Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 43

Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 43
BÍLAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 43 YFIR 50 nýir hugmyndabílar og framleiðslubílar eru sýndir á fyrstu stóru bílasýningu ársins sem nú stendur yfir í Detroit í Bandaríkj- unum. Margir þessara bíla verða settir á markað í Evrópu. Ford Ford sýnir Mighty F350 Tonka pallbílinn sem er engin smásmíði. Þetta er hugmyndabíll með loft- fjöðrunarbúnaði sem leysir af hólmi hefðbundna blaðfjöðrun í þessari gerð bíla. Hægt er að hækka bílinn og lækka þegar stigið er inn í hann, sem er ekki vanþörf á miðað við hæð hans og stærð. Bíllinn er með 6,0 lítra V8 dísilvél, sem skilar að hámarki 350 hestöflum og er sögð umhverfisvænni en hefðbundnar dísilvélar. Þetta er samrásardísilvél með forþjöppu með breytilegri af- kastagetu. DaimlerChrysler Stjórnarformaður Daimler- Chrysler, dr. Dieter Zetsche, af- hjúpaði nýjan sportlangbak sem kallast Pacifica. Bíllinn fer í fram- leiðslu á næsta ári og sagði Zetsche að mjög líklega yrði hann settur á markað einnig í Evrópu. Pacifica er með hönnunareinkennum fjölnota- bíls en aksturseiginleikum fólksbíls. Fyrirtækið telur líklegt að kaup- endahópurinn verði fyrrum jeppa- eigendur og eigendur stórra fjöl- notabíla. Pacifica verður með sætum fyrir sex í þremur sætaröðum. Öft- ustu sætaröðina er hægt að fella of- an í gólfið til að skapa meira flutn- ingsrými. Undir vélarhlífinni er 3,5 lítra V6 vél sem skilar afli til allra hjólanna. Pacifica er hugmyndabíll en Zetsche segir að framleiðslubíll- inn verði því sem næst eins útlít- andi. Honda Honda frumsýnir nýjan jeppa sem kallast Pilot. Honda segir reyndar að þetta sé fjölskyldubíll sem sameini kosti jeppans í ut- anvegarakstri og gæði og fágun í framleiðslu. Vélin er VTEC V6 álvél með fimm þrepa sjálfskiptingu og VTM-4 sítengdu fjórhjóladrifi ásamt rafstýrðri driflæsingu á afturdrifi. Sæti eru fyrir allt að átta manns og hægt er að fella niður aðra og þriðju sætaröðina í hlutföllunum 60/40. Gírstöngin er í stýrinu upp á amer- íska vísu en tilgangurinn er sá að losa um nýtanlegt rými við framsæti bílsins. General Motors General Motors sýnir þrjá athygl- isverða hugmyndabíla sem eru taldir marka þá stefnu sem fyr- irtækið ætlar að fylgja undir stjórn nýs stjórnarformanns, Robert Lutz. Hönn- uðir hafa leitað aftur til sögunnar eftir inn- blæstri sem sést glögglega í Pontiac Solstice, Chevr- olet Bel Air og Cadillac Cien. Chevrolet Bel Air er tveggja dyra blæjubíll með 3,5 lítra, fimm strokka vél með forþjöppu sem skil- ar 315 hestöflum. Þessi vél er ennþá á hugmyndastigi og hefur hvergi verið sýnd áður. Að innan er byggt á svipuðum hugmyndum og komu fram í frumgerð Bel Air á sjötta áratugnum. Pontiac Solstice er lítill og léttur tveggja sæta sportbíll með 2,2 lítra, 220 hestafla forþjöppuvél með sex þrepa sjálfskiptingu. Cadillac Cien er ofursportbíll smíð- aður að mestu úr koltrefjaefnum, gerviefnum og áli. Hann er með nýrri 750 hestafla Northstar XV12 vél sem ekki hefur áður litið dagsins ljós og er smíðuð úr áli. GM sýndi líka Hummer H2 og Chevrolet SSR, tvo framleiðslubíla sem sýndir voru sem hugmyndabílar í Detroit fyrir tveimur árum. Chrysler Pacifica verður hugsanlega markaðssettur í Evrópu. Cadillac Cien er með 750 hestafla V12 vél. Honda Pilot er með sæti fyrir allt að átta manns. AP Chevrolet Bel Air er tilvísun í bíl með sama nafni sem kom á markað í byrjun sjötta áratugarins. Wieck Ford F-350 Tonka var frumsýndur í Detroit. NÝIR BÍLAR Á DETROIT- SÝNINGUNNI AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.