Morgunblaðið - 26.01.2002, Page 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær íslenska ríkið til að
greiða samtals 2,9 milljónir í bætur
og málskostnað þar sem utanríkis-
ráðherra réð ekki konu sem var hæf-
ari í starfið en sá sem hlaut það, þeg-
ar skipað var í embætti sýslumanns
á Keflavíkurflugvelli þann 1. apríl
1999.
Utanríkisráðherra skipaði Jóhann
R. Benediktsson sendiráðunaut sem
sýslumann en í dómi héraðsdóms
segir að Kolbrún Sævarsdóttir, sem
einnig sótti um stöðuna, hafi verið
hæfari umsækjandi. Var Kolbrún
eina konan af þeim sex sem sóttu um
starfið en hún var þá fulltrúi lög-
reglustjórans í Reykjavík og hafði
umsjón með rannsókn fíkniefna-
mála.
Í rökstuðningi sem hún fór fram á
frá utanríkisráðuneytinu segir að
nýr sýslumaður þurfi að hafa þekk-
ingu á Schengen-samstarfinu. Þá
væri reynsla af starfi við lögreglu-
embætti veigamikill þáttur, sömu-
leiðis góð tungumálakunnátta og
reynsla af samskiptum við erlend
stjórnvöld. Hélt ráðuneytið því fram
að Jóhann hefði yfirburðaþekkingu á
Schengen-samstarfinu og hefði það
ráðið úrslitum um að hann var ráð-
inn.
Kolbrún vísaði málinu til kæru-
nefndar jafnréttismála sem komst að
þeirri niðurstöðu að hún hefði a.m.k.
verið jafnhæf Jóhanni. Því hefði ut-
anríkisráðherra brotið gegn jafn-
réttislögum en samkvæmt þeim á að
ráða konu sem er jafnhæf karlmanni
ef fáar konur eru á tilteknu starfs-
sviði. Þegar umrædd staða var veitt
var ein kona í hópi 27 sýslumanna en
önnur hafði verið skipuð tímabundið
til starfa.
Meira nám og
hagnýtur starfsferill
Bæði eru þau Kolbrún og Jóhann
lögfræðingar en í dómnum segir að
Kolbrún hafi stundað meira nám og
megi ætla að framhaldsnámið nýtist
henni vel við sýslumannsstörfin.
Starfsferill hennar sé ennfremur
nánast eingöngu á þeim sviðum sem
nýtast sem undirbúningur fyrir störf
sem sýslumenn gegna. Á starfsferli
sínum hafi Jóhann á hinn bóginn
ekki starfað við neitt það sem sýslu-
menn fást við, „nema hvað sumar-
störfin í lögreglunni munu ábyggi-
lega reynast gagnleg,“ eins og segir í
dómnum.
Dómurinn hafnaði því að þekking
Jóhanns á Schengen-samningnum
ylli því að hann hefði yfirburði yfir
Kolbrúnu. Frá því embættið hefði
verið veitt og þar til Schengen-samn-
ingurinn gekk í gildi hefðu liðið tvö
ár og benti ekkert til annars en hún
hefði getað náð fullum tökum á þeim
verkefnum sem leiddu af Schengen-
samningnum. Þegar allt væri virt
hefði Kolbrún verið hæfari til að
gegna starfi sýslumanns.
Kolbrún fór fram á um sjö millj-
ónir í bætur fyrir launatap og bætur
fyrir miska. Dómurinn taldi bætur
vegna fjártjóns hæfilegar tvær millj-
ónir þar sem ekki væri séð að hún
hefði reynt að takmarka tjónið, t.d.
með því að sækja um aðrar sýslu-
mannsstöður. Þá var upplýst að hún
hefði látið af starfi sem saksóknari
og legði nú stund á framhaldsnám og
væri því ekki í launavinnu. Miska-
bætur voru ákvarðaðar 300.000.
Einnig var ríkinu gert að greiða
málskostnað, 600.000 krónur.
Arngrímur Ísberg héraðsdómari
kvað upp dóminn. Kristján Thorla-
cius hdl. sótti málið og Skarphéðinn
Þórisson hrl. var til varnar.
Hefur náð góðum árangri
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagðist telja að utanríkisráðu-
neytið hefði staðið að þessu máli með
eðlilegum hætti. „Jóhann Benedikts-
son hefur verið sýslumaður á Kefla-
víkurflugvelli í tæp þrjú ár. Hann er
afskaplega vel látinn meðal starfs-
manna sinna og hefur náð mjög góð-
um árangri í starfi. Þetta tímabil hef-
ur verið mikið breytingaskeið, ekki
síst út af Schengen-málinu.
Við höfum farið yfir dóm héraðs-
dóms og höfum ákveðið, að höfðu
samráði við ríkislögmann, að áfrýja
málinu til Hæstaréttar.“
Héraðsdómur segir utanríkisráðherra hafa brotið gegn jafnréttislögum
Segir kvenumsækjanda
hafa verið hæfari í starfið
Halldór Ásgrímsson segir
að dómnum verði áfrýjað
ÞÚSUNDIR dauðra langvía og
stuttnefja hafa fundist á strand-
lengjunni frá Langanesi í norðri
til Arnarfjarðar á Vestfjörðum.
Aðrar tegundir svartfugls hafa
einnig fundist dauðar en í mun
minni mæli.
Svartfugladauðans varð fyrst
vart í Þistilfirði seinnipartinn í
desember og síðan þá hefur spurst
um veikburða svartfugl í Eyja-
firði, mikið magn hefur rekið á
land í Skagafirði, við Húnaflóa
hafa borist upplýsingar um rekna
svartfugla og vestur í Arnarfirði
rak tugi dauðra eða deyjandi
svartfugla að landi.
Fjöldi hræja hefur verið krufinn
og segir Ólafur K. Nielsen, fugla-
fræðingur á Náttúrufræðistofnun
Íslands líklegast að fuglarnir hafi
drepist úr hungri þó veirusýking
sé ekki útilokuð. Sýni hafa verið
send til Tilraunastöðvar Háskóla
Íslands í meinafræði að Keldum
en óvíst er hvenær niðurstaða
fæst úr þeirri rannsókn. Engin
merki um olíu eða grút fundust á
ham fuglana.
Næstum helmingi léttari
Fuglarnir sem fundust í reknir
á lands vógu að meðaltali 631
gramm en heilbrigðir fuglar eiga
að vega 1000-1200 grömm á þess-
um árstíma. Allir voru þeir mjög
rýrir, engin fita var innan á ham
eða í kviðarholi og vöðvar á fótum
og flugvöðvar voru upptærðir.
Blæðingar voru í meltingarvegi
en þær gætu hvort heldur sem er
verið afleiðing veirusýkingar eða
hungurdauða.
„Ef þetta er hungurdauði þá
hafa einhverjir stórir atburðir
orðið norður í hafi. Annaðhvort
hefur átan brugðist eða fuglinn
nær ekki í átuna,“ segir Ólafur en
bætir því við að Náttúru-
fræðistofnun stundi reyndar ekki
hafrannsóknir. Aðspurður segir
hann að fuglarnir haldi sig að
jafnaði ekki ýkjalangt frá landi.
Langvíur og stuttnefjur eru ná-
skyldar, lífshættir þeirra eru
áþekkir og fuglarnir halda sig að
mestu á svipuðum slóðum. Þá er
fæða þeirra lík um margt. „Þetta
eru fuglar sem kafa eftir æti og
þeir geta kafað mjög djúpt, niður
á 100 metra. Þar grípa þeir sand-
síli og skyldar tegundir, loðnu-
seiði og ljósátu,“ segir Ólafur.
Helst hafa fullorðnar stuttn-
efjur drepist og telur Ólafur að í
flestum tilvikum sé um að ræða
fugla sem koma hingað norður úr
höfum til vetursetu. Obbinn af
dauðu langvíunum er á hinn bóg-
inn ókynþroska ungfugl úr vörp-
um hér við land. Mikil náttúruleg
afföll eru jafnan af ungunum og
því hefur fugladauðinn nú ekki
eins mikil áhrif á stofnstærð og
ella. Höggið væri þyngra ef um
væri að ræða fullorðinn kyn-
þroska fugl.
Toppurinn á ísjakanum
Ólafur segir að fuglarnir sem
fundist hafa í fjörum séu aðeins
„toppurinn á ísjakanum.“ Mestur
hlutinn berist aldrei að landi,
heldur sé étinn eða týnist undir
fjörusandi og því útlit fyrir að
tugþúsundir fugla hafi drepist.
Varpstofn langvíu við Ísland er
áætlaður um milljón pör en alls er
gert ráð fyrir að 4–5 milljónir
langvía haldi til við landið. Stutt-
nefjupör sem verpa hér á landi
eru um 600.000. Mestur hluti
þeirra heldur sig ekki hér á landi
á veturna.
Ólafur segir að þó að árlega
drepist hundruð þúsunda fugla úr
langvíustofninum af náttúrulegum
ástæðum sé mjög afbrigðilegt að
svo margir fuglar skuli falla á svo
stuttum tíma. „Þetta er mjög
óvanalegur atburður.“
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafur K. Nielsen, fuglafræðing-
ur á Náttúrufræðistofnun, við
krufningu á svartfuglum sem
borist hafa dauðir að landi.
Þúsundir svartfugla hefur rekið að landi
„Stórir
atburð-
ir orðið
norður
í hafi“
KJÖRDÆMISÞING reykvískra
sjálfstæðismanna verður haldið í
Súlnasal á Hótel Sögu í dag. Þing-
ið hefst kl. 13:15 með aðalfundi
Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík. Á fundinum
leggur stjórn fulltrúaráðsins fram
tillögu sína um tilhögun við val á
framboðslista sjálfstæðismanna
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í
vor. Geir H. Haarde, fjármálaráð-
herra og varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins, flytur ræðu á fundin-
um.
Pallborðsumræður um
borgarmál á opnum fundi
Kl. 14.30 hefst svo opinn fundur
á kjördæmisþinginu undir yfir-
skriftinni: Framþróun í Reykjavík
– brotist úr viðjum stöðnunar. Þar
munu Inga Jóna Þórðardóttir,
oddviti borgarstjórnarflokksins,
Júlíus Vífill Ingvarsson borgar-
fulltrúi, Ásgeir Bolli Kristjánsson
verslunarmaður, Eyþór Arnalds
varaborgarfulltrúi, Jórunn Frí-
mannsdóttir hjúkrunarfræðingur
og Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra flytja framsöguræður. Að
loknum framsöguræðum mun Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-
fulltrúi stýra pallborðsumræðum.
Þingforseti verður Sólveig Péturs-
dóttir dómsmálaráðherra.
Kjördæmisþing sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík
Fjalla um
framboðs-
mál og
kosningar
PRENTSMIÐJAN Oddi á ekki aðild
að kæru sem yfir þrjátíu hluthafar í
eignarhaldsfélagi Dagblaðsins sendu
embætti ríkislögreglustjóra á hendur
Sveini R. Eyjólfssyni stjórnarfor-
manni og aðaleiganda félagsins í vik-
unni. Í kærunni var Oddi á lista yfir
nöfn hluthafa sem að henni voru sagð-
ir standa en Þorgeir Baldursson for-
stjóri prentsmiðjunnar segir að þetta
byggist á misskilningi og hafi verið
óskað eftir leiðréttingu.
Þorgeir sagði að Prentsmiðjan
Oddi hefði veitt Gunnari Sturlusyni
lögmanni umboð til að fara með at-
kvæði sitt á síðasta aðalfundi DB en
lengra hefði það umboð ekki náð og
sér hefði ekki verið kunnugt um kær-
una fyrr en hann sá hennar getið í
fjölmiðlum og þar með að Oddi væri
skráður á kæruskjalið.
Þorgeir sagði að Prentsmiðjan
Oddi hefði eignast lítinn hlut í DB við
kaup á Steindórsprenti/Gutenberg en
hefði ekki á neinn hátt tengst þeim
málum sem fjallað er um í kærunni.
Prentsmiðj-
an Oddi
ekki aðili
að kæru
STJÓRN Samtaka um kvennaat-
hvarf hefur ákveðið, í samráði við
lögmann sinn, að áfrýja til Hæsta-
réttar Íslands úrskurði Héraðs-
dóms Reykjavíkur þar sem fallist
er á útburðarkröfu eigenda húsa-
kynna Kvennaathvarfsins að Báru-
götu 2 í Reykjavík.
Forsaga málsins er sú að með
dómi Hæstaréttar í september sl.
var viðurkenndur forkaupsréttur
erfingja Einars Sigurðssonar út-
gerðarmanns í Vestmannaeyjum á
fasteigninni Bárugötu 2 í Reykjavík
og jafnframt var kveðið á um það í
dóminum að St. Jósepssystrum,
sem keyptu húsið á sínum tíma af
erfingjunum, væri skylt að selja og
afsala erfingjunum fasteigninni að
uppfylltum tilgreindum skilyrðum.
Það var gert með afsali dags. 7.
nóvember sl. og var samtökunum
gefinn frestur til 15. nóvember 2001
til að rýma húsið. Í kjölfarið kröfð-
ust erfingjarnir þess að Samtök um
kvennaathvarf yrðu borin út úr
húsinu og sögðu samtökin dveljast
þar í leyfisleysi. Héraðsdómur
Reykjavíkur tók til greina útburð-
arkröfu á hendur Samtökum um
kvennaathvarf og heimilaði eigend-
um hússins að bera samtökin út úr
húsinu
Þórlaug Jónsdóttir, rekstrarstjóri
Kvennaathvarfsins, segir að úr-
skurði Héraðsdóms sé áfrýjað á
þeirri forsendu að í honum sé ekki
nógu vel tekið á þeirri spurningu
hvort athvarfinu hafi verið gefinn
nægilegur frestur til að verða sér
úti um nýtt húsnæði. Lögmaður
Samtaka um kvennaathvarf, Jón
Steinar Gunnlaugsson, hefur að
sögn Þórlaugar ákveðið að taka
ekki greiðslu fyrir áfrýjunina og er
það að sögn Þórlaugar af „velvilja
Jóns Steinars við samtökin.“
Samtök um
kvennaathvarf
Áfrýja
úrskurði
héraðsdóms
♦ ♦ ♦
DREGIÐ hefur úr nýskráningum hjá
Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins
síðustu daga, eftir að kippur kom í
skráningarnar eftir áramótin. Hug-
rún Jóhannesdóttir, forstöðumaður
Vinnumiðlunar HB, segir atvinnu-
leysið hafa aukist síðustu mánuði og
fjöldi þeirra sem leitað hafi til Vinnu-
miðlunarinnar aukist jafnt og þétt í
kjölfarið.
„Síðan kom svolítill kippur eftir
áramótin en það hefur reyndar verið
að ganga til baka síðustu daga. Ný-
skráningar eru 70-80 á dag, þegar
mest lætur, en síðustu daga hefur
verið áberandi að heldur hefur dregið
úr nýskráningum,“ segir Hugrún, en
segist ekki geta sagt til um hver þró-
unin verði á næstu dögum eða vikum.
Dregur aftur
úr skráningum
hjá Vinnu-
miðlun HB
♦ ♦ ♦