Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isEiður Smári búinn að
skora 16 mörk/B4
Gunnar njósnar um
svissneska landsliðið/B1
12 SÍÐUR40 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
HEILBRIGÐIS- og tryggingamála-
ráðherra hefur gert samning við
Landspítala – Háskólasjúkrahús um
að fjölga gerviliðaaðgerðum um 50%
og bakflæðisaðgerðum um 65% mið-
að við síðasta ár. Þá verður gerviliða-
aðgerðum fjölgað verulega á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri og
Heilbrigðisstofnuninni á Akranesi.
Markmiðið er að stytta biðtíma eftir
þessum aðgerðum.
Heildarkostnaður við átakið er
tæplega 85 milljónir króna en auk
þess hafa 4,5 milljónir króna verið
veittar til að fjölga augnaðgerðum á
augndeild Landspítalans.
Segir í fréttatilkynningu að í fyrra
hafi 263 gerviliðaaðgerðir verið
gerðar á Landspítalanum – Háskóla-
sjúkrahúsi en á þessu ári er ætlunin
að gera um 400 slíkar aðgerðir. Í
fyrra voru gerðar 163 bakflæðisað-
gerðir en stefnt er að því að gera um
270 á þessu ári.
Þá verður gerviliðaaðgerðum á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
fjölgað um 60 á árinu og loks verður
hnjáaðgerðum á Heilbrigðisstofnun-
inni á Akranesi fjölgað um 20.
Hagkvæmar aðgerðir
Meðalaldur þeirra sem bíða eftir
aðgerð á mjaðmar- og hnjálið er 68
ár. Í fréttatilkynningunni segir að
þessar tilteknu aðgerðir séu valdar í
ljósi þess meðal annars að þær eru
taldar hagkvæmar fyrir einstakling
og samfélag. Liðskiptaaðgerðir eru
þannig þær aðgerðir sem taldar eru
borga sig hvað best og taka menn í
mati sínu tillit til umtalsverðs lyfja-
kostnaðar, óþæginda þeirra sem í
hlut eiga og skertrar starfsgetu
þeirra. Að mörgu leyti megi segja
hið sama um bakflæðisaðgerðir þótt
þeir sem þurfa á þeim að halda séu
að jafnaði yngri.
Samningur heilbrigðisráðherra við þrjá spítala
Gerviliðaaðgerðum
fjölgað verulega
SALA áfengis hjá Áfengis- og tób-
aksverslun ríkisins jókst í lítrum
talið um 48% á undanförnum sex
árum eða úr 8.980 þúsundum lítra
árið 1996 í 13.291 lítra á síðasta ári.
Samkvæmt upplýsingum um sölu
áfengis sem fengust hjá ÁTVR hafa
orðið töluverðar breytingar á
áfengisneyslu á undanförnum árum
en sala á léttari víntegundum, und-
ir 22% að styrkleika, jókst ár frá ári
þetta sex ára tímabil úr rúmlega 1,3
milljónum lítra árið 1996 í tæplega
2,2 millj. lítra í fyrra eða um 64%.
Mismunurinn nemur 849 þús. lítr-
um.
Sala á sterku áfengi
6% minni í fyrra en 1996
Sala á sterku áfengi með yfir 22%
áfengisinnihald dróst hins vegar
saman í lítrum talið á þessu tíma-
bili. Árið 1996 nam salan 852 þús.
lítrum, tveimur árum síðar var sal-
an komin niður í 800 þús. lítra, og
hefur árleg sala á sterkari teg-
undum áfengis síðan haldist svipuð
en á seinasta ári seldi ÁTVR 801
þús. lítra af sterku áfengi. Er það
6% samdráttur miðað við söluna ár-
ið 1996.
Sala á bjór hefur farið stigvax-
andi í lítrum talið á þessu tímabili.
Árið 1996 seldi ÁTVR 6,8 milljónir
lítra af bjór en á síðasta ári voru
seldar rúmlega 10,3 milljónir lítra
og nemur aukningin 51% frá 1996.
Þessar tölur sýna ekki heild-
arsölu áfengis á Íslandi á þessu
tímabili því frá og með 1. desember
1995 hófu heildsalar sölu á áfengi
til veitingahúsa og hætti ÁTVR þá
allri dreifingu á áfengi annarri en
þeirri er fram fer í vínbúðum.
SAMKOMULAG hefur náðst milli
Fjárvaka og Íbúðalánasjóðs um að
hætta við innleiðingu á stöðluðu
Flexcube-skuldabréfakerfi hjá
sjóðnum. Þetta kemur fram í frétt
frá Íbúðalánasjóði.
Þar segir ennfremur: „Íbúðalána-
sjóður og Fjárvaki eru sammála um
að atriði sem snerta mjög sértæka
vinnslu ákveðinna skuldabréfa-
flokka Íbúðalánasjóðs og eru til-
komin vegna sérstöðu sjóðsins verði
ekki leyst án veigamikilla breytinga
á stöðlum Flexcube-hugbúnaðarins
án þess að veikja heildarhugbún-
aðarlausnina.“
Hallur Magnússon, yfirmaður
gæða- og markaðsmála Íbúðalána-
sjóðs, segir að kerfið hafi verið í að-
lögun hjá Íbúðalánasjóði allt frá
haustinu 1999. „Það var ljóst í upp-
hafi að kerfið var mjög öflugt, en að
ákveðin atriði yrði erfitt að leysa,“
segir Hallur. „Seinnipart sumars
sáum við að það yrði verulega erfitt
að leysa þessi atriði. Síðan hafa þær
leiðir sem í boði voru verið full-
reyndar. Við erum því hætt við að
byggja á þessu kerfi.“
Þau atriði sem ekki var unnt að
leysa án grundvallarbreytinga á
hugbúnaðinum eru greiðslujöfnun-
arlán og sérstaða vanskilainnheimtu
sjóðsins. Í greiðslujöfnunarlánum
eru greiðslujöfnunarákvæði vegna
misgengis láns- og launavísitalna
peningalána Íbúðalánasjóðs. Reglur
sjóðsins gera ráð fyrir að inn-
heimtukostnaður taki ekki mið af
fjölda skuldabréfa heldur takmark-
ast innheimtukostnaður af fjölda
lánshluta í vanskilum á tilteknum
gjalddaga.
Vinnsla skuldabréfa Íbúðalána-
sjóðs verður því áfram hjá Reikni-
stofu bankanna eins og verið hefur.
Hallur undirstrikar að þar sem
enginn þáttur Flexcube-kerfisins
hafi verið tekinn í notkun hafi þessi
ákvörðun ekki áhrif á núverandi
innheimtu og umsýslu skuldabréfa
Íbúðalánasjóðs.
Greiðir tæpar
13 milljónir
Samkvæmt samkomulagi Íbúða-
lánasjóðs og Fjárvaka vegna þessa
máls mun Íbúðalánasjóður greiða
Fjárvaka kr. 12.875.000 vegna vinnu
Fjárvaka við gagnagreiningu og
skilgreiningarvinnu á þeim tíma
sem verkefnið hefur staðið. Gegn
greiðslunni eignast Íbúðalánasjóður
höfundarrétt á greiningarvinnunni
og heldur öllum greiningargögnum.
„Íbúðalánasjóður mun í kjölfar
þessa endurmeta stöðu hugbúnaðar-
og tölvumála sjóðsins áður en tekin
verður ákvörðun um frekari þróun
þeirra mála,“ segir í frétt Íbúða-
lánasjóðs.
Íbúðalánasjóður
hættir við innleiðingu
skuldabréfakerfis
Breytingar á sölu áfengis hjá ÁTVR
Sala léttari vínteg-
unda jókst um 64%
DRENGUR um fermingu hlaut ann-
ars og þriðja stigs brunasár á fótum
er hann ásamt félögum sínum var að
fikta með bensín og eld í undirgöng-
um í Garðabæ um helgina. Bálið fór
úr böndunum og var drengurinn
fluttur á slysadeild.
Ekki var um það að ræða að stálp-
aðir piltar hefðu veist að yngri dreng
í undirgöngunum og skvett á hann
bensíni og kveikt í með þeim afleið-
ingum að hann hefði hlotið brunasár
á fótum, eins og talið var í fyrstu. Að
sögn lögreglu var um fikt að ræða af
hálfu drengsins og vina hans, en þeir
eru á aldrinum 13-14 ára.
Hlaut brunasár á
fótum vegna fikts
HLÝINDIN undanfarnar vikur
hafa ekki aðeins gert það að verk-
um að trjágróður hefur tekið við
sér líkt og um vor væri að ræða,
heldur hafa hjólreiðamenn notað
tækifærið og þeyst á fákum sínum
um höfuðborgina. Hið óvenjulega
janúarveður, með hlýjum vindum
og snjólausri jörð, fellur þó vænt-
anlega ekki eins vel í kramið hjá
skíðafólki sem hugsað hafði sér
gott til glóðarinnar í vetur. Hjól-
reiðastígurinn í Skerjafirði hlykkj-
ast eins og slanga um landslagið og
hver veit nema hjólagarpurinn láti
sig dreyma um stórsvig og brun
meðan hann lætur sig renna til
móts við vetrarsólina.
Morgunblaðið/Þorkell
Hjólað um hávetur