Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 17 FLAGGAÐ var við Merkinessel hið eldra á Hafnaheiði um helgina en þar eru hundraðustu selstóttirnar sem Ferlir, áhuga- fólk um útivist, minjar og sögu, skoðar á Reykjanesi. Hópurinn á eftir að skoða ein sjö sel af þeim sem skráð hafa verið. Selin á Hafnaheiði eru utan alfaraleiðar og alls ekki auð- fundin. Ferlisfélagar gengu með Arnarbælisgjá að Möngu- selsgjá, sem sker Hafnaheiðina frá austri til vesturs, að því er fram kemur í frásögn þeirra af göngunni. Eftir um klukku- stundar gang var komið að Mönguselsgjá. Handan hárrar vörðu (gömul sandgræðslugirð- ing hefur legið skammt vestan vörðunnar), í dalverpi er opnast þar til norðurs, kúrði Möngusel. Selið hefur verið fremur lítið og er greinilega komið til ára sinna, en hleðslur voru heillegar. Þá var haldið til suðurs að Merkinesseli hinu yngra. Selið er undir lágum gjárbarmi og er þar allt, sem prýtt getur fallegt sel. Hleðslur húsa voru að hluta til alveg heilar, sjá mátti meira að segja gluggaop á einum veggnum, stekkurinn var mjög heillegur og brunnur var greini- legur framan við selið. Það er sjaldséð í seljum á Reykjanesi. Húsin voru hlaðin utan í gjár- vegginn. Þetta er eitt fallegasta selið á svæðinu, sem enn hefur verið skoðað. Nokkur leit var gerð að Merkinesseli hinu eldra. Það fannst þó loks vestur undir hól, skammt ofan við gróðurmörkin, en landið er mikið fokið upp sunnan til á Hafnaheiðinni. Um er að ræða mjög gróið sel og er það greinilega eldra en hið fyrr- nefnda. Gróðurinn í selinu hefur haldið sér þrátt fyrir jarðvegs- eyðinguna. Þar hafa verið ein þrjú hús og stekkur. Að þessu seli fundnu var talin ástæða til að flagga á staðnum – á tóttum eitthundraðasta selsins. Eftir gönguna til baka var haldið að seli er vera átti við Stampana utar á Reykjanesi. Þar er landið algerlega fokið upp og ekkert eftir. Haldið var að Kirkjuvogskirkju og skoðað- ur gamall letursteinn frá 1830, er liggur flatur við norðvestur- horn kirkjunnar. Á steininum er mikið letur. Loks var litið á Hunangshelluna við Hafnaveg- inn, en henni tengist þjóðsagan um finngálknið og Merkinessel. Finngálknið var loks vegið á hellunni eftir mikinn aðdrag- anda, sem flestir Íslendingar þekkja. Flaggað í hundr- aðasta selinu sem skoðað er Hafnaheiði um 20 krónur á kílóið. Tvö fisk- vinnslufyrirtæki í Garðinum, Nes- fiskur og Fiskverkun Halldórs Pét- urssonar, fengu skipin til að koma til Íslands og munu hafa keypt aflann á tvö- til þreföldu því verði sem út- gerðin átti kost á heimafyrir. Fisk- markaður Suðurnesja í Sandgerði þjónustar skipin. Björn Björnsson hjá Fiskmarkaðnum bjóst við því síðdegis í gær að það drægist að ljúka löndun þar til árdegis í dag, þriðjudag. Skipin taka ís í Sandgerði og halda aftur á miðin í dag. VERIÐ er að landa ufsa úr tveimur færeyskum togurum í Sandgerði. Erlendir togarar eru afar sjaldséðir gestir þar í höfninni. Togararnir, Vesturtúngva og Grönnanes frá Vestmanna, lögðust að bryggju í Sandgerðishöfn í fyrri- nótt. Þeir voru með um 150 tonn af ufsa sem þeir veiddu saman í troll innan færeysku fiskveiðilögsögunn- ar. Mikið framboð hefur verið af ufsa í Færeyjum og verðið lækkað niður í Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Færeysku tvílembingarnir komu til Sandgerðis í fyrrinótt með færeyskan ufsa. Landað úr tveimur færeyskum togurum Sandgerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.