Morgunblaðið - 26.01.2002, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SAMÞJÖPPUN á sviði mat-vöruverslunar kom til um-ræðu á Alþingi í vikunni.Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra sagði að fylgja þyrfti því
eftir að stórir aðilar væru ekki að
misnota aðstöðu sína. „Auðvitað er
það þannig að 60% eignaraðild á
verslunarfyrirtækjum í matvæla-
iðnaði er allt of há hlutdeild. Auðvit-
að er það uggvænlegt og sérstak-
lega þegar menn hafa á
tilfinningunni að menn taki ekki því
mikla valdi sem þeir hafa þar af
skynsemi. Auðvitað hlýtur að koma
til greina af hálfu ríkisins og Alþing-
is að skipta upp slíkum eignum ef
þær eru misnotaðar,“ sagði for-
sætisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði við sama
tækifæri að stóru matvörukeðjurn-
ar hefðu í skjóli einokunar keyrt
upp matarverð. „Hreðjatak þeirra á
markaðnum hefur kallað fáheyrða
dýrtíð yfir neytendur,“ sagði Össur.
Hann sagði ríkisstjórninni bera
skylda til að feta í fótspor verka-
lýðshreyfingarinnar og fara í við-
ræður við stærstu verslunarrisana
og krefjast þess í nafni þjóðarheillar
að þeir sýni ábyrgð og lækki mat-
arverð. „Ef fortölur duga ekki til þá
er það skoðun okkar í Samfylking-
unni að Samkeppnisstofnum eigi að
fá í hendur þau tæki sem hún þarf
til þess að skipa fyrir um breyting-
ar, þar á meðal að skipta upp slíkum
einokunarrisum ef hún telur þess
þörf til þess að vernda hagsmuni
neytenda.“
Ummælin um hugsanlega upp-
skiptingu verslunarfyrirtækja í
matvælaiðnaði hafa vakið verð-
skuldaða athygli. Þótt forsætisráð-
herra hafi ekki nefnt nein fyrirtæki
á nafn er ljóst að hann er að vísa til
Baugs hf., sem er talið hafa hátt í
60% markaðshlutdeild á höfuðborg-
arsvæðinu með rekstri verslana
Nýkaupa, Hagkaupa, Bónuss og
10–11, en yfir 40% hlutdeild á land-
inu öllu. Annar stór aðili á mark-
aðnum er Kaupás, sem er talinn
hafa um 26–27% markaðshlutdeild
á höfuðborgarsvæðinu og um 22–
23% á landinu öllu með verslunum
Nóatúns, 11–11 og KÁ, auk Krónu-
verslana sinna.
Stjórnarformenn þessara fyrir-
tækja tóku ummælum forsætisráð-
herra þunglega og telja ekki ástæðu
til að skipta fyrirtækjum upp af
þeirri ástæðu einni að þau hafi
mikla markaðshlutdeild. Hreinn
Loftsson, stjórnarformaður Baugs,
benti á að ef litið væri svo á yrði
einnig að hluta í sundur önnur
markaðsráðandi fyrirtæki, til dæm-
is í flugi eða sjóflutningum, en hann
efaðist stórlega um að slíkt leiddi til
lægra verðs á vöru þeirra eða þjón-
ustu.
Enga beina heimild er að finna í
íslenskum lögum til að skipta upp
fyrirtækjum, teljist markaðshlut-
deild þeirra of há, miðað við ein-
hverjar skilgreindar forsendur, og
að því gefnu að þau misnoti stöðu
sína. Einn viðmælandi Morgun-
blaðsins sagði hugsanlegt að sam-
keppnisyfirvöld gætu látið reyna á
uppskiptingu fyrir dómstólum sam-
kvæmt 17. grein samkeppnislag-
anna, sem kveður á um að aðgerðir
gegn samkeppnishömlum geti falið í
sér bann, fyrirmæli eða heimild með
ákveðnu skilyrði. Greinin er hins
vegar mjög almennt orðuð, upp-
skipting hvergi nefnd á nafn og lög-
fróðir menn telja hæpið að dómstól-
ar samþykktu jafnalvarlega aðgerð
og uppskiptingu fyrirtækis, væri 17.
greinin ein til grundvallar. Árni Vil-
hjálmsson hæstaréttarlögmaður
segist t.d. ekki telja greinina næga
stoð fyrir slíkri aðgerð. Annaðhvort
þurfi að breyta samkeppnislögun-
um eða setja sérstök lög.
Árni segir að ákvæði um upp-
skiptingu markaðsráðandi fyrir-
tækja vegna misnotkunar á stöðu
verði að vera almenn; ekki komi til
greina að setja slík lög til höfuðs
einum þætti atvinnulífsins öðrum
fremur. Við lagasetninguna verði
hins vegar að taka mið af ákvæðum
stjórnarskrárinnar um eignarrétt
og atvinnufrelsi, en hann geti ekki
lagt mat á hvort slík lög fengju stað-
ist samkvæmt stjórnarskránni.
„Samkeppnislögin eiga að duga til
að koma í veg fyrir misnotkun á
markaðsráðandi stöðu,“ segir Árni.
„Slík misnotkun er bönnuð sam-
kvæmt lögunum, sem hafa að
geyma ákvæði um viðurlög við brot-
um á þeim.“
Sigurður Líndal lagaprófessor er
sammála Árna að við hugsanlega
lagasetningu verði að hafa jafnræð-
isregluna í huga, þ.e. að eitt skuli yf-
ir alla ganga. Stærð fyrirtækis ein
saman geti ekki talist næg ástæða
til slíkrar lagasetningar, heldur
þurfi að sýna fram á misnotkun að-
stöðu, til dæmis undirboð fyrirtæk-
isins til að koma í veg fyrir að önnur
fyrirtæki nái að hasla sér völl á
sama sviði, eða eitthvað annað sem
flokka mætti undir óréttmæta við-
skiptahætti. Allt slíkt verði auðvitað
að rannsaka gaumgæfilega.
Aukin markaðsyfirráð
geta verið ólögmæt
Við endurskoðun samkeppnis-
laga í desember árið 2000 var
hnykkt á ýmsum ákvæðum laganna,
til dæmis lagðar sérstakar skyldur
á herðar þeim fyrirtækjum sem
teljast markaðsráðandi og tekið
fram hvers konar aðgerðir slíkra
fyrirtækja fela í sér misnotkun.
Önnur mikilvæg breyting var gerð á
lögunum, sem lýtur að því að nú er
alveg ljóst að samruni getur verið
ólögmætur þegar fyrirtæki sem er
markaðsráðandi eykur markaðsyf-
irráð sín. Ef þessi regla hefði verið
lögfest fyrr má ætla að samkeppn-
isyfirvöld hefðu t.d. gert athuga-
semdir við kaup Baugs á Vöruvelt-
unni, sem rak 10–11 verslanirnar.
Þá hafði Hæstiréttur hins vegar
túlkað samkeppnislög á þann hátt,
að samkeppnisyfirvöld töldu sér
ekki fært að koma í veg fyrir kaup-
in.
Við kaup Baugs á 10–11 verslun-
unum árið 1999 var staðan sú, að því
er fram kemur í úrskurði sam-
keppnisráðs 6. júlí það ár, að Baug-
ur rak verslanakeðjurnar Hagkaup,
Bónus, Nýkaup og Hraðkaup, en
Vöruveltan rak þrettán 10–11 versl-
anir. Miðað við veltu árið
Baugur með rúmlega 50%
á matvörumarkaði á höfu
svæðinu. Eftir yfirtökuna
verslununum var mark
deildin komin upp í 57–58
fyrir að Baugur seldi tv
kaupaverslanir til Kaupáss
Nóatúnsverslanirnar, 11–
anirnar og KÁ, en nú haf
verslanir Kaupáss bæst í
Samkeppnisráð mat mark
deild Kaupáss á höfuðbor
inu 25% eftir kaupin á N
verslununum. Samanlag
Baugur og Kaupás því með
matvörumarkaðarins á hö
arsvæðinu, en aðrir kep
með 2–5% hlutdeild.
Í úrskurði sínum vegna
unnar sá samkeppnisráð á
að vísa í túlkun og beitin
runareglna í erlendum r
kom fram, að samkvæmt
Evrópusambandsins um
eða yfirtöku fyrirtækja ski
hvort um sköpun markað
stöðu er að ræða eða sty
markaðsráðandi stöðu sem
Ef samruninn hefur annað
för með sér og sýnt þykir
hljótist röskun á virkri sam
markaðnum ber að banna
ann eða yfirtökuna.
Svipaðar reglur gilda í B
Noregi, Svíþjóð og Finnlan
er fram kemur í þessari sa
samkeppnisráðs, en í D
eru ekki í gildi reglur sem
stjórnvöldum að grípa til í
vegna samruna eða yfirtö
hægt sé að grípa til aðger
telji stjórnvöld um misn
markaðsráðandi stöðu að r
Upptalningu samkeppn
reglum nágrannaþjóða í
var að líkindum ætlað að
hygli á að íslensk samke
kváðu ekki nægilega sterk
til að ráðinu væri stætt á a
yfirtöku Baugs á 10–11 ve
um. Enda segir samkepp
Hugsanleg misnotkun fy
SEKTARHEI
– UPPSKI
Ummæli forsætisráðherra um að til
greina komi að skipta upp eignum mark-
aðsráðandi verslunarfyrirtækja hafa vakið
athygli. Í grein Ragnhildar Sverrisdóttur
kemur fram að í samkeppnislögum
eru ýmis úrræði til að koma í veg fyrir
misnotkun markaðsráðandi stöðu.
FORDÆMI BESSASTAÐAHREPPS
OFBELDI GEGN BÖRNUM
Í gær var grein um illa meðferðá börnum hér í blaðinu, en fyr-irsögn hennar; „Barnið njóti
vafans“, setur siðferðislegar skyld-
ur okkar hvað öryggi og vellíðan
barna viðkemur í hnotskurn. Í
greininni kemur fram að Gestur
Pálsson og Jón R. Kristinsson,
barnalæknar á Barnaspítala
Hringsins, telja vandamálið van-
greint líkt og kynferðislegt ofbeldi
var áður. Í kjölfar vakningar í
þeim málum upp úr 1986 jókst um-
ræða um kynferðislegt ofbeldi
gegn börnum mikið sem vissulega
hefur leitt til aukinnar meðvitund-
ar um vandann, afleiðingar hans og
ábyrgð allra þeirra sem börnin
annast. Í ljósi þeirrar reynslu er
full ástæða til að beina sjónum
samfélagsins að annars konar of-
beldi sem börn eru beitt. Brýnt er
að ráðast einnig gegn þeim dulda
vanda sem þar er að finna, læra að
greina hann og leita uppbyggilegra
úrlausna til að draga úr þeim skaða
sem ofbeldið veldur.
Í skýrslu Barnaverndarstofu fyr-
ir árið 2000 kemur fram að barna-
verndarnefndir tóku á því ári sam-
tals við 2.728 tilkynningum vegna
barna í vanda og í 84% tilvika var
talin þörf á afskiptum. Eftir að til-
fellin höfðu verið könnuð var talið
að 31 barn hefði verið beitt lík-
amlegu ofbeldi. Af þessum tölum
má sjá að börnum hér á landi, rétt
eins og annars staðar, er misþyrmt
af sínum nánustu. Þegar tölur frá
árunum 1980–1999 eru skoðaðar
kemur í ljós að flest þeirra eru
mjög ung, en 80% eru undir 7 ára
aldri.
„Við verðum að gera okkur grein
fyrir því að ofbeldi gagnvart börn-
um er hluti af íslenskum veru-
leika,“ segir Gestur Pálsson. „Þess
vegna verða læknar og annað heil-
brigðisstarfsfólk alltaf að hafa
þennan möguleika í huga þegar
börn eru skoðuð.“ Af orðum hans
má ráða að ábyrgð fólks í heil-
brigðisgeiranum er mikil þegar að
því kemur að greina áverka og
taka afstöðu til þess hvort þeir geti
hugsanlega verið afleiðing mis-
þyrminga, en jafnframt benda báð-
ir læknarnir á að ábyrgð annarra
sem umgangast barnið er einnig
mikil, því samkvæmt barnavernd-
arlögum er almenningi beinlínis
skylt að tilkynna barnaverndaryf-
irvöldum ef grunur vaknar um van-
rækslu eða ofbeldi gagnvart þeim.
Í máli Gests kemur fram að erf-
itt sé að meta tíðni ofbeldis gagn-
vart börnum þar sem vandinn fari
leynt. Hann telur þó ekki að um
jafnvíðtækt vandamál sé að ræða
og t.d. í Bretlandi, þar sem mennt-
unarstig hér er hærra, velferð al-
mennari og eftirfylgni í ungbarna-
vernd betri, auk þess sem
fjölskyldutengsl eru sterkari. Það
breytir þó ekki þeirri staðreynd að
algengustu áhættuþættirnir, svo
sem streita, fjárhagslegir erfiðleik-
ar, veikindi og atvinnuleysi eru all-
ir þeir sömu hér og annars staðar
og við verðum að vera vakandi fyr-
ir því álagi sem þeir valda í sam-
skiptum foreldra og barna. Í okkar
samfélagi hefur sem betur fer ekki
verið jafnsterk hefð fyrir líkamleg-
um refsingum og víða annars stað-
ar og því vonandi að auðveldara
verði að búa þannig um hnútana að
börn geti notið þess andlega og lík-
amlega öryggis sem þau eiga skil-
yrðislausan rétt á í uppvexti sínum.
Bessastaðahreppur hefur ákveðiðað falla frá tæplega 6,7%
hækkun leikskólagjalda, sem taka
átti gildi frá síðustu áramótum.
Jafnframt hefur hreppurinn ákveð-
ið að fresta hækkun á gjaldskrá
Frístundar Álftanesskóla til 1.
ágúst nk. og lagt verður til við
hreppsnefnd að gjaldskrár fé-
lagsþjónustu, sundlaugar og gæzlu-
vallar verði ekki hækkaðar.
Með þessum ákvörðunum hefur
Bessastaðahreppur sýnt öðrum
sveitarfélögum gott fordæmi, sem
ætti að verða þeim hvatning til þess
að fylgja í kjölfarið.
Rekstur sveitarfélaga eða fyrir-
tækja og stofnana á þeirra vegum
er í sjálfu sér ekki frábrugðinn
rekstri almennra fyrirtækja að því
leyti til að það er hægt að mæta út-
gjaldaauka á tvo vegu. Annaðhvort
að hækka gjöld eða draga úr öðrum
kostnaði.
Fyrirtæki sem starfa í samkeppni
á markaði eru oft tilneydd að skera
niður kostnað í stað þess að hækka
verð. Sú aðstaða stuðlar að betri
rekstri fyrirtækjanna. Ríki og
sveitarfélög hafa sterka tilhneig-
ingu til þess að hækka gjöld í stað
þess að draga úr kostnaði. Til þess
að allrar sanngirni sé gætt ber auð-
vitað að taka fram, að oft er þeim
skylt samkvæmt lögum að veita
ákveðna þjónustu. Engu að síður er
svigrúm hjá þessum aðilum eins og
öðrum að draga úr kostnaði.
Ákvörðun Byko um lækkun á
vöruverði í verzlunum fyrirtækisins
hefur hrundið af stað verðlækkun-
arskriðu í verzlunum. Það kom
skýrt í ljós í samtölum, sem Morg-
unblaðið átti við viðskiptavini
Fjarðarkaupa á dögunum, að fólk
vill sýna samstöðu með þeim sem
lækka verð og beina viðskiptum
sínum þangað. Þess er að vænta að
ákvörðun Bessastaðahrepps hafi
áþekk áhrif hjá sveitarfélögunum.
Frumkvæði forystumanna Al-
þýðusambands Íslands að því að
eiga viðræður við forsvarsmenn
sveitarfélaga um möguleika á lækk-
unum er til fyrirmyndar. Með að-
gerðum þessara aðila hefur smátt
og smátt skapazt almenn hreyfing
fyrir því í landinu að knýja fram
verðlækkanir. Sú hreyfing þarf að
eflast.