Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.01.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 49 Framþróun í Reykjavík Brotist úr viðjum stöðnunar Kjördæmisþ ing reykvískra sjálfstæðismanna laugardaginn 26. janúar á Hótel Sögu, Sunnusal Dagskrá 13.15 Aðalfundur Varðar – Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um að haldið verði prófkjör vegna borgarstjórnarkosninganna 25. maí næstkomandi. 3. Ávarp varaformanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde. Opinn fundur 14.30 Framþróun í Reykjavík – Brotist úr viðjum stöðnunar Formaður Varðar – Fulltrúaráðsins, Margeir Pétursson, flytur inngangsorð. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Ásgeir Bolli Kristinsson, verslunarmaður Björn Bjarnason, menntamálaráðherra Eyþór Arnalds, varaborgarfulltrúi Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur Pallborðsumræður Stjórnandi: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Þingforseti: Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra Allir velkomnir Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í ReykjavíkSJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Kjördæmisþinginu lýkur með þorrablóti í Valhöll um kvöldið. Ingólfsstræti 3 sími 552 5450 www.afs.is Viltu alþjóðlega menntun? Meiri víðsýni? Viltu auka náms- og starfsmöguleika þína í framtíðinni? Ertu á aldrinum 15-18 ára? Erum að taka á móti umsóknum um skiptinemadvöl í fjölmörgum löndum í Asíu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku. Brottfarir júní-september 2002. Ársdvöl, hálfsársdvöl og sumardvöl Alþjóðleg fræðsla og samskipti Viltu prófa nýtt lífsmunstur? Þyrstir þig í nýja reynslu og ævintýri? Viltu læra nýtt tungumál? Upplýsingar og innritun í símum 544 4500 og 555 4980 og á www.ntv.is Kennd er gerð og uppsetning auglýsinga, blaða og bæklinga. Vinnuferlið er rakið, allt frá hugmynd að fullunnu verki. Námið er 156 kennslustundir. Enn eru sæti laus á kvöldnámskeið sem byrjar 2. febrúar og síðdegisnámskeið sem byrjar 29. janúar. Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Atækni Myndvinnsla í Photoshop Teikning í Freehand Umbrot í QuarkXpress Samskipti við prentsmiðjur og fjölmiðla Meðferð leturgerða Meðhöndlun lita Lokaverkefni Helstu námsgreinar uglýsinga- n t v . is nt v. is n tv .i s K la p p a ð & k lá rt / ij HEILBRIGÐISSTOFNUN Þingey- inga mun bjóða upp á námskeið fyrir sjúklinga, sem haldnir eru sykursýki af gerð II, vikuna 2.–8. febrúar. Um er að ræða vikunámskeið þar sem þátttakendur gista á Fosshóteli í Húsavík og sækja meðferð og fræðslu til lækna, hjúkrunarfræðinga, nær- ingarfræðings, matreiðslumeistara, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og slökun- arfræðings. Tilgangur námskeiðsins er að fræða fólk um sjúkdóm sinn og hvern- ig lífsstíll og lífsstílsbreytingar geta haft áhrif á að bæta heilsu og auka lífsgæði. Lögð verður áhersla á nær- ingarráðgjöf og kennslu í matreiðslu þar sem þátttakendum verður kennd meðferð og matreiðsla réttra fæðu- tegunda. Líkamsþjálfun og holl hreyfing er mikilvæg sykursýkissjúk- lingum og því verður lögð áhersla á daglega þjálfun í umsjón sjúkraþjálf- ara. Einnig verður farið í gönguferðir. Daglega verður boðið upp á slökun. Á kvöldin verður boðið upp á leiklist, tónlist og fleira. Námskeiðinu lýkur með fræðslu- degi þar sem þátttakendum, aðstand- endum þeirra og öðrum áhugasömum gefst kostur á að koma og hlýða á fyr- irlestra sérfræðinga. Þar munu halda erindi Rafn Benediktsson læknir, Ás- geir Böðvarsson læknir, Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur, Guðrún Þóra Hjaltadóttir næringar- fræðingur, Sigríður Jónsdóttir hjúkr- unarfræðingur og Bryndís Guðlaugs- dóttir hjúkrunarfræðingur, segir í fréttatilkynningu. Námskeið fyr- ir sykursjúka AÐALFUNDUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Kópa- vogi verður í dag þriðjudaginn 22. janúar í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi, kl. 20. Á dagskrá fundarins eru venju- leg aðalfundarstörf og framboð til bæjarstjórnarkosninga í Kópavogi. „Félagið hefur átt viðræður við Samfylkinguna í Kópavogi um samstarf við kosningarnar en þær viðræður hafa siglt í strand. Því liggur fyrir aðalfundinum að taka ákvörðun um sjálfstætt framboð og kjósa uppstillingarnefnd,“ segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur VG í Kópavogi LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi er varð á Kringlumýrarbraut við göngubrúna í Fossvogi, mánu- daginn 14. janúar um kl. 8.10. Þar varð árekstur með blárri Volkswagen Passat fólksbifreið og rauðri Daihatsu Charade fólksbif- reið, sem báðum var ekið til norðurs. Þeir sem upplýsingar geta veitt um málið eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Þá er lýst er eftir vitnum að um- ferðaróhappi er varð á Stórhöfða, nokkru vestan gatnamóta Viðar- höfða, miðvikudaginn 16. janúar. kl. 9.07. Þarna varð árekstur með grárri BMW fólksbifreið sem ekið var til austurs og hvítri Opel Astra fólks- bifreið sem ekið var til vesturs. Þeir sem upplýsingar geta veitt um málið eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Þá lýsir lögreglan eftir vitnum að árekstri sem varð þann 15. janúar kl. 14 við hjúkrunarskólann Eirberg við Eiríksgötu þar framan við innganginn. Ekið var á hvíta eldri Mözdu 626 og hún skemmd að fram- an. Tjónvaldurinn yfirgaf vettvang án þess að gera frekari grein fyrir tjóninu. Lýst eftir vitnum Rangt nafn Ranglega var farið með nafn Jó- hanns Más Maríussonar í birtingu á ljóði hans, Haust, á síðu 12 í Lesbók 19. janúar sl. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Sérblað alla sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.