Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 39
✝ Una S. Berg-mann fæddist í
Fuglavík á Miðnesi
12. júní 1917. Hún
lést á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 14. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Vigdís
Sigurðardóttir, fædd
4.8. 1891, d. 6.10.
1960, og Sigurður M.
Bergmann, f. 24.7.
1880, d. 11.8. 1965.
Systkini Unu eru
Sigurður Bjartmar,
f. 15.7. 1914, d.
18.12. 1936; Jóhanna, f. 23.10.
1915, d. 2.9. 1990; Magnús, f. 20.2.
1919, d. 29.1. 2000; Björn, f. 18.7.
1920, d. 25.2. 1977; Ólafía, f. 27.1.
1922; Guðríður, f. 10.2. 1925; Jón-
ína, f. 22.11. 1926; Sigríður, f.
23.7. 1928; Haukur,
f. 22.5. 1932. Una
ólst upp í Fuglavík
fram á unglingsár.
Hún stundaði síðan
ýmsa vinnu, fór í
kaupavinnu á sumr-
in eins og algengt
var á þeim árum en
lengst af vann hún
sem saumakona í
Reykjavík. Una
hafði mikið yndi af
ferðalögum og var
virkur félagi í
Ferðafélagi Íslands
svo og í Menningar-
og friðarsamtökum íslenskra
kvenna. Seinustu tvö árin dvaldi
hún á Elliheimilinu Grund.
Útför Unu fer fram frá Hvals-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Á klettum brýtur. Kvöldi fer að halla
og kulið blæs úr loftsins opnu gátt.
Nú leggur rökkurreyk um tinda alla
frá rauðum sólarkyndli í vesturátt.
Á öðrum ströndum, handan hafs og fjalla,
í heiði sólin skín um loftið blátt.
(Jakob Jóh. Smári.)
Mig langar að minnast Unu móð-
ursystur minnar með örfáum orðum.
Ég minnist þín fyrst er ég var barn
að aldri og fjölskyldan kom saman í
Fuglavík, þá lékst þú á als oddi við
okkur krakkana, svo létt á fæti og
full af fjöri með orðaleiki á vörum. Þá
var oft tekið í spil og sagðar sögur.
Þú fórst með heilu kvæðin enda víð-
lesin og fróð um flesta hluti.
Þú varst víðförul innan lands sem
utan og í ferðum fjölskyldunnar um
landið fræddir þú okkur fúslega. Þú
varst órög og hátt á áttræðisaldri
lagðir þú land undir fót og fórst alla
leið til Kína.
Um tíma hafðirðu brennandi
áhuga á þjóðfélagsmálum og leiðir
okkar lágu oft saman er við þrömm-
uðum niður Laugaveginn hinn 1.
maí, þar sem þú gekkst undir Sókn-
arfána.
Þú varst ákveðin í skoðunum og
vildir leggja þitt af mörkum í barátt-
unni fyrir betri heimi.
Umhverfismálin voru þér líka
hjartfólgin. Þú ræktaðir skóg og
lagðir hönd á plóg í orðsins fyllstu
merkingu. Eitt sinn tókstu mig með
þér í grasaferð og glæddir hjá mér
áhuga á jurtum. Mína fyrstu skíða-
ferð fór ég líka með þér en hún var
milli Kópavogs og Reykjavíkur. Oft
fékk ég líka að fljóta með þegar þið
systurnar fóruð í ykkar árvissu leik-
húsferð.
Elsku Una, ég vil þakka þér fyrir
samfylgdina. Ég veit að seinustu ár-
in voru þér erfið er heilsunni hrakaði
og krafturinn þvarr. Hvíl í guðs friði.
Ingibjörg.
UNA S.
BERGMANN
Það var í Hraðfrystistöðinni niðri
við Granda sem leiðir okkar Helgu
lágu fyrst saman. Þá 14 ára ung-
lingsstúlkur með framtíðardrauma
og lífið var svo létt. Hlegið var að
öllu, Presley-lögin sungin og spiluð
og sumarið var bjart. Farið var á
völlinn og stutt við bakið á sínum
mönnum, á rúntinn og svo litið inn á
Langabar og spáð í spilin. Að hausti
settumst við Helga svo á skólabekk.
Ákváðum að fara í nýstofnaða versl-
unardeild í Hagaskóla og útskrifuð-
umst við þaðan árið 1958. Þá var
haldið út í heim í leit að ævintýrum
og er sá tími er við dvöldumst í
Kóngsins Kaupmannahöfn kafli í
bók minninganna sem gott er að
minnast. Fljótlega kynntist Helga
mannsefni sínu, en það var á Gull-
fossi á heimleiðinni. Sigurður Ægir
og Helga gengu brátt í hjónaband.
Ægir var alltaf fljótur í allri fram-
göngu og vissi hvað hann vildi. Hann
beið ekki með hlutina, var KR-ingur
og vesturbæingur og við vinir henn-
ar Helgu sérlega ánægðir með KR-
inginn sem var alltaf með brandara á
vörunum og kom okkur í gott skap.
Ægir var dugnaðarforkur, vann hjá
heildversluninni Skagfjörð og þjálf-
aði unglingsstráka í fótbolta og var
mjög vinsæll. Ægir lést fyrir aldur
fram, aðeins 44 ára gamall. Helga og
Ægir voru samhent hjón og ætíð
nefnd í sömu hendingu. Góð heim að
sækja, félagslynd og vinir í raun.
Benedikt Bjarki, sonur þeirra hjóna,
reyndist móður sinni vel, enda mikið
í hann spunnið. Helga hefur nú kvatt
þessa jarðvist, umvafin kærleika
fjölskyldu sinnar, bestu vinkonu
sinnar Öldu móður sinnar, Bene-
dikts Bjarka, Unnar og barna-
barnanna, bræðra sinna sem hún
mat ávallt mikils og eiginkvenna
þeirra.
Guð blessi Helgu vinkonu mína.
Jónína H. Jónsdóttir (Nína).
Hvenær sem kallið kemur
kaupir sig enginn frí,
þar læt ég nótt sem nemur,
neitt skal ei kvíða því.
(Hallgr. Pét.)
Elsku Helga frænka. Nú ertu far-
in, farin yfir í betri heim. Heim laus-
an við kvalir og erfiða sjúkdóma sem
gerðu þér lífið erfitt síðustu árin en
samt kvartaðirðu aldrei. Ég talaði
við þig í símann í meira en klukku-
stund í byrjun desember. Þá hringd-
irðu og varst að óska okkur til ham-
ingju með nýja fjölskyldumeðliminn,
fyrsta stórfrænda okkar systranna
og fyrsta afa- og ömmu strákinn.
Sjálf hafðir þú eignast þitt fyrsta
barnabarn fyrir sjö árum og nú átt-
irðu orðið heil þrjú stykki. Þú talaðir
um þau heillengi og varst svo stolt að
segja hinar ýmsu prakkarasögur af
þeim. Við minnumst þess þegar þú
og Ægir heitinn voruð að passa okk-
ur. Þá var dekrað við okkur á allan
hátt og leikið endalaust. Cocoa puffs
og önnur sætindi gleymast seint.
Við eigum einnig margar góðar
minningar úr jólaboðunum hjá Öblu
ömmu, utanlandsferðum til Spánar
og sumarbústaðarferðum í Húsafell
sem og heimsóknum upp í Skorra-
dal. Elsku amma, Benni, Unnur og
börn, við sendum ykkur okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Svo er hver ferð sem henni lýkur.
Anna Kristín,
Guðmundur Örn,
Alda Gyða.
Þótt meir en 30 ár
séu liðin er það mér
ennþá í fersku minni.
Lítill drengur valhopp-
aði heim og trítlaði
glaðlegur stigann uppí eldhús til að
fá svalað mesta þorstanum. Dreng-
inn rak í rogastans þegar við honum
blasti frú ein frekar óárennileg,
nokkuð mikil um sig og svipmiklir
andlitsdrættirnir reyndust óræðir
fyrir ungan, óreyndan drenginn sem
þurfti að skáskjóta sér framhjá til að
komast að borðinu. „Mamma – hver
er þetta ?“ „Ja – ég heiti nú Grýla,“
sagði konan og hló nokkuð ísmeygi-
lega þannig að drengnum rann kalt
vatn milli skinns og hörunds. Þó var
einnig í hlátrinum einhver blíðlegur
tónn og vinalegur sem mér ungum
drengnum þótti bersýnilegt merki
um að þessa konu þyrfti aldrei að ótt-
ast.
Ég efast um að Imba hafi þá gert
sér grein fyrir því merkilega sem í lífi
mínu gerðist þennan dag, að ég stein-
hætti að óttast Grýlur, tröll eða því-
umlíkt og kynntist jafnframt mann-
eskju sem mér hefur alla tíð þótt vera
alveg einstök í sinni röð. Imba var
miklum gáfum gædd og geysilega
fróð enda hafði hún áhuga á flestu
milli himins og jarðar, þó var hún
ekki að flíka þekkingu sinni nema eft-
ir því væri leitað. Henni lét einkar vel
að fræða aðra þrátt fyrir að vera ein-
att hógværðin sjálf. Ljóðlistin lék í
INGIBJÖRG
SIGFÚSDÓTTIR
✝ Ingibjörg Sig-fúsdóttir fæddist
í Forsæludal í A-
Hún. 24. janúar
1909. Hún lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Blönduósi 10. janúar
síðastliðinn og var
hún jarðsungin frá
Blönduóskirkju 19.
janúar.
höndum hennar alla tíð
en ekki á ég von á að
hún hafi komið nema
broti af því á pappír og
prent, því suma hluti
vildi hún eiga fyrir
sjálfa sig. Imba var
ávallt ljúf í skapi og ein-
staklega bóngóð og
urðu foreldrar mínir
hjálpsemi hennar að-
njótandi árum saman.
Hún bar hag lítilmagn-
ans sérstaklega fyrir
brjósti og tók ávallt upp
hanskann fyrir þá sem
stóðu höllum fæti í líf-
inu. Náttúra Íslands var henni sér-
stakt yndi, þannig tók hún sig til á
gamals aldri og fór í slarkferðir með
erlendum ferðalöngum um hálendi
landsins þar sem gist var í tjöldum og
haldnar kvöldvökur í rökkrinu. Trúi
ég að þar í ómældri víðáttu fjallanna
við birtu og yl varðeldanna hafi hún
notið sín til fullnustu.
Það voru alger forréttindi að fá að
kynnast slíkri manneskju – blessuð
sé minning hennar.
Sigurður Ívarsson.
- .
/
)
3 ( #(A
!"#!
$
)
/1/
) !
)'"# ' #%
%%&5()' ' ((
)'! % ' ((
&!)' ' (( &%; 2 $ #%
& %)' #%
)'
B%')' #%
3))
33 )"#) &(!"#!
$
,
!
! 2 % #%
)' ! #% 3%6'! C #
+4! ' (( /5(6$ #%
!! ' (( &%)' )
0%0,%#&0%0%0,%
+
2181
) 0(>>
)$%$
+!"#!
6 4 ' ((
*%
%'D0& #% 2'
&5(
%%0& ' (( 2 %+%'( #%
5(E 0& #%
0%0,%#&0%0%0%
2 1 1 ,
) ,) #
+2
1 1 , %'9F
!
3 1
4/. < (!%2 % ' ((
%'2 % #% +% ' ((
%&
2 % #% ) ,'! &0& ' ((
" *%2 % #% + %$!6 4 ' ((
0%0,%#&0%0%0,%
2 1/ #
) ,)
# "#
1G2
3
= $4 !
3 1
" # &0 ,&6 %' ' ((
2 %6 %' #%
#&$ , '
21)*1
81
( ,%?
$#
5!"#
6)
/1/!
3 1 . / ) ,"
&%#%'-(
(%&' %#&0%0,%
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minningar-
greina
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.