Morgunblaðið - 26.01.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.01.2002, Qupperneq 21
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 21 Spurning: Mig langar að spyrjast fyrir um teefni, sem nefnist slöngujurt á íslensku, en Cimic- fuga racemosa á latínu. Það hefur verið ráðlagt fullorðnum konum í sambandi við breytingaskeiðið, en ég hef hvergi fundið upplýs- ingar um þetta og vildi fá úr því bætt með almennilegum hætti. Hefur þetta verið rannsakað og hvernig á að nota þetta ef ein- hverjar upplýsingar liggja fyrir? Þetta er selt í Heilsuhúsinu og er sagt jafnvel virkara en estrogen. Vitnað hefur verið í rannsóknir í Þýskalandi, en ég hef ekki fundið þær. Svar: Óþægindi kvenna á breyt- ingaskeiði, eins og hitakóf, þreyta, pirringur og fleiri ein- kenni, stafa af því að framleiðsla kvenhormóna minnkar hratt á þessum aldri. Mestu munar um kynhormónið östrógen (estro- gen). Samtímis þessu fara blæð- ingar minnkandi og hverfa að lokum alveg við tíðahvörf. Upp úr þessu fer að bera á beinþynningu hjá mörgum konum og hætta á hjarta- og æðasjúkdómum eykst. Á síðustu 10-20 árum hefur færst mjög í vöxt að konur á þessum aldri taki östrógen til að bæta upp þverrandi magn kynhormóna í líkamanum og við það losna konurnar við flest eða öll lík- amleg og andleg óþægindi og þar að auki minnkar hættan á bein- þynningu og hjarta- og æða- sjúkdómum. Ef östrógen er gefið á þennan hátt eykur það hættu á legkrabbameini og þess vegna verður að gefa aðra gerð horm- óna (gestagen) með, nema legið hafi verið fjarlægt. Östrógen má ekki gefa konum sem hafa fengið krabbamein í brjóst eða leg en slík krabbamein eru oft háð östrógeni og geta tekið sig upp ef það er gefið. Það getur líka verið varasamt að gefa östrógen kon- um sem hafa fengið blóðtappa eða eru með lifrarsjúkdóm. Eng- inn veit með vissu hve lengi er óhætt að gefa svona horm- ónauppbótarmeðferð en eftir meira en 10 ára notkun er talið að hætta á brjóstakrabbameini aukist lítillega. Nú er unnið að rannsóknum á lyfjum sem gætu hugsanlega gert þessa meðferð áhrifaríkari og hættuminni en það sem við getum boðið uppá í dag en enginn veit hvað þær kunna að leiða í ljós. Allir munu fagna því, þegar einhver fleiri efni finnast, úr náttúrunni eða tilbúin, sem geta dregið úr and- legum og líkamlegum óþægindum breytingaskeiðsins og minnkað hættu á beinþynningu og hjarta- og æðasjúkdómum. Hvort í slöngujurt leynast slík efni er erfitt að segja því nið- urstöður rannsókna eru mót- sagnakenndar og rannsóknir sem birtar hafa verið eru ekki miklar. Þessi jurt hefur verið notuð gegn óþægindum við tíðahvörf og eitt- hvað við fyrirtíðaspennu. Af dýratilraunum er ekki ljóst hvort efni úr slöngujurt hafa verkanir eins og östrógen, niðurstöður eru misvísandi. Sama má segja um rannsóknir á óþægindum kvenna við tíðahvörf, í sumum rann- sóknum hafa komið í ljós bætandi áhrif á þessi óþægindi en í öðrum fannst engin slík verkun. Ein vandaðasta rannsóknin var gerð í New York og niðurstöður birtar í maí 2001. Í þessari rannsókn tóku þátt 85 konur og fékk helm- ingurinn slöngujurt en hinn helmingurinn lyfleysu og í stuttu máli var niðurstaðan sú að slöngujurt hafði ekki meiri bæt- andi áhrif á líðan (m.a. hitakóf) en lyfleysa og var því dæmd gagnslaus. Rannsóknir vantar á fyrirtíðaspennu og þeim sjúk- dómum sem fylgja í kjölfar tíða- hvarfa. Við vitum hvorki hvort óhætt er að nota slöngujurt árum saman né hvort konum sem feng- ið hafa krabbamein eða blóðtappa er óhætt að neyta jurtarinnar. Sterkar vísbendingar eru um að slöngujurt geti haft skaðleg áhrif á fóstur og ættu ófrískar konur því að forðast jurtina. Slöngujurt og breytingaskeiðið MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Óvíst um gagnsemi  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. UPPHAF nýs árs er iðulega notað til að hefja líkamsrækt og margir steypa sér út í mikil átök og áreynslu til að komast í form. Sérfræðingar í líkamsæfingum eru hins vegar farnir að hallast að því að mikil áreynsla á borð við þá, sem boðið er upp á í lík- amsræktarstöðvum, sé ekki eina leiðin til að öðlast betri heilsu og jafnvel ekki sú besta. Í nýlegri grein í vikuritinu Time segir að það sé mat sérfræðinganna að svo geti verið að besta líkamsræktin sé að ganga rösklega á milli fimm og sex kíló- metra hraða á klukkustund í um hálfa klukkustund í senn fimm til sex sinnum á viku. Í greininni segir að ávinningurinn komi ekki fram samstundis en til langs tíma hafi reglulegar göngu- ferðir mikil áhrif til góðs, allt frá því að draga úr hættunni á hjartaslagi, sykursýki og beinþynningu til þess að slá á gigt, háan blóðþrýsting og jafnvel þunglyndi. Hin fullkomna æfing? Ganga er í blaðinu sögð nálgast það að vera hin fullkomna æfing. Bent er á að fátt sé öruggara, sýnu minna álag sé á hnén heldur en við að hlaupa og ekki sé vitað um neinar aukaverkanir. Vitnað er í dr. JoAnn Manson, sem er yfir deild fyrir- byggjandi lækninga í Brigham and Women’s spítalanum við Harvard- háskóla, og segir hún að stunduðu allir Bandaríkjamenn göngu 30 mín- útur á dag mætti draga úr tíðni margra krónískra sjúkdóma um 30 til 40 af hundraði. Talið er að tæp- lega þriðjungur Bandaríkjamanna fái næga hreyfingu daglega og um 40 af hundraði eru nánast algerir kyrr- setumenn. Landlæknir Bandaríkj- anna greindi frá því í desember að offita yrði brátt algengari orsök dauðsfalla, sem hefði mátt koma í veg fyrir, en vindlingareykingar. Sami ábati og af erfiðari líkamsrækt Í upphafi rannsókna á líkamsrækt var megináhersla lögð á að kanna kosti þess að leggja mikið á sig. Und- anfarið hafa vísindamenn hins vegar verið að skoða hver séu neðri mörk þeirrar hreyfingar, sem sé nauðsyn- leg til að hafa áhrif á heilsuna. Á undanförnum fimm árum hefur kom- ið fram fjöldi rannsókna, sem sýnir að rösk ganga hafi marga af sömu kostunum og meira erfiði á borð við hlaup. Munurinn er fólginn í því að í stað erfiðis tekur æfingin lengri tíma. Styrkir hjarta og bein og auð- veldar baráttuna við aukakílóin Sérstaklega hefur verið tekið til þess að ganga hafi góð áhrif á hjart- að. Hún örvar blóðrásina og styrkir hjartað, mikilvægasta vöðva líkam- ans. Blóðþrýstingurinn lækkar og það dregur úr álagi á æða- veggina. Talið er að þegar allt er talið geti ganga dregið úr líkum á hjarta- áfalli um 50 af hundraði. Ganga er einnig talin auðvelda stjórn á líkams- þyngd, en eftir því sem aldurinn færist yfir verð- ur erfiðara að gera það eingöngu með mataræði. Brennsla hitaeininga fer ekki aðeins fram meðan á göngunni stendur, heldur örvast efnaskipti líkam- ans það sem eftir lifir dags. Tvær rannsóknir frá liðnu ári benda til þess að hálftíma ganga daglega geti seinkað og jafnvel komið í veg fyrir sykur- sýki tvö í fólki, sem er of þungt eða á þegar í vand- ræðum með að brjóta niður sykur í líkamanum. Sýnt hefur verið fram á að ganga styrkir ekki aðeins vöðvana heldur einnig beinin, sem þeir eru fastir við, og vinnur þannig gegn beinþynningu. Þá eru komnar fram vísbendingar um að ganga hafi áhrif á þunglyndi. Í greininni í Time segir að gerð hafi verið rannsókn sem sýnir að eftir tíu mánaða tímabil voru þunglyndis- sjúklingar sem aðeins tóku þung- lyndislyf líklegri til að fá bakslag en þeir sem fengu ekki lyf og stunduðu æfingar. Er ganga besta líkamsræktin? Morgunblaðið/RAX Hollusta þess að ganga hefur mikið verið rannsökuð á undanförnum árum. H E I L B R I G Ð S K Y N S E M I LÝSI&LIÐAMÍN Allra liða bót án A og D vítamína Hvað er Liðamín? Liðamín inniheldur amínósýruna glúkósamín, sem er hráefni til viðgerðar á brjóski, og kondróítín sem er eitt algengasta byggingarefnið í liðbrjóski. Hvers vegna lýsi? Lýsið í Lýsi & Liðamíni inniheldur a.m.k. 30% af omega-3 fitusýrum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðagigt benda til þess að við reglubundna neyslu á omega-3 fitusýrum dragi úr einkennum eins og stirðleika á morgnana, verkjum og þreytu. www.lysi.is Y D D A / SÍ A Nýskr. 5.2000, 7300cc, diesel vél, 234 hö, 4 dyra, sjálfskiptur, blár, ekinn 9. þ. Fluttur inn af um- boði, er í ábyrgð, einn eigandi, Alpine CD m/skjá, NMT-sími, ABS, þægindastólar, hús m/viftu, 35" dekk, upphækkaður, brettakantar, stigbretti o.m.fl. Ford F250 XL V8TD Crewcab Grjóthálsi 1 Sími 575 1230/00 bíla land notaðir bílar bilaland.is B&L Verð 5.550 þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.