Morgunblaðið - 09.01.2002, Side 26

Morgunblaðið - 09.01.2002, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÓKNARFÆRI Í LÍFEFNAIÐNAÐI NÝIR LANDVINNINGAR ÍE Íslenzk erfðagreining er að nemaný lönd með kaupunum á banda-ríska lyfjaþróunarfyrirtækinu MediChem Life Sciences. Íslenzk erfðagreining stundar rannsóknir á sviði erfðafræði. Hið bandaríska fyr- irtæki stundar rannsóknir á sviði efnafræði og af orðum Kára Stefáns- sonar, forstjóra ÍE, má ráða að mark- viss lyfjaþróun verði þriðji þátturinn í þessari umfangsmiklu starfsemi. Þetta þýðir með öðrum orðum að Ís- lenzk erfðagreining ætlar ekki að láta nægja að stunda erfðafræðirann- sóknir og selja niðurstöður þeirra til lyfjafyrirtækja, sem hagnýta þær niðurstöðu til að þróa og framleiða ný lyf heldur ætlar fyrirtækið að gera þetta sjálft. Í Morgunblaðinu í dag er starfsemi hins bandaríska fyrirtækis lýst á eft- irfarandi hátt: „Markmið fyrirtækis- ins er að flýta þróun nýrra lyfja, sem byggjast á uppgötvunum í erfðafræði með afkastamikilli tækni við efna- fræði- og lífefnafræðirannsóknir.“ Í frásögn Morgunblaðsins í dag af þessum kaupum segir einnig: „Að mati forsvarsmanna ÍE falla rann- sóknir og þróunarvinna MediChem mjög vel að áætlunum Íslenzkrar erfðagreiningar um að hámarka tekjur af uppgötvunum fyrirtækisins í erfðafræði algengra sjúkdóma. Eru möguleikar ÍE taldir aukast til muna með þessum kaupum á að fylgja eftir uppgötvunum fyrirtækisins í erfða- fræði með frekari rannsóknum í efna- fræði og lífefnafræði með það að markmiði að koma nýjum lyfjum á markað.“ Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Kári Stefánsson m.a.: „Við stundum nú rannsóknir á erfðafræði 50 algengra sjúkdóma og höfum sótt um einkaleyfi á hundruðum nýrra lyfjamarka. Við búum yfir nauðsyn- legri þekkingu og aðstöðu til að stað- festa mikilvægi lyfjamarka í algeng- um sjúkdómum og til að gera víð- tækar skimanir á lyfjasameindum, sem hafa áhrif á þessi lyfjamörk. Með kaupunum á MediChem getum við nú stundað enn frekari rannsóknir á sviði efnafræði og lífefnafræði. Með því að fara með rannsóknir okkar enn lengra fram veginn í átt til nýrra lyfja, tryggjum við hluthöfum okkar mestan hugsanlegan ávinning af nið- urstöðum rannsókna okkar.“ Undir þessi sjónarmið tekur dr. Michael Flavin, forstjóri MediChem, en hann sagði af þessu tilefni í gær: „Lýðerfðafræðirannsóknir Íslenzkr- ar erfðagreiningar hafa þegar leitt til uppgötvana á nýjum lyfjamörkum í mikilvægum sjúkdómum. Með því að taka þær uppgötvanir inn í þróunar- ferli og rannsóknir okkar á sviði efna- fræði og lífefnafræði eigum við mögu- leika á að skapa veruleg verðmæti fyrir hluthafa sameinaðs fyrirtækis.“ Kári Stefánsson hefur gefið til kynna, að vilji forráðamanna ÍE standi til þess að ný starfsemi, sem leiði af þessum kaupum verði staðsett á Íslandi og að við það mundu verða til 200–300 störf, sem krefjast sér- menntaðs starfsfólks. Þar með yrði starfsmannafjöldi ÍE á Íslandi um 1.000 manns og heildar fjöldinn sam- tals nokkuð á annað þúsund manns með starfseminni í Bandaríkjunum. Hér er að verða til fyrirtæki, sem í sköpun nýrra starfa stendur jafnfæt- is stóriðju en án þess fórnarkostnað- ar, sem henni fylgir. Þessari starf- semi fylgir að mikill fjöldi há- menntaðs fólks hefur flutt hingað til lands, borgar skatta og önnur gjöld hér á Íslandi og leggur mikið til sam- félagsins á margan annan hátt. Það er því full ástæða til að leggja áherzlu á að Íslenzk erfðagreining geti fundið þessari nýju starfsemi stað hér á Íslandi. Rekstur Íslenzkrar erfðagreining- ar er vissulega áhætturekstur en hingað til hefur sá áhætturekstur gengið upp. Það er því rík ástæða til fyrir okkur Íslendinga að fagna þessu nýja skrefi í starfsemi merkilegs fyr- irtækis. Það er aldrei auðvelt að ryðja nýjar brautir eins og Kári Stefánsson og fyrirtæki hans eru að gera. Efasemd- arraddir verða alltaf háværar og ekki við öðru að búast. Enginn getur á þessari stundu fullyrt að þau mark- mið, sem Íslenzk erfðagreining stefn- ir að náist. En líkurnar fyrir því að svo vel takist til aukast. Undanfarin ár hafa staðið yfirrannsóknir á lækningarmætti íslenskra jurta, en Sigmundur Guð- bjarnarson, prófessor við Háskóla Íslands, og Steinþór Sigurðsson, samstarfsmaður hans, hafa ásamt fleirum sýnt fram á að lækningar- jurtir á Íslandi hafa margvísleg líf- fræðilega virk efni. Í frétt í Morg- unblaðinu í gær kom fram að þessi efni örva ónæmiskerfið og hefta vöxt á ört vaxandi frumum og veir- um, en efni úr vallhumli og æti- hvönn sýna mikla virkni, t.d. gegn brjósta-, ristil- og briskrabbameins- frumum úr mönnum. Í ágúst síðastliðnum sagði Sig- mundur í samtali við Morgunblaðið að „menn [væru] í vaxandi mæli að ganga aftur í smiðju náttúrunnar. Þeir hafa áttað sig á því að þessar jurtir hafa í raun verið að þróa efna- vopn í baráttunni við alls kyns sýkla, hvort heldur eru veirur, bakt- eríur eða sveppi, og gegn skordýr- um og öðrum óvinum“, og benti jafnframt á að lyfjaiðnaðurinn hafi upphaflega orðið til í tengslum við slík efni. Rannsóknir þær sem nú liggja fyrir færa sönnur á að virkni úr lækningajurtum sem vaxa á norð- lægum slóðum eins og á Íslandi er meiri en virkni úr plöntum sem vaxa sunnar í álfunni. Hér er því um at- hyglisvert sóknarfæri í lífefnaiðnaði á Íslandi að ræða, sem einnig felur í sér áhugaverða nýsköpun fyrir ís- lenska bændur sem nú gætu litið á lækningajurtir á jörðum sínum sem nytjajurtir er jafnvel verður hægt að taka til ræktunar í framtíðinni. RÁÐHERRASKIPUÐnefnd um aukinn hlutkvenna í stjórnmálumhefur beint þeim tilmæl- um til allra stjórnmálafla á Íslandi sem hyggjast bjóða fram lista í sveit- arstjórnarkosningunum í vor að fyrsta og annað sætið verði skipuð karli og konu. „Framundan eru kosningar til sveitarstjórna sem haldnar verða hinn 25. maí 2002. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum er aðeins 28,2%,“ segir m.a. í bréfi nefndarinnar til stjórna allra stjórn- málafélaga á Íslandi. „Karlar og konur hafa að mörgu leyti ólíkan bakgrunn, uppeldi og reynslu. Það er í þágu jafnréttis og lýðræðis að bæði konur og karlar taki þátt í að móta sam- félagið sem við búum í. Það er því eftirsóknar- vert að fleiri konur taki þátt í stjórnmálum,“ segir þar ennfremur. Nefndin um aukinn hlut kvenna í stjórnmál- um var skipuð í október 1998 eftir að tillaga þess efnis hafði verið samþykkt á Alþingi að frumkvæði Sivjar Friðleifsdóttur, þáverandi þingmanns og núverandi umhverfisráðherra. Nefndin var skipuð til fimm ára og eru í henni fulltrúar allra stjórnmálaafla á Al- þingi, fulltrúi frá Kvenréttindafélagi Íslands og fulltrúi frá Jafnréttis- stofu. Ef litið er á þá stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi er Samfylk- ingin sá flokkur sem gengur hvað lengst í að hvetja flokksmenn sína til þess að hafa jafnt hlutfall karla og kvenna á framboðslistum sínum, þ.e. hann er eini flokkurinn sem hvetur til svokallaðra fléttulista en það eru framboðslistar sem skipaðir eru konum og körlum á þann hátt að verði kona í fyrsta sæti verði karl í öðru og svo framvegis. Og verði karl í fyrsta sæti verði kona í öðru sæti o.s.frv. Í ályktun landsfundarins í lok nóv- ember sl. segir að stefnt skuli að jafnræði milli karla og kvenna á Al- þingi og í sveitarstjórnum. Síðan segir orðrétt í ályktuninni: „Lands- fundurinn beinir þeirri áskorun til kjördæmisráða og flokksfélaga Samfylkingarinnar að við skipan á framboðslista við næstu alþingis- kosningar verði stefnt að því að velj- ist kona í fyrsta sæti, þá sé karl í því næsta o.s.frv. Veljist karl í fyrsta verði kona í öðru sæti o.s.frv. Sama sjónarmið ríki við skipan í nefndir, stjórnir og ráð.“ Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við fulltrúa Samfylkingarinnar kom reyndar í ljós að skoðanir voru skiptar um það hvort fyrrgreind áskorun um fléttulista ætti við um komandi sveitarstjórnarkosningar eða ekki. Björgvin G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samfylkingar- innar, telur t.d. að með áskoruninni um fléttulista sé einungis verið að vísa til alþingiskosninga vegna þess að erfiðara sé að hlutast til um skip- an framboðslista í sveitarstjórnar- kosningum en í alþingis- kosningum. „Það er óhægara um vik í sveit- arstjórnarkosningum þar sem flóra framboða er miklu fjölskrúðugri,“ útskýrir hann og tekur R- listann í Reykjavík sem dæmi. „Erfiðara er að hafa áhrif á skipan R-listans vegna þess að fleira en eitt stjórnmálaafl kemur að honum.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, al- þingismaður Samfylkingarinnar, telur þó að fyrrgreind áskorun eigi einnig við um sveitarstjórnarkosn- ingarnar. „Ég túlka það svo að þarna sé ekki gerður greinarmunur á al- þingiskosningum og sveitarstjórnar- kosingum,“ segir hún en bætir því við að það séu þó engin viðurlög við því taki flokksfélög ekki áskoruninni um fléttulista. „En þetta er þó mjög skýr viljayfirlýsing frá landsfundin- um,“ segir hún. Tilraunarinnar virði Þess má geta að nokkur umræða varð um umrædda áskorun á lands- fundi Samfylkingarinnar og sýndist sitt hverjum. Ásta R. Jóhannesdóttir þingmaður varð t.d. til að gagnrýna það að nú loksins þegar jafnt væri komið með körlum og konum á þingi frá Samfylkingunni – þ.e. í þing- flokknum væru 8 karlar og 9 konur – skyldi koma fram áskorun sem þessi. Konur hefðu verið að berjast fyrir slíkum listum meðan þær hefðu verið færri en karlarnir en svo þegar þær yrðu fleiri þá fyrst væri hægt að samþykkja ályktun um fléttulista. Ásta segir að verði kjördæmisráð- in við þessari ályktun í næstu alþing- iskosningum gæti þingkonum Sam- fylkingarinnar fækkað sækist núverandi þingmenn eftir endur- kjöri. Það eigi t.d. við um Reykjavík þar sem fjórar konur eru fulltrúar Samfylkingar á þingi en einn karl. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir er ekki sömu skoð- unar og Ásta í þessum efnum. Hún segir að þótt fleiri konur séu fulltrúar Samfylkingarinnar á þingi frá framboðslistum í Reykjavík og Reykjanesi, þ.e. á suðvesturhorni landsins, séu karlar fleiri en konur á þingi af framboðs- listum flokksins í öðrum kjördæm- um landsins. „Ég minni á að það á enginn sæti í pólitík,“ segir hún. „Það hafa allir persónulegra póli- tískra hagsmuna að gæta í sínu kjör- dæmi en hagsmunir heildarinnar verða að vega þyngra.“ Síðan bætir hún við: „Fléttulistarnir e tilraunarinnar virði.“ Framsóknarflokkurinn o lyndi flokkurinn hafa báði um jafnt hlutfall kynjanna í isáætlunum sínum. Þeir s hins vegar ekki nánar hv hlutfalli eigi að ná eða hve eigi að vera. „Í jafnrét Framsóknarflokksins kem að í öllu starfi flokksins eig þannig að hlutur annars k ekki minni en 40%. Menn e hafa þessi sjónarmið að l þegar verið er að raða á l skýrir Siv Friðleifsdóttir um ráðherra og ritari Fra flokksins. „Í jafnréttisáætl þó ekki skilgreint í hvaða s kynið eigi að fara,“ bætir hú segir að auðvitað sé erfitt að ir þessu þar sem misjafnt valið sé á framboðslista með ingu eða prófkjöri. „Við h reynt að vinna að þessari á innan Framsóknarflokksins við [konurnar] nokkuð ánæ okkar hlut.“ Siv bætir því við að l Landssamband framsókn hafi fyrir komandi sveitar kosningar ýtt úr vör átaki yfirskriftina: Kveikjum í konum! Er markmiðið að hvetja konur til að gefa kost á sér til sveitar- stjórna. Siv segir að í þessum tilgangi hafi m.a. verið haldnir fundir á nokkrum stöðum á landin irhugaðir eru enn fleiri slík fram að kosningum. Erfiðara að fá kon Í jafnréttisáætlun Fr flokksins, sem samþykk landsþingi flokksins á síð segir að við röðun á fram skuli reynt að tryggja a Konur hvattar til þátttöku í sveitarstjór Samfylking hvet flokka til fléttu Í aðdraganda sveitarstjórnarkosning velta margir því fyrir sér hvort reglur hlutfall kynjanna á framboðslistum nauðsynlegar til að hvetja konur til þ töku. Arna Schram kynnti sér afstö stjórnmálaflokkanna í þessum efnu Björgvin G. Sigurðsson Kristín Halldórsdóttir Kjartan Gunnarsson Siv Friðleifsdóttir Ásta R. Jóhannesdóttir Þórunn Sveinbjarna Bæði konur og karlar eiga að móta sam- félagið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.