Morgunblaðið - 09.01.2002, Qupperneq 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jenný LovísaEinarsdóttir
fæddist á Grund í
Stafneshverfi 9. maí
1912. Hún lést á
Garðvangi í Garði 2.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Einar Jónsson
frá Ystaskála á
Rangárvöllum, d.
1932, og Anna Soffía
Jósafatsdóttir frá
Litlu-Ásgeirsá í Víði-
dal í Húnavatns-
sýslu, d. 1956. Systk-
ini hennar eru Þor-
björg Ágústa, Jóhann Kristinn og
Jóhanna Kristín, öll látin. Fyrri
maður Jennýjar var Einar Haukur
Jónsson bifreiðarstjóri, f. 2.10.
1906, d. 23.3. 1935. Börn þeirra
eru: 1) Jóna Margrét, f. 21.10.
1930, d. 11.12. 1931. 2) Anna Mar-
grét, f. 28.4. 1932, gift Lárusi A.
Guðbrandssyni, f. 22.4. 1934. Börn
þeirra eru: a) Jenný Lovísa, f. 13.9.
1953, gift Smára Friðjónssyni, f.
13.6. 1950, börn þeirra eru Anna
Margrét, f. 1978, sambýlismaður
Benedikt R. Guðmundsson, f.
1972, dóttir þeirra er Jenný
Lovísa, f. 2001, Arnar Þór, f. 1982,
og Aron Már, f. 1984. b) Guðbrand-
ur Arnar, f. 26.11. 1954, kvæntur
Bryndísi Margréti Sigurðardótt-
ur, f. 8.7. 1959. Börn þeirra eru
Sigríður Gerður, f. 1978, Sandra
Sif, f. 1989, og Birta Sól, f. 1994. c)
Árni Þór, f. 1.6. 1958, kvæntur
Stefaníu Gunnarsdóttur, f. 31.10.
1971. Börn þeirra eru Helena Ósk,
f. 1996, og Andri Þór, f. 2001.
Dóttir Árna er Eva Kristín, f.
1988. d) Hulda Dagmar, f. 22.1.
1965, sambýlismaður Aðalsteinn
Hallbjörnsson, f. 28.9. 1976. Dóttir
hennar og fyrrverandi eiginmanns
hennar, Einars Ásbjörns Ólafsson-
ar, er Emma Hanna, f. 1986, og
dóttir hennar og Kristmunds Car-
ter er Aníta, f. 1995. 3) Einarína
Sigurveig, f. 29.4. 1934, gift Helga
Guðleifssyni, f. 24.9. 1933. Börn
þeirra eru: a) Einar Haukur, f.
10.6. 1954, kvæntur Sigríði Magn-
úsdóttur, f. 2.3. 1958. Synir þeirra
eru Magnús Helgi, f. 1996, og Sig-
urjón Veigar, f. 1997. Sonur Sig-
ríðar er Ársæll Páll Óskarsson, f.
1990. b) Þorbjörg Ágústa, f. 9.10.
1955. Fyrrverandi eiginmaður
hennar er Vigfús Heiðar Guð-
mundsson, f. 4.6. 1952. Börn
þeirra eru Guðmundur Freyr, f.
3) Inga Eygló, f. 27.12. 1938, sam-
býlismaður Fred Lindeman. Fyrr-
verandi eiginmaður hennar er Jan
Erik Mustad, sonur þeirra er Arn-
stein, f. 1961. 4) Þorsteinn, f. 16.9.
1940, kvæntur Guðrúnu Ólöfu
Guðjónsdóttur, f. 2.9. 1941. Börn
þeirra eru: a) Sólveig, f. 29.7. 1961,
gift Gunnari S. Olsen, f. 23.4. 1953.
Dóttir þeirra er Guðrún Ólöf, f.
1992. Sonur Sólveigar er Þor-
steinn Árnason Surmeli, f. 1985. b)
Jenný Lovísa, f. 3.11. 1964, gift Jó-
hanni Torfa Steinsson, f. 9.7. 1954.
Börn þeirra eru Jórunn, f. 1989, og
Jóhann Örn, f. 1993. c) Irmý Rós, f.
27.5. 1971, gift Jóni Gauta Dag-
bjartssyni, f. 9.3. 1971. Synir
þeirra eru Sigurbjörn Elí, f. 1994,
og Teitur Leon, f. 2000. Sonur
Guðrúnar Ólafar er Þórður Örn
Karlsson, f. 2.8. 1959, d. 28.10.
1991. Kona hans er Sigurbjörg
Guðmundsdóttir, f. 12.6. 1958.
Börn þeirra eru Hafþór Örn, f.
1978, og Heiðrún Rós, 1985. 5)
Brynja, f. 17. október 1944, gift
Helga Hólm, f. 18.3. 1941. Börn
þeirra eru: a) Hrannar, f. 17.4.
1964, kvæntur Hallfríði Bene-
diktsdóttur f. 18.10. 1966. Börn
þeirra eru Helena Brynja, f. 1990,
og Helgi Benedikt, f. 1998. b) Hlín,
f. 10.10. 1966 gift Guðbirni Árna-
syni, f. 1.3. 1960. Börn þeirra eru
Helga, f. 1992, og Hugi, f. 1995. c)
Hilma, f. 19.5. 1972 gift Hauki
Skúlasyni, f. 19.1. 1974. Synir
þeirra eru Hlynur, f. 1997, og
Skúli, f. 2001. d) Hrund, f. 4.5.
1975. 6) Guðrún, f. 26. október
1948, gift Ragnari Gerald Ragn-
arssyni, f. 6.4. 1948. Börn þeirra
eru Ragnheiður Guðný, f. 22.9.
1969, gift Alberti Óskarssyni, f.
13.6. 1968. Synir þeirra eru Ragn-
ar Gerald, f. 1993, og Aron Ingi, f.
1995. e) Inga Birna, f. 9.3. 1972,
sambýlismaður Dagur Freyr Inga-
son, f. 13.2. 1972. Dóttir þeirra er
Árný Eik, f. 2001. Dóttir Ingu
Birnu er Guðrún Kara Valgarðs-
dóttir, f. 1997. f) Árni, f. 27.8. 1978.
g) Einar, f. 9.4. 1980. 7) Árni, f.
30.8. 1957, kvæntur Erlu Ó. Mel-
steð, f. 1.7. 1958. Dóttir Árna og
Þórdísar Gunnarsdóttur er Jenný
Lovísa, f. 1979.
Fyrstu búskaparár sín bjó Jenný
í Hvammi í Sandgerði. Árið 1942
flutti hún til Keflavíkur og bjó
lengst af á Suðurgötu 16. Jenný
gegndi húsmóðurhlutverkinu
mestan part starfsævi sinnar en
þegar um fór að hægjast starfaði
hún við fiskvinnslu og seinna meir
við ræstingar. Afkomendur Jenn-
ýjar eru nú 92.
Útför Jennýjar Lovísu fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
1978, Sólbjörg Lauf-
ey, f. 1984, og Berg-
þóra Sif, f. 1989. c)
Ólöf Sveinhildur, f.
28.2. 1957, gift Leifi
Harðarsyni, f. 25.3.
1957. Börn þeirra eru
Ragnheiður, f. 1988,
Sveinn Smári, f. 1990,
og Sólveig, f. 1995.
Sonur Sveinhildar er
Helgi Þór Einarsson,
f. 1976. Sonur hans og
Kristínar Kristjáns-
dóttur er Benedikt
Jökull, f. 2000. d) Vil-
hjálmur, f. 21.5. 1962,
kvæntur Hönnu Stefánsdóttur, f.
8.1. 1964. Sonur þeirra er Einar
Andri, f. 1988. 4) Haukur, f. 16.
ágúst 1935. Fyrrverandi eigin-
kona hans er Anney Alfa Jóhanns-
dóttir, f. 29.1. 1949. Börn þeirra
eru: a) Jóna Margrét, f. 13.12.
1977, sambýlismaður Svavar
Hjartarson. Sonur þeirra er Júlíus
Karl, f. 1994. b) Alda Ósk, f.
26.12.1979, sambýlismaður Kol-
beinn Gísli Bergsteinsson, f. 16.12.
1976. Börn þeirra eru Jakob
Freyr, f. 1996, Karen Alfa Rut, f.
1998, og Rakel Andrea Dögg, f.
2001. c) Einar Haukur, f. 4.2. 1981.
Seinni maður Jennýjar var Árni
Þorsteinsson skipstjóri, f. í Gerð-
um í Garði 14. nóvember 1908, d.
10. mars 1986. Börn þeirra eru: 1)
Guðný Helga, f. 1.11. 1937, gift
Höskuldi Goða Karlssyni, f. 7.9.
1933. Dætur þeirra eru: a) Þor-
björg Ágústa, f. 18.3. 1958, sam-
býlismaður Guðmundur Rúnar
Gunnarsson f. 22.1. 1961. Börn
þeirra eru Hallveig Hörn, f. 1980,
sambýlismaður Vigfús E. Vig-
fússson, f. 12.2. 1981, dóttir þeirra
er Guðrún, f. 2001, Höskuldur
Goði f. 1987, og Hjörtur f. 1989. b)
Ásdís Þrá, f. 29.8. 1959, gift Ás-
mundi Magnússyni, f. 7.1. 1963.
Dóttir þeirra er Katrín, f. 1992.
Dóttir Ásdísar er Guðný Helga
Herbertsdóttir, f. 1978, gift Einari
Ágústi Víðissyni, f. 1973. c) Hall-
veig Björk, f. 1.3. 1965. Fyrrver-
andi eiginmaður hennar er Steinn
Agnar Pétursson, f. 19.7. 1963.
Börn þeirra eru Hlíf, f. 1987, Pétur
Geir, f. 1993, og Vigfús Karl, f.
1994. d) Halldís Hörn, f. 5.10. 1967,
sambýlismaður Henrik Holm, f.
27.5. 1968. Dóttir Halldísar og
Þorgríms Guðmundssonar er Jón-
ína Björk, f. 1995. 2) Þorbjörg
Ágústa, f. 1.11. 1937, d. 10.4. 1955.
Hinn 2. janúar sl. andaðist Jenný
Lovísa Einarsdóttir, tengdamóðir
mín og vinkona, á dvalarheimilinu
Garðvangi í Garði. Jenný var á ní-
tugasta aldursári og ég trúi því að
hún hafi dáið södd lífdaga. Langar
mig hér að minnast hennar nokkr-
um orðum því í hartnær fjörutíu ár
hafa leiðir okkar legið þétt saman.
Í gömlum málshætti gyðinga segir
svohljóðandi: Guð getur ekki verið
alls staðar og þess vegna skapaði
hann mæðurnar. Jenný Lovísa Ein-
arsdóttir var svo sannarlega móðir
allt fram í andlátið og hún tók hlut-
verk sitt alvarlega og bar hag
barna sinna ávallt fyrir brjósti.
Þótt það hafi ekki verið hennar stíll
að bera tilfinningar sínar á torg
var ávallt gott að leita til hennar og
það sást einna best á því hversu
góður vinur hún varð sínum fjöl-
mörgu barnabörnum. Þeirra sökn-
uður er því mikill við fráfall henn-
ar. Fyrsta sameiginlega heimili
okkar Brynju hér í Keflavík var
hjá þeim Jenný og Árna í kjall-
aranum á Suðurgötu 16 og það var
ákaflega gott að hefja búskap á
þeim stað þar sem svo margir aðrir
áttu öruggt skjól bæði fyrr og síð-
ar. Eðli málsins samkvæmt eign-
aðist Jenný marga tengdasyni og
þjóðsagan um vondu tengdamóð-
urina átti svo sannarlega ekki við á
þeim bæ. Hún var einstaklega lag-
in við að leyfa okkur að njóta okkar
og með árunum fengum við hver og
einn ákveðin hlutverk á heimili
hennar. Við fundum því fljótt að við
vorum ávallt velkomnir á Suður-
götu 16.
Jenný Lovísa var fædd á Grund í
Sandgerði 9. maí árið 1912 og voru
foreldrar hennar Einar Jónsson og
Anna Soffía Jósafatsdóttir. Æska
hennar var í litlu frábrugðin æsku
ungra kvenna á þeim tíma. Skóla-
gangan var stutt og fljótt tóku við
hin algengu störf þess tíma. Það
var til þess tekið hvað Jenný var
lífsglöð og dugleg ung kona. Þetta
voru uppgangstímar í Sandgerði og
þangað sóttu vertíðarmenn hvaðan-
æva af landinu. Jenný starfaði sem
ráðskona fyrir áhafnir og var það
bæði erfitt og ábyrgðarmikið starf.
Hver áhöfn hafði sameiginlega vist-
arveru til afnota og þar var bæði
eldað, matast og sofið. 5–6 manns
voru á sjó og annað eins í landi. Á
hendi ráðskonunnar var matseld
þegar allir voru í landi, það þurfti
að útbúa kost þeirra sem reru og
það þurfti að sjá um þrif og þvotta.
Jenný Lovísa kynntist ung fyrri
manni sínum, Einari Jónssyni bif-
reiðastjóra, og áttu þau saman
fjögur börn. Einar féll frá áður en
yngsta barnið fæddist eða í mars
1935. Nokkrum árum síðar giftist
Jenný síðari manni sínum, Árna
Þorsteinssyni skiptjóra. Þau stofn-
uðu fyrst heimili í Sandgerði en
fluttu til Keflavíkur árið 1942. Þau
eignuðust saman sjö börn. Þótt
leiða megi að því líkum að oft hafi
líf Jennýjar verið erfitt með allan
þennan barnaskara lýsir það vel
skapferli hennar að aldrei ræddi
hún um líf sitt á þeim nótum. Það
eitt er víst að hún hefur skilað
hlutverki sínu vel. Við kveðjum
hana í dag með bestu þökkum til
hennar fyrir allt sem hún gaf sam-
ferðamönnum sínum á lífsleiðinni.
Helgi Hólm.
Þá er björkin endanlega fallin.
Blöðin féllu þegar í haust eins og
sjálf náttúran segir til um.
Elskuleg tengdamóðir mín Jenný
Lovísa Einarsdóttir kvaddi þennan
heim södd lífdaga í stríði við elli
kerlingu á nítugasta aldursári.
Æskuheimili hennar var að
Grund í Miðneshreppi. Foreldrar
hennar voru langt að komnir. Móð-
irin frá Litlu-Ásgeirsá í V-Húna-
vatnssýslu og faðirinn frá Ysta-
Skála undan Eyjafjöllum. Fjöl-
skyldan varð brátt sex manna því
foreldrarnir eignuðust þrjár dætur
og einn son. Systurnar Þorbjörg –
Jóhanna – Jenný ásamt foreldrum
sínum urðu þó snemma að upplifa
sorgina er bróðir þeirra og sonur
Jóhann Kristinn dó aðeins 12 ára
gamall.
Ekki er ólíklegt að bróðurmiss-
irinn hafi tengt þær systur þeim
einstöku systraböndum og samhug
til allra verka sem þær ræktuðu
með sér meðan líf þeirra entist.
Æskuárin voru fljót að líða við
hafið þar sem allir kepptust við að
draga björg í bú. Horft var eftir
bátunum til hafs og beðið í voninni
að þeir skiluðu sér allir í höfn.
Ung giftist Jenný, Einari Hauki
Jónssyni og eignuðust þau fjögur
börn, en urðu fyrir því að missa
sitt fyrsta barn tæplega 5 mánaða
og 5 árum síðar féll eiginmaðurinn
frá. Eftir sat sjómannsekkjan unga
með þrjú börn á framfæri.
Tengdamóðir mín átti þá eins og
ætíð trú sína á ljósið og vonina. Að
horfa fram en ekki aftur. Lífið var
henni hvatning til frekari dáða,
umfram allt fyrir börn sín.
Þáttaskil urðu í lífi Jennýjar er
ástir tókust með ungum skipstjórn-
anda og sjósóknara Árna Þor-
steinssyni úr Garði. Þau hasla sér
völl í eigin húsi, Hvammi í Sand-
gerði, sem þau síðan flytja til
Keflavíkur að Suðurgötu 16 árið
1942.
Á tímabilinu 1937 – 57 eignast
þau sjö börn en þar barði sorg að
dyrum, enn einu sinni, er tvíbura-
systir konu minnar fellur frá 16 ára
gömul. Fjölskyldan stóra horfir til
ljóssins og vonarinnar, treystir og
trúir á Guð sinn.
Á meðan Árni dregur björg í bú
stendur móðirin ein með sinn stóra
barnahóp að fæða, klæða og annast
uppeldisskyldur heimilisins. Fjar-
vistir eiginmannsins reyna á, ekki
síður erfiðar fyrir sjómanninn en
konu hans og börn. Þannig hefur líf
sjómannsfjölskyldunnar verið og
mun verða svo lengi sem land okk-
ar verður byggt.
Enn horfir fjölskyldan til ljóss-
ins, vonarinnar og kærleikans er
fjölskyldufaðirinn fellur frá 10.
mars 1986.
Í nær hálfa öld bjó tengdamóðir
mín á Suðurgötu 16, sem stundum
var líkust umferðarmiðstöð, þar
sem börnin, vinir þeirra, tengda-
synirnir og dæturnar, barnabörnin
og barnabarnabörnin, gamlir sveit-
ungar og frændalið úr Sandgerði
og Garðinum og margir sérstakir
persónuleikar komu og áttu sam-
komu- og griðastað.
En að því kom að Suðurgatan
var kvödd með trega og Jenný
flutti um set að Aðalgötu 5, Kefla-
vík. Þar leið henni vel í um tíu ár í
umsjón barna sinna er búsett eru í
Keflavík. Ekki vænti ég að á nokk-
urn sé hallað þó ég segi að þar hafi
átt stóran hlut Guðrún dóttir henn-
ar og eiginmaður hennar Ragnar.
Fyrir það er fjölskylda mín ævar-
andi þakklát.
Í stormum vetrar og vors 2000–
2001 var sem einmanaleikinn sækti
að tengdamóður minni og hugurinn
stæði nær börnunum er þau voru í
umsjá hennar. Það dró því nær
þeim tíma er höggvið var á sjálf-
stæði hennar í orði og verki. Hún
flutti að Garðvangi, heimili fyrir
aldraða, og var þar í fullkomri um-
sjón annarra, þar til yfir lauk 2.
janúar síðastliðinn.
Tengdamóðir mín var gædd eft-
irsóknarverðum mannkostum. Hún
elskaði ætíð heimili sitt. Hún vildi
gjarnan fá að ráða sér og sínum og
troða ekki öðrum um tær. Tryggð
og hollustu hennar við fjölskyld-
una, vini og frændalið, var við-
brugðið. Kjarkurinn í baráttu við
örlögin virtist ekki kalla fram tár
eða sjálfsvorkun og aldrei kvartaði
hún. Þolinmæðin og styrkurinn –
eins tíminn sjálfur –sem minnti á
djúpt og ægiblátt hafið sem hún
hafði fyrir augum sér alla tíð.
Meðan björkin stóð með fagur-
limaða krónu og ræturnar fastar í
íslenskri mold, stóðu 92 afkomend-
ur í skjóli íslenskrar hvunndags-
hetju.
Fjölskylda mín biður algóðan
Guð að gefa henni frið og sælu í
ríki sínu um leið og samfylgd er
þökkuð af alhug.
Höskuldur Goði
og fjölskylda.
„Dáinn, horfinn“ – harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En eg veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
Þessar ljóðlínur Jónasar Hall-
grímssonar sem hann orti til látins
vinar síns komu upp í hugann þeg-
ar við frænkurnar settumst niður
til þess að skrifa minningarorð um
ástkæra ömmu okkar og vinkonu
sem er nú látin á nítugasta aldurs-
ári.
Amma lifði tvo eiginmenn, tvö
börn af ellefu og átti orðið 92 af-
komendur við andlát sitt. Hún var
fastur punktur í tilverunni og verð-
ur erfitt að ímynda sér framtíðina
án hennar en við höfum minning-
arnar um ótrúlega konu og enga
venjulega ömmu. Að fara til ömmu
var sem að skreppa í heimsókn til
vinkonu sinnar og skipti 60 ára ald-
ursmunurinn engu. Hún var skörp,
skelegg og skemmtileg og lá ekki á
skoðunum sínum. Hún var tann-
hvöss á tíðum svo að ókunnugum
stóð stundum ekki á sama. En það
var grunnt á yfirborðinu og undir
niðri kraumaði húmorinn og brosið
fram á síðustu stundir.
Við frænkurnar erum fæddar
sama árið og höfum fylgt henni
ömmu í tæp þrjátíu ár. Þær eru
óteljandi stundirnar sem við áttum
saman og eigum að minnast. Það
var skroppið til ömmu í frímínútum
eða eftir skóla þegar við bjuggum í
Keflavík, eftir vinnu eða um helgar
þegar við vorum fluttar til Reykja-
víkur, og með börnin okkar þegar
þau voru komin í heiminn. Önnur
okkar bjó hjá ömmu í eitt ár um
fermingaraldurinn og hin hóf bú-
skap sinn í kjallaranum hjá ömmu
eins og fleiri barnabörn hafa gert.
Oftar en ekki var setið við eldhús-
borðið og spjallað, stundum tuðað
og þrætt, en alltaf brosað. Öll sam-
skipti sönn og hreinskilin, vænt-
umþykjan áþreifanleg þótt væmn-
inni væri svosem aldrei fyrir að
fara.
Við tengdumst henni á einstæð-
an hátt, hún gaf okkur allan sinn
tíma og oft var eins og hún skildi
okkur betur en foreldrar okkar.
Aldrei ræðum við frænkurnar
ömmu okkar nema með hlýju, og
bros á vör og alltaf verið sammála
um að nákvæmlega svona ömmur
viljum við vera í framtíðinni.
Elsku amma, við viljum þakka
fyrir samfylgdina, það eru forrétt-
indi að hafa fengið að ganga með
þér í gegnum lífsins þrautir. Þú
kenndir okkur margt og þeim lær-
dómi munum við búa að og koma
áfram til barnanna okkar.
Dauðinn er hluti af lífinu og
amma er nú sjálfsagt hvíldinni feg-
in. Hún var heilsuhraust fram á
síðustu ár og síðustu mánuði hrak-
aði henni hratt.
Hún átti hægt andlát í faðmi
fjölskyldu sinnar þann 2. janúar sl.
að Garðvangi í Garði. Við syrgjum
kæra ömmu okkar en minnumst
hennar með gleði í hjarta. Við
þökkum samfylgdina og stöndum
ríkari á eftir.
Hilma og Inga Birna.
Elsku amma, þú skipaðir alltaf
stóran sess í lífi okkar systkinanna,
það verður því tómlegra hér án þín.
Þær voru ófáar samverustund-
irnar á Suðurgötu 16 og seinna á
Aðalgötunni. Þú áttir alltaf til
brjóstsykur eða eitthvert annað
góðgæti og oft sátum við við eld-
húsborðið og ræddum lífsins gagn
og nauðsynjar.
Það sem var svo einstakt við þig
amma var að þú gast alltaf talað
við hvert og eitt okkar eins og jafn-
ingja. Það var aldrei eins og þú
værir neitt eldri en við og þú sýnd-
ir því jafnan áhuga sem við vorum
að fást við hverju sinni. Þess vegna
var líka svo gott að leita til þín.
Heimsóknunum fjölgaði mikið á
Aðalgötuna árið sem mamma og
pabbi voru í Ekvador. Þá varst þú
mér ómetanlegur stuðningur. Það
sem okkur þótti líka svo vænt um í
fari þínu var hvað þú varst hrein
og bein. Þú sagðir hlutina alltaf
eins og þeir voru og því höfðum við
öll svo gaman af.
Jólin eru okkur bræðrunum sér-
staklega minnisstæð og það var
óneitanlega tómlegt við jólaborðið í
ár þar sem þú varst of veik til að
geta verið með okkur.
Minningarnar eru margar og svo
ljúfar og þær geymum við í hjarta
okkar.
Takk fyrir samfylgdina.
JENNÝ LOVÍSA
EINARSDÓTTIR