Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ENN á ný blossar upp umræða um hækk- un vísitölu neysluverðs og enn deila menn um ástæður þeirra hækk- ana. Víst er að enga eina ástæðu er um að ræða. Á Íslandi hefur á síðustu árum þróast fá- keppni á dagvörumark- aði og er stundum talað um að risinn í þeim efn- um hafi u.þ.b. 60% af dagvörumarkaði lands- ins. Þessi risi er Baug- ur. Annað stórt fyrir- tæki á dagvöru- markaðnum er Kaupás. Talið er að þessi tvö stóru fyrirtæki skipti með sér u.þ.b. 80 til 90% af dagvörumark- aði á Íslandi. Auðvitað eru fleiri fyr- irtæki á þessum markaði sem starf- að hafa um langt skeið og gefa risunum lítið eftir í verði. Ekki vil ég gera lítið úr dugnaði, útsjónarsemi og framsækni þeirra Baugsmanna, langt í frá. Í upphafi töluðu forsvars- menn fyrirtækisins um það að þeir ætluðu einungis að vera í því sem þeir væru góðir í, það er verslun. Þau áform hafa breyst enda eiga fyrir- tæki sprottin úr Baugi í ýmsum fyr- irtækjum, s.s. sem starfa að útgerð og fiskvinnslu, tryggingarmálum, ol- íusölu, fasteignaviðskiptum o.fl. Nýj- asta dæmið eru kaup Baugs í er- lendu verslunarfyrirtæki. Þessi kaup Baugs minna okkur á hina breyttu heimsmynd og lýsa áræði og dugnaði þessara aðila en um leið vakna spurningar um hvaðan auður þess tiltölulega unga fyrirtækis Baugs kemur. Lengi var deilt um stærð Sambands íslenskra samvinnufélaga sem í raun var samtök rúmlega fjörutíu sjálfstæðra kaupfélaga í landinu. Ákveðnir menn skrif- uðu lærðar greinar um að Sambandið væri ekkert annað en auð- hringur. Þessir sömu menn hafa ekki notað sömu gífuryrðin þegar talað er um fákeppni og eignamyndun Baugs. Þó svo að fá verslun- arfyrirtæki geti keppt við Bónus hvað verð- lagningu snertir, sem í upphafi var grunnfyrir- tækið í Baugskeðjunni, vakna spurningar um það hvort það sé nokkr- um hollt að vera svo stórir á hinum litla markaði sem Ísland er. Auðvitað er enn við lýði máltækið sem segir: „Veldur hver á heldur.“ Það vakti at- hygli mína að Pétur Pétursson, einn hinna frábæru Álftagerðisbræðra, gekk fram fyrir skjöldu rétt fyrir jól- in og neitaði að gefa Hagkaupum, sem er enn eitt afsprengi Baugs, 10% afslátt af nýja geisladiskinum þeirra. Hver var ástæðan? Jú, Pétur taldi það ekki öruggt að þessi afslátt- ur myndi skila sér til neytenda. Ágætur ónefndur kartöflubóndi á Suðurlandi sagði mér að skilaverð til sín á kartöflum sl. 10 ár væri um 39 kr. á kíló. Hann þvæði kartöflurnar og pakkaði, renndi þeim á pallettu inn í verslunina og síðan væri þeim rennt af fulltrúum verslunarinnar í gegnum strikamerkivél og við það hækkaði verðið um meira en 100%. Ef verslunin getur ekki selt kartöfl- urnar einhverra hluta vegna tekur bóndinn það sem eftir er. Áhættu- þáttur verslunarinnar er lítill sem enginn. Ef varan selst ekki í versl- uninni er henni bara skilað til fram- leiðandans. Sömu sögu segja fulltrú- ar ýmissa annarra framleiðslufyr- irtækja í iðnaði og matvælafram- leiðslu. Uppi eru kenningar um það að afsláttur sem framleiðendur veita þessum verslanakeðjum renni ekki til neytenda nema að litlum hluta en stærsti hluti hennar renni til eigenda fyrirtækisins sem nýti gróðann til þess að kaupa sig inn í önnur fyr- irtæki. Opinberlega er sjaldan um þetta rætt af ótta við að viðkomandi vörumerki verði útilokuð úr þessum verslanakeðjum. En hvað getur fyrirtæki eins og Baugur gert til þess að sannfæra okkur neytendur um það að allt sé með felldu í þessum verslunar- bransa? Ég hvet stjórnendur jafn- framsækins fyrirtækis og Baugs og þess vegna annarra verslunarfyrir- tækja í landinu til þess að verð- merkja vörur uppá nýtt. Þannig að neytandinn sjái hvernig verðmynd- unin á sér stað. Ákveðinn hluti renn- ur til ríkis í formi virðisaukaskatts, ákveðinn hluti rennur til framleið- enda eða birgja og ákveðinn hluti til verslunarinnar. Þetta er til þess að gera auðvelt mál á tölvuöld og mér er sagt að verðmerkingar sem þess- ar séu viðhafðar á ákveðnu svæði í Frakklandi. Það er fullyrt að af- slættir sem framleiðendur veiti verslanakeðjunum skili sér ekki til neytenda. Með þessu móti má af- sanna þessar kenningar og neytend- ur sjá hverjir eru hinir raunverulegu vinir neytenda. Hverjir eru vinir neytenda? Ísólfur Gylfi Pálmason Höfundur er alþingismaður. Dagvara Er nokkrum hollt, spyr Ísólfur Gylfi Pálmason, að vera svo stórir á hinum litla markaði sem Ísland er? NÝSKÖPUNARSJÓÐUR náms- manna var stofnaður árið 1992 með það að markmiði að útvega áhuga- sömum háskólanemum sumarstörf við metnað- arfull og krefjandi rannsóknarverkfni. Frá þeim tíma hefur bæði umsóknum um styrki og úthlutuðum stykjum fjölgað jafnt og þétt. Á árinu 2001 bárust sjóðnum 232 umsóknir um styrki en alls voru 150 verkefni styrkt og að þeim unnu 180 nemendur síðast liðið sumar. Á hverju ári eru ný- sköpunarverðlaun for- seta Íslands hápunktur starfsársins. Til verð- launanna eru tilnefnd þau verkefni sem þykja skara fram úr hvað varðar úrlausn og vinnu- brögð. Í ár eru 5 verkefni tilnefnd til verðlaunanna en þau eru nú afhent í sjöunda sinn á Bessastöðum. Mikil eftirvænting ríkir meðal þeirra sem útnefndir eru enda liggur að baki þessum verkefnum mikil vinna og rannsóknir sem átt hafa hug nem- endanna um margra mánaða skeið. Það verður ekki of mikið úr því gert hversu mikilvægt það er að stuðlað sé að nýsköpun bæði fyrir atvinnulíf og fræðasvið. Slíkt hefur mikið gildi bæði fyrir þá námsmenn sem geta nýtt sumarmiss- erið til að vinna að verkefnum tengdum námi en jafnframt eyk- ur það tengsl atvinnu- lífs, háskóla og rann- sóknastofnana. Það að þurfa ekki að slíta sig úr tengslum við námið virkar hvetjandi og efl- andi fyrir námsmann- inn um leið og fyrir- tæki og rannsóknastofnanir fá nýtta þá miklu auðlind sem áhugasamir og skapandi háskólastúd- entar eru. Í ár er það Háskóli Íslands sem gefur verðlaunin sem afhent verða í dag á Bessastöðum. Sérstök dóm- nefnd sem skipuð er af fulltrúum menntamálaráðherra, Reykjavíkur- borgar, Rannsóknarráðs Íslands og Samtaka iðnaðarins hefur valið þau fimm verkefni sem koma til greina en þau eru af ólíkum toga þó að öll eigi það sameiginlegt að fela í sér nýsköpun á einn eða annan hátt. Starf Nýsköpunarsjóðs námsmanna mun án efa eflast með árunum og aukinn vitund fyrirtækja, stofanana og námsmanna gerir það að verkum að sjóðurinn horfir til bjartrar fram- tíðar þar sem hugmyndirnar verða sífellt nýstárlegri og kvikna hver af annarri. Óþrjótandi uppspretta nýrra hugmynda er hin trausta und- irstaða sjóðsins. Nýsköpun verðlaunuð Hanna María Jónsdóttir Nýsköpun Óþrjótandi uppspretta nýrra hugmynda, segir Hanna María Jóns- dóttir, er hin trausta undirstaða sjóðsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Í GREIN, sem birtist í Morgun- blaðinu 15. janúar sl., ræðst Hólm- geir Baldursson, sjónvarpsstjóri á Stöð 1, á STEF og kallar samtökin „lögbundið arðræningjafélag“. Í til- efni af þessum ummælum og öðrum, sem þar koma fram, vil ég koma eft- irfarandi á framfæri, til fróðleiks fyrir lesendur blaðsins. Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) er heiti á samtökum okkar tónskálda og texta- höfunda. Samtökin gæta ekki aðeins réttar okkar innlendra tónhöfunda, heldur einnig erlendra höfunda. Fyrir tilverknað samtakanna fáum við réttlátar greiðslur fyrir not á þeim verkum, sem við höfum samið, á sama hátt og menn fá laun fyrir vinnu sínu eða leigu fyrir afnot á eignum sínum. Þótt STEF greiði meira en helming af innheimtum tekjum til útlanda fáum við íslenskir höfundar samt sem áður nokkuð í okkar hlut fyrir not af tónlist okkar og textum. Þannig var meira en 800 íslenskum rétthöfum úthlutað höf- undargreiðslum frá STEF á síðasta ári. Samkvæmt höfundalögum eigum við tónhöfundar rétt á því, eins og aðrir höfundar, að tónlist okkar sé ekki flutt opinberlega í útvarpi, hvort sem er í hljóðvarpi eða sjón- varpi, nema með leyfi okkar eða samtaka okkar. Ástæðan fyrir skrif- um Hólmgeirs er líklega sú að hann hefur neitað að ganga til samninga við STEF um eðlilegt og sanngjarnt endurgjald fyrir flutning á tónlist okkar í útvarpi sínu. Þess í stað hef- ur hann viljað ákveða einhliða hvað útvarpsstöð hans greiðir fyrir tón- flutninginn. Vegna þessarar afstöðu hefur út- varpsstöðin nú, um nokkurt skeið, flutt tónlist án heimildar okkar, sem eigum höfundarrétt að tónlistinni, og án þess að greiða endurgjald fyrir þann flutning. Við tónhöfundar get- um ekki sætt okkur við þetta og við ætlumst til þess að samtök okkar, STEF, leggi bann við slíkri lögleysu. Efni samninga STEF við einstakar út- varpsstöðvar er trún- aðarmál og því ekki hægt að birta samn- ingana opinberlega. Hins vegar hefur Hólmgeiri, eins og öðr- um forsvarsmönnum útvarpsstöðva, jafnan staðið til boða að fá að kynna sér samninga við aðrar stöðvar til þess að ganga úr skugga um að fyllsta jafnræðis og sanngirni sé gætt af hálfu STEF. Að erlendri fyrirmynd er endurgjald út- varpsstöðva, jafnt hljóðvarps- og sjónvarpsstöðva, miðað við tvennt. Í fyrsta lagi mögulega hlustun eða áhorf og í öðru lagi raunverulega hlustun eða áhorf. Í samræmi við þetta er endurgjaldið annars vegar í formi grunngjalds og hins vegar nemur það tilteknu hlutfalli af tekjum af útvarpsrekstri. Vegna aðdróttana Hólmgeirs í garð eins af starfsmönnum STEF vil ég taka það fram að samtökin hafa aldrei dregið taum einnar útvarpsstöðvar á kostnað annarra stöðva. Það væru þau hins vegar að gera ef stöð Hólmgeirs gæti haldið áfram að senda út efni sitt ókeypis, meðan aðrar stöðvar greiða STEF umsamið endurgjald fyrir not á tónlist í sinni dagskrá. Jafnframt er rétt að fram komi að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hólmgeir kemur að rekstri hljóðvarps og sjónvarps. Hann hefur áður gert samninga við STEF um greiðslur fyrir tónflutning og veit því betur en margur annar hvaða reglur gilda á þessu sviði. Að lokum má geta þess að tónlist er langódýrasta aðkeypta dagskrár- efnið sem útvarpsstöðvunum býðst. Vegna þess að Hólmgeir hefur kosið að gera ágreining sinn við STEF að blaðamáli skal það upplýst að sam- tökin hafa boðið honum sömu samn- ingsskilmála og aðrir hafa sam- þykkt, þ. á m. hann sjálfur, fyrir hönd Íslenska sjónvarpsfélagsins (Skjás eins), meðan hann var í for- svari fyrir það félag. Nánar tiltekið er um að ræða greiðslu sem nemur um 200 kr. á klukkustund, fyrir heimild til flutnings á ótakmörkuðu magni tónlistar í sjónvarpi, miðað við að tekjur af sjónvarpsrekstrinum séu óverulegar. Þessu boði hefur Hólmgeir hafnað, en viljað ákveða sjálfur hvað stöð hans greiðir fyrir afnot af verkum okkar tónhöfunda. Það getum við ekki samþykkt og eig- um því þann kost einn að krefjast þess að lagt verði lögbann við afnot- um Stöðvar 1 af þeirri tónlist sem STEF er í fyrirsvari fyrir. Sanngjörn greiðsla Magnús Kjartansson STEF Tónhöfundar eiga rétt á sanngjarnri greiðslu fyrir afnot af verkum sínum, segir Magnús Kjartansson, í svari við grein Hólmgeirs Baldurssonar. Höfundur er formaður STEF. Í GAGNMERKRI grein, sem Hávar Sig- urjónsson ritaði í Les- bók Mbl. sl. laugardag um leikskáldið Tony Harrison, er skáldskap Harrisons lýst með þessum eiginorðum skáldsins: „Ég vildi yrkja leiktextann. Binda textann í stuðla og rím.“ Og síðar í greininni eru eftirfar- andi orð höfð eftir Harrison: „Stuðlaður texti er í mínum huga aðferð til að vinna eyra áhorfenda á sitt band. Margir eru fyrirfram haldnir fordómum gagn- vart slíkum texta… Stuðlar auðvelda aðgang að innihaldi texta fremur en hindra hann. Þeir eru eyranu tamir og skapa hrynj- andi sem auðveldar skilning á heildinni.“ Ég er ekki kunnugur þessu skáldi og vissi raunar ekki til þess, að enskur maður væri að yrkja undir aga stuðl- anna og teldi þá góða „aðferð til að vinna eyra áhorfenda á sitt band“. Hávar Sigur- jónsson gerði mér mik- inn greiða, ef hann vildi vera svo vænn að skrifa meira um þetta góða skáld, sem yrk- ir með stuðlasetningu, og gott væri að sjá einhver dæmi um stuðlanotk- unina. Stuðlar hafa um langt skeið verið litnir hornauga af mörgum ís- lenzkum gagnrýnendum, t.a.m. Jó- hanni Hjálmarssyni, og taldir ómód- erne, þótt íslenzk skáld telji sér flest sæmd að því að geta ort undir forn- um bragarháttum íslenzkum, sbr. ágætar braghendur eftir Njörð P. Njarðvík sem birtust í sama Lesbók- arblaði. Enskt skáld notar stuðla Haraldur Blöndal Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Bragarhættir Stuðlar, segir Haraldur Blöndal, hafa um langt skeið verið litnir horn- auga af mörgum íslenzk- um gagnrýnendum. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.