Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 45 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjuni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Samvera foreldra unga barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora-starf kl. 19 í kirkjunni. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sig- rúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Ung- lingaklúbburinn Meme kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. TTT- fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7. bekk. Full- orðinsfræðsla kl. 20. Yfirskrift námskeiðs- ins er Líf og dauði, sorg og gleði. Í kvöld fræðir sr. Bjarni Karlsson um sorg og sorg- arviðbrögð. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Gengið inn um merktar dyr á aust- urgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng og sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Margrétar Scheving og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir fé- lagar velkomnir. Foreldramorgunn miðviku- dag kl. 10-12. Fræðsla: Svefn og svefnvenj- ur barna. Hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16 og fyrir 10– 12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT-klúbb- urinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–15.20. Barnakóraæfing kl. 17-18. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur málsverður. Helgi- stund, samvera og kaffi. Æskulýðsstarf fyr- ir 10–12 ára á vegum KFUM&K og Digraneskirkju kl. 16.30–18.15. Kl. 19 Alfa II. Kvöldverður, fræðsla og umræður. Ætlað þeim sem lokið hafa Alfa I. Fella- og Hólakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 12. Bænarefnum má koma til djákna í síma 557-3280 og í sama síma er hægt að panta keyrslu til og frá kirkju. Létt- ur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir stundina og húsið opið áfram til kl. 15. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl.13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í Engja- skóla kl. 18.30-19.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30– 18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstundir kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall- að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkju- hvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT, kristilegt æskulýðs- starf fyrir 10–12 ára, í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17– 18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs- félag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl 17. Kyrrðar- og fyrirbænastund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lága- fellsskóla frá kl. 13.15–14.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 17.30 TTT, kirkjustarf 10–12 ára krakka. Fíladelfía. Samvera eldri borgara kl. 15. All- ir velkomnir. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT, tíu til tólf ára starf, alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkj- unni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir velkomn- ir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15.15. 8.A í Brekku- skóla og 8.E í Lundarskóla. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Biblíufræðsla kl. 19. Súpa og brauð. Safnaðarstarf HÓPUR safnaðarfólks í Laugarnes- kirkju ásamt sóknarpresti ætlar nú að opna kirkjuna á nýjan hátt og bjóða upp á Alfa-námskeið. Við höfum fengið til liðs við okkur einn frumherja Alfa á Íslandi, Ragn- ar Snæ Karlsson, sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. Mun hann, ásamt Nínu Dóru Pétursdóttur, vera aðalkennari námskeiðsins. Hér er um skemmtilegt tilboð að ræða þar sem komið verður saman tíu fimmtudagskvöld í röð kl. 19–22. Við borðum saman, þiggjum mark- vissa og skemmtilega fræðslu um trúna, skiptum í umræðuhópa og njótum íhugunar í kirkjunni. Auk þess fer hópurinn eina helgi saman í Skálholt. Kynningarfundur verður í kirkjunni fimmtudagskvöldið 24. janúar kl. 19. Gengið inn um að- aldyr. Þau sem vilja frekari upplýs- ingar eða vilja tryggja sér pláss á námskeiðinu fyrirfram, því fjöldi takmarkast við 30 gesti, geta hringt á skrifstofu Laugarneskirkju í síma 588 9422. Samstarfshópurinn. Kyrrðardagar í Skálholtsskóla SKÁLHOLTSSKÓLI mun bjóða til kyrrðardaga með reglubundnum hætti árið 2002. Ljóst er að áhugi á að draga sig í hlé, hverfa til kyrrðar og helgi frá streitu og amstri, er fyr- ir hendi og fer vaxandi. Kyrrð- ardagar verða því haldnir um síð- ustu helgi allra mánaða nema júní, júlí og ágúst. Dagsetningar kyrrðardaga ársins 2002 eru: 25.–27. janúar, 20.–24. febrúar (kyrrðardagar kvenna), 27.– 30. mars, 26.–28. apríl, 9.–12. maí (kyrrðardagar hjóna), 18.–22. sept- ember (kyrrðardagar kvenna), 24.– 27. október, 28. nóv.–1. desember. Síðar verður tilkynnt hverjir verða umsjónarmenn kyrrðardag- anna hverju sinni. Nánari upplýsingar og skráning er í Skálholtsskóla sími 486-8870, netfang skoli@skalholt.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugarneskirkja. Laugarneskirkja býður upp á Alfa KIRKJUSTARF NÚ í veðurblíðunni var verið að steypa grunninn að íþróttahúsinu í Vík í Mýrdal. Það er byggingafélagið Klakkur í Vík sem sér um bygginguna á húsinu og geng- ur verkið mjög vel þó að nú sé hávetur og allra veðra von. Það sem af er janúar hefur veður oft verið eins og á sumardegi, rigning og hlýja. Áætlað er að húsið verði risið áður en skólinn byrjar næsta haust því að áform eru um að öll kennsla í Mýrdalshrepp flytjist þangað. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Grunnur íþróttahússins í Vík steyptur í blíðskaparveðri um miðjan janúar. Íþróttahúsið byrjar að rísa Fagradal. Morgunblaðið. ÁRLEG rýrnun í verslunum hér á landi vegna þjófnaða og mistaka er um 2,5 til 3 milljarðar króna ef mið- að er við meðaltalstölur frá öðrum löndum í Vestur-Evrópu. Stærsti hluti þessarar upphæðar má ætla að sé vegna þjófnaða, eða um 2 millj- arðar. Í frétt frá SVÞ, Samtökum versl- unar og þjónustu, segir að í sept- ember á nýliðnu ári hafi Centre of Retail Research í Notthingham á Englandi gert viðamikla úttekt á rýrnun í verslunum í flestum ríkjum Vestur-Evrópu. Niðurstaðan var að meðaltal rýrnunarinnar væri 1,42% af heildarveltu. Um mitt síðasta ár var birt önnur sambærileg könnun sem framkvæmd var af tveimur há- skólum í Bretlandi þar sem með- altalsrýrnunin var sögð vera 1,75% af veltu smásöluverslana. Heildarvelta í smásöluverslun hér á landi árið 2001 er áætluð um 172 milljarðar og því draga Samtök verslunarinnar þá ályktun, að rýrn- unin hér sé 2,5–3 milljarðar. Samkvæmt nýrri skýrslunni hef- ur rýrnunin aukist á milli ára um 0,2%. Stærstur hluti rýrnunar er talinn vera vegna þjófnaða við- skiptavina, eða 45,7%, næststærstur hluti er sagður vera vegna þjófn- aðar starfsmanna, eða 28,5%, ýmis mistök í fyrirtækjunum valda 17,6% rýrnunarinnar og 8,2% eru vegna mistaka birgja. Séu þessar tölur heimfærðar upp á verslun hér á landi stela viðskiptavinir árlega fyr- ir 1,1–1,4 milljarða kr. og starfs- menn fyrir 700–860 milljónir kr., eða samtals um 1,8–2,3 milljarða. Segja Samtök verslunarinnar þessa miklu rýrnun stuðla að hærra vöru- verði og halda niðri launakjörum starfsmanna. Mestu er stolið af ýmsum teg- undum sérvara samkvæmt könnun- inni. Sem hlutfall af veltu viðkom- andi greinar er fatnaði og textílvörum stolið fyrir um 1,73%, í flokknum húsgögn og járnvörur er hlutfallið 1,68% og í dagvörum 1,22%. SVÞ reka öryggis- og forvarnar- verkefni í samstarfi við Lögregluna í Reykjavík til að koma í veg fyrir rýrnun af völdum hnupls, rána og annars skaða sem vágestir orsaka í verslunum. Verkefnið heitir „Varnir gegn vágestum“ og miðast að því að þátttökufyrirtæki fái vottun lögregl- unnar um að öryggismál séu í góðu lagi og starfsmenn viti hvernig á að bregðast við heimsóknum vágesta. Nú þegar hafa hátt í 40 verslanir á höfuðborgarsvæðinu verið vottaðar og fjölmargar verslanir stefna að vottun á næstunni. Segja stolið úr verslunum fyrir um 2 milljarða á ári HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur hefur samþykkt að hafa Reykjavíkurflugvöll opinn lengur, en þrír aðilar, Flugmála- stjórn, Flugfélag Íslands og Flug- þjónustan ehf., gerðu athugasemd- ir við takmarkanir á tímanum sem völlurinn er opinn, en þær komu fram í tillögu að starfsleyfi fyrir flugvöllinn. Hún var samþykkt á fundi umhverfis- og heilbrigðis- nefndar Reykjavíkur 22. nóvember sl. og gefinn var fjögurra vikna frestur til að senda inn athuga- semdir við tillöguna. Í upphaflegri tillögu umhverfis- og heilbrigðisnefndar var gert ráð fyrir að flugvöllurinn yrði lokaður á milli 23 og 7 á virkum dögum og 8 um helgar. Flugmálastjórn lagði fram tillögu um að frá 1. maí til 1. september yrði völlurinn opinn hálftíma lengur á virkum dögum og um helgar, til kl. 23.30, og frá klukkan 7.30 um helgar og á al- mennum frídögum til að koma til móts við flugrekendur. Heilbrigð- iseftirlitið féllst á þessa tillögu gegn því að samráð yrði haft við stofnunina og unnið yrði að því með flugrekendum og Flugmála- stjórn að takmarka umferð eins og unnt er á þessum tímum. Takmarkanir á snertilend- ingum látnar standa Þá gerði Flugmálastjórn athuga- semd við takmörkun snertilend- inga en Heilbrigðiseftirlitið ákvað að banna slíkar lendingar um helg- ar og á almennum frídögum. Flug- málastjórn óskaði eftir því að sá tími yrði rýmkaður og lagði til að snertilendingar yrðu leyfðar um helgar yfir sumartímann og á al- mennum frídögum allt árið. Heilbrigðiseftirlitið ákvað hins vegar að láta fyrri ákvörðun standa, m.a. vegna kvartana sem Flugmálastjórn hafa borist vegna snertilendinga sem virðast „valda sérstökum óþægindum og pirr- ingi“, að því er fram kemur í grein- argerð Heilbrigðiseftirlitsins um starfsleyfið. Þá er ástæðan einnig sögð sú að stefnt er að því að flytja æfinga- og kennsluflug frá vellin- um og í ljósi þess ætti takmörkun snertilendinga að flýta fyrir flutn- ingunum. Athugasemd vegna starfsleyfis fyrir Reykjavíkurflugvöll Fallist á að hafa flugvöll- inn lengur opinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.