Morgunblaðið - 26.01.2002, Síða 17

Morgunblaðið - 26.01.2002, Síða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 17 Ferðamálaráð hefur nú 150 milljóna króna fjárveitingu til að markaðs- setja Ísland. Þessu verður að skipta jafnt á milli Reykjavíkur og lands- byggðarinnar.“ Ánægjuleg stefnubreyting Flugleiða Anton segir líka mikilvægt að Ís- land sjálft verði áfangastaður en ekki einungis staður til að millilenda. „Flugleiðir hafa hingað til lagt mesta áherslu á Ameríkuflugið og að ferja fólk frá Evrópu til Ameríku með við- komu á Íslandi. En með síðustu stefnubreytingu Flugleiða komu góðar fréttir fyrir ferðaþjónustuna í heild þar sem nú á að leggja meiri áherslu á Ísland sem áfangastað.“ Anton segist horfa fram á betri tíð þar sem Ferðamálaráð hafi breytt stefnu sinni hvað þetta varðar og Flugleiðir einnig. „Þess vegna verð- ur hægt að lengja ferðamannatíma- bilið á landsbyggðinni og það verður bylting að fá fjögurra mánaða rekst- ur yfir sumarið í staðinn fyrir tveggja mánaða. Þetta myndi gjör- breyta afkomu ferðaþjónustufyrir- tækja á landsbyggðinni.“ Anton seg- ist vongóður um að aðalmarkmiðið um að lengja ferðamannatímabilið í fjóra mánuði, frá júníbyrjun til sept- emberloka, muni nást innan tveggja ára ef allir leggjast á eitt. Terra Nova er umboðsaðili LTU á Íslandi. Terra Nova stendur einnig að flugi franska flugfélagsins Corsair til Íslands en stærsta ferðaskrifstofa Frakklands, Nouvelles Frontieres, stendur fyrir fluginu. LTU mun fljúga fimm vélum til Íslands á viku yfir fjögurra mánaða tímabil á sumr- in og Corsair er að bæta þriðju vél- inni á viku við. Af þessu flugi er eng- in áhætta fyrir Terra Nova þar sem þetta er ekki leiguflug. Eina leigu- flugið sem Terra Nova er aðili að og ber því ábyrgð á er leiguflug á vegum félagsins til Portúgals. Anton er þess fullviss að sameiningin við Sól hafi verið skynsamleg og hann er bjart- anaborg yfir vetur, vor og haust. Reykjavík hefur því fengið sterka ímynd erlendis og einstaklingar vilja vera mest þar.“ Anton bendir þó á að Ferðamála- ráð hafi breytt stefnu sinni nokkuð. „Ferðamálaráð hefur samþykkt að nota tíu milljónir til að auglýsa Egils- staði sérstaklega sem nýjan áfanga- stað á Íslandi. Það er vel hægt að styðja við landið í heild og auglýsa Ísland aftur sem náttúruparadís og menningarfjársjóð.“ Anton segir mikilvægt að flogið sé beint frá meg- inlandi Evrópu til landsbyggðarinn- ar á Íslandi, t.d. Egilsstaða og Ak- ureyrar. Þá kynnist ferðamenn landsbyggðinni beint og geti ferðast þaðan. „Það er stórhættulegt ef þessi næturlífsímynd af Íslandi festist í sessi. Þeir sem sækjast eftir nætur- lífinu stoppa hvort sem er stutt. Það eru hinir sem ferðast um landið um lengri tíma sem skapa mestu tekj- urnar og við eigum að reyna að halda í þá og fjölga þeim.“ Aðspurður segir Anton að vissu- lega eigi þetta að fara saman. „Það má bara ekki leggja öll eggin í sömu körfuna. Ferðamálaráð verður að nota fé í að markaðssetja Reykjavík og landsbyggðina jöfnum höndum. ANTON Antonsson er fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Terra Nova-Sól hf. Anton hefur búið á Íslandi í 24 ár en kemur upphaflega frá Frakklandi. Hann segist nú líta á sig fyrst og fremst sem Íslending og hefur unnið að því að laða erlenda ferðamenn til Íslands um langt skeið. Terra Nova hefur vaxið hratt á undanförnum árum og er nú þriðja stærsta ferðaskrifstofa landsins. Á síðasta ári sameinuðust Terra Nova og Sól og ferðaskrifstofan hefur bætt við sig tveimur nýjum umboðum; fyrir Norrænu og Bændaferðir. Að auki er Terra Nova-Sól umboðsaðili fyrir þýska flugfélagið LTU og á í samstarfi við hið franska Corsair sem og við stærstu ferðaskrifstofu heims, Tui, og frönsku ferðaskrif- stofuna Nouvelles Frontieres. Fyrir tveimur vikum var tilkynnt að LTU myndi hefja beint flug til Egilsstaða í sumarbyrjun og að mati Antons markar þetta upphafið að miklum breytingum á íslenskri ferðaþjón- ustu. Farþegafjölgun en léleg afkoma Anton hefur ákveðnar skoðanir á því af hverju erfiðleikar í ferðaþjón- ustu stafa. „Afkoman er léleg en far- þegum hefur fjölgað. Þarna er ekki samræmi og þetta þarfnast útskýr- inga. Farþegum til landsins hefur fjölgað yfir vetrartímann og það hef- ur kannski aukið veltu veitingahúsa. En þetta fólk gistir stutt og er ein- göngu í Reykjavík. Tölur um far- þegafjölgun eiga því eingöngu við um Reykjavík. Á sumrin þegar hingað koma ferðamenn í orlofsferðum er engin framför í farþegafjölda. Einnig hafa ferðirnar styst. Fyrir fimm ár- um voru tveggja vikna orlofsferðir algengar en nú koma ferðamenn bara í vikuferðir af því að Ísland er orðið svo dýrt. Ferðamálaráð tók áð- ur þá stefnu að auglýsa Ísland ekki sem náttúruparadís heldur leggja áherslu á Reykjavík sem skemmt- sýnn á að leiguflugið verði áhættunn- ar virði í sumar. Anton segir að þörf sé fyrir allt þetta flug þar sem allar vélar séu fullar á sumrin. Fréttir um að Go muni ekki fljúga til Íslands í sumar séu afar slæmar. „Það komu hingað sextíu þúsund Bretar á tveimur ár- um með Go og þetta var hrein viðbót við það sem var fyrir.“ Samherjar laða ferðamenn til Íslands Anton segist ekki líta á það flug sem Terra Nova stendur fyrir á milli Íslands og meginlands Evrópu sem samkeppni við flug Flugleiða. „Þetta er ekki samkeppni heldur eðlileg þróun og viðbrögð til að anna eft- irspurn. Ég vil líta á það þannig að við séum samherjar í að laða ferða- menn til Íslands.“ Anton segir þó að allir séu auðvitað í samkeppni við Flugleiðir þar sem Flugleiðir reki allar tegundir af ferðaþjónustufyrir- tækjum; bílaleigur, hótel, ferðaskrif- stofur og fleira og það væri í ýmsum löndum talið óeðlilegt m.t.t. sam- keppnisreglna. „Víða í Evrópu er bannað að sam- steypur hafi meira en 30% markaðs- hlutdeild. Ferðaskrifstofan Tui er með 28,88% markaðshlutdeild miðað við veltu í Þýskalandi og þeim var bannað að kaupa aðra ferðaskrif- stofu fyrir þremur árum. Miðað við þetta er markaðshlutdeild Flugleiða allt of stór hér á landi. Það er ekki gaman að hafa enga samkeppni, samkeppni er nauðsynleg. Ég vil vekja athygli á því að Flugleiðir eru með 2,5 milljarða hagnað yfir sum- arið, júní til september, þegar sam- keppni ríkir við erlend flugfélög og verðið frá Íslandi er lágt. Flugleiðir tapa um 4,5 milljörðum á veturna þegar þeir eru einir. Í ljósi þessa má sjá að samkeppni er alveg bráðnauð- synleg. Hún veitir fyrirtækjum að- hald og gefur neytendum besta verð- ið.“ Gjaldþrot Samvinnuferða segir Anton vera afleiðingu ójafnrar sam- keppni. „Samvinnuferðir reyndu að standa sig í samkeppni við Flugleiðir og Úrval-Útsýn og Plúsferðir sam- einuð. Samvinnuferðir buðu lægra verð til að vekja athygli en það var ekki hægt að standa undir kostnaði. Ferðaskrifstofur þurfa að vera var- kárar og alltaf að vara sig á að vera ekki með offramboð.“ Að mati Antons eru Þýskaland, Frakkland og England mikilvæg- ustu löndin fyrir íslenska ferðaþjón- ustu. Flugfélög frá þessum löndum hafa flogið til Íslands um lengri og skemmri tíma. Hann bendir einnig á að Frakkland sé vinsælasti áfanga- staður ferðamanna um allan heim, nema Íslendinga. „Það er því stór áskorun fyrir mig sem Frakka að kynna landið fyrir Íslendingum og miklir möguleikar sem fyrir hendi eru í þessu stórkostlega landi,“ segir Anton Antonsson að lokum. Allir leggist á eitt við að laða að ferðamenn Morgunblaðið/Þorkell Anton Antonsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Terra Nova-Sól. „Það er stórhættulegt ef þessi næturlífsímynd af Íslandi festist í sessi.“ Anton Antonsson hefur starfað við ferðaþjón- ustu á Íslandi í 24 ár. Hann segir fulla þörf á auknu flugframboði á milli Íslands og meg- inlands Evrópu þar sem það auki til muna ferðamannastraum til Íslands. DEILA milli Færeyja og Íslands er hugsanlega í aðsigi eftir að Færey- ingar byrjuðu að veiða loðnu innan lögsögu sinnar. Þeir vilja ekki við- urkenna þá skoðun Íslendinga að sú loðna sé í raun hluti af íslenzka loðnustofninum og skuli því dragast frá kvóta Færeyinga við Ísland. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni, sem Færeyingar veiða loðnu innan eigin lögsögu, en mikið af loðnu hef- ur nú gengið inn í færeysku land- helgina. Eftir að þessar veiðar urðu Íslendingum ljósar, hringdi sá emb- ættismaður í íslenzka sjávarútvegs- ráðuneytinu, sem hefur með alþjóð- lega fiskveiðisamninga að gera, í sjávarútvegsráðherra Færeyja. Hann benti ráðherranum á að sú loðna, sem Færeyingar veiddu innan eigin lögsögu myndi dragast frá þeim 30.000 tonna loðnukvóta þeirra við Ísland, sem um var samið fyrir skömmu í samningum þjóðanna um veiðiheildir innan lögsagna þeirra. „Þessu erum við alls ekki sam- mála. Landstjórnin telur alls ekki að færeyska loðnan eigi að dragast af kvóta okkar við Ísland. Auk þess er það svo nýtilkomið að loðna veiðist við Færeyjar, að við vitum hvorki hve miklar þessar veiðar geta orðið nú né hvort loðnan kemur aftur upp að Færeyjum,“ segir Andrass Krist- iansen, deildarstjóri í færeyska sjáv- arútvegsráðuneytinu. Jörgen Niclasen sjávarútvegsráð- herra er sömu skoðunar. Hann segir að það liggi ekki fyrir neinir samn- ingar milli Íslands og Færeyja um að loðna sem veiðist við Færeyjar, skuli dragast frá kvóta Færeyinga við Ís- land. Kristiansen segir ennfremur að enn sé ekki komin skrifleg athuga- sem þess efnis frá Íslandi að loðna veidd við Færeyjar skuli dragast frá kvótanum við Ísland. Það eru þrjú lönd, Ísland, Noreg- ur og Grænland, sem ákveða nýtingu loðnustofnsins og Færeyingar hafa til þessa fengið kvóta frá öllum lönd- unum þremur. Löndin þrjú hafa ákveðið að heildarkvóti á þessu ári verði 1,2 milljónir tonna. Hvað Fær- eyinga varðar er það mikilvægt að vita í hve miklum mæli loðnan heldur sig innan lögsögu eyjanna, en það getur orðið til þess að Færeyingar taki þátt í því sem strandríki, að ákveða heildarkvóta og nýtingu loðnustofnsins. Morgunblaðið innti Árna Mathie- sen sjávarútvegsráðherra álits á þessu máli, en hann vildi ekkert um það segja á þessu stigi. Loðnudeila í aðsigi? Færeyingar veiða loðnu innan eigin lögsögu í fyrsta sinn Þórshöfn, Færeyjum. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.