Morgunblaðið - 22.01.2002, Page 51
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5
4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6.
Rc3 g6 7. Bg2 Bg7 8. Rf3
0-0 9. 0-0 a6 10. a4 He8 11.
Rd2 Rbd7 12. h3 Hb8 13.
Rc4 Re5 14. Ra3 Rh5 15.
e4 Hf8 16. Kh2 f5 17. f4
Sjávarþorpið í Hollandi,
Wijk aan Zee, hefur hýst
marga skákviðburði. Á síð-
ustu árum
hefur álrisinn
Corus styrkt
mótið og er
þetta árið
engin undan-
tekning.
Staðan kom
upp í A-
flokknum á
milli tveggja
heimamanna.
Gamla brýnið
Jan Timman
(2.605) hafði
svart gegn
Loek Van
Wely (2.697).
17. ...b5!? 18.
axb5 axb5 19. fxe5?! Fróð-
legt hefði verið að sjá hvað
svartur myndi til bragðs
taka eftir 19. Raxb5. Í
framhaldinu reynist svarta
sóknin afar skeinuhætt.
19. ...Rxg3! 20. Hf3 Bxe5
21. Raxb5 Dh4 22. exf5
Bxf5 23. Ha4 Be4 24.
Hxf8+ Hxf8 25. Kg1
Re2+! 26. Dxe2 Dg3 27.
Bf4 Dxf4 28. Bxe4 Dg3+
29. Kh1 Hf1+! og hvítur
gafst upp enda mát í
næsta leik.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 51
DAGBÓK
Kennsla í
byrjenda- og
framhalds-
flokkum hefst
dagana 21. til
26. janúar n.k.
10 vikna nám-
skeið.
Alþjóðlegir
titilhafar annast
alla kennslu.
Kennt verður frá kl. 17.00–19.00 alla virka daga og
frá kl. 11.00–12.30, 12.30–14.00 og 14.00–16.00
um helgar.
Kennslubækur innifaldar í öllum flokkum.
Nánari upplýsingar og skráning alla virka daga frá
kl. 10.00-13.00 í síma 568 9141.
Athugið systkinaafsláttinn
Útsala
Útsala
Kringlunni, sími 588 1680
Seltjarnarnesi, sími 561 1680.
iðunn
tískuverslun
Nú 20%
aukaafsláttur
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert tilfinningaríkur,
hvatvís og kraftmikill og lað-
ar að þér fólk. Margt mun
taka enda í lífi þínu á þessu
ári þannig að rými skapist
fyrir nýja hluti.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú öðlast betri skilning á
framtíðardraumum þínum.
Þetta gerir þig ánægðari því
það er gott að vita að hverju
maður stefnir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Jarðbundna hlið þín er í svo-
litlu uppnámi í dag. Þú sérð að
ójafnvægi þitt hefur bein áhrif
á tekjur þínar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú öðlast nýjan skilning á um-
hverfi þínu í dag. Heimspeki-
legar eða trúarlegar umræður
vekja þig til umhugsunar um
hluti sem þú hugsar annars lít-
ið um.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur óvenjusterka til-
hneigingu til góðverka í dag.
Þig langar til að draga úr
þjáningum þeirra sem eru
ekki jafn lánsamir og þú.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú gætir gengið til liðs við hóp
sem starfar að mannúðar- eða
samfélagsmálum í dag. Þú ert
að leita leiða til að gera gott í
samstarfi við aðra.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú hefur alltaf notið þess að
veita öðrum mikilvæga þjón-
ustu. Yfirmaður eða foreldri
veitir þesum eiginleika þínum
athygli í dag.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Dagurinn hentar vel til að
kenna ungmennum nokkrar
grundvallarreglur um lífið.
Sýndu þeim fram á að þau
muni uppskera eins og þau sái.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert að leita leiða til að
tryggja framtíðaröryggi þitt
og fjölskyldu þinnar. Þú veist
að ávöxtun morgundagsins
veltur á skipulagningu dags-
ins í dag.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú ert heimspekingur í eðli
þínu og í dag muntu dragast
inn í alvarlegar samræður. Þú
þarft að ræða skoðanir þínar
við einhvern til að sannreyna
þær.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fjárfestingar sem tengjast
plasti, snyrtivörum, ljósmynd-
un, kvikmyndum og skemmt-
anaiðnaðinum geta borgað sig.
Það mun taka nokkurn tíma
en þær munu reynast öruggar
til lengri tíma litið.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Listræn sköpun getur veitt
þér ánægju í dag. Ekki dæma
verk þín af því hvort þau falli
öðrum í geð heldur hvort
sköpun þeirra veiti þér
ánægju.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Gerðu áætlanir sem tryggja
afkomu þína í framtíðinni.
Vanmettu ekki vald drauma
þinna.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
KVÖLDVÍSUR
Kvölda tekur, setzt er sól,
sveimar þoka um dalinn,
komið er heim á kvíaból:
kýrnar, féð og smalinn.
Dagrinn líður, dimma fer,
dregst að nóttin svala;
myrkrið gerir mér og þér
marga byltu fala.
Kvöldúlfur er kominn hér
kunnugr innan gátta,
sólin rennur, sýnist mér,
senn er mál að hátta.
Það er frekar fágætt að fá
áttlit við spilaborðið og nílit-
ur er fréttaefni. En keppend-
ur í Reykjavíkurmótinu urðu
vitni að raunverulegu undri á
laugardaginn, þegar suður
tók upp þéttan tílit í hjarta:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♠ ÁK6
♥ 9
♦ 1032
♣ÁG10876
Vestur Austur
♠ D974 ♠ G532
♥ 7 ♥ 10
♦ ÁD84 ♦ KG9765
♣KD93 ♣42
Suður
♠ 108
♥ ÁKDG865432
♦ –
♣5
Engar bækur geta sagt
mönnum hvernig eigi að
melda á slík spil. Þorlákur
Jónsson í sveit Subaru vakti
á fjórum laufum, sem lofar
átta slaga hendi með hjarta
sem trompi – svokölluð Na-
myats-sagnvenja. Hin dæmi-
gerðu spil eru þéttur áttlitur
eða þéttur sjölitur með ás til
hliðar. Félagi Þorláks, Matt-
hías Þorvaldsson, sagði fjóra
tígla, sem er gervisögn og
lýsir yfir slemmuáhuga.
Austur doblaði til að benda á
útspil og Þorlákur lét þá
vaða í sjö hjörtu, því hann
þóttist vita að Matthías ætti
a.m.k. þrjú höggspil í svörtu
litunum. Vel heppnað.
Til voru þeir sem opnuðu á
fjórum hjörtum og spiluðu
þann samning. Sigurður B.
Þorsteinsson í sveit Roche
gekk hreint til verks og vakti
á sex hjörtum! Haukur Inga-
son var í norðursætinu og
hækkaði í sjö – það er að
segja sjö GRÖND! Í AV voru
Sigurður Vilhjálmsson og
Einar Jónsson. Sigurður hélt
á tígulásnum í vestur og
doblaði. Doblið var yfirlýsing
um að vörnin ætti ás, en Ein-
ar vissi ekki hvort hann væri
í spaða, tígli eða laufi. Eftir 5
mínútna yfirlegu kom hann
út með lauf og Gylfi lagði upp
þrettán slagi.
Einar tók þessu létt og
setti fram þumalfingurs-
reglu fyrir framtíðina: „Þeg-
ar ekki er vitað hvað eigi að
koma út gegn dobluðu spili,
ber að velja þann lit sem gef-
ur mest í aðra hönd ef útspil-
ið heppnast.“ Í þessu tilfelli
hefði tígulútspil gefið AV
1.700, en þess í stað fengu
NS 2.490.
Sveit Þriggja frakka er
langefst eftir 17 umferðir
með 356 stig. Subaru-sveitin
er í öðru sæti með 337 og
sveit Spron í því þriðja með
329. Nokkuð bil er í fjórða
sætið, en það skipa Páll
Valdimarsson og félagar
með 307 stig. Reykjavíkur-
mótinu lýkur í kvöld í Hreyf-
ilshúsinu við Grensásveg, en
þá verða tvær síðustu um-
ferðirnar spilaðar.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson.
Árnað heilla
80 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 22.
janúar er áttræð Oddný
Gísladóttir, Miðleiti 7,
Reykjavík. Oddný er að
heiman í dag.
50 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 22.
janúar er fimmtugur Árni
Halldórsson, rekstrar-
stjóri Fiskiðjunnar Skag-
firðings og ríkisstjóri
ÁTVR, Sæbóli 29, Grund-
arfirði. Eiginkona hans er
María Gunnarsdóttir. Þau
verða að heiman á afmæl-
isdaginn.
50 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 22.
janúar er fimmtugur Þor-
valdur Árnason, lyfja-
fræðingur, Starmóa 15,
Reykjanesbæ. Í tilefni af-
mælisins munu hann og
eiginkona hans, Auður
Harðardóttir, taka á móti
ættingjum og vinum nk.
laugardag 26. janúar kl. 20
í sal Matarlistar, Iðavöll-
um 1, Keflavík.
Ljósmyndarinn í Mjódd
BRÚÐKAUP.
Gefin voru saman
22. september sl.
í Lágafellskirkju
af sr. Jóni Þor-
steinssyni Val-
borg Guðlaugs-
dóttir og Hlynur
Harðarson. Með
þeim á myndinni
eru Davíð Freyr,
Tómas Ingi og
Guðlaugur Már.