Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 50

Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VEÐRIÐ hefur sannarlega leikiðvið íbúa á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og nú þegar daginn er tekið að lengja hefur margur getað notfært sér veðurblíðuna til útivistar af ýmsu tagi þótt aðstaða til hefð- bundinna vetraríþrótta hafi ekki ver- ið til staðar. Víkverji var einn fjöl- margra sem nýtti sér góða veðrið um helgina til gönguferða. Á laugardag- inn fékk hann sér góðan göngutúr um miðbæ Reykjavíkur og kom hon- um nokkuð á óvart hve margt var um manninn í miðbænum. Fólk á öllum aldri var þar á rölti og sérstaklega fannst Víkverja ánægjulegt að sjá margt ungt fólk á ferðinni með börn sín í kerrum eða gangandi. Vakti það athygli Víkverja hve mikið var um tvíburakerrur og jafnvel þríbura- kerrur á gangstéttunum, en á því munu víst vera ákveðnar skýringar. Á sunnudeginum fór Víkverji svo í Heiðmörkina í blíðskaparveðri en nokkuð er um liðið síðan Víkverji kom þar síðast. Þaðan er sömu sögu að segja, allir göngustígar voru nán- ast þéttskipaðir spræku fólki á öllum aldri og unga fólkið með barnakerr- urnar lét sig ekki vanta þarna frekar en í miðbænum. Heiðmörkin er kjör- in til gönguferða, en á undanförnum árum hefur verið komið þar upp vel- heppnuðu kerfi mislangra göngu- leiða sem hægt er að velja um. Leið- irnar eru vel merktar og telur Víkverji fátt jafnast á við að fá sér góðan göngutúr í góðu veðri í þessari fallegu og vel hirtu útivistarparadís. x x x Á DÖGUNUM var Víkverji aðfletta fróðlegu blaði sem Menntafélag byggingariðnaðarins gefur út og þar rakst hann á athygl- isverða grein um ungt fólk í starfs- námi. Þar var fjallað um könnun sem Rannsóknir og greining ehf. fram- kvæmdi haustið 2000 meðal nem- enda í öllum framhaldsskólum á Ís- landi, en það var í annað sinn sem slík könnun var gerð meðal nemenda í framhaldsskólum. Meðal annars er í könnuninni að finna upplýsingar um áhuga ungs fólks á að stunda iðn- eða verknám og að vinna við slík störf í framtíðinni. Athygli vekur að um 44% stráka á aldrinum 16-19 ára segjast hafa áhuga á því að vinna við faglærð iðnstörf sem aðalstarf í framtíðinni, og þrátt fyrir að áhug- inn virðist almennt vera minni hjá stelpunum segist um þriðjungur þeirra hafa frekar eða mikinn áhuga á að sinna slíku framtíðarstarfi. Meðal þeirra sem áhuga hafa á fag- lærðum iðnstörfum kemur í ljós að rúmlega helmingur þeirra telur mjög eða frekar líklegt að þeir muni fara í nám við iðn- eða sérskóla á Ís- landi í framhaldi af núverandi námi, og af þeim sem ekki segjast hafa áhuga á að vinna við faglærð iðnstörf í framtíðinni telja engu að síður 14% þeirra frekar eða mjög líklegt að þeir muni fara í slíkt framhaldsnám. Þá kemur meðal annars fram í könnun- inni að þegar athugað er hvað þeim nemendum sem segjast hafa áhuga á faglærðum iðnstörfum sem framtíð- arstarfi finnst skipta mestu máli við val þeirra á framhaldsskóla kemur í ljós að möguleikinn á starfsnámi og vinnu með námi vegur þar þungt. Þykja þessar grunnniðurstöður benda til þess að sá hópur sem hefur áhuga á iðn- eða verknámi sé að ein- hverju leyti frábrugðinn þeim hópi framhaldsskólanema sem ekki hefur áhuga á slíku námi. Þegar bændur riðu suður MIG langar að leiðrétta þó seint sé þá rangtúlkun að bændur hafi verið að mót- mæla símanum. Það er al- rangt. Bændur riðu suður til að mótmæla samningn- um sem ríkið ætlaði og gerði við norræna síma- félagið. Enda kom það á daginn að þetta er versti samningur sem gerður hefur verið og ætlum við aldrei að losna undan hon- um. Hann hefur kostað okkur óhemju fé. Ég veit ekki hvort við erum lausir við hann ennþá. Hann virðist vera óuppsegjan- legur. Þetta er það sem bænd- ur voru að mótmæla. Þeir vildu loftskeyti sem var miklu ódýrara og var í mikilli þróun og framför. 100727-3319. Hvernig er það hægt? LAUN öryrkja og ellilaun eru um 65 þúsund kr. á mánuði. Félagsþjónustan slær öll met og býður þegnum sínum 58 þúsund kr. á mánuði, eftir að búið er að taka af skatta. Hver getur framfleytt sér – og jafnvel börnum – á þessum launum? Hvernig á það að vera hægt? Ég held að í flestum tilfellum dugi þetta ekki einu sinni fyrir húsaleigu hvað þá fyrir mat, eins og hann er nú orðinn dýr. Þetta hlýtur einfaldlega að vera hallær- islegur brandari – eða ein- faldlega þrælahald. Eitt veit ég og það er að þetta fólk sveltur heima hjá sér með lokaðan síma og ekki kemst það til læknis eða í klippingu. Og það er nokk- uð ljóst að fötin fær það gefins. Við verðum að snúa bökum saman og berja í borðið fyrir litla manninn, það er nokkuð ljóst. Einn umhyggjusamur. Tapað/fundið Kvenúr týndist GYLLT kvenúr með svartri skífu og svartri leð- uról týndist í Skerjafirði, á göngustígnum eða í ná- grenni, sl. sunnudag. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 552 0879. Skinntrefill í óskilum SKINNTREFILL, lilla- blár á litinn, fannst sl. sunnudag á Gunnarsbraut. Uppl. í síma 552 5465. Dýrahald Ilma er týnd HÚN Ilma okkar er týnd og hennar er sárt saknað. Ilma er af smáhundakyn- inu Chuihawa. Hún er ljós á lit með svarta leðuról um hálsinn. Þeir sem eitthvað kynnu að vita um hana Ilmu vinsamlega hringi í síma 848 9098 eða 587 4483. Kettlingar fást gefins TVEIR átta vikna kett- lingar fást gefins. Þeir eru kassavanir og þrifnir. Annar er svartur fress og hinn dökkbröndótt læða. Upplýsingar í síma 849 0579. Gulur páfagaukur týndist GULUR, lítill páfagaukur týndist í Hlíðunum sl. laugardag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 552 0199 eða 848 1280. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Skógafoss væntan- legur og Trinket út fer. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær kom Selfoss til Straumsvíkur. Fréttir Kattholt. Flóamark- aður þriðju- og fimmtu- daga kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl .9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl. 10 enska, kl. 11 enska og dans, kl. 13 bað, vinnustofa, postulínsmálning. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. All- ar uppl. í síma 535– 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–9.45 leik- fimi, kl. 9–12 tréskurð- ur, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist, kl. 14. dans. Eldri borgarar, Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 11. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlað- hömrum á fimmtudög- um kl. 17–19. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 10 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Kl. 14.45 söng- stund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag er saumur kl. 13.30 og brids kl 13.30. Á morgun línudans kl. 11, pílukast kl 13.30 og myndlist kl. 13. Skrán- ing í þorrablótið í Hraunseli í síma 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Leik- félagið Snúður og Snælda sýnir söng- og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“ og leikritið „Fugl í búri“. Frum- sýning 3. febr. Sýn- ingar: sunnud. kl. 16, miðvikud. kl. 14 og föstud. kl. 14. Miða- pantanir í síma 588- 2111, 568-8092 og 551- 2203. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línu- danskennsla Sigvalda kl. 19. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Brids fyrir byrjendur hefst í febr- úar. Stjórn Ólafur Lár- usson. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10– 12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12 sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16, s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Garðabær. Opið hús í Kirkjuhvoli í dag kl 13– 16. Spilað og spjallað. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. M.a. glerskurð- ur. Umsjón Helga Vil- mundardóttir. Kl. 13 boccia. Fimmtudaginn 24. janúar er félagsvist kl. 13.15 í samstarfi við Seljaskóla. Vegleg verðlaun, allir velkomn- ir. Veitingar í veit- ingabúð Gerðubergs. Uppl. um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum, leikfimihópur I kl. 9.05 og hópur II kl. 9.50. Námskeið í glerlist kl. 9.30. Þriðjudagsgangan fer frá Gjábakka kl. 14. Boccia kl. 14. Spænsku- hópur kl. 15.30. Kín- versk leikfimi kl. 16.20 og 17.15. Byrjað verður að selja miða á þorra- blótið 26. jan. kl. 13. Ath. Borðin eru núm- eruð og fólk velur borð þegar það greiðir fyrir miðana. Hæg stóla- leikfimi byrjar 30. jan. í Gjábakka. Uppl. í síma 554-3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 19 gömlu dansarnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð, handsnyrting. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskurður og tré- málun, kl. 10 boccia, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hár- greiðsla, kl. 13 mynd- list. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun, miðvikudag, samvera, fyrirbænastund í kirkj- unni kl. 11, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi. kl. 13 spila- mennska. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og körfugerð. kl. 14 félagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Bandalag kvenna í Reykjavík. Formanna- og nefndarfundur verð- ur á Hallveigarstöðum fimmtudaginn 24. jan- úar kl. 20. Bryndís Víg- lundsdóttir kynnir Feng-shui. Kaffiveit- ingar. Bústaðakirkja. Sam- vera eldri borgara í dag kl. 13–16.30. Spil- að, föndrað, gáta og helgistund. Gestir verða úr barnakórum kirkjunnar. Þeir sem vilja láta sækja sig láti kirkjuverði vita í síma 553-8500 eða Sigrúnu í síma 553-0448 og 864- 1448. Allir velkomnir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimin fellur niður þessa viku. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svar- að í síma 552 6644 á fundartíma. Kvenfélag Kópavogs, fundur fimmtudaginn 24. jan kl. 20.30 í Hamraborg 10, Fyrirlesarar frá Gigt- arfélagi Íslands, Svala Björgvinsdóttir og Jón- ína Guðmundsdóttir. Hláturklúbbur Hana- nú. Fundur í Gullsmára kl. 20 í kvöld. Takið með ykkur góða skapið, skondar gamansagnir eða skrítlur úr daglega lífinu til að ýta undir heilsusamleg hlátra- sköll okkur til heilsu- bótar. Uppl. í síma 564- 5261. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Þorrablótið verður 24. jan. kl. 19.30 í Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Rúta frá Hleinum og Kirkju- hvoli og Holtsbúð. Þriðjud. 22. jan. kl. 9 vinnuhópur gler, kl. 13 málun, kl. 13.30 opið hús spilað brids, vist og lomber, kl. 16 búta- saumur. Í dag er þriðjudagur 22. janúar, 22. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En hann svaraði þeim: Sá sem á tvo kyrtla, gefi þeim, sem engan á, og eins gjöri sá er matföng hefur. (Lúk. 3,11.) LÁRÉTT: 1 kvenfjandi, 4 brjósts, 7 álítur, 8 skolli, 9 ummæli, 11 grassvörður, 13 eftir- tekt, 14 blanda eitri, 15 bæli, 17 hvítur klútur, 20 mál, 22 haldast, 23 blóma, 24 lagvopn, 25 kaka. LÓÐRÉTT: 1 bjart, 2 ávinnur sér, 3 munntóbak, 4 bakki á landi, 5 klofna, 6 skerð- um, 10 valska, 12 lengd- areining, 13 op, 15 snauð, 16 styrkir, 18 magrar, 19 þunnt stykki, 20 týni, 21 ófríð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 manndómur, 8 síðar, 9 angur, 10 róg, 11 megna, 13 aurum, 15 sötra, 18 staka, 21 ull, 22 talið, 23 Íraks, 24 mannvitið. Lóðrétt: 2 auðug, 3 narra, 4 óraga, 5 uggur, 6 ósum, 7 árum, 12 nýr, 14 urt, 15 sótt, 16 tolla, 17 auðan, 18 slíti, 19 ataði, 20 assa. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a ÉG heyrði og las í fjöl- miðlum á mánudag, að verslunin BYKO ætli að lækka hjá sér vöruverð um 2% og ekki að hækka verð hjá sér fyrir 1. maí. Í kjölfar þessa ákvað Húsasmiðjan að lækka verð hjá sér um 3%. Skildist mér að þetta væri þeirra framlag í að halda verðbólgu niðri. Finnst mér þetta gott framtak hjá þessum verslunum og vil ég hvetja eigendur annarra verslana til að taka þetta sér til fyrirmyndar. Manni er farið að blöskra allar þær verð- hækkanir sem yfir þjóð- ina dynja og vil ég sér- staklega taka fram hversu dýr matvaran er orðin. Ég vil nefna, sem dæmi um verðhækkanir sem mér hafa ofboðið, að í apóteki sem ég versla reglulega í hefur smásölulyf eitt hækkað á rúmum mánuði úr tæp- um fjögur hundruð krónum í tæpar fimm hundruð krónur. Hvern- ig getur svona hækkun staðist? Helga. Gott framtak

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.