Morgunblaðið - 09.01.2002, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 47
TENGLAR
...............................
www.hitthusid.is
Árni Óli Ásgeirsson, Dagur Kári Pétursson
og Þorgeir Guðmundsson eru allir leikstjórar
af yngri kynslóðinni sem hafa getið sér
orðs fyrir athyglisverðar stuttmyndir.
Hver veit nema það fjölgi í þeirra hópi
þegar námskeiði Hins hússins lýkur?
hafin á námskeiðið. Keppnin hefst að loknu
námskeiðinu og munu þátttak-
endur fá góðan tíma til að
vinna myndirnar sínar.
Þess ber að geta að það er
ekki nauðsynlegt að fara
á námskeiðið til að að
taka þátt í keppninni.
Skilafrestur mynda er
til 19. febrúar.
Námskeiðið og
samkeppnin er fyrir
ungt fólk á aldr-
inum 16–25 ára.
Upplýsingar um
skráningu og
keppnisreglur
er í Hinu húsinu í
síma 55-15353.
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8. Vit 299 Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 8. Vit 328
Sýnd kl. 10. Vit 319
HJ MBL
ÓHT Rás 2
DV
Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit 319
1/2
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
strik.is
MBL
Kvikmyndir.com
BREYTTU SJÁLFUM ÞÉR
OG LÍTTU HEIMINN
ÖÐRUM AUGUM.
Sýnd kl. 8 og 10.15.
Vit 327 Sýnd kl. 6. Ísl tal Vit 320
Sýnd kl. 5. Íslenskt tal Vit 307
betra en nýtt
Sýnd kl. 11.15.
„Besta mynd ársins“
SV Mbl
Ævintýrið lifnar við
„Þvílík bíóveisla“
HVS Fbl
Nýr og glæsilegur salur
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6
HJ MBL
ÓHT Rás 2 DV
MAGNAÐ
BÍÓ
Stórverslun á netinu www.skifan.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Yndisleg rómantísk gamanmynd í anda Sleepless in Seattle. John Cusack
(Americas Sweetheart´s) og Kate Beckinsale (Pearl Harbor) hafa aldrei verið betri.
Örlög með kímnigáfu...
Getur einu sinni á ævinni gerst tvisvar?
l ...
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
www.laugarasbio.is
„Þvílík bíóveisla“
HVS Fbl
HK. DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
„Besta mynd ársins“
SV Mbl
i ir.
Sýnd kl. 3.20, 5.45, 6.45, 9 og 10. B.i 12 ára
HJ. MBL.
LÖGREGLAN í Beirút í Líbanon réðst
til inngöngu í Virgin Megastore-búð sem
er þar í borg á dögunum. Ástæðan var
meint siðspillandi áhrif kvikmynda sem
þar voru seldar á DVD-formi og þær sagð-
ar af talsmönnum lögreglunnar „grafa
undan trúarbrögðum, góðu siðferði og
viðskiptahöftum á Ísrael, auk þess sem
þær hvetja ungt fólk til að fremja
sjálfsmorð“. Voru þetta myndir
eins og Some Like it Hot, The
Nutty Professor, The Great
Escape, Rush Hour, Key
Largo, Jesus of Nazareth
og allar myndir Stanley
Kubricks.
Þetta kom for-
ráðamönnum
Virgin algerlega
í opna skjöldu
þar sem Beirút
hefur að und-
anförnu reynt
að markaðs-
setja sig sem borg vilhalla viðskiptum. Richard
Branson, yfirmaður Virgin, hefur þegar sent
forsætisráðherra Líbanon, Rafik Al-Hariri, og
forsetanum, Emile Lahoud, mótmælabréf.
Einkennis- og óeinkennisklæddir lögreglu-
menn réðust inn í búðina og þurfti verslunar-
stjórinn að dúsa í svartholinu næstu tvo daga.
„Það hefði verið meira en nóg að senda einn
fulltrúa,“ sagði hann í yfirlýsingu. „Það var
komið fram við okkur eins og við værum stór-
hættulegir glæpamenn!“
Talsmaður Virgin segir að það sé erfitt að
vita hvað megi og hvað ekki í Líbanon. T.a.m.
hafi búðin forðast að selja þungarokk af ótta við
að lenda uppi á kanti við líbönsk yfirvöld. En
svo er Frank Sinatra og bannaður ásamt mynd-
um Elizabeth Taylor – sem eru sagðar taka af-
stöðu með Ísraelum.
„Þetta er furðulegt,“ sagði fulltrúi frá Virgin.
„Sjónvarpsstöðvarnar hérna sýna þessar
myndir daga og nætur.“
Þingmaðurinn Boutros Harb mótmælti þess-
ari aðför og sagði að Líbanon væri að verða al-
gert lögregluríki.
Lögregla ræðst inn
í Virgin í Beirút
Líbanska lögreglan telur The Nutty Professor grafa undan trúarbrögðum, góðu siðferði,
viðskiptahöftum á Ísrael og það sem meira er hvetja ungt fólk til að fremja sjálfsmorð.
GERI Halliwell, fyrrum kryddpía, er að gera starfsmenn vax-
myndasafns Maddömu Tussaud gráhærða.
Í júlí á síðasta ári lagði Geri sjálf til við yfirmenn safnsins að
þeir skyldu gera vaxmynd af henni. Þessu var tekið fagnandi enda
var búið að steypa hinar kryddpíurnar í vax eftir að hún hætti í
sveitinni. Styttan átti að vera tilbúin í þessum mánuði en miklar
tafir hafa orðið á vinnunni þar sem Geri staðhæfir að þeir sem að
líkaninu vinna geri læri og rass of feit.
Einn listamannanna segir: „Í hvert sinn sem hún situr fyrir
segist hún hafa grennst og heimtar að hún verði mæld upp á
nýtt. Það höfum við gert, æ ofan í æ, og alltaf fáum við sömu töl-
urnar. Samt heldur hún áfram að tönglast á þessu og það eru
allir að verða vitlausir hérna.“
Nú er svo komið að safnið hefur í hyggju að hætta við allt
saman. „Það eru margir hér sem óska þess heitt að þetta rugl
hefði aldrei farið í gang,“ sagði listamaðurinn að endingu.
Vaxstytta af Geri Halliwell í bígerð
Styttan yfir kjörþyngd
Reuters
Þau virðast ekki feit, séð héðan frá!
HITT húsið og Skjár einn ætla í janúar að
ráðast í stuttmyndaverkefni, en það sam-
anstendur af ókeypis námskeiði í stutt-
myndagerð og stuttmyndasamkeppni í
framhaldinu. Verðlaun verða í boði í keppn-
inni og vinningsmyndirnar sýndar á Skjá
einum.
Námskeiðið verður haldið á Geysi Kakó-
bar, þriðjudaginn 15. janúar kl. 20–22,
fimmtudaginn 17. janúar kl. 20–22, þriðju-
daginn 22. janúar kl. 20–22 og fimmtudag-
inn 24. janúar kl. 20–22. Námskeiðið verður
fjögur kvöld og verður í fyrirlestraformi.
Farið verður í alla þætti stuttmyndagerðar,
frá hugmyndavinnu til frumsýningar. Böðv-
ar Bjarki Pétursson, eigandi Kvikmynda-
skóla Íslands, mun sjá um skipulagningu
þess auk þess sem hann mun sjálfur kenna
hluta efnisins. Umsjónarmaður verkefnis-
ins er Jón Gunnar Ólafsson.
„Aðalmálið var að það hefur verið erfitt
fyrir fólk að kynnast því hvernig á að gera
stuttmyndir,“ segir Jón Gunnar, aðspurður
um tildrögin að námskeiðinu. „Vanalega
kostar þetta tugi þúsunda. Því fannst okkur
sniðugt að koma með smá kynningu, og ég
tek það skýrt fram að þetta er ekki hugsað
sem svo að þegar námskeiði lýkur sért þú
fullnuma í stuttmyndagerð. Þetta er í raun
bara kynning á ferlinu - hvernig þú nærð að
koma hugmynd í fullgert stuttmyndaform.
Svo í framhaldinu veit fólk betur hvort
þetta hentar því eður ei.“
Fjöldi er takmarkaður og er skráning
Ókeypis nám-
skeið í stutt-
myndagerð