Morgunblaðið - 22.01.2002, Qupperneq 18
LANDIÐ
18 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Litlar heildsölur
Höfum litlar heildverslarnir til sölu sem eru mjög áhugaverðar og
margir eru sífellt að spyrja um.
Fyrst er það lítil heildverslun með sælgæti og kex sem er að velta
að meðaltali einni millj. pr. mán. Er í heimahúsi og þarf lítið pláss og
einn starfskraft eins og er. Mjög gott verð.
Svo er það heildverslun með mikið úrval af leikföngum frá sterkum
aðila. Einnig hægt að hafa í bílskúr ef vill. Falleg og fjölbreytileg leik-
föng, mikið úrval. Gott verð.
Að lokum er það lítil heildverslun með plastvörur í mjög fjölbreyti-
legu úrvali: Búsáhöld, ker, sorptunnur og endalaust vöruúrval. Nýtt
fyrirtæki á súpergóðu verði með endalausa möguleika.
Hafið strax samband því þær seljast fljótt.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
EINAR ÖRN REYNISSON, LÖGG. FASTEIGNASALI.
ÍBÚUM Stykkishólms fjölgaði um
6 á árinu 2001 og voru hinn 1. des-
ember sl. 1.235 manns. Í Stykk-
ishólmi er mikill húsnæðisskortur
og segir Óli Jón Gunnarsson bæj-
arstjóri að ef nægilegt framboð
væri á húsnæði væri mun meiri
fólksfjölgun.
Óli segist hafa orðið var við mik-
inn áhuga hjá fólki á að flytja til
Stykkishólms. Hann segir húsnæð-
isskortinn vera eitt versta vanda-
málið sem hann hefur þurft að tak-
ast á við síðan hann tók við starfi
bæjarstjóra fyrir tveimur og hálfu
ári. Þrátt fyrir að fjölgun milli ára
sé ekki meiri, segir Óli Jón, má þó
þakka fyrir að um fjölgun sé að
ræða, því sveitarfélögum á lands-
byggðinni hefur reynst erfitt að
halda í fólkið sitt þar sem höfuð-
borgarsvæðið togar sterklega.
Unnið að bygginga-
framkvæmdum
Í Stykkishólmi er ein trésmiðja
sem er deild innan Skipasmíða-
stöðvarinnar Skipavíkur. Auk þess
starfa 6 smiðir sem sjálfstæðir at-
vinnurekendur. Hjá Skipavík er
nóg að gera þessa stundina við
byggingaframkvæmdir. Verið er að
innrétta fjórar íbúðir í raðhúsi og
eru þrjár af þeim íbúðum seldar.
Þá er fyrirtækið að byggja eitt ein-
býlishús og hús fyrir björgunar-
sveitina Berserki. Í vor hyggst
Skipavík byggja tvö til þrjú raðhús
í Stykkishólmi. Þessi verkefni
Skipavíkur ættu að draga úr þeim
húsnæðisskorti sem er í Stykkis-
hólmi.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur, fyrir fram húsið við
Ásklif þar sem 4 íbúðir verða teknar í notkun á fyrri hluta þessa árs.
Íbúum fjölgaði um
sex á síðasta ári
Stykkishólmur
Húsnæðisskortur stendur
fjölgun fyrir þrifum
UNGMENNAFÉLAG Íslands hef-
ur gert samning við héraðssambönd
um rekstur og uppbyggingu þjón-
ustumiðstöðva UMFÍ á landsbyggð-
inni. „Þetta er stór dagur hjá UMFÍ
þar sem við erum með þessum samn-
ingum að styrkja landsbyggðina og
ganga frá samningum sem efla
munu ungmennafélagsstarfið,“ sagði
Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ.
Skrifað var undir samningana 17.
janúar í Selinu, þjónustumiðstöð
HSK. Samningurinn er gerður í
kjölfar þess að UMFÍ fékk aukna
fjárveitingu á fjárlögum ríkisins sem
meðal annars átti að fara í uppbygg-
ingu þjónustumiðstöðva úti á landi.
Héraðssamböndin sem um ræðir
eru; Héraðssambandið Skarphéðinn,
Ungmennasamband Borgarfjarðar,
Héraðssamband Vestfirðinga, Ung-
mennasamband Eyjafjarðar og
Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands. UMFÍ greiðir sam-
böndunum eina milljón króna á
samningstímanum, samtals 5 millj-
ónir.
Hlutverk þjónustumiðstöðvanna
verður að fylgja eftir og aðstoða við
framkvæmd á verkefnum landssam-
takanna á þjónustusvæðinu. Einnig
að auka upplýsingastreymi frá félög-
unum til þjónustumiðstöðvar UMFÍ
í Reykjavík og öfugt, ásamt því að
koma kynningarefni áleiðis til hreyf-
ingarinnar. Þá munu þjónustumið-
stöðvarnar koma fram sem talsmenn
hreyfingarinnar og kynna verkefni
samtakanna á þjónustusvæðinu.
Auk þessa munu þjónustumiðstöðv-
arnar taka að sér ákveðin verkefni
samtakanna á landsvísu sem unnin
hafa verið í þjónustumiðstöðinni í
Reykjavík.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Ásdís Helga Bjarnadóttir, sambandsstjóri UMSB, og Björn B. Jónsson,
formaður UMFÍ, handsala samninginn. Með þeim eru Gestur Hauksson,
varaformaður UMSE, Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ,
Jóhann Tryggvason, formaður ÚÍA, og Árni Þorgilsson, formaður HSK.
Samið um 5 þjónustu-
miðstöðvar UMFÍ
Selfoss
SUÐURNES
„ÞETTA er að mörgu leyti fyr-
irmyndarskóli, en engu að síður
eru mörg mjög spennandi verkefni
sem bíða sem ég hlakka til að tak-
ast á við,“ segir Erna M. Svein-
bjarnardóttir sem tók við starfi
skólastjóra Gerðaskóla í Garði um
áramótin.
Erna er uppalin í Fljótshlíð í
Rangárvallasýslu, en fluttist til
Patreksfjarðar árið 1973, þar sem
hún starfaði sem kennari til 1990,
þegar hún tók við skólastjórastöðu
við skólann þar í bæ. Árið 1995
flutti hún til Reykjavíkur og hóf
störf við sérkennslu í Langholts-
skóla. Ári síðar varð hún skóla-
stjóri Langholtsskóla.
Eiginmaður Ernu er Jón S. Garð-
arsson mjólkurfræðingur, en hann
starfar sem leigubílstjóri í Reykja-
vík.
Erna lauk kennaraprófi árið
1967, en bætti við það eins árs námi
í Menntaskólanum við Hamrahlíð
til að ljúka stúdentsprófi, 1983, en
kennaraskólinn var sem kunnugt
er ekki á háskólastigi þá eins og
nú. „Svo fór ég til Danmerkur í
tveggja ára sérkennaranám í Dan-
marks Lærerhöjskole í Óðinsvéum,
en þaðan útskrifaðist ég árið 1988.
Síðan tók ég mastersgráðu frá
Kennaraháskólanum 2001, með
áherslu á stjórnun, en lokaritgerð
mín fjallaði um mat á skólastarfi.“
Erna hefur mikinn áhuga á
skólamálum, eins og glögglega má
sjá á starfs- og námsferli hennar,
en hún nýtir einnig hluta frítíma
síns í að lesa og fræðast um slík
mál.
Saknaði skólastarfsins
– Hvers vegna Gerðaskóli?
„Þegar ég var að ljúka mast-
ersprófinu langaði mig til að prófa
eitthvað nýtt, og vann verkefni fyr-
ir menntamálaráðuneytið. Verk-
efnið var að gera úttektir á sjálfs-
matsaðferðum skóla, eins og
kveðið er á um í grunnskólalögum
og var að hefjast. Ég saknaði þó
skólastarfsins og langaði að fara
aftur út í það.
Garðurinn sameinar ýmsa kosti
sjávarbyggða og sveita og fellur
landsbyggðarkonu eins og mér það
vel en er auk þess stutt frá höf-
uðborginni. Mér hefur verið tekið
afar vel bæði af börnum og full-
orðnum,“ segir Erna og bætir við:
„Hér er góður skólabragur og
sveitarfélaginu til sóma hvernig
búið er að sérkennslu og þeim mál-
um sem snúa að nemendum sem
minna mega sín í námi. Þetta er að
mörgu leyti fyrirmyndarskóli, en
engu að síður eru mörg mjög
spennandi verkefni sem bíða og ég
hlakka til að takast á við. Ég get
nefnt fjárhagsáætlun skólans en
mikil vinna er fólgin í að forgangs-
raða þar, einnig má nefna áætlun
um sjálfsmat í skólastarfinu, frek-
ari vinna við skólanámskrá og ým-
islegt varðandi faglega skipulagn-
ingu.“
– Ertu með einhverjar áherslu-
breytingar í huga varðandi skóla-
starfið í Gerðaskóla?
„Það verða nú alltaf einhverjar
breytingar þegar nýir yfirmenn
taka við og ég á nú von á að svo
verði hér einnig. Breytingar verða
heilmiklar í skólaum-
hverfinu frá og með
næsta hausti, en þá stend-
ur til að einsetja skólann.
Það eitt og sér breytir
miklu, en þar fyrir utan á
ég eftir að koma með mín-
ar áherslur og fá þær
ræddar meðal kennara og
annars starfsfólks skól-
ans.“
Næstelsti grunnskóli
landsins
„Það er gaman að segja
frá því að skólinn verður
130 ára 7. október á þessu
ári og er næstelsti starf-
andi grunnskóli á landinu.
Nemendur eru 220 og
starfsmenn 36. Húsnæði
skólans er ekki nægilega
stórt eins og er til að hægt
sé að einsetja hann, en í
haust verður tekinn í
notkun hluti af nýrri við-
byggingu, sem nægir til
einsetningar. Einnig er í byggingu
samkomusalur og bætt aðstaða fyr-
ir starfsfólk, en einnig eru á teikn-
ingu enn frekari byggingar.
Aðstaða til íþróttaiðkunar í
Garðinum er feikilega góð. Hér er
góð 25 metra sundlaug og fínt
íþróttahús með ýmsum þrek- og
lyftingatækjum í kjallara. Allt er
þetta á litlu svæði við skólann og er
því eins og best verður á kosið.“
–Hefur þú einhver áhugamál ut-
an skólastarfsins?
„Ég hef mjög gaman af því að
ferðast bæði hér heima og erlendis,
en við eigum sumarbústað í Fljóts-
hlíðinni ásamt fjölskyldu minni og
við reynum að fara þangað eins oft
og við getum. Þá finnst okkur afar
gaman að koma á Vestfirði og
reynum að komast þangað eins oft
og við getum. Mér finnst einnig
gaman að lesa góðar bækur og
hlusta á góða tónlist,“ segir Erna
og bætir því við að hún sé í sókn-
arnefnd Langholtskirkju og í
Reykjavíkurdeild Norræna félags-
ins. Þá reyni hún að sinna fjöl-
skyldunni og ömmustrákunum eft-
ir megni.
Erna M. Sveinbjarnardóttir nýr skólastjóri Gerðaskóla
Mörg spennandi
verkefni bíða
Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir
Erna M. Sveinbjarnardóttir er tekin við
starfi skólastjóra í Garðinum.
Garður
TÆPLEGA 5% aukning varð í að-
sókn að íþróttamannvirkjum
Reykjanesbæjar á síðasta ári.
Bæði jókst aðsókn að sundlaugum
og íþróttasölum.
Í íþróttasali Reykjanesbæjar
komu tæplega 275 þúsund manns á
árinu, á móti 257 þúsund á árinu
2000. Aukning varð í aðsókn að
Reykjaneshöllinni, en þangað
sóttu 66 þúsund iðkendur, og
íþróttasal Heiðarskóla en bæði
þessi mannvirki voru tekin í notk-
un á árinu, einnig í íþróttasal
Myllubakkaskóla. Svipað margir
komu í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
en iðkendum í Íþróttahúsi Kefla-
víkur fækkaði úr 108 þúsund í
tæplega 96 þúsund. Inni í þessum
tölum eru þeir sem æfa á vegum
íþróttafélaganna, skólanemendur
og almennir bæjarbúar en ekki
áhorfendur á íþróttaviðburði, þeir
eru á vegum íþróttafélaganna
sjálfra.
Aukið
íþróttastarf
Í sundlaugarnar komu 162 þús-
und manns á móti 159 þúsund á
árinu 2000. Flestir komu í Sund-
miðstöðina, 92 þúsund.
Í heildina var aðsókn í íþrótta-
sali og sundlaugar Reykjanesbæj-
ar því tæplega 437 þúsund manns
á árinu, á móti 416 þúsund á árinu
á undan. Aukningin er því rúmlega
20 þúsund manns eða tæplega 5%
frá fyrra ári. Stefán Bjarkason
íþrótta- og tómstundafulltrúi segir
að greinileg aukning sé í íþrótta-
starfi almennt í bæjarfélaginu. Það
komi meðal annars fram í þessum
tölum. Einnig séu að koma fram
áhrif af nýjum sölum, bæði
Reykjaneshöllinni og íþróttasal
Heiðarskóla.
Aukning í aðsókn að íþróttamannvirkjum
Reykjanesbær