Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 27

Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 27 Í UPPHAFI tuttugustu aldartengdist Ísland alþjóðlegupeningakerfi, gullmyntfætin-um. Myntsamband var á milli Norðurlanda, verðgildi allra Norð- urlandakrónanna var hið sama, og voru þær í umferð í löndunum öll- um. Um sérstakt gengi íslensku krónunnar var ekki að ræða, né neina óháða stefnu í peningamál- um. Þetta kerfi raskaðist að fullu í fyrri heimsstyröld, eins og alkunn- ugt er. Að styrjöldinni lokinni var gengi gjaldmiðla í Evrópu fljótandi og ákvarðaðist eftir markaðsvið- skiptum frá degi til dags. Það var almennt talið miklu skipta að ná að nýju því öryggi sem föst gengis- skráning fæli í sér og sem hvar- vetna myndi örva viðskipti og auka framfarir. Ekki kom mönnum þá annað í hug en tenging við gull, eins og áð- ur hafði verið. Hins vegar var um það ágreiningur hvort hverfa skyldi að sama gullgildi og verið hafði fyr- ir styrjöldina eða halda sig við það gullinni-hald hverrar myntar sem orðið var um þessar mundir. Með því að hverfa aftur til fyrra gull- gengis myndi sparifjáreigendum bætt það tjón er þeir höfðu beðið af völdum verðbólgu sem alls staðar hafði verið mikil á styrjaldarárun- um, þótt í mismunandi mæli væri. Átti sú skoðun sterku fylgi að fagna, að siðferðilega skyldu bæri til að ná hinu fyrra gullgengi, auk þess sem það eitt gæti skapað tiltrú á stefnufestu til framtíðar. Á hinn bóginn töldu margir að slíkt aft- urhvarf til fyrra gullgengis væri of dýru verði keypt. Atvinnulífið myndi ekki standast þá raunhækk- un skulda og verðfall afurða sem af gengishækkun leiddi og afleiðingin verða kreppa og atvinnuleysi, að minnsta kosti um nokkurt skeið. Í hópi þessara manna voru kunnir hagfræðingar svo sem Svíinn Gust- av Cassel, sem var þá einn helsti sérfræðingur í peningamálum í álf- unni, og Bretinn John Maynard Keynes sem barðist ötullega gegn hækkun sterlingspundsins. Niður- staðan varð þó sú að fyrri leiðin varð ofan á bæði í Bretlandi og á Norðurlöndum, öðrum en Íslandi og Finnlandi. Hér á landi voru gengismálin mikið ágreiningsefni allan þriðja áratuginn. Fjallaði sú umræða í raun um þau sömu grundvallarat- riði sem nú eru á dagskrá, það er hvernig Íslendingar, sem þá höfðu nýlega öðlast fulla sjálfstjórn, gætu best skipað stjórn gengis- og pen- ingamála í ljósi þess sem væri að gerast í öðrum löndum álfunnar. Um þetta tókust á tvær fylkingar, hágengismenn, sem vildu hverfa til fyrra gullgengis, og stýfingar- menn sem vildu festa gengið á ríkjandi gullgengi. Þeir fáu hag- fræðingar sem þá voru hér á landi tóku lítinn þátt í þessum um- ræðum, en þeir stjórnmálamenn, sem mest létu til sín taka ræddu málin af þekkingu og skilningi. Má í þeirra hópi einkum nefna Jón Þor- láksson, sem var einarður forsvari hágengisstefnunnar, og þá Ásgeir Ásgeirsson, Tryggva Þórhallsson og Pétur Halldórsson, síðar borg- arstjóra, sem allir voru stýfingar- menn. Athyglisvert er að Jón Bald- vinsson, forseti Alþýðusambands- ins og leiðtogi jafnaðarmanna, fylgdi Jóni Þorlákssyni að málum. Gagnstætt því sem varð í ná- grannalöndunum, lyktaði um- ræðunni um gengismálin hér á landi án endanlegrar niðurstöðu. Gengi krónunnar hafði verið fljót- andi frá því að gengisskráning var tekin upp í bönkunum á árinu 1922 og þar með viðurkennt að ekki væri lengur unnt að halda jafngengi við dönsku krónuna. Árið 1924 var með lögum skipuð sérstök gengisnefnd er átti að stuðla að hækkun krón- unnar í samræmi við þá stefnu sem mest gætti erlendis um þessar mundir. Fór gengið þá mjög hækk- andi um skeið, öllu fremur þó vegna áhrifa góðra aflabragða og bættra viðskiptakjara, en fyrir at- beina nefndarinnar. Fór svo fram uns mikillar and- spyrnu tók að gæta á árinu 1925 af hálfu útflutningsat- vinnuvega, sjávar- útvegs og landbún- aðar. Var þá lögunum breytt og fulltrúum þessara tveggja atvinnu- greina bætt í nefndina, sem um leið var falið að stefna að „varlegri“ hækkun krónunn- ar. Fylgdi nefndin þessu eftir með því að festa krónuna við sterlingspund á genginu 22,15 í október 1925. Enda þótt þessi ákvörðun hefði ekki verið hugsuð til frambúðar, hélst þetta gengi óbreytt til ársins 1939. Umræðurnar um gullmyntfótinn héldu hinsvegar áfram allt til árs- ins 1931. Snemma á því ári voru lögð fram tvö frumvörp um þessi mál á Alþingi. Var annað þeirra flutt af þeim Jóni Þorlákssyni og Birni Kristjánssyni, þar sem gert var ráð fyrir hækkun krónunnar í fullt gullgengi, með þeirri undan- tekningu þó að skuldbindingar frá árunum eftir 1914 skyldu gerast upp á lægra gengi. Hitt frumvarpið var flutt af Einari Árnasyni, fjár- málaráðherra, og fylgdi því grein- argerð sem Gustav Cassel hafði samið að beiðni ráðherra, en þar var lagt til að horfið yrði til gull- innlausnar miðað við þáverandi gullgildi krónunnar. Hvorugt frum- varpið kom til afgreiðslu á því þingi, og áður en þing kom saman að nýju hafði dregið til mikilla tíð- inda er heimskreppan hafði skollið á af fullum þunga og Englands- banki neyðst til þess að hverfa frá gullinnlausn í septembermánuði 1931. Í þeirri umræðu sem hér hefur verið lýst kom ekki annað til álita en að Íslendingar stefndu að föstu gengi og fylgdu þeirri endurreisn gullmyntfótarins sem var að kom- ast á í öðrum löndum álfunnar. Hágengismenn vildu að þetta yrði á grundvelli fyrra gullgengis, þrátt fyrir það að íslenska krónan hefði fallið meira í verði en myntir ná- grannalandanna. Skoðanir þeirra voru bornar uppi af miklum sið- ferðilegum þunga og ríkum þjóð- armetnaði. Myntina ætti ekki að svíkja og Íslendingar ættu ekki að vera eftirbátar annarra þjóða. Þeir ættu að reynast nýfengins sjálf- stæðis verðugir, ekki með því að halda sjálfstæði í gengis- og pen- ingamálum, heldur með því að verða að fullu þátttakendur í því peningakerfi sem aðrar þjóðir voru að kom á. Stýfingarmenn voru ekki andvígir slíkri þátttöku, en þeir vildu komast hjá tímabundnum örðugleikum með því að sættast á lægra gullgildi krónunnar. En hvernig töldu menn þá að bregðast mætti við innan vébanda gullfótarins, þegar á bjátaði af völdum viðskiptakreppu eða ann- arra áfalla? Það gat ekki orðið með breytingu gengisins. „Það er talið óleyfilegt í hverju þjóðfélagi að grípa til þess að svíkja gjaldeyri landsins til þess að afstýra afleið- ingum venjulegrar viðskipta- kreppu“, sagði Jón Þorláksson í umræðum á Alþingi 1926. Á hinn bóginn taldi Jón að beita mætti stjórn fjármála til þess að draga úr spennu í góðæri og örva athafnir þegar ver áraði. Reyndi hann að fylgja fram slíkri stefnu í tíð sinni sem fjármálaráðherra, allmörgum árum áður en John Maynard Keyn- es gerði slíkar hugmyndir alkunn- ar. En það sem menn töldu mestu skipta var þó sveigjanleiki atvinnu- lífsins. Fyrirtæki yrðu að geta lækkað kostnað sinn þegar á bját- aði, bæði með hagræðingu og með beinum launalækkunum. Það mátti heita almenn skoðun á þessum tíma að laun hlytu að vera breytileg eftir aðstæðum, þrátt fyrir vaxandi áhrif verkalýðsfélaga. Annað átti þó eftir að koma í ljós, og hér á landi gat verkalýðsforinginn Jón Baldvins- son ekki fallist á sveigjanleika launa, enda þótt hann teldi það áhugamál verkamanna að peninga- málum þjóðarinnar væri komið á fastan grundvöll, eins og hann komst að orði á Alþingi 1926. Heita má að almennur glundroði hafi orðið í fjármálum heimsins þegar Englandsbanki hvarf frá gullinn-lausn haustið 1931. Flest önnur lönd freistuðu þess að halda í gullgengið, en urðu frá því að snúa, sum von bráðar en önnur að nokkr- um árum liðnum. Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum reyndu í fyrstu að halda í gullgengið og þar á eftir að forðast eins mikla geng- islækkun og sterlingspundið hafði sætt. Sú stefna varð þó fljótlega of- an á í þessum löndum að bráðar þarfir atvinnulífsins skiptu meira máli en stöðugleiki, og í samræmi við það var gengi gjaldmiðla þeirra látið lækka meira en pundið hafði gert, mismunandi þó eftir löndum, en mest í Finnlandi og Danmörku. Í stuttu máli má segja að sérhvert land hafi á þessum tíma reynt að bjarga sér sem best það kunni, þeg- ar ekki tókst að ná samstöðu með öðrum löndum. Það var ekki fyrr en í lok síðari heimsstyrjaldar að árangur náðist við að endurreisa al- þjóðlegt peningakerfi og að greiða götu frjálsra viðskipta í heiminum. Hér á landi urðu viðbrögðin önn- ur en í nágrannalöndunum. Hér var ekki frá gullinnlausn að hverfa. Á hinn bóginn hafði krónan verið bundin við sterlingspundið, en í þeirri mynt fór meginhluti við- skipta landsins fram. Ákvað geng- isnefnd að sú skipan skyldi standa. Um þetta var enginn ágreiningur, og fylgdi krónan pundinu, eins og fyrr segir, allt til ársins 1939. Má því telja að gagnstætt því sem gerðist annars staðar hafi hér á landi verið haldið í þá fastgengis- stefnu sem í raun hafði verið al- menn samstaða um árin á undan. Ásgeir Ásgeirsson, sem þá var orð- inn fjármálaráðherra og formaður gengisnefndar, lét svo um mælt að sterlingspundið væri hinn eiginlegi gullfótur krónunnar og í tengslum við pundið væri fólgin trygging fyr- ir verðgildi hennar og festu. Á síðari tímum hafa margir talið að fastgengisstefnan hafi verið ein helsta ástæða þess hversu örðug og langvinn kreppan varð hér á landi. Þannig segir Guðmundur Magnús- son, prófessor, að „með því að fylgja sjálfstæðri stefnu í gengis- málum og ríkisfjármálum á árunum 1930–1939 hefði mátt örva útflutn- ingsstarf-semina, glæða atvinnu og flýta fyrir umbótum í atvinnumál- um“. Að auki varð fastgengisstefn- an til þess að gjaldeyris- og inn- flutningshöftum var komið á og sífellt á þeim hert eftir því sem leið á áratuginn. Launamálin reyndust það sker sem fastgengisstefnan steytti á. Af hálfu vinnuveitenda og flestra stjórnmálamanna var ráð fyrir því gert að laun hlytu að lækka á árinu 1932, enda fór inn- lent vöruverð lækkandi. En verka- lýðsfélög snerust af hörku gegn lækkun launa og meiri og alvarlegri átök urðu á vinnumarkaði en áður höfðu þekkst. Í Danmörku urðu einnig miklar sviptingar á vinnumarkaði um þessar mundir, og var fylgst náið með þeim atburðum hér á landi. Reyndu danskir vinnuveitendur á árinu 1932 að ná fram almennri launalækkun sem verkalýðsfélög vörðust af fullum mætti. Var svo komið í ársbyrjun 1933 að allsherj- arverkfall vofði yfir, samfara al- mennu verkbanni. Tókst þá í lok janúarmánaðar, fyrir atbeina rík- isstjórnar jafnaðarmanna í sam- vinnu við helsta stjórnarandstöðu- flokkinn, að ná samkomulagi á vinnumarkaði sem fól í sér nokkra gengislækkun, umfram það sem þegar var orðið, samfara bindingu launa og framgangi ýmissa velferð- armála. Reyndist þetta upphaf þess að Danir ynnu sig út úr kreppunni á tiltölulega skömmum tíma. Á Ís- landi var hins vegar enginn grund- völlur fyrir slíkri þjóðarsátt, enda þótt Jón Baldvinsson léti svo um mælt að slíkt hefði getað komið til greina ef staða verkalýðshreyfing- ar og jafnaðarmanna hefði verið eins styrk og hún var í Danmörku. Í raun má telja að nauðsyn hafi borið til samkomulags hér á landi er náð hefði bæði til helstu stjórn- málaflokka sem og til vinnuveit- enda og verkalýðsfélaga, hvort sem gengi hefði verið fellt eða því haldið föstu. Reynsla áranna 1931 til 1939, þegar gengi krónunnar var loks fellt, er vitnisburður um það hversu vara-samt geti verið að fylgja ekki sjálfstæðri stefnu í gengismálum. Það ber þó að hafa í huga að á þess- um tíma voru Íslendingar að reyna að halda í stöðugleika sem aðrar þjóðir höfðu um sinn látið fyrir róða. Viðhorfin hlutu að verða önn- ur þegar að nýju var hafist handa um að endurreisa stöðugleikann eins og stefnt hefur verið að allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar, eftir ýmsum leiðum og með misjöfnum árangri. Þeir miklu kostir stöðugs gengis, sem menn lögðu svo mikla áherslu á hér á landi snemma á lið- inni öld, fara ekki á milli mála. Ekki fer það heldur á milli mála hvers virði það sé Íslendingum að reynast ekki eftirbátar annarra þjóða í stjórn peningamála. Aðild að evr- unni stendur okkur ekki til boða að sinni. Það er því tími til stefnu til að ígrunda hvort sá stöðugleiki innan alþjóðlegs peningakerfis sem vakti fyrir mönnum á fyrstu áratugum fullveldisins gæti orðið að veruleika í upphafi nýrrar aldar. Er nú að finna meðal þjóðarinnar allrar, meðal stjórnmálamanna hennar, og ekki síst á meðal aðila vinnumark- aðar, þann skilning og það víðsýni sem nægir til að forðast þau sker sem fastgengisstefna fyrri tíma steytti á? Evran og krónan Rætt er um það nú hvort sé affarasælla fyrir Íslendinga að taka upp evruna eða halda í krónuna. Í þeirri umræðu hefur lítt eða ekki komið fram, að á fyrri hluta nýlið- innar aldar stóðu Íslendingar í svipuðum sporum. Jónas Haralz og Magnús Sveinn Helgason rifja upp helstu atriði þeirrar umræðu sem þá fór fram. Jónas H. Haralz Magnús Sveinn Helgason Jónas Haralz er hagfræðingur og er fyrrverandi bankastjóri. Magnús Sveinn Helgason er sagnfræðingur, sem nú stundar framhaldsnám í Bandaríkjunum. eru alveg og Frjáls- ir ákvæði í jafnrétt- skilgreina vernig því ernig það ttisáætlun mur fram gi að vinna kynsins sé eiga því að leiðarljósi lista,“ út- mhverfis- msóknar- luninni er sæti hvort ún við. Siv ð fara eft- t sé hvort ð uppstill- höfum þó ætlun t.d. s og erum ægðar með lokum að narkvenna rstjórnar- i sem ber nu og fyr- kir fundir nur rjálslynda kt var á ðasta ári, mboðslista að hlutur kynjanna verði sem jafnastur. Mar- grét Sverrisdóttir, framkvæmda- stjóri flokksins, segir að þótt það komi ekki fram í jafnréttisáætlun- inni sé það þó vilji forystu flokksins að hafa svokallaða fléttulista. „Það sem gerir okkur þó erfitt fyrir er það að erfiðara er að fá konur til að taka sæti á framboðslista en karla,“ segir Margrét og bætir því við að það megi þó að einhverju leyti útskýra með því að flokkurinn leggi höfuð- áherslu á sjávarútvegs- mál. Þau mál virðist m.ö.o. höfða síður til kvenna en karla. Að sögn Kristínar Halldórsdóttur, fram- kvæmdastjóra Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, er stefnt að jöfnu hlutfalli kynjanna við val á framboðslista flokksins, þótt ekki sé sérstaklega kveðið á um slíkt í lögum eða áætlun- um flokksins. „Það var unnið eftir þessari stefnu við uppsetningu framboðslista fyrir al- þingiskosningarnar síð- ustu og tókst það nokk- uð vel, þ.e. við vorum t.d. með konu í efsta sætinu í þremur kjördæmum af átta. Og í mínu kjördæmi, Reykja- neskjördæmi, vorum við með ekta fléttulista,“ segir hún. Kristín bendir á að í upphaflegum lögum VG hafi verið kveðið á um jafnan hlut kynjanna en það ákvæði hafi verið tekið út á síðasta lands- fundi flokksins. „Mönnum fannst svo sjálfsagt að stefna að jöfnu hlutfalli kynjanna að óþarfi væri að taka það sérstaklega fram í lögum,“ útskýrir Kristín. Hún leggur áherslu á að rík- ur skilningur sé á því að jafnræði ríki á framboðslistum VG, hvort sem um sé að ræða jafnræði milli kynjanna eða annarra þátta eins og t.d. at- vinnu eða aldurs. „Við stöndum hins vegar frammi fyrir því að það er erf- iðara að fá konur á lista en karla. Við erum ekki lengra komin í jafnréttinu en það að konur eru bundnari heim- ilinu og ýmsum aðstæðum.“ Meðvitandi um jafnan hlut Engin ákvæði eru heldur í lögum eða reglum Sjálfstæðisflokksins sem kveða á um jafnan hlut kynjanna á framboðslistum flokksins að sögn Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra flokksins. Hann segir þó alla flokksmenn sér meðvitandi um jafnræði kynjanna og það end- urspeglist í flokksstarfinu. Þar sé mjög jöfn þátttaka karla og kvenna. Kjartan bendir einnig á að í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum hafi um 43% þeirra sem áttu sæti í þrem- ur efstu sætum á framboðslistum flokksins verið konur. „Þetta finnst mér stórglæsilegur árangur því oft er talað um að konur séu hafðar í uppfyllingarsætum. Þarna eru þær hins vegar í efstu sætunum,“ segir hann og bætir því við að fyrrgreint hlutfall gefi einnig til kynna hlutfall sjálfstæðiskvenna í sjálfum sveitar- stjórnunum þar sem flokkurinn hafi nánast hvergi færri en þrjá fulltrúa í sveitarstjórn. Kjartan bendir einnig á í þessu sambandi að Landssamband sjálf- stæðiskvenna vinni heil- mikið að þessum málum í aðdraganda kosninga, þ.e. það hvetji konur til þess að gefa kost á sér. Auk þess hvetji flokkurinn konur áfram m.a. með námskeiðum sem sérstaklega eru ætluð konum. „Þá hafa starfað í flokknum hópar eins og Sjálfstæðar konur sem örugglega hafa haft hvetjandi áhrif á þátttöku kvenna í prófkjörum og uppstillingum.“ rnarkosningum tur einn ulista ganna r um séu þátt- öðu um. arna@mbl.is Margrét Sverrisdóttir n rdóttir Sjálfsagt að stefna að jöfnu hlutfalli kynjanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.