð-
inni fylgir ágætt kort yfir umrætt
landsvæði. Eru þar skipsströnd
skráð eftir fjörum (nafngreindum).
Auk framangreindrar ritgerðar
eru nokkrar smágreinar í ritinu, svo
og annálar. Af þessu efni staldraði ég
helst við stutta ritsmíð eftir Jón
Sverrisson (1871-1955). Hún ber
heitið Hvað skuldar Brandur prest-
ur hér? Segir þar frá Brandi presti
Tómassyni í Ásum. Séra Brandur
var sérstæður maður. Dugnaðar- og
kjarkmaður einstakur, góðmenni
annálað, en drykkjumaður mikill.
Ýmsar sögur hafa um hann gengið,
en hér sýnist mér best frá honum
sagt, enda þekkti greinarhöfundur
séra Brand.
Dynskógar er hið prýðilegasta rit
eins og forverar þess og vel er frá því
gengið í alla staði.
BÆKUR
Héraðsrit
Dynskógar, 8. árg. Sögufélag Vestur-
Skaftfellinga, 2001, 254 bls.
DYNSKÓGAR
Skipsströnd í Skafta-
fellssýslu og fleira
Sigurjón Björnsson
FIMM tónskáld og þrjú ljóðskáld
hlutu viðurkenningar frá Tónmennta-
sjóði kirkjunnar í desember sl. fyrir
hugverk af trúarlegum toga. Það var
formaður sjóðsstjórnar, Haukur Guð-
laugsson, sem afhenti höfundunum
viðurkenningarnar á sérstökum há-
tíðarfundi um miðjan desember.
Þau sem viðurkenningarnar hlutu
voru tónskáldin Bára Grímsdóttir, El-
ín Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur
Rúnarsdóttir, Tryggvi M. Baldvins-
son og Þórður Magnússon og ljóð-
skáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðs-
son, sr. Kristján Valur Ingólfsson og
Ragnheiður Pála Ófeigsdóttir.
Í stjórn sjóðsins sitja, auk Hauks
Guðlaugssonar, Jón Nordal tónskáld
og Sveinbjörn I. Baldvinsson rithöf-
undur.
Tónmenntasjóður kirkjunnar
veitti átta viðurkenningar
Elín Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson, Magnea Halldórsdóttir f.h Báru Grímsdóttur, dóttur sinn-
ar, sr. Kristján Valur Ingólfsson, Þórður Magnússon, Tryggvi M. Bald-
vinsson og Ragnheiður Pála Ófeigsdóttir.