Morgunblaðið - 26.01.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.01.2002, Qupperneq 31
við að finna til kvíða. Kvíði er hin hliðin á eftirvæntingu. Með því að anda inn í kvíða eða aðrar sterkar tilfinningar sem við reynum annars að forðast getum við leyst þær upp og nýtt okkur orkuna sem leynist í tilfinningunni. Við getum lært að lifa með þeim og finna fyrir mýktinni í hjartanu. Sorg getur umbreyst í samkennd. Reiði getur orðið að um- breytingarorku. Oft er sú tilfinning sem við bælum hvað mest einfald- lega gleði og hlátur. Og þegar við er- um hætt að hlæja – ja, þá er nú lífið dálítið litlaust. Leikur og dans Annað sem mér hefur fundist mjög mikilvægt til að halda andlegri heilsu og leyfa Línunni í mér að blómstra er dans. Að dansa til að leika mér, til að fá útrás fyrir sköp- unargleði, fyrir spennu í öxlum og mjöðmum, til að svitna og verða ör- þreytt. Rísa svo upp eftir djúpa slök- un og vera eins og nýfædd. Við ger- um allt of lítið af því að leika okkur. Það er helst að börnin okkar geti togað okkur út í leiki, að gleyma al- varleika lífsins og stað og stund. Leikir hjálpa okkur að finna töfrana og ævintýrið. Ein af uppáhaldssetn- ingum mínum eftir hana Línu er í bréfi sem hún skrifaði til foreldra Tomma og Önnu. Þar segir hún: „Börnin ukkar eru ekki vidund dáin heldur þveröfugt og þaug lentu bara í skipproti og koma bráðumm heim. Kær kveðja Lína.“ Og það er einmitt mitt markmið í lífinu; að vera ekki vitund dáin, heldur þveröfugt. Ég vona að mér takist það og takist að plata einhverja með mér í leiðinni. Greinarhöfundur er leiðbeinandi í líföndun, hómópati og nuddari. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 31 AF OG til hefur orðið umræða um refsingar í fíkniefnamálum, eða önnur úrræði í þeirra stað. Nýlega var í þætt- inum Speglinum hjá Ríkisútvarpinu rætt við Helga Gunnlaugsson, dósent við Háskóla Ís- lands, sem talaði um refsistefnuna hér á landi í fíkniefnamálum í tengslum við nýlegan dóm þar sem maður fékk 12 ára fangelsi fyr- ir smygl á miklu magni af e-töflum. Baráttan gegn fíkni- efnabölinu er erfið og ekki síst varðandi e-töfluna, sem m.a. inniheldur hin hættulegu efni MDMA. Ein ástæða mikillar út- breiðslu e-töflunnar er markaðssetn- ing hennar, þ.e. um er að ræða pillu sem lætur lítið yfir sér, en ekki hið hefðbundna fíkniefni, sem neytt er með því að reykja það, sjúga í nef, eða sprauta sig. Ennfremur að sölumenn efnisins hafa haldið því á lofti að um væri að ræða skaðlaust efni og því miður hafa ýmsir aðrir tekið undir það, eða gert lítið úr skaðsemi efnis- ins. Fyrir vikið má ætla að þetta fíkni- efni eigi greiðari aðgang að fólki en ella. Það liggur fyrir að dauðsföll hafa hlotist af neyslu e-töflunnar beint eða óbeint og er það áhyggjuefni víða um heim. Má í þessu sambandi nefna frétt er birtist í Morgunblaðinu 19. janúar 2002, þar sem vitnað var til matsgerðar, sem unnin var af dr. Magnúsi Jóhannessyni, lækni og pró- fessor við Háskóla Íslands og dr. Sveinbirni Gizurarsyni, lyfjafræðingi og prófessor við Háskóla Íslands, að beiðni Björns L. Bergssonar hrl. Matsgerðin var nýlega lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar kemur m.a. fram að neysla á e-töflum (MDMA) sé líklega talsvert hættu- legri en neysla amfetamíns og heró- íns. Þessi niðurstaða felur í sér að meira þarf að fara fyrir framlagi heil- brigðisyfirvalda til umræðunnar um skaðsemi e-töflunnar, enda er mats- gerð sérfræðinganna staðreynd og ófögur lýsing í öllu tilliti. Skila refsingar árangri? Ljóst er að stefna ríkisstjórnarinn- ar og auknar aðgerðir stjórnvalda í fíkniefnavörnum, þar á meðal lög- reglu og tollgæslu, hafa á undanförn- um árum skilað árangri m.a. í að rjúfa innflutningsleiðir fíkniefna. Bent skal á að við rannsóknir fíkni- efnamála hjá ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur komið fram, að Íslendingar veigri sér orðið við að flytja inn fíkniefni, sérstaklega hættulegri efnin, s.s. e-töfluna. Ef til vill skýrir það að málum hefur fjölgað þar sem útlendingar eru teknir fyrir fíkniefnasmygl. Hér kann skýringin að vera að Íslendingar eru vel meðvit- aðir um hvernig tekið er á fíkniefna- brotum hér á landi. Ekki er óvarlegt að álykta að styrk stefna stjórnvalda í fíkniefnavörnum sé einmitt að skila sér í auknum varnaðaráhrifum. Helgi Gunnlaugsson nefnir í fyrr- nefndum útvarpsþætti, að ýmislegt bendi til þess að hörð stefna í fíkni- efnamálum stemmi ekki stigu við neyslu efnanna og segir þetta koma fram með hvað skýrustum hætti í Bandaríkjunum. Þá segir Helgi að hann telji nokkuð ljóst að það muni eiga sér stað ákveðnar breytingar í þessum málaflokki á næstu árum, þess sjáist merki mjög víða í mörgum löndum þar sem menn séu farnir að endurskoða löggjöfina og vilja taka á þessum málum með öðrum hætti. Nefnir Helgi þá leið að taka þetta að einhverju leyti út úr réttarvörslukerf- inu og setja frekar í hendur á félags- og heilbrigðismálakerfinu og raun- verulega að takast á við þessi mál með öðrum hætti en gert hafi verið hingað til. Þyngstu fíkniefnadómana fá þeir sem fjármagna og flytja fíkniefnin til landsins. Í stærstu málunum er sjaldnast um að ræða forfallna fíkni- efnaneytendur, heldur er þetta gert í ávinningsskyni. Þessu er oft blandað saman í umræðunni. Nokkur atriði, sem Helgi Gunn- laugsson nefnir í tilvitnuðu útvarps- viðtali, eru tilefni eftirfarandi spurn- inga:  Hvaða breytingar boðar hann, að muni eigi sér stað í fíkniefnamála- flokknum á næstu árum?  Hvaða þættir eru það, sem taka má út úr réttarvörslukerfinu og setja í hendur á félags- og heilbrigðismála- kerfinu og hvernig yrði framkvæmd- in á því?  Hvaða breytingar geta orðið á þætti fíkniefnasmyglara, sem stunda iðju sína í ávinningsskyni en ekki vegna þess að þeir eru fíkniefnasjúk- lingar? Hverjir vilja gefast upp? Sumir svonefndir málsmetandi menn hafa á allra síðustu misserum léð máls á því að lögleiða fíkniefni. Að sjálfsögðu eiga einstaklingar í lýð- ræðisríki rétt á að halda fram skoð- unum sínum. Hins vegar er stað- reyndin trúlega sú að sá hópur sem er þessarar skoðunar er fámennur, en orðinn nokkuð áberandi á allra síð- ustu misserum. Það er trú okkar að allur þorri Íslendinga vilji að ákveðið sé tekið á alvarlegum afbrotum, eins og fíkniefnamálum. Haraldur Jo- hannessen, ríkislögreglustjóri, hefur varað við lögleiðingu fíkniefna meðal annars vegna tengsla alþjóðlegra glæpahringja við fíkniefnafram- leiðslu, sölu og dreifingu, vopnasölu, smygl og misnotkun á fólki, vændi, peningaþvætti og hryðjuverkastarf- semi. Hann bendir á að það sé stað- reynd að þessi afbrotastarfsemi teng- ist á alþjóðlega vísu og vanhugsað að ætla að unnt sé að slíta fíkniefnamála- flokkinn þar frá. Þessi skoðun er í samræmi við afstöðu lögregluyfir- valda um allan heim. Í umræðunni um lögleiðingu fíkni- efna er ónefndur þáttur aðstandenda og vina sem beint og óbeint verða virkir þátttakendur í þeim hörmung- um, sem viðkomandi einstaklingur hefur ratað í. Að heyra foreldra segja að þeir vilji frekar horfa á eftir börn- um sínum í gröfina, en að sjá þau halda áfram í þeim skelfilega víta- hring, sem fíkniefnaneyslan hefur oft í för með sér, lýsir því kannski best hvernig þetta ástand getur verið. Íslenska lögreglan mun ekki gefast upp í þessari baráttu þótt á brattann sé að sækja, enda vilji ríkisstjórnar og langflestra Íslendinga að baki henni. Er umræðan um fíkni- efnamál á villigötum? Guðmundur Guðjónsson Fíkniefni Íslendingar eru vel meðvitandi um, segja Guðmundur Guð- jónsson og Ásgeir Karlsson, hvernig tekið er á fíkniefnabrotum. Guðmundur er yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og Ásgeir Karlsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Ásgeir Karlsson IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 Farðu þínar eigin leiðir!!! Áfram Ísland ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 16 55 4 01 .2 00 2 Derhúfa aðeins 800 kr. NETVERSLUN Á mbl.is Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.