Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 27 Útsalan er hafin Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610 verslun.strik.is/allirkrakkar Barnarúm, baðborð, kommóður, tvíburavagnar og kerrur Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frá- bærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 3 eða 4 vikur á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Benidorm og Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Vorin eru fal- legasti tími ársins á suður-Spáni og hvergi er betra að dvelja en í þessum yndislega heimshluta og á báðum áfangastöðum bjóðum við þér okkar bestu íbúðarhótel með frábærri aðstöðu fyrir farþega. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 43.005 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flugsæti eingöngu. Verð kr. 59.900 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Pinar, 3 vikur, 7. apríl. Skattar ekki innifaldir. Verð kr. 77.000 M.v. 2 í stúdíó, Timor Sol, 7. apríl, 3 vikur. Völ um aukaviku. Skattar kr. 2.950, ekki innifaldir. Vorferðir Heimsferða til Costa del Sol og Benidorm 7. og 10 apríl frá kr. 43.005 Costa del Sol Verð kr. 51.100 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Faro, 2 vikur, 8. maí. Verð kr. 66.100 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, El Faro, 10. apríl, 4 vikur. Verð kr. 86.900 M.v. 2 í íbúð, El Faro, 4 vikur, 10. apríl. Skattar kr. 2.950, ekki innifaldir. Benidorm TALSMENN Bandaríkjahers sögðu í gær að ekkert benti til þess að bandarísk herþyrla, sem fórst í Afg- anistan á sunnudag, hefði verið skot- in niður. Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði að svo virtist sem vélarbilun hefði valdið slysinu. Sjö bandarískir hermenn voru um borð í þyrlunni og fórust tveir þeirra. Líðan þeirra fimm sem komust lífs af var í gær sögð „stöðug“. Vélarbilun olli líklega þyrluslysi Bagram, Kabúl. AFP, AP. STJÓRNVÖLD í Argentínu unnu að því um síðustu helgi að fínpússa áætl- anir um efnahagslega viðreisn lands- ins og talið er víst, að með þeim verði endanlega skorið á tengingu gjald- miðilsins, pesósins, við Bandaríkja- dollara. Efnahagsáætlun stjórnarinnar verður lögð fyrir Alþjóðagjaldeyr- isjóðinn, IMF, undir næstu mánaða- mót en vonast er til, að sjóðurinn komi Argentínumönnum til hjálpar með 1.500 til 2.000 milljörðum ísl. kr. Áætlunin er raunar unnin í sam- ráði við sjóðinn, byggist einkum á miklu aðhaldi í útgjöldum ríkisins og í peningamálum, og hafa ýmsir frammámenn sjóðsins og George W. Bush Bandaríkjaforseti þegar gefið til kynna góðar viðtökur í Wash- ington síðar í þessum mánuði. Sparifé gert upptækt að hluta Eduardo Duhalde, forseti Argent- ínu, hefur gefið til kynna, að öll tengsl við dollarann verði slitin og nú má á honum skilja, öfugt við það, sem hann lofaði er hann tók við embætti 1. janúar, að allar dollarainneignir í bönkum verði greiddar út í pesóum og öllum dollaraskráðum lánum og skuldum verði breytt í pesóa. Ekki er enn ljóst með hvaða hætti þessi um- skráning verður en líklegt talið, að hún verði á genginu 1,40 pesóar á móti dollara. Síðastliðinn föstudag mátti hins vegar fá 2,10 pesóa fyrir dollarann þannig að ljóst er, að um verulega fjárupptöku verður að ræða. Alþjóðlega greiðslumatsfyrirtækið Moody’s sagði í síðustu viku, að arg- entínsku bankarnir væru í raun gjaldþrota við núverandi aðstæður og hætta væri á, að allt fjármálakerf- ið í landinu hryndi ef þeim yrði ekki leyft að afskrifa skuldirnar að hluta. Bankarnir gætu ekki greitt dollara- inneignir í dollurum og það gæti rík- isstjórnin ekki heldur. Mikil ólga hefur verið í Argentínu vegna efnahagsóreiðunnar og ekki er búist við, að sparifjáreigendur muni taka því með þegjandi þögninni, verði inneignir þeirra skornar niður. Áætlun Argentínustjórnar um endurreisn efnahagslífsins Reuters Sparifjáreigendur í Argentínu mótmæla því daglega, að þeim skuli ekki leyft að taka út inneignir sínar í bönkum en þær eru yfirleitt skráðar í dollurum. Nú er talað um, að þær verðir greiddar í verðlitlum pesóum og hluti inneignarinnar þannig gerður upptækur. Aukið aðhald og tengsl við dollara rofin Buenos Aires. AFP. TÖLVULEIKURINN „Grand Theft Auto 3“ hefur vakið hörð viðbrögð í Noregi og þar hefur verið lögð fram kæra gegn danska fyrirtæk- inu KE Media, sem annast dreif- ingu hans. Að mati neytendaráðs- ins, umboðsmanns barna og Lailu Dåvøy fjölskylduráðherra er leik- urinn svo ofbeldisfullur og ósið- legur, að hann brýtur beinlínis gegn refsilögunum. Kom þetta fram á vefsíðu danska blaðsins Politiken. „Lögfræðingar okkar hafa skoð- að leikinn og komist að þeirri nið- urstöðu, að hann brjóti gegn ákvæðum refsilaga um gróft of- beldi í kvikmyndum, myndböndum og öðrum slíkum miðlum,“ sagði Tom Bolstad, deildarstjóri hjá norska neytendaráðinu, í viðtali við Dagbladet. Laila Dåvøy kvaðst vona, að foreldrar fylgdust al- mennt vel með því, sem börnin þeirra hefðu undir höndum. Tölvuleikurinn „Grand Theft Auto 3“ er nú sá vinsælasti í Dan- mörk en í honum er leikmaðurinn í hlutverki bílþjófs og gefst til dæm- is kostur á að aka niður gangandi vegfarendur og berja aðra með kylfu. Fyrri útgáfur af þessum leik hafa einnig verið gagnrýndar, til dæmis af stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Noregur Tölvuleik- ur kærður vegna ofbeldisAUKIN ferðalög til fjarlægra heimshluta, vaxandi innflutningur fólks og hlýnandi veðurfar hafa orðið þess valdandi að ýmsir hita- beltissjúkdómar hafa skotið upp kollinum í Bretlandi, að því er BBC hefur eftir helsta ráðunaut bresku ríkisstjórnarinnar í heil- brigðismálum. Prófessorinn Sir Liam Donald- son fullyrðir í nýrri skýrslu sinni að nauðsynlegt sé að grípa til að- gerða til að forða útbreiðslu hita- beltissjúkdóma í Bretlandi. Legg- ur hann til að sett verði á fót sérstök stofnun í þessu skyni, sem hefði meðal annars það hlutverk að upplýsa almenning um hættuna og tilkynna heilbrigðisstarfsfólki um óvenjuleg tilfelli. Talið er að „ævintýraferðir“ til framandi heimsálfa, sem notið hafa mikilla vinsælda undanfarin ár, hafi aukið mjög hættuna á út- breiðslu hitabeltissjúkdóma í Bretlandi og öðrum norðlægum löndum. Á síðasta ári ferðuðust til dæmis um 750.000 Bretar til Norður-Afríku og nær tvær millj- ónir til Suður-Ameríku. Kannanir sýna að margir ferðalanganna virða að vettugi tilmæli um að láta bólusetja sig við sjúkdómum á borð við malaríu, lifrarbólgu og taugaveiki. Sir Liam nefnir í skýrslu sinni að a.m.k. eitt tilfelli sé þekkt þar sem maður komst í snertingu við ebóla-sjúklinga í Úganda og varð svo sjálfur sjúkur eftir komuna til Bretlands. Hann varar einnig við því að hlýnandi veðurfar geri að verkum að ýmis skordýr sem hýsa sýkla eigi auðveldara með að þríf- ast á norðlægum slóðum og það auki hættuna á sjúkdómsfaröldr- um. Dæmi um það eru tilfelli af völdum Vestur-Nílarveirunnar, sem komið hafa upp í Bandaríkj- unum og Kanada á síðustu árum. Veiran er borin af fuglum en smit- ast í menn með biti moskítóflugna. Í skýrslu Sir Liams segir að til að vernda almenning fyrir smit- sjúkdómum verði að leggja mikla áherslu á gott eftirlit og skjót við- brögð við sýkingum. Malaría sérstakt vandamál BBC hefur jafnframt eftir Peter Chiodini, sérfræðingi við hitabelt- issjúkdómastofnun í Lundúnum, að malaría sé sérstakt vandamál, enda líkist fyrstu einkenni hennar að mörgu leyti venjulegri flensu. Sagði Chiodini að á hverju ári léti nokkur fjöldi Breta lífið af völdum sjúkdómsins, þótt hægt hefði verið að komast hjá dauðsföllum ef við- komandi hefðu fengið rétta ráð- gjöf og farið eftir henni. Hitabeltis- sjúkdómar í Bretlandi JAPAN, Evrópusambandið og Bandaríkin og fleiri ríki hétu því í gær á fundi í Japan að leggja fram alls um 3,9 milljarða dollara, um 400 milljarða króna, til að reisa efnahag Afgana úr rústum. Hamid Karzai, leiðtogi bráðabirgðastjórnar Afgan- istans, lýsti þakklæti þjóðarinnar en hvatti til þess að féð yrði reitt af hendi sem allra fyrst. Karzai sagði að ef ekki tækist að koma á ró myndi Afganistan geta orðið áfram uppspretta óstöðugleika í heiminum. Afganska fréttastofan AIP sagði að liðsmenn stríðsherrans Rashids Dostums og Tadjíkar úr herjum Burhanuddins Rabbanis, fyrrverandi forseta landsins, hefðu barist undanfarna tvo daga í norður- héraðinu Kunduz. Var sagt að ellefu hefðu fallið. Dostum er aðstoðar- varnarmálaráðherra í stjórn Karzais og flokkur Rabbanis á einnig ráð- herra í henni. Afgönum heitið fjár- hagsaðstoð Átök milli Norður- bandalagsherja Kabúl. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.