Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 47
UM helgina voru
17 ökumenn
grunaðir um ölv-
un við akstur og
62 um of hraðan
akstur. Á föstu-
dagsmorgun var
tilkynnt um þjófnað á bílasölu í
austurborginni. Þar var spenntur
upp gluggi en ekki farið inn heldur
hafði þjófurinn teygt sig inn um
gluggann og tekið dýran tölvuskjá.
Þá var tilkynnt um bifreið sem ekki
hafði verið skilað eftir reynsluakst-
ur fyrir sölu. Bifreiðin fannst
skömmu síðar í miðbænum og voru
tveir menn í henni sem báðir voru
handteknir. Annar maðurinn veitti
mótspyrnu og reyndi að slá lög-
reglumann með flösku. Mennirnir
voru vistaðir í fangageymslu en
mikið var af ýmsum varningi í bif-
reiðinni sem þurfti að kanna.
Aðfaranótt laugardags var nokk-
ur ölvun og talsverður erill hjá lög-
reglu. Nokkuð var um stimpingar í
miðborginni en engin alvarleg
meiðsli. Tveir menn voru handtekn-
ir þar og aðrir tveir fluttir á slysa-
deild. Á laugardagsmorgun var til-
kynnt um innbrot í kjallaraíbúð í
vesturbænum. Þar var tölvu stolið.
Tilkynnt var um innbrot í sum-
arbústað við Heiðmerkurveg. Þar
var brotin rúða við útidyrahurð og
stolið sjónvarpi, tölvu og dekkjum.
Eldboð komu bæði frá sjúkrahúsi
og vistheimili aldraðra. Á öðrum
staðnum var það brauðrist en á hin-
um hamborgari á pönnu sem settu
aðvörunarkerfi í gang.
Eldur kom upp í bifreið á Lauf-
engi á laugardagskvöld. Ökumaður
mun hafa lagt bifreiðinni á bifreiða-
stæði fyrr um kvöldið en bifreiðin
er talin hafa startað sér sjálf og
runnið á grindverk og eldur kom
upp í bifreiðinni. Slökkvilið kom á
vettvang og slökkti eldinn.
Aðfaranótt sunnudags var tölu-
vert af fólki í miðborginni og mikill
erill hjá lögreglumönnum vegna
slagsmála og minniháttar pústra.
Tvær líkamsárásir voru við veit-
ingastaði í miðborginni. Á öðrum
staðnum hafði maður verið sleginn
og rotast við það. Hann fluttur á
slysadeild. Þá var kona handtekin á
veitingahúsi vegna óláta og rúðu-
brots. Tilkynnt var um rúðubrot í
verslun í austurborginni. Þar var
stolið sérhönnuðum úrum í gjafa-
öskjum. Um nóttina var tilkynnt
um innbrot í söluturn í austurborg-
inni. Þar var m.a. stolið talsverðu af
DVD-diskum. Vegfarandi varð var
við mann sem virtist með barefli í
belti. Höfð voru afskipti af honum
og reyndist þetta vera víkingur að
koma af grímudansleik og var hann
með trésverð í beltinu. Snemma á
sunnudagsmorgun ruddist maður
inn um opna svalahurð í Hólahverfi
og eyðilagði matarstell og fleiri eld-
húsáhöld. Hafði hann einnig í hót-
unum við íbúa sem sátu þarna að
snæðingi. Vitað er hver maðurinn
er en hann var farinn þegar lög-
reglu bar að. Þá var tilkynnt um
innbrot á skrifstofu í Breiðholts-
hverfi. Rúða í neyðarútgangi var
brotin og stolið ýmsum tölvubún-
aði. Einnig var brotist inn í verslun
og stolið myndavélum og fleiru.
Fyrir hádegi á sunnudag var til-
kynnt um innbrot í bifreið í Rima-
hverfi. Stolið var debetkorti og
ýmsum munum. Á sunnudagskvöld
var tilkynnt um eld í bifreið í Máva-
hlíð. Þarna hafði kviknað í vélar-
rúmi bifreiðarinnar, talsvert miklar
skemmdir urðu. Líklegt þykir að
kviknað hafi í vegna slitinnar vift-
ureimar.
Nokkur erill
vegna ölvunar
í miðbænum
Úr dagbók lögreglunnar/18. til 21. janúar
GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins,
Landbúnaðarháskólinn á Hvann-
eyri og Félag íslenskra landslags-
arkitekta (FÍLA) hafa gert með
sér samkomulag um rannsóknir
og ritun á sögu íslenska garðsins.
Markmið samningsins er að
fram fari heimildaskráning og úr-
vinnsla gagna um garða sem varð-
veittir eru frá því fyrir aldamótin
1900 og allt fram til síðustu alda-
móta og að rannsóknir á heim-
ildum og skráning þeirra verði til
þess að kennsluefni fyrir skólana
verði stóraukið. Þá er lögð
áhersla á að rannsóknir og skrán-
ing nýtist til almennrar fræðslu
og fyrir ferðaþjónustuaðila.
Einar E. Sæmundssen og Sam-
son Harðarson, landslags-
arkitektar hjá Landmótun hafa
verið ráðnir til verksins. Þessar
tvær menntastofnanir landbún-
aðarins og FÍLA hafa einnig und-
irritað samstarfssamning um rann-
sóknir á sviði landslagsarkitektúrs,
garðbyggingar og garðræktar.
Markmið samningsins er m.a. að
hefja samstarf þessara aðila með
því að stuðla að því að fram fari
heimildaskráning og úrvinnsla
gagna um merkustu garða lands-
ins og að stuðla að og styrkja
rannsóknir á þáttum sem taka til
ofangreindra atriða og heim-
ildaskráningu á þessu sviði um
garða á Íslandi í nútíð og úr for-
tíð, segir í fréttatilkynningu.
Frá undirritun samningsins á Hótel Borg, talið frá vinstri: Sveinn Að-
alsteinsson, skólameistari Garðyrkjuskólans, Magnús B. Jónsson, rektor
landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, og Finnur Kristinsson, formaður
FÍLA. Fyrir aftan standa þeir Einar E. Sæmundsson og Samson Harðarson.
Samningur um ritun
sögu íslenska garðsins
KERAMIKNÁMSKEIÐ hjá Ker-
amik hefst þriðjudaginn 29. janúar og
verður á þriðjudagskvöldum í fimm
vikur. Í lok námskeiðs munu nemend-
ur hafa kynnst mörgum mismunandi
aðferðum við að mála keramik.
Opið hús er á miðvikudagskvöld-
um. Einkasamkvæmi fyrir vinahópa,
starfsmannafélög eða bekki skóla-
barna verða áfram í boði.
Bókanir fyrir námskeið og einka-
hópa eru hjá Keramik fyrir alla, síma
og vefsíðu, keramik.is. Opið er mánu-
daga til föstudaga kl. 11–18 og laug-
ardaga kl. 13–17 fyrir þá sem vilja
koma og mála muni, segir í fréttatil-
kynningu.
Keramiknámskeið
ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar
hefur sent frá sér eftirfarandi álykt-
un:
„Meira en helmingur matvöruversl-
unarinnar í landinu öllu er á einni
hendi og 60% slíkrar verslunar á höf-
uðborgarsvæðinu. Í könnun sem birt
er í Morgunblaðinu. 17.1. s.l. kemur
fram að verð á sumum innfluttum
matvörum hækkaði um tugi prósenta
á síðasta ári. Langt umfram geng-
islækkun krónunnar og verðbólgu í
landinu. Háskaleg samþjöppun á smá-
sölumarkaði hefur þannig stórskaðað
neytendur með óhóflegu verði og eiga
verðhækkanir hér á landi síðustu árin
sér vart hliðstæðu erlendis. Samfylk-
ingin tekur varðstöðu með almenningi
gegn okri og einokun og mun ekki
þola stjórnvöldum að skortur á virkri
samkeppni þrengi að hagsmunum al-
mennings. Þingflokkur Samfylkingar-
innar vill þess vegna efla Sam-
keppnisstofnun og fá henni þau vopn í
hendur sem duga til að kljúfa í sundur
stórfyrirtæki sem komin eru í fá-
keppnisaðstöðu á markaði ef slíkt er
nauðsynlegt til að tryggja hagsmuni
neytenda.“
Samfylkingin
ályktar gegn okri
og einokun
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði í almennri
skyndihjálp í Fákaefni 11, 2. hæð,
sem hefst fimmtudaginn 24. janúar
Einnig verður kennt 28. og 30. jan-
úar.
Þátttaka er heimil öllum 15 ára og
eldri.
Meðal þess sem verður kennt er
blástursmeðferðin, endurlífgun með
hjartahnoði, hjálp við bruna og bein-
brotum, meðferð sára og fleira.
Hægt er að fá námskeiðið metið í
ýmsum skólum. Skráning í síma hjá
Reykjavíkurdeild RKÍ.
Önnur námskeið hjá Reykjavíkur-
deildinni eru um sálræna skyndi-
hjálp, slys á börnum og hvernig á að
taka á móti þyrlu á slysstað. Barn-
fóstrunámskeið eru haldin á tíma-
bilinu mars–júní. Reykjavíkurdeild
RKÍ útvegar leiðbeinendur til að
halda þessi námskeið sé þess óskað,
segir í fréttatilkynningu.
Námskeið
í skyndihjálp
MÁLSTOFA verður haldin í
tengslum við kennslu í stjórnskipun-
arrétti í lagadeild Háskóla Íslands, í
stofu L-101 í Lögbergi, miðvikudag-
inn 23. janúar kl. 12.15–13.30.
Umræðuefnið verður: Hver er
stjórnskipuleg staða forseta Ís-
lands? Málshefjendur verða: Sigurð-
ur Líndal, prófessor við lagadeild og
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
prófessor í stjórnmálafræði við fé-
lagsvísindadeild. Málstofan er opin
öllu áhugafólki.
Málstofa
í lagadeild
ALMENNUR baráttufundur Átaks-
hóps öryrkja, haldinn laugardaginn
19. janúar, skorar á verkalýðshreyf-
inguna að hvika ekki frá yfirlýstri
stefnu sinni í velferðarmálum í þeim
viðræðum sem framundan eru við
ríkisstjórnina. Almenningur á Ís-
landi þolir ekki lengur þá stefnu í
skatta- og almannatryggingamálum
sem framfylgt hefur verið af sífellt
meiri óbilgirni á síðasta áratug, segir
í ályktun átakshópsins.
Átakshópur öryrkja mun fylgjast
grannt með forgangsröðum stjórn-
málaflokkanna í þeim tvennum kosn-
ingum sem framundan eru og veita í
þeim efnum virkara aðhald en áður,
segir í ályktuninni.
Ekki verði hvikað
frá stefnu í vel-
ferðarmálum
MANNRÉTTINDASTOFA Íslands
efnir til málstofu miðvikudaginn 23.
janúar kl. 17, í Litlu-Brekku við
Bankastræti. Magnfríður Júl-
íusdóttir, lektor í landafræði við Há-
skóla Íslands, flytur erindi sem hún
nefnir „Réttindi kvenna og barna í
Zimbabwe: Á mótum hefða og settra
laga“.
Segir hún þar frá rannsókn sinni á
högum og réttindum kvenna og
barna í Afríkuríkinu Zimbabwe.
Rannsókn Magnfríðar er doktors-
verkefni hennar við samfélagsvís-
indadeild háskólans í Lundi í Sví-
þjóð. Hún byggist á viðtölum
Magnfríðar við konur í austurhluta
Zimbabwe þar sem hún dvaldist á
árunum 1996 og 1997, svo og á síð-
asta ári. Mun hún fjalla um áhrif
samfélagsbreytinganna sem orðið
hafa frá því að landið fékk sjálfstæði
árið 1980 á réttindi kvenna og mögu-
leika ólíkra hópa þeirra til fram-
færslu. Einkum verður fjallað um
réttindi kvenna til lands, hjúskapar-
eigna og forsjár barna sinna við
skilnað eða dauðsfall maka, segir í
fréttatilkynningu.
Segir frá rétt-
indum kvenna og
barna í Zimbabwe
FUNDUR í Hláturklúbbi Hana-nú í
Kópavogi verður í Gullsmára í dag,
þriðjudag 22 . janúar, kl. 20. Sagðar
verða gamansagnir eða skrítlur úr
daglega lífinu. Gerðar verða tækni-
legar hláturæfingar. Upplýsingar í
Gullsmára.
Allir velkomnir, segir í fréttatil-
kynningu.
Fundur
hjá Hana-nú
VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúd-
enta, heldur málfund sem ber yfir-
skriftina „Ísrael-Palestína: Er ein-
hver leið til sátta?“ miðvikudaginn
23. janúar kl. 12.15 í Odda, stofu 101.
Fundarmenn verða þau Óli Tynes
fréttamaður, Jóhanna Kristjónsdótt-
ir blaðamaður, og Viðar Þorsteins-
son frá samtökunum Ísland-Palest-
ína. Þau munu öll halda stuttar
framsögur en að þeim loknum verð-
ur opnað fyrir spurningar úr sal.
Fundurinn er opinn öllum sem
áhuga hafa á málefninu.
Fundur um mál-
efni Palestínu
FÉLAG Þingeyinga í Reykjavík
heldur sitt árlega þorrablót í Félags-
heimili Seltjarnarness laugardaginn
26. janúar. Húsið verður opnað kl. 19
og borðhald hefst kl. 20.
Menn koma með sinn þorramat
sjálfir í þar til gerðum trogum. Fjöl-
skyldur og vinahópar taka sig saman
og eru „saman í trogi“.
Ræðumaður kvöldsins verður
Steingrímur J. Sigfússon, tónlistar-
atriði flytja Aðalsteinn Ásberg og
Anna Pálína. Reynir Jónasson
stjórnar fjöldasöng og leikur undir á
harmonikku og hljómsveitin Kross-
field drengjakórinn kemur norðan
úr Ljósavatnsskarði og leikur fyrir
dansi. Veislustjóri verður Guðrún
Sigurjónsdóttir.Þorrablót Þing-
eyingafélagsins