Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. hafa aukið hlut sinn í þremur fyr- irtækjum sem skráð eru á Verð- bréfaþingi Íslands. Þetta eru Skelj- ungur hf., SR-mjöl hf. og Útgerðarfélag Akureyringa hf. en kaupverð hlutafjárins nemur sam- tals 223 milljónum króna, þar eru 184 milljónir vegna kaupa á bréfum í Skeljungi. Um ástæður þessara fjárfestinga segir Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra: „Við höfum trú á því að þessi félög séu góður fjárfestingarkostur og að hlutabréfamarkaður á Íslandi sé að taka við sér aftur. Þetta eru ósköp eðlilegar fjárfest- ingar fyrir félag af okkar stærðar- gráðu, við seljum í einu félagi og kaupum í öðru enda eru alltaf ein- hverjar hreyfingar á hlutabréfasafni okkar.“ Eiga nú rúm 10% í Skeljungi Sjóvá-Almennar keypti hlutafé í Skeljungi að nafnverði rúmar 20,5 milljónir króna á verðinu 8,95. Kaup- verðið nemur því tæpum 183,8 millj- ónum. Eignarhlutur Sjóvár-Al- mennra í Skeljungi nemur eftir kaupin 10,23% eða ríflega 77,3 millj- ónum að nafnverði. Hlutur félagsins fyrir kaupin nam 7,52%. Þá keyptu Sjóvá-Almennar hlutafé í SR-mjöli að nafnvirði 10,5 milljónir króna á verðinu 2,45. Kaup- verð nemur því 25,7 milljónum. Hlut- ur Sjóvár-Almennra af heildarfjár SR-mjöli nemur nú um 9,5% eða 117,9 milljónum að nafnverði. Loks keypti félagið hlutafé í Út- gerðarfélagi Akureyringa að nafn- verði 2,1 milljón króna á verðinu kr. 6,35. Kaupverðið nemur því tæpum 13,6 milljónum króna. Eignarhlutur Sjóvár-Almennra eftir kaupin er um 5,7% eða 61 milljón króna að nafn- verði. Í tilkynningum til Verðbréfaþings Íslands kemur fram að Benedikt Jó- hannesson sé fruminnherji í Sjóvá- Almennum en hann er stjórnarfor- maður Skeljungs og stjórnarmaður í ÚA. Einnig er tekið fram að Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, sé stjórnarmaður í Sjóvá-Almennum og Benedikt Sveinsson, stjórnarfor- maður í Sjóvá-Almennum, sé jafn- framt stjórnarformaður í SR-mjöli. Sjóvá-Almennar kaupa í Skeljungi, SR-mjöli og Útgerðarfélagi Akureyringa „Hlutabréfamarkaður á Íslandi að taka við sér“ FJÖGUR samtök, sem láta sig upplýsingatækni og rafræn við- skipti varða, hafa undirritað sam- komulag um samráðsvettvanginn SARÍS, Samráð um rafrænt Ís- land. Samtökin fjögur eru Skýrslutæknifélag Íslands, EAN á Íslandi, ICEPRO, nefnd um raf- ræn viðskipti og Staðlaráð Ís- lands/Fagráð í upplýsingatækni – FUT. Í fréttatilkynningu sem send var út í tilefni af stofnun SARÍS kemur fram að meg- inmarkmiðið með stofnuninni sé að koma Íslandi í fremstu röð meðal þjóða sem hagnýta sér raf- ræn viðskipti, hvort sem litið sé til almennings, atvinnulífs eða stjórnsýslu. Þá sé markmiðið að efla samstarf um stöðlun og sam- ræmingu í rafrænum viðskiptum, miðla upplýsingum um stöðu þeirra og þróun, stuðla að raun- hæfum viðhorfum til rafrænna viðskipta meðal fyrirtækja og stofnana, hvetja og virkja hags- munaaðila til þátttöku og koma í framkvæmd verkefnum sem sinna þarf til að rafræn viðskipti dafni á Íslandi. Nýr samráðsvettvangur um rafræn viðskipti Morgunblaðið/Sverrir Frá undirritun samkomulags um samráðsvettvanginn SARÍS. Á myndinni eru, frá vinstri, Rúnar Már Sverrisson, frá Fagráði í upplýsingatækni og formaður SARÍS, Karl F. Garðarsson, formaður ICEPRO, Eggert Ólafsson, for- maður Skýrslutæknifélagsins, og Vilhjálmur Egilsson, formaður EAN. ERLENDIR fjárfestar hafa lagt fram nýtt tilboð í um 30% eignarhlut Orca-hópsins og tengdra aðila í Ís- landsbanka, að því er greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Nýtt tilboð mun hafa borist Orca- hópnum á tölvupósti sl. föstudag og er það sagt hljóða upp á greiðslu 5 króna fyrir hverja krónu nafnverðs hlutafjár í Íslandsbanka en fyrra til- boðið var á genginu 4,8. Þá er hinn erlendi fjárfestir sagður áhugasam- ur um að eignast hluti annarra aðila, sem tengjast Orca-hópnum, í Ís- landsbanka. Þar er meðal annars um að ræða hluti Samherja, KEA, Dals- mynnis, Tryggingamiðstöðvarinnar og Baugs. Tilboðið tekur því til um 30% hlutar í Íslandsbanka. Gunnar Jónsson, lögmaður Orca- hópsins, og allir helstu aðilar að hópnum gátu ekki staðfest við Morg- unblaðið í gærkvöld að slíkt tilboð lægi fyrir. Lokagengi hlutabréfa í Íslands- banka á VÞÍ í gær var 4,65. Þriðjungshlutur í Íslandsbanka Nýtt og hærra til- boð borist KAUPÞINGI banka hf. var veitt viðskiptabankaleyfi nýver- ið. Áður hafði hluthafafundur hjá Kaupþingi 28. desember 2001 samþykkt að breyta sam- þykktum félagsins svo unnt yrði að veita Kaupþingi viðskipta- bankaleyfið. Meðal þess sem hluthafafundurinn samþykkti var að bæta orðinu banki aftan við heiti félagsins. Nafn þess eft- ir breytingu er Kaupþing banki hf. og starfar það samkvæmt lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Í fréttatilkynningu kemur fram að framvegis geta við- skiptavinir haft innlánsviðskipti sín hjá Kaupþingi kjósi þeir það. Engar fyrirætlanir eru þó uppi að svo stöddu um að hefja smá- söluviðskipti eða útibúarekstur á vegum bankans. Hins vegar er ráðgert að auka þjónustu við fyrirtæki í tengslum við gjald- eyrisviðskipti, þar sem þau geta nú haft gjaldeyrisreikninga sína hjá Kaupþingi. Í löndum Evr- ópusambandsins er ekki gerður greinarmunur á viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Þannig hefur Kaupþing í Lúxemborg fullt bankaleyfi þar sem heimild til viðskiptabankastarfsemi er innifalin. Hið sama gildir um bankaleyfi Kaupþings í Dan- mörku. Kaupþing fær við- skipta- bankaleyfi ♦ ♦ ♦ ÍSLENSKI þekkingardagurinn, ár- legur viðburður Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga (FVH), verður haldinn 7. febrúar nk. í Há- skólanum í Reykjavík. Þema dagsins að þessu sinni er: Þekkingu breytt í verðmæti! Á ráðstefnunni verður farið yfir það nýjasta og helsta innan við- skiptafræðinnar sem gagnast stjórnendum og starfsmönnum í ís- lensku viðskiptalífi. Þá mun forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenda Íslensku þekk- ingarverðlaunin til fyrirtækis eða stofnunar sem talið er að skari fram úr í því að breyta þekkingu í verð- mæti. Margrét Kr. Sigurðardóttir, for- maður félagsins, setur ráðstefnuna en erindi flytja: Professor Ivan Ro- bertson, Styrmir Gunnarsson, rit- stjóri Morgunblaðsins, Hilmar Ágústsson, verkefnastjóri og fags- tjóri í stefnumótun og skipulagsmál- um hjá PWC Consulting, Einar Þor- steinsson, forstjóri Íslandspósts, Reynir Jónsson, ráðgjafi frá Delo- itte & Touche, Guðmundur Þor- björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Eimskips, Hrannar Hólm frá KPMG, Sigurður Harðar- son, stjórnandi hjá DuPont í Þýska- landi og Sviss og dr. Runólfur Smári Steinþórsson, formaður dómnefndar FVH. Ráðstefnustjóri er Svafa Grönfeld framkvæmdastjóri IMG. Þekkingu breytt í verðmæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.