Morgunblaðið - 22.01.2002, Síða 45
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 45
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga
um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30.
Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og
fyrirbænastund kl. 12 í kirkjuni. Umsjón
Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður
að stundinni lokinni. Samvera foreldra
unga barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal.
12 spora-starf kl. 19 í kirkjunni.
Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl.
17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimili eftir stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í
dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17.
Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr
1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sig-
rúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin
og alltaf hægt að bætast í hópinn. Ung-
lingaklúbburinn Meme kl. 19.30. Kröftugt
starf fyrir unglinga í umsjón Gunnfríðar og
Jóhönnu.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–
7.05 alla virka daga nema mánudaga. TTT-
fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7. bekk. Full-
orðinsfræðsla kl. 20. Yfirskrift námskeiðs-
ins er Líf og dauði, sorg og gleði. Í kvöld
fræðir sr. Bjarni Karlsson um sorg og sorg-
arviðbrögð. Aðgangur ókeypis og öllum
heimill. Gengið inn um merktar dyr á aust-
urgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi
kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur
Halldórsson leiðir söng og sóknarprestur
flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta
kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar
undir stjórn Margrétar Scheving og hennar
samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi).
Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl.
16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir fé-
lagar velkomnir. Foreldramorgunn miðviku-
dag kl. 10-12. Fræðsla: Svefn og svefnvenj-
ur barna. Hjúkrunarfræðingur frá
Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi. Umsjón
Elínborg Lárusdóttir.
Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl.
10–12. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16 og fyrir 10–
12 ára kl. 17.30.
Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn-
aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj-
unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til
þátttöku.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12.
Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT-klúbb-
urinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–15.20.
Barnakóraæfing kl. 17-18.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með
altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má
koma til sóknarprests í viðtalstímum hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik-
fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur málsverður. Helgi-
stund, samvera og kaffi. Æskulýðsstarf fyr-
ir 10–12 ára á vegum KFUM&K og
Digraneskirkju kl. 16.30–18.15. Kl. 19 Alfa
II. Kvöldverður, fræðsla og umræður. Ætlað
þeim sem lokið hafa Alfa I.
Fella- og Hólakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 12. Bænarefnum má koma til
djákna í síma 557-3280 og í sama síma er
hægt að panta keyrslu til og frá kirkju. Létt-
ur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina og húsið opið áfram til kl. 15.
Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg-
ara kl.13.30. Helgistund, handavinna, spil
og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað
gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í Engja-
skóla kl. 18.30-19.30. Kirkjukrakkar í
Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–
18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju,
eldri deild, kl. 20–22.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstundir kl.
18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10–12. Kaffi og spjall.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara
kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall-
að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt
kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkju-
hvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK.
Bessastaðasókn. TTT, kristilegt æskulýðs-
starf fyrir 10–12 ára, í Álftanesskóla, stofu
104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–
18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs-
félag yngri félaga.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl 17. Kyrrðar- og fyrirbænastund
með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að
koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða
kirkjuvarðar.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága-
fellsskóla frá kl. 13.15–14.30.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30
kirkjuprakkarar fyrir 7–9 ára krakka. Kl.
17.30 TTT, kirkjustarf 10–12 ára krakka.
Fíladelfía. Samvera eldri borgara kl. 15. All-
ir velkomnir.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgunn kl.
10–12.
Borgarneskirkja. TTT, tíu til tólf ára starf,
alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkj-
unni sömu daga kl. 18.15– 19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í
Hrakhólum í kvöld kl. 20.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir velkomn-
ir.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15.15. 8.A í Brekku-
skóla og 8.E í Lundarskóla.
Hjálpræðisherinn, Akureyri. Biblíufræðsla
kl. 19. Súpa og brauð.
Safnaðarstarf
HÓPUR safnaðarfólks í Laugarnes-
kirkju ásamt sóknarpresti ætlar nú
að opna kirkjuna á nýjan hátt og
bjóða upp á Alfa-námskeið.
Við höfum fengið til liðs við okkur
einn frumherja Alfa á Íslandi, Ragn-
ar Snæ Karlsson, sem hefur mikla
reynslu á þessu sviði. Mun hann,
ásamt Nínu Dóru Pétursdóttur, vera
aðalkennari námskeiðsins. Hér er
um skemmtilegt tilboð að ræða þar
sem komið verður saman tíu
fimmtudagskvöld í röð kl. 19–22.
Við borðum saman, þiggjum mark-
vissa og skemmtilega fræðslu um
trúna, skiptum í umræðuhópa og
njótum íhugunar í kirkjunni. Auk
þess fer hópurinn eina helgi saman í
Skálholt. Kynningarfundur verður í
kirkjunni fimmtudagskvöldið 24.
janúar kl. 19. Gengið inn um að-
aldyr. Þau sem vilja frekari upplýs-
ingar eða vilja tryggja sér pláss á
námskeiðinu fyrirfram, því fjöldi
takmarkast við 30 gesti, geta hringt
á skrifstofu Laugarneskirkju í síma
588 9422.
Samstarfshópurinn.
Kyrrðardagar
í Skálholtsskóla
SKÁLHOLTSSKÓLI mun bjóða til
kyrrðardaga með reglubundnum
hætti árið 2002. Ljóst er að áhugi á
að draga sig í hlé, hverfa til kyrrðar
og helgi frá streitu og amstri, er fyr-
ir hendi og fer vaxandi. Kyrrð-
ardagar verða því haldnir um síð-
ustu helgi allra mánaða nema júní,
júlí og ágúst.
Dagsetningar kyrrðardaga ársins
2002 eru: 25.–27. janúar, 20.–24.
febrúar (kyrrðardagar kvenna), 27.–
30. mars, 26.–28. apríl, 9.–12. maí
(kyrrðardagar hjóna), 18.–22. sept-
ember (kyrrðardagar kvenna), 24.–
27. október, 28. nóv.–1. desember.
Síðar verður tilkynnt hverjir
verða umsjónarmenn kyrrðardag-
anna hverju sinni.
Nánari upplýsingar og skráning
er í Skálholtsskóla sími 486-8870,
netfang skoli@skalholt.is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Laugarneskirkja.
Laugarneskirkja
býður upp á Alfa
KIRKJUSTARF
NÚ í veðurblíðunni var verið að steypa grunninn að
íþróttahúsinu í Vík í Mýrdal. Það er byggingafélagið
Klakkur í Vík sem sér um bygginguna á húsinu og geng-
ur verkið mjög vel þó að nú sé hávetur og allra veðra
von. Það sem af er janúar hefur veður oft verið eins og á
sumardegi, rigning og hlýja. Áætlað er að húsið verði
risið áður en skólinn byrjar næsta haust því að áform
eru um að öll kennsla í Mýrdalshrepp flytjist þangað.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Grunnur íþróttahússins í Vík steyptur í blíðskaparveðri um miðjan janúar.
Íþróttahúsið byrjar að rísa
Fagradal. Morgunblaðið.
ÁRLEG rýrnun í verslunum hér á
landi vegna þjófnaða og mistaka er
um 2,5 til 3 milljarðar króna ef mið-
að er við meðaltalstölur frá öðrum
löndum í Vestur-Evrópu. Stærsti
hluti þessarar upphæðar má ætla að
sé vegna þjófnaða, eða um 2 millj-
arðar.
Í frétt frá SVÞ, Samtökum versl-
unar og þjónustu, segir að í sept-
ember á nýliðnu ári hafi Centre of
Retail Research í Notthingham á
Englandi gert viðamikla úttekt á
rýrnun í verslunum í flestum ríkjum
Vestur-Evrópu. Niðurstaðan var að
meðaltal rýrnunarinnar væri 1,42%
af heildarveltu. Um mitt síðasta ár
var birt önnur sambærileg könnun
sem framkvæmd var af tveimur há-
skólum í Bretlandi þar sem með-
altalsrýrnunin var sögð vera 1,75%
af veltu smásöluverslana.
Heildarvelta í smásöluverslun hér
á landi árið 2001 er áætluð um 172
milljarðar og því draga Samtök
verslunarinnar þá ályktun, að rýrn-
unin hér sé 2,5–3 milljarðar.
Samkvæmt nýrri skýrslunni hef-
ur rýrnunin aukist á milli ára um
0,2%. Stærstur hluti rýrnunar er
talinn vera vegna þjófnaða við-
skiptavina, eða 45,7%, næststærstur
hluti er sagður vera vegna þjófn-
aðar starfsmanna, eða 28,5%, ýmis
mistök í fyrirtækjunum valda 17,6%
rýrnunarinnar og 8,2% eru vegna
mistaka birgja. Séu þessar tölur
heimfærðar upp á verslun hér á
landi stela viðskiptavinir árlega fyr-
ir 1,1–1,4 milljarða kr. og starfs-
menn fyrir 700–860 milljónir kr.,
eða samtals um 1,8–2,3 milljarða.
Segja Samtök verslunarinnar þessa
miklu rýrnun stuðla að hærra vöru-
verði og halda niðri launakjörum
starfsmanna.
Mestu er stolið af ýmsum teg-
undum sérvara samkvæmt könnun-
inni. Sem hlutfall af veltu viðkom-
andi greinar er fatnaði og
textílvörum stolið fyrir um 1,73%, í
flokknum húsgögn og járnvörur er
hlutfallið 1,68% og í dagvörum
1,22%.
SVÞ reka öryggis- og forvarnar-
verkefni í samstarfi við Lögregluna
í Reykjavík til að koma í veg fyrir
rýrnun af völdum hnupls, rána og
annars skaða sem vágestir orsaka í
verslunum. Verkefnið heitir „Varnir
gegn vágestum“ og miðast að því að
þátttökufyrirtæki fái vottun lögregl-
unnar um að öryggismál séu í góðu
lagi og starfsmenn viti hvernig á að
bregðast við heimsóknum vágesta.
Nú þegar hafa hátt í 40 verslanir á
höfuðborgarsvæðinu verið vottaðar
og fjölmargar verslanir stefna að
vottun á næstunni.
Segja stolið úr
verslunum fyrir um
2 milljarða á ári
HEILBRIGÐISEFTIRLIT
Reykjavíkur hefur samþykkt að
hafa Reykjavíkurflugvöll opinn
lengur, en þrír aðilar, Flugmála-
stjórn, Flugfélag Íslands og Flug-
þjónustan ehf., gerðu athugasemd-
ir við takmarkanir á tímanum sem
völlurinn er opinn, en þær komu
fram í tillögu að starfsleyfi fyrir
flugvöllinn. Hún var samþykkt á
fundi umhverfis- og heilbrigðis-
nefndar Reykjavíkur 22. nóvember
sl. og gefinn var fjögurra vikna
frestur til að senda inn athuga-
semdir við tillöguna.
Í upphaflegri tillögu umhverfis-
og heilbrigðisnefndar var gert ráð
fyrir að flugvöllurinn yrði lokaður
á milli 23 og 7 á virkum dögum og 8
um helgar. Flugmálastjórn lagði
fram tillögu um að frá 1. maí til 1.
september yrði völlurinn opinn
hálftíma lengur á virkum dögum og
um helgar, til kl. 23.30, og frá
klukkan 7.30 um helgar og á al-
mennum frídögum til að koma til
móts við flugrekendur. Heilbrigð-
iseftirlitið féllst á þessa tillögu
gegn því að samráð yrði haft við
stofnunina og unnið yrði að því
með flugrekendum og Flugmála-
stjórn að takmarka umferð eins og
unnt er á þessum tímum.
Takmarkanir á snertilend-
ingum látnar standa
Þá gerði Flugmálastjórn athuga-
semd við takmörkun snertilend-
inga en Heilbrigðiseftirlitið ákvað
að banna slíkar lendingar um helg-
ar og á almennum frídögum. Flug-
málastjórn óskaði eftir því að sá
tími yrði rýmkaður og lagði til að
snertilendingar yrðu leyfðar um
helgar yfir sumartímann og á al-
mennum frídögum allt árið.
Heilbrigðiseftirlitið ákvað hins
vegar að láta fyrri ákvörðun
standa, m.a. vegna kvartana sem
Flugmálastjórn hafa borist vegna
snertilendinga sem virðast „valda
sérstökum óþægindum og pirr-
ingi“, að því er fram kemur í grein-
argerð Heilbrigðiseftirlitsins um
starfsleyfið. Þá er ástæðan einnig
sögð sú að stefnt er að því að flytja
æfinga- og kennsluflug frá vellin-
um og í ljósi þess ætti takmörkun
snertilendinga að flýta fyrir flutn-
ingunum.
Athugasemd vegna starfsleyfis fyrir Reykjavíkurflugvöll
Fallist á að hafa flugvöll-
inn lengur opinn