Morgunblaðið - 22.01.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.01.2002, Qupperneq 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 23 N O N N I O G M A N N I • N M 0 5 1 0 1 / S ÍA „Ég er með léleg hné. Sem krakki óx ég mjög hratt og hnén fylgdu ekki alveg með. Mér var ráðlagt að fara í greiningu hjá Stoðtækni og fá innlegg. Eftir að ég fékk innleggin er ég orðinn góður í hnjánum og þau hafa hjálpað mjög mikið, bæði þegar ég er á þrekæfingum og daglega, ég er alltaf með þau í skónum.“ Hlaupa- og göngugreining Ertu með þreytu eða verki í fótum eða baki? Komdu og láttu skoða niðurstigið þitt í göngugreiningu. Rétt undirstaða getur skipt sköpum til að ná árangri. Tímapantanir í síma 581 4711 Kringlan 8 -12, 3. hæð, Reykjavík Örn Arnarson, sundmaður Örn Arnarson íþróttamaður ársins 2001 Leikskóli 5-6 ára Enskunámskeið 7-12 ára Unglinganámskeið 13-14 ára Stuðningsnámskeið fyrir 10. bekk Opið hús 26. janúar kl. 10 til 14 Hringdu í síma 588 0303 Faxafeni 8 ENSKA FYRIR BÖRN Námskeiðin hefjast 2. febrúar FISHERY Products International Ltd. (FPI), stærsta sjávarútvegsfyr- irtæki Nýfundnalands, hefur látið af áformum um að segja upp 580 starfs- mönnum í tengslum við endurskipu- lagningu á starfsemi fyrirtækisins. Stjórnvöld á Nýfundnalandi sögðust tilbúin til að setja lög til að koma í veg fyrir uppsagnirnar. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á 15% hlut í FPI. Kanadískir fjölmiðlar greindu frá því fyrir skömmu að FPI hygðist segja upp helmingi starfsfólks í fisk- vinnsluhúsum félagsins í Marystown, Fortune og Harbour Breton á Ný- fundnalandi, alls um 580 manns. Upp- sagnirnar mættu þegar mikilli and- stöðu meðal verkalýðsforystunnar á Nýfundnalandi og forsætisráðherra Nýfundnalands, Roger Grimes, lýsti því yfir að fyrirhugaðar uppsagnir væru með öllu óviðunandi og að stjórnvöld myndu þvinga fyrirtækið til að standa við skuldbindingar sínar um atvinnuuppbyggingu á jaðar- svæðum í Nýfundnalandi. FPI starf- ar undir sérstökum lögum í Ný- fundnalandi vegna mikilvægi félagsins í atvinnulífi landsins. Í kanadíska dagblaðinu The Globe and Mail er haft eftir Derrick Rowe, forstjóra FPI, að stjórnvöld hafi með þessu bundið hendur fyrirtækisins. Hann sagði það ólíkindum að stjórn- völd skuli með þessum hætti skipta sér af endurskipulagningu á starf- semi fyrirtækisins en hún hafi miðað að því að nútímavæða fiskvinnslur og skapa þannig vinnu í umræddum byggðum allt árið. Hallarbylting síðastliðið vor Endurskipulagningin kemur í kjöl- farið á samrunaáætlun FPI við Clear- water Fine Foods sl. vor þegar gerð var hallarbylting í stjórn FPI, undir stjórn John Risley, forstjóra Clear- water, sem nú á 13% hlut í FPI. Ris- ley naut m.a. stuðnings SH sem áður hafði tekið þátt í misheppnaðri yfir- tökutilraun á FPI. Nýsjálenska sjáv- arútvegsfyrirtækið Sanford Seafood tók einnig þátt í hallarbyltingunni. Þessi þrjú félög náðu yfirhöndinni í FPI, steyptu stjórninni og skipuðu nýja. M.a. var Victor Young, forstjóri FPI til 17 ára, látinn taka pokann sinn. Kaupin voru fjármögnuð með lántöku og sölu hlutafjár. Markmið nýju stjórnarinnar var að auka hagnað fyrirtækisins. Á fyrstu tveimur ársfjórðungunum eftir að ný stjórn tók við FPI hefur dregið úr sölu, tekjum og hagnaði. Á þriðja árs- fjórðungi síðasta árs námu tekjur FPI um 3,7 milljónum kanadískra dollara, af um 179 milljóna dollara sölu. Á sama tíma árið 2000 námu tekjurnar um 4,1 milljón dollara, af um 188 milljóna dollara sölu. Á síðastliðnu ári hefur verð á hluta- bréfum FPI farið hæst í 11,95 dollara hluturinn en lægst í 8,1 dollara. Verð- ið er núna um 9,8 dollarar í kauphöll- inni í Toronto í Kanada. SH á 15% hlut í FPI eða um 2,2 milljónir hluta en á ekki fulltrúa í stjórn félagsins. SH keypti hluti sína á genginu 10,15. Verður langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki Kanada Síðastliðið haust gaf FPI út til- kynningu þess efnis að félagið hefði skrifað undir samning um kaup á öllu hlutafé keppinautarins, Clearwater Fine Foods á Nova Scotia. Með því verður til langstærsta sjávarútvegs- fyrirtæki Kanada og sennilega í Norður-Ameríku. Derrick Rowe, framkvæmdastjóri FPI, sagði í samtali við Morgunblaðið í október að stefnt væri á ríflega 65 milljarða króna ársveltu eftir sam- runann við Clearwater. Gert væri ráð fyrir að kaupin á Clearwater færðu FPI hagnað að upphæð 4,9 milljarðar króna fyrir fjármagnsliði og skatta og að viðbættum áætluðum tekjum FPI yrði hagnaðurinn ríflega 6,5 milljarð- ar króna. Frá því að samingurinn um kaupin á Clearwater var gerður hefur sam- runinn m.a. verið kynntur samkeppn- isstofnun Kanada. Búist er við að samruninn verði lagður fyrir hlut- hafafund í febrúar og tekur hann þá afstöðu til málsins. Á þeim fundi verð- ur Clearwater ekki leyft að greiða at- kvæði, en hlutur þeirra í FPI er 13%. Tveir aðrir stærstu hluthafarnir eru Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sanford Seafood á Nýja-Sjálandi, bæði fyrirtækin með um 15% hlut. Samtök framleiðenda á frystum fiski á Nýfundnalandi eiga um 10% í FPI og um 35% eru í eigu fjármálastofn- ana, sem að mestu leyti eru í Kanada. Verði sameiningin að veruleika mun John Risley að öllum líkindum taka við stjórnarformennsku í FPI og þá er áætlað að fyrirtækið selji fyrir um 1 milljarð kanadískra dollara á ári. FPI hættir við að segja upp 580 manns Stjórnvöld á Nýfundnalandi gripu í taumana SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur nú hafið frystingu á loðnu fyrir Rússlandsmarkað. Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri SVN og framkvæmdastjóri sölufyr- irtækisins Sæblikans, segir að þeir séu hóflega bjartsýnir á þokka- legan markað. „Þetta er ekkert léttur mark- aður, en það er heldur ekkert kol- svart framundan eins og sumir virðast halda fram. Við teljum góða möguleika á að selja þessa loðnu á viðunandi verði í gegn um Sæblik- ann, en SÍF og SH geta líka fengið þetta á réttu verði. Það er svo alltaf spurningin hvað menn telja við- unandi verð. Í fyrra voru menn að selja frysta loðnu á allt niður 18 krónur kílóið, en við erum með hærra verð og ætlum okkur að frysta töluvert og ætlum ekki að tapa á því,“ segir Björgólfur Jó- hannsson. Ljósmynd/Krístín Ágústsdóttir Matthildur Sigursveinsdóttir vinnur við loðnufrystingu í fiskiðju- veri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Hóflega bjartsýnir TÁLKNI ehf., útgerð Bjarma BA frá Tálknafirði, hefur áveðið að selja skipið með öllum veiðiheimildum, alls um 407 þorskígildistonnum. Ætla má að verðmæti kvótans sé um 275 millj- ónir króna. Níels Ársælsson, skip- stjóri og útgerðarmaður Bjarma, seg- ir ástæðu þessa fyrst og fremst valdníðslu sjávarútvegsráðherra. Bjarmi BA komst mjög í sviðsljósið á síðasta ári þegar birtar voru myndir í fjölmiðlum, sem teknar voru um borð í Bjarma, og sýndu brottkast á fiski. Í kjölfarið svipti Fiskistofa Bjarma veiðileyfi í átta vikur, frá og með 1. desember 2001 til og með 25. janúar 2002. Útgerð Bjarma BA kærði niðurstöðu Fiskistofu en sjáv- arútvegsráðuneytið staðfesti niður- stöðuna og hafnaði auk þess kröfu út- gerðarinnar um frestun réttaráhrifa. Níels segir að með veiðileyfissvipt- ingunni hafi útgerðin verið svipt rétt- indum til að afla sér tekna í tvo mán- uði. Á meðan hafi áhöfn skipsins verið á fullum launum og því hafi útgerðinni verið nauðugur einn kostur að selja bæði skip og kvóta en verða gjald- þrota ella. Hann segist vera hættur í útgerð fyrir fullt og allt. „Okkur var synjað um flýtimeðferð fyrir héraðs- dómi og þess vegna var þessu sjálf- hætt. Kostirnir voru annaðhvort að fá eitthvað fyrir ævistarfið eða láta kné- setja sig í eitt skipti fyrir öll. Hér með lýkur útgerðarsögu minni og reyndar fjölskyldu minnar, því forfeður mínir hafa um aldir stundað sjómennsku og útgerð og fengið til þess frið. Það er engu að síður ákveðinn léttir að hætta afskiptum af útgerð, því það hefur síð- ur en svo verið skemmtilegt að standa í þessu frá því að kvótakerfið var sett á. Kerfið er ómannúðlegt og ég hef fengið nóg af sautján ára kúgun.“ Alls eru níu skipverjar í áhöfn Bjarma BA, flestir frá Tálknafirði að sögn Níelsar. Því sé ljóst að sala skips og kvóta hafi veruleg áhrif í byggð- inni. Afla Bjarma BA hefur einkum verið landað til vinnslu á Flateyri og segir Níels ljóst að þar missi fjöldi fólks einnig spón úr aski sínum. Bjarmi BA hefur yfir um 450 þorsk- ígildistonna kvóta að ráða en Níels segir að alls hafi skipið veitt um 1.200 til 1.400 tonn á ári. „Við höfum leigt til okkar kvóta af stóru útgerðunum fyr- ir um einn milljarð króna í gegnum tíðina og því hljóta þær að eiga pen- inga til að kaupa af okkur skipið og kvótann,“ segir Níels. Bjarmi BA til sölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.