Morgunblaðið - 09.01.2002, Síða 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 41
Heimsferðir og Félag húseigenda á Spáni hafa nú undirritað samning um sæti til Alicante
sumarið 2002 fyrir aðila að Félagi húseigenda á Spáni. Beint flug alla miðvikudaga í sum-
ar tryggja þér þægilega ferð í glæsilegum nýjum þotum og
þægilegasta ferðatíma í sólina í sumar. Sala er nú hafin og geta
aðilar að Félagi húseigenda á Spáni
snúið sér til Heimsferða og bókað
sæti nú þegar.
Verð kr. 27.400
M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára.
Skattar kr. 2.950 fyrir fullorðinn,
kr. 2.260 fyrir barn.
Atlas ávísanir, kr. 10.000.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 33.900
Fargjald fyrir fullorðinn.
Skattar kr. 2.950, ekki innifaldir.
Verð kr. 25.900
Fargjald fyrir barn.
Skattar kr. 2.950, ekki innifaldir.
· Afsláttur færist á bókanir þegar
ávísanir frá FHS er skilað til
Heimsferða.
Salan er hafin
Bókaðu sæti og tryggðu þér afslátt
Félags húseigenda á Spáni
Samningur við Félag húseigenda á Spáni
Flugsæti til
Alicante
frá kr. 27.400
sumarið 2002
Dagsetningar í sumar
27. mars
10. apríl
8. maí
22. maí
29. maí
5. jún.
12. jún.
19. jún.
26. jún.
3. júl.
10. júl.
17. júl.
24. júl.
31. júl.
7. ágú.
14. ágú.
21. ágú.
28. ágú.
4. sep.
11. sep.
18. sep.
25. sep.
2. okt.
23. okt.
Notaðu Atlasávísunina til að lækka ferðakostnaðinn
Samkvæmisfatnaður
Mikið úrval
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433
BARNASPÍTALI Hringsins fékk á
dögunum gjöf frá fjórum ungum
mönnum sem héldu styrktar-
tónleika 22. desember sl. í Skál-
holtsdómkirkju. Alls söfnuðust
41.000 kr. sem munu renna óskipt-
ar til kaupa á DVD- og mynd-
bandstækjum sem verða sett upp í
nýbyggingu Barnaspítalans sem
tekin verður í notkun í nóvember
2002.
Undanfarin fimm ár hefur kvart-
ettinn sungið á Barnaspítalanum á
Þorláksmessu við góðan orðstír.
Meðlimir Laugaráskvartettsins eru
Egill Árni Pálsson, Hreiðar Ingi
Þorsteinsson, Þorvaldur Skúli
Pálsson og Þröstur Freyr Gylfa-
son. Kvartettinn er kenndur við
þorpið Laugarás í Biskupstungum,
en það er uppeldisbær strákanna.
Um 150–200 gestir sóttu tón-
leikana og lögðu sitt af mörkum til
að styrkja gott málefni. Kvartett-
inn vill koma á framfæri þakklæti
til allra tónleikagesta.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Peningagjöfin til Barnaspítala Hringsins afhent. Frá vinstri: Þröstur
Freyr Gylfason, Sigríður Magnúsdóttir, Egill Árni Pálsson, Hreiðar
Ingi Þorsteinsson og Andri Ómar (lítill drengur). Á myndina vantar einn
liðsmanna Laugaráskvartettsins, Þorvald Skúla Pálsson.
Færðu Barna-
spítalanum gjöf
STJÓRN Geðhjálpar samþykkti
eftirfarandi ályktun á fundi sínum
7. janúar 2002.
„Stjórn Geðhjálpar mótmælir
harðlega reglugerðum um lækkun
greiðslna almannatrygginga í
lyfjakostnaði og læknisþjónustu
sem gildi tóku 1. janúar 2002 og
valda verulegri útgjaldaaukningu
hjá stórum hópi sjúklinga.
Með reglugerðarbreytingunni
um greiðslur almannatrygginga í
lyfjakostnaði hækkar hlutdeild
sjúklinga í lyfjakostnaði um 9–
11%. Frá árinu 1996 hefur hlut-
deild sjúklinga í lyfjakostnaði vax-
ið úr því að vera um 30% upp í 55–
60% af lyfjaverði í dag. Þetta
ásamt hækkun komugjalda í heil-
brigðisþjónustunni sem margfald-
ast hefur undanfarin ár leiðir óhjá-
kvæmilega af sér frekari skerð-
ingu hjá þeim tekjulægstu í sam-
félaginu, öryrkjum, sem enn
frekar rýrir lögbundinn rétt þeirra
til mannsæmandi lífs.
Geðhjálp kallar heilbrigðisráð-
herra til ábyrgðar um þessa stefnu
og öfugþróun sem er á skjön við
stefnu hans um jafnan aðgang að
heilbrigðisþjónustu. Sá aukni
kostnaður sem velt er yfir á sjúk-
linga mun leiða til erfiðleika hjá
mörgum fjölskyldum og einstak-
lingum sem þurfa á lyfjum að
halda og sækja sér læknisþjón-
ustu.
Geðhjálp skorar á heilbrigðis-
ráðherra að fella úr gildi reglu-
gerðarbreytingar þær sem gildi
tóku 1. janúar sl. um hækkun
komugjalda í heilbrigðisþjónust-
unni og aukinni hlutdeild sjúklinga
í lyfjakostnaði.“
Mótmæla reglugerðum
um hækkun greiðslna
ÞRETTÁNDABRENNA
verður í kvöld, miðvikudaginn
9. janúar, á íþróttasvæði HK í
Fagralundi í Fossvogsdal.
Farin verður blysför frá vall-
arhúsinu í Fagralundi og að
brennunni og hefst gangan kl.
18. Brennunni lýkur með flug-
eldasýningu.
Blyssala verður í vallarhús-
inu í Fagralundi frá kl 17.
Þrettánda-
brenna í
Kópavogi
UM miðjan janúar hefst aftur nám-
skeiðið „Sjálfstyrking unglinga“ í
Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4b. Er
það ætlað fyrir unglinga 13-16 ára.
Námskeiðinu er ætlað að efla
sjálfstraust, sjálfsvirðingu og fé-
lagslega hæfni unglinganna. Fjallað
verður um tilfinningar og hvernig ein-
staklingi líður frá degi til dags, leið-
beint er hvernig þeir geta ráðið bót á
neikvæðum tilfinningum. Það að
þekkja eigin tilfinningar og hvernig
viðkomandi einstaklingi líður getur
hjálpað til við að öðlast betra líf. Upp-
bygging sjálfsvirðingarinnar verður
einn af lykilþáttum námskeiðsins.
Skráning fer fram í Foreldrahús-
inu.
Sjálfstyrking
unglinga
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ Sigur-
von á norðanverðum Vestfjörðum
heldur fund um stofnun stuðnings-
hópa, fimmtudaginn 10. janúar kl. 20
í Kiwanishúsinu á Ísafirði.
Hildur Björk Hilmarsdóttir, for-
maður stuðningsfélagsins Krafts og
starfsmaður Krabbameinsfélags Ís-
lands, flytur erindi um gildi og starf-
semi stuðningshópa og svara fyrir-
spurnum varðandi stuðningshópa og
starfsemi þeirra og krabbameins-
félagsins. Fyrirhugað er að stofna
stuðningshópa/stuðningsfélag Sig-
urvonar. Heimasíða Sigurvonar er:
www.krabb.is/sigurvon, segir í
fréttatilkynningu.
Krabbameins-
félagið Sigurvon
fundar
HINN 3. jan. sl. á milli kl. 11 og 12
voru unnar skemmdir á dökkgrænni
Renault-fólksbifreið með númerinu
IM-806, þar sem hún stóð mannlaus
við Skipholt 33. Eigandi bifreiðar-
innar telur að ekið hafi verið á vinstri
afturhurð hennar en þó er jafnvel
talið að um sé að ræða skemmdar-
verk með því að sparkað hafi verið í
bifreiðina. Þeir sem geta gefið frek-
ari upplýsingar eru beðnir að snúa
sér til umferðardeildar lögreglunnar
í Reykjavík.
Lýst eftir vitnumREYKJAVÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði í almennri
skyndihjálp fimmtudaginn 10. janúar
kl. 18.30. Kennsludagar verða 10., 14.
og 15. janúar, kl. 18.30–22.30. Þátt-
taka er heimil öllum 15 ára og eldri.
Námskeiðið er 16 kennslustundir og
verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð.
Meðal efnis á námskeiðinu er blást-
ursmeðferðin, endurlífgun með
hjartahnoði, hjálp við bruna, bein-
brotum, meðferð sára og margt fleira.
Nemendur fá skírteini sem hægt er
að fá metið í ýmsum skólum.
Einnig verður haldið 8 kennslu-
stunda námskeið dagana 22. og 24.
janúar, kl. 16–19. Farið verður yfir
helstu atriði í skyndihjálp, með
áherslu á hjartahnoð. Þetta námskeið
er einkum ætlað fyrirtækjum.
Námskeið hjá RKÍ
NÝTT byrjendanámskeið hefst í
Aikido 14. janúar. Æft verður þrisv-
ar í viku, á mánudögum og miðviku-
dögum klukkan 20-21 og á laugar-
dögum klukkan 16-17.
Ókeypis kynningartímar verða
miðvikudaginn 9. janúar og laugar-
daginn 12. janúar á ofangreindum
tímum í húsnæði félagsins á Engja-
teigi 1 (Listdansskóli Íslands).
Framhaldsnámskeið hefst einnig í
janúar og verður einnig æft þrisvar í
viku, á mánudögum og miðvikudög-
um klukkan 21-22.30 og á laugardög-
um klukkan 16-18.
Verð námskeiðsins er kr. 13.000
og stendur það fram í maí, segir í
fréttatilkynningu.
Byrjendanámskeið
í Aikido-sjálfsvörn
FERÐAFÉLAG Íslands efnir til
myndasýningar í FÍ-salnum, Mörk-
inni 6, í kvöld, 9. janúar, kl. 20.30.
Gerður Steinþórsdóttir sýnir myndir
frá þjóðgörðum Klettafjalla í Kanada
og frá Arnarvatnsheiði og Eiríksjökli.
Kaffiveitingar í hléi, verð kr. 500. Allir
velkomnir, segir í fréttatilkynningu.
Myndasýning
í FÍ-salnum