Morgunblaðið - 09.01.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 09.01.2002, Qupperneq 44
DAGBÓK 44 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Detti- foss og Selfoss koma og fara í dag. Helgafell og Jo Elm koma í dag. Olga og Atlas fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa, s. 551 4349, flóamark- aður, fataúthlutun og fatamóttaka, sími 552 5277, eru opin miðvikud. kl. 14–17. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað í síma Krabba- meinsráðgjafarinnar, 800 4040, kl. 15–17. Mannamót Aflagrandi 40. Versl- unarferð í dag, lagt af stað frá Aflagranda 40 kl. 10 með viðkomu á Grandavegi 47. Kaffi og meðlæti í boði Hag- kaupa. Kl. 9 vinnustofa opin, postulínsmálning kl. 13. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar uppl. í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur, kl. 13–16 vefnaður, kl. 14 dans. Eldri borgarar, Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga föstudaga kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu-og handavinnustofur opn- ar, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félag eldri borgara í Kópavogi stendur fyrir opnu húsi í Gjábakka laugardag- inn 12. janúar kl. 14. Dagskrá: Frásögn frá Eyjaálfu, myndasýning, kaffi og meðlæti. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Í dag kl. 15 í Kirkjuhvoli, kynning- ardagur á tómstunda- starfinu á vetrarönn, skráning í hópastarf, sem byrjar 14. janúar. Fimmtud. 10. jan. fé- lagsvist á Álftanesi kl. 19.30. Fótaaðgerðir mánu- og fimmtudaga frá kl. 9 s. 565 6775. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11, pílu- kast kl 13.30 og mynd- list kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Línudanskennsla Sigvalda kl. 19.15. Söngvaka kl. 20.45, stjórnandi Eiríkur Sig- fússon, umsjón Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Laug- ardaginn 12. janúar munu Göngu-Hrólfar heimsækja Hananú- hópinn í Kópavogi, mæting í Gljábakka kl. 10. Farið verður með rútu frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 9.45. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB kl. 10–16, s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð, opin vinnu- stofa, postulín, mósaík og gifsafsteypur, kl. 9– 13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun. Opið alla sunnu- daga frá kl. 14–16, blöð- in og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. almenn handavinna, umsjón Eliane Hommersand, kl. 10. 30 gamlir leikir og dansar, umsjón Helga Þórarinsdóttir, frá hádegi spilasalur op- inn. Myndlistarsýning Bryndísar Björnsdóttur stendur yfir. Veitingar í veitingabúð. Á morgun kl. 10. 30 helgistund. Umsjón Lilja G. Hall- grímsdóttir, djákni. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb, kl. 13 gler- listahópur, kl. 15.15. söngur. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur – klippi- myndir, kl. 13.30 göngu- ferð, kl. 15 teiknun og málun, kl. 14 dans, kl. 15 dans. Fótsnyrting, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Messa á morgun kl. 10.30, um- sjón Kristín Pálsdóttir, djákni. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 postulínsmálun og myndmennt, kl. 13– 14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Dag- skrá hefst sem hér seg- ir: Myndlist í dag kl. 9.15. Postulín 9. janúar kl. 9.15. Sund 9. janúar kl. 8.25 Kóræfing 10. janúar kl. 13. Fimmtu- daginn 10. janúar verð- ur helgistund. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, dómkirkjuprestur. Kór félagsstarfs aldraðra undir stjórn Sig- urbjargar Petru Hólm- grímsdóttur. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 10 fóta- aðgerðir, morgunstund, bókband og bútasaum- ur, kl. 12.30 versl- unarferð, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Álftanes. For- eldramorgunn í Hauks- húsum kl. 10–12 í dag. Heitt á könnunni. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið, Hátúni 12. Kl. 19.30 parakeppni. ITC-deildin Melkorka heldur fund í Menning- armiðstöðinni Gerðu- bergi í kvöld kl. 20. Stef fundarins er „Blindur er bóklaus maður“. Fé- lagskonur skiptast á skoðunum um lestur bóka undanfarið og fleira. Fundurinn er öllum op- inn. Upplýsingar veitir Jóhanna Björnsdóttir, s. 553 1762, netfang hann- ab@isl.is Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Ak- ureyri. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588 7555 og 588 7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552 2154. Skrif- stofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861 6880 og 586 1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Í dag er miðvikudagur 9. janúar, 9. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En ég vil færa þér fórnir með lofgjörð- arsöng. Ég vil greiða það er ég hefi heitið. Hjálpin kemur frá Drottni. (Jónas 2, 10.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 stríðsfánar, 8 angist, 9 hryggð, 10 ótta, 11 hagn- aður, 13 tómum, 15 skemmtunar, 18 kölski, 21 frístund, 22 kagga, 23 marra, 24 tekur höndum. LÓÐRÉTT: 2 heimild, 3 afkomandi, 4 skattur, 5 skynfærið, 6 hrósa, 7 örg, 12 reyfi, 14 dveljast, 15 gera við, 16 líffæri, 17 þjófnað, 18 búa til, 19 hnappa, 20 askar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 sprek, 4 búkur, 7 jöfur, 8 náðin, 9 lúi, 11 lund, 13 hnoð, 14 ýlfur, 15 flár, 17 ókát, 20 err, 22 leiti, 23 ístra, 24 níska, 25 afana. Lóðrétt: 1 skjól, 2 rófan, 3 karl, 4 bani, 5 kiðin, 6 ránið, 10 úlfur, 12 dýr, 13 hró, 15 fólin, 16 álits, 18 kytra, 19 trana, 20 eira, 21 rífa. Víkverji skrifar... HVERS eiga Álftagerðisbræðurað gjalda? spurði kona sem ræddi við Víkverja á dögunum. Fannst henni þeir ekki njóta réttlátr- ar meðferðar hjá Ríkisútvarpinu þar sem lög þeirra væru bara alls ekki leikin á Rás 2. Konan kvaðst hafa greitt afnota- gjöldin skilvíslega í 40 ár og vera aðdáandi Ríkisútvarpsins. Hún kvaðst heyra útvarp í vinnunni og þar væri boðið uppá Rás 2 frá morgni til kvölds sem henni fannst ekki slæmt. Hún saknaði þess hins vegar að fá ekki að heyra þessa ágætu söngfugla úr Skagafirðinum. Þeir væru með mörg og falleg lög og góða texta sem væri ekki síðri á að hlýða en lög og textar Bubba Morthens, Megasar eða annarra slíkra og hvað þá þeirra nýju hljómsveita sem hvorki hún né Víkverji kunnu að nefna. x x x AF hverju þarf alltaf að segja ogskrifa atvinnustig, vaxtastig og verðbólgustig þegar þessi hugtök eru til umfjöllunar? Er ekki nóg að segja atvinna, vextir og verðbólga? Víkverji hefur áður gert þessi stig að umfjöllunarefni. Hefur hann bent á hversu mikill óþarfi þessi stigs-við- bót er og hund-hvimleið. En aldrei er góð vísa of oft kveðin. Þegar vaxta- stigið er svona hástigað getur verð- bólgustigið nefnilega stigið sem hef- ur aftur sín áhrifastig á fyrirtækjastiginu og atvinnustigið og þar með peningastigið hjá almenn- ingsstiginu. Og jafnvel eignastigið. Ætli það geti ekki líka haft áhrif á barnastigið? Hvers konar málfar er þetta eiginlega? Getum við ekki verið samstiga í því að draga úr þessu? En nóg um það. x x x NÚ eru áramótin liðin og þrett-ándinn líka og líklega flestir búnir með allt púðrið úr skoteldum sínum. Ekki lá Víkverji á liði sínu í því efni frekar en fyrri daginn þótt hann komist nú ekki í hálfkvisti við marga og er raunar nokkuð langt frá því. Víkverji er hins vegar algjörlega ósammála þeim sem segja að með þessu séum við að brenna peningum og eyða. Auðvitað kosta flugeldar peninga eins og allt annað og þarf ekki líka alltaf að borga eitthvað fyrir alla skemmtan? Hins vegar fer drjúgur hluti af verðinu í gagnlegt starf björgunarsveitanna og það er eyðsla sem Víkverji getur tekið þátt í með glöðu geði. Þótt hann hafi ekki og þurfi vonandi ekki á þjónustu björgunarsveita að halda sér til handa finnst honum meira en sjálf- sagt að leggja þeim örlítið lið fjár- hagslega. Þarna fá því allir eitthvað fyrir sinn snúð. x x x NOKKUR lögmála Murphys vorurifjuð upp hjá Víkverja fyrir áramótin og ef hann man rétt var bú- ið að gera þau mörg að umtalsefni. Það er við hæfi að enda þessa lotu um Murphy á að minna á svonefnda reglu O’Tooles sem segir að Murphy hafi verið bjartsýnismaður. Það byggir hann trúlega á þeirri sýn sem skín í gegnum lögmál Murphys og ekki síður á eigin sýn. Auðvitað eru þessi lögmál hans bara skemmtileg- heit – kannski með ofurlítið raunsæju ívafi. En best er að láta lesendum eft- ir skilgreininguna með því að rifja upp eitt lögmálanna sem er kannski eitt það þekktara: Ef eitthvað getur farið úrskeiðis fer það úrskeiðis. Mistök ekki leiðrétt ÉG lenti í því fyrir stuttu að ég skilaði rangri spólu bæði í Snælandsvídeó á Lauga- vegi og Snælandsvídeó í Lindahverfinu. Mánuði seinna komst ég að því þeg- ar ég ætlaði að taka spólu í Lindahverfinu að um mis- tök hafði verið að ræða og ég ekki látinn vita og var það leiðrétt á staðnum, þ.e. hjá Snælandsvídeó í Lind- arhverfinu. 11⁄2 mánuði síðar fæ ég rukkun frá Snælandsvídeó á Laugaveginum uppá 4.750 kr. og hótun um lög- mann, borgaði ég ekki strax. Ég vissi aldrei að ég hefði skilað á ranga leigu því ég var ekki látinn vita, en það þýddi ekkert að ræða við þetta fólk þarna í þessari leigu og á endanum varð ég að borga þessa skuld svo ekki bættist lög- fræðingskostnaður við. Ég tek aldrei spólu í Snæ- landsvídeó á Laugavegi aft- ur. Sævar Þór Ásgeirsson, Funalind 11, Kóp. Vanvirða við atkvæði mitt MÉR þykir miður að það fólk sem hefur gefið í skyn að um hópsmölun atkvæða hafi verið að ræða þegar Ólafur F. Magnússon var kosinn maður ársins á Rás 2 komi ekki auga á þá góðu eiginleika Ólafs sem urðu til þess að hann hlaut þennan titil. Ennfremur finnst mér það vanvirða við atkvæði mitt og annarra sem kusu Ólaf að þessar aðdróttanir eru hafðar uppi og þeim sem í hlut eiga til minnk- unar. Ólafi F. Magnússyni óska ég alls hins besta. A.M.S. Tapað/fundið Nokia GSM-sími týndist NOKIA 3330 GSM-sími týndist 28. desember, lík- lega á leiðinni frá Engja- hverfi upp að Gylfaflöt. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 848 3287. Gullúr týndist CHRISTIAN Bernard- gullúr með keðju týndist í vikunni fyrir jól, líklega í sundlaug Kópavogs, Smáralind eða Kringlunni. Úrið hefur mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir eiganda. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 554 5450 eða 898 0669. Fundarlaun. Reiðhjól í óskilum REIÐHJÓL fannst við El- liðaárnar. Upplýsingar í síma 557 4304 eftir kl. 17. Stór, blá jólakúla týndist MJÖG stór, blá jólakúla úr frauðplasti týndist í Kringl- unni rétt fyrir jól. Kúlan var í plastpoka. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 695 4471. Majorica-perlu- armband týndist ÉG tapaði Majorica-perlu- armbandi í Skíðaskálanum laugard. 15. desember sl. Það fannst ekki þar við leit en ef einhver hefur fundið það þá vinsamlega hafið samband við Stefaníu í síma 555 3539. Gróft gullarmband týndist GRÓFT gullarmband með Byzantine-mynstri og stórum hringlaga lás týnd- ist, trúlega í Garðabæ. Finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband við Sirrý í síma 896 4889 eða 565 8699. Dýrahald Svört læða týndist í vesturbæ SVÖRT læða með hvítt í snoppu og hvíta sokka en svört að öðru leyti týndist frá Hagamel 28 27. des. sl. Hún var með rauðköflótta ól og eyrnamerkt. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafi samband í síma 552 1629. Eins eru vest- urbæingar beðnir að at- huga skúra og geymslur. Gabríel er týndur GABRÍEL, sem er 8 mán- aða fress, svartur og hvítur með hvíta rönd á nefi, er týndur. Hann er ómerktur. Hann týndist frá Bökkun- um í Breiðholti sl. fimmtu- dag, 3. jan. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 697 9391 eða 553 3004. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is LAUGARDAGINN 5. jan- úar gengu ungir KR-ingar í hús í vesturbæ Reykja- víkur og söfnuðu dósum, en strákarnir eru að fara út fyrir landsteinana næsta sumar til að etja kappi við jafnaldra sína á knattspyrnuvellinum. Undirtektirnar voru ald- eilis alveg frábærar og er hér með komið á framfæri innilegu þakklæti til allra sem gáfu dósir. Þegar bú- ið var að flokka og telja allar dósir og flöskur kom í ljós bíllykill sem slæðst hafði með í einhvern pok- ann. Þessi bíllykill gengur að Skodabifreið og er með fjarlæsingu. Ef einhver saknar lykilsins að heim- ilisbílnum þá getur sá hinn sami haft samband í síma 868 3394. Kveðja, KR-ingur. Lykill fannst í KR-söfnun 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.