Morgunblaðið - 22.01.2002, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
22 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf.
hafa aukið hlut sinn í þremur fyr-
irtækjum sem skráð eru á Verð-
bréfaþingi Íslands. Þetta eru Skelj-
ungur hf., SR-mjöl hf. og
Útgerðarfélag Akureyringa hf. en
kaupverð hlutafjárins nemur sam-
tals 223 milljónum króna, þar eru
184 milljónir vegna kaupa á bréfum í
Skeljungi.
Um ástæður þessara fjárfestinga
segir Einar Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra:
„Við höfum trú á því að þessi félög
séu góður fjárfestingarkostur og að
hlutabréfamarkaður á Íslandi sé að
taka við sér aftur.
Þetta eru ósköp eðlilegar fjárfest-
ingar fyrir félag af okkar stærðar-
gráðu, við seljum í einu félagi og
kaupum í öðru enda eru alltaf ein-
hverjar hreyfingar á hlutabréfasafni
okkar.“
Eiga nú rúm 10% í Skeljungi
Sjóvá-Almennar keypti hlutafé í
Skeljungi að nafnverði rúmar 20,5
milljónir króna á verðinu 8,95. Kaup-
verðið nemur því tæpum 183,8 millj-
ónum. Eignarhlutur Sjóvár-Al-
mennra í Skeljungi nemur eftir
kaupin 10,23% eða ríflega 77,3 millj-
ónum að nafnverði. Hlutur félagsins
fyrir kaupin nam 7,52%.
Þá keyptu Sjóvá-Almennar
hlutafé í SR-mjöli að nafnvirði 10,5
milljónir króna á verðinu 2,45. Kaup-
verð nemur því 25,7 milljónum. Hlut-
ur Sjóvár-Almennra af heildarfjár
SR-mjöli nemur nú um 9,5% eða
117,9 milljónum að nafnverði.
Loks keypti félagið hlutafé í Út-
gerðarfélagi Akureyringa að nafn-
verði 2,1 milljón króna á verðinu kr.
6,35. Kaupverðið nemur því tæpum
13,6 milljónum króna. Eignarhlutur
Sjóvár-Almennra eftir kaupin er um
5,7% eða 61 milljón króna að nafn-
verði.
Í tilkynningum til Verðbréfaþings
Íslands kemur fram að Benedikt Jó-
hannesson sé fruminnherji í Sjóvá-
Almennum en hann er stjórnarfor-
maður Skeljungs og stjórnarmaður í
ÚA. Einnig er tekið fram að Kristinn
Björnsson, forstjóri Skeljungs, sé
stjórnarmaður í Sjóvá-Almennum og
Benedikt Sveinsson, stjórnarfor-
maður í Sjóvá-Almennum, sé jafn-
framt stjórnarformaður í SR-mjöli.
Sjóvá-Almennar kaupa í Skeljungi, SR-mjöli og Útgerðarfélagi Akureyringa
„Hlutabréfamarkaður á
Íslandi að taka við sér“
FJÖGUR samtök, sem láta sig
upplýsingatækni og rafræn við-
skipti varða, hafa undirritað sam-
komulag um samráðsvettvanginn
SARÍS, Samráð um rafrænt Ís-
land. Samtökin fjögur eru
Skýrslutæknifélag Íslands, EAN á
Íslandi, ICEPRO, nefnd um raf-
ræn viðskipti og Staðlaráð Ís-
lands/Fagráð í upplýsingatækni –
FUT. Í fréttatilkynningu sem
send var út í tilefni af stofnun
SARÍS kemur fram að meg-
inmarkmiðið með stofnuninni sé
að koma Íslandi í fremstu röð
meðal þjóða sem hagnýta sér raf-
ræn viðskipti, hvort sem litið sé
til almennings, atvinnulífs eða
stjórnsýslu. Þá sé markmiðið að
efla samstarf um stöðlun og sam-
ræmingu í rafrænum viðskiptum,
miðla upplýsingum um stöðu
þeirra og þróun, stuðla að raun-
hæfum viðhorfum til rafrænna
viðskipta meðal fyrirtækja og
stofnana, hvetja og virkja hags-
munaaðila til þátttöku og koma í
framkvæmd verkefnum sem sinna
þarf til að rafræn viðskipti dafni
á Íslandi.
Nýr samráðsvettvangur
um rafræn viðskipti
Morgunblaðið/Sverrir
Frá undirritun samkomulags um samráðsvettvanginn SARÍS. Á myndinni eru, frá vinstri, Rúnar Már Sverrisson,
frá Fagráði í upplýsingatækni og formaður SARÍS, Karl F. Garðarsson, formaður ICEPRO, Eggert Ólafsson, for-
maður Skýrslutæknifélagsins, og Vilhjálmur Egilsson, formaður EAN.
ERLENDIR fjárfestar hafa lagt
fram nýtt tilboð í um 30% eignarhlut
Orca-hópsins og tengdra aðila í Ís-
landsbanka, að því er greint var frá í
kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Nýtt tilboð mun hafa borist Orca-
hópnum á tölvupósti sl. föstudag og
er það sagt hljóða upp á greiðslu 5
króna fyrir hverja krónu nafnverðs
hlutafjár í Íslandsbanka en fyrra til-
boðið var á genginu 4,8. Þá er hinn
erlendi fjárfestir sagður áhugasam-
ur um að eignast hluti annarra aðila,
sem tengjast Orca-hópnum, í Ís-
landsbanka. Þar er meðal annars um
að ræða hluti Samherja, KEA, Dals-
mynnis, Tryggingamiðstöðvarinnar
og Baugs. Tilboðið tekur því til um
30% hlutar í Íslandsbanka.
Gunnar Jónsson, lögmaður Orca-
hópsins, og allir helstu aðilar að
hópnum gátu ekki staðfest við Morg-
unblaðið í gærkvöld að slíkt tilboð
lægi fyrir.
Lokagengi hlutabréfa í Íslands-
banka á VÞÍ í gær var 4,65.
Þriðjungshlutur í
Íslandsbanka
Nýtt og
hærra til-
boð borist
KAUPÞINGI banka hf. var
veitt viðskiptabankaleyfi nýver-
ið. Áður hafði hluthafafundur
hjá Kaupþingi 28. desember
2001 samþykkt að breyta sam-
þykktum félagsins svo unnt yrði
að veita Kaupþingi viðskipta-
bankaleyfið. Meðal þess sem
hluthafafundurinn samþykkti
var að bæta orðinu banki aftan
við heiti félagsins. Nafn þess eft-
ir breytingu er Kaupþing banki
hf. og starfar það samkvæmt
lögum um viðskiptabanka og
sparisjóði.
Í fréttatilkynningu kemur
fram að framvegis geta við-
skiptavinir haft innlánsviðskipti
sín hjá Kaupþingi kjósi þeir það.
Engar fyrirætlanir eru þó uppi
að svo stöddu um að hefja smá-
söluviðskipti eða útibúarekstur
á vegum bankans. Hins vegar er
ráðgert að auka þjónustu við
fyrirtæki í tengslum við gjald-
eyrisviðskipti, þar sem þau geta
nú haft gjaldeyrisreikninga sína
hjá Kaupþingi. Í löndum Evr-
ópusambandsins er ekki gerður
greinarmunur á viðskiptabanka
og fjárfestingarbanka. Þannig
hefur Kaupþing í Lúxemborg
fullt bankaleyfi þar sem heimild
til viðskiptabankastarfsemi er
innifalin. Hið sama gildir um
bankaleyfi Kaupþings í Dan-
mörku.
Kaupþing
fær við-
skipta-
bankaleyfi
♦ ♦ ♦
ÍSLENSKI þekkingardagurinn, ár-
legur viðburður Félags viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga (FVH),
verður haldinn 7. febrúar nk. í Há-
skólanum í Reykjavík. Þema dagsins
að þessu sinni er: Þekkingu breytt í
verðmæti!
Á ráðstefnunni verður farið yfir
það nýjasta og helsta innan við-
skiptafræðinnar sem gagnast
stjórnendum og starfsmönnum í ís-
lensku viðskiptalífi. Þá mun forseti
Íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, afhenda Íslensku þekk-
ingarverðlaunin til fyrirtækis eða
stofnunar sem talið er að skari fram
úr í því að breyta þekkingu í verð-
mæti.
Margrét Kr. Sigurðardóttir, for-
maður félagsins, setur ráðstefnuna
en erindi flytja: Professor Ivan Ro-
bertson, Styrmir Gunnarsson, rit-
stjóri Morgunblaðsins, Hilmar
Ágústsson, verkefnastjóri og fags-
tjóri í stefnumótun og skipulagsmál-
um hjá PWC Consulting, Einar Þor-
steinsson, forstjóri Íslandspósts,
Reynir Jónsson, ráðgjafi frá Delo-
itte & Touche, Guðmundur Þor-
björnsson, framkvæmdastjóri sölu-
og markaðssviðs Eimskips, Hrannar
Hólm frá KPMG, Sigurður Harðar-
son, stjórnandi hjá DuPont í Þýska-
landi og Sviss og dr. Runólfur Smári
Steinþórsson, formaður dómnefndar
FVH. Ráðstefnustjóri er Svafa
Grönfeld framkvæmdastjóri IMG.
Þekkingu breytt
í verðmæti