Morgunblaðið - 26.01.2002, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 26.01.2002, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA verður í Seltjarnarneskirkju sunnu- daginn 27. janúar kl. 11. Stundin er sniðin að þörfum barnanna með léttu og notalegu andrúmslofti. Í upphafi stundarinnar mun sr. Sigurður Grétar Helgason taka við Biblíu sem afhent hefur verið kirkj- unni til varðveislu fyrir hönd Ástu Sigríðar Þorkelsdóttur og hennar afkomenda. Ætíð hefur verið geng- ið um Biblíuna sem mikinn helgi- grip og hún hefur alltaf verið nefnd sem „Biblían úr Nesi á Seltjarn- arnesi“. Stoppleikhópurinn mun sýna nýtt íslenskt barnaleikrit sem heitir „Ævintýri Kuggs og Málfríðar“. Er leikgerðin byggð á hinum vinsælu barnabókum Sigrúnar Eldjárn um Kugg og Málfríði. Ætlunin er að síð- asta sunnudag hvers mánaðar verði fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni þar sem börnin í kirkjuskólanum eiga sína stund í kirkjuskipinu ásamt fjölskyldu sinni. Verið öll hjartanlega velkomin. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju. Sunnudagurinn í Hallgrímskirkju MESSA og barnastarf verður kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédik- ar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Bjarman. Barna- og unglinga- kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur. Org- anisti verður Hörður Áskelsson, kantor. Magnea Sverrisdóttir stýrir barnastarfinu, en börnin fara fyrir prédikun og fá fræðslu við sitt hæfi í safnaðarsal kirkjunnar. Eftir messu er söfnuðinum boðið upp á molasopa í safnaðarsalnum. Ensk messa kl. 14. Síðdegis kl. 17.00 verða tónleikar í tónleikaröð Listvinafélags Hall- grímskirkju. Tónleikarnir nefnast Nadda-kross, Miðaldaspuni. Raf- magnaðir tónleikar með íslenskri tónlist frá 21. öldinni og miðöldum. Þátttakendur verða: Matthías M.D.Hemstock slagverksleikari, Hörður Áskelsson orgelleikari, Hugi Guðmundsson tónskáld og sönghópurinn Voces Thules. Ensk messa í Hallgrímskirkju ENSK messa verður haldin í Hall- grímskirkju sunnudag kl. 14. Prest- ur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason og organisti Ágúst Ingi Ágústsson. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Á þessu ári verður boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síð- asta sunnudag hvers mánaðar. Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN, sunnudaginn 27. jan- úar, verður haldin mikil fjöl- skylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju. Það er komin löng hefð fyrir því að halda slíka hátíð einu sinni í mánuði í kirkjunni. Hátíðin hefst að venju með fjölskylduguðsþjónustu kl.11.00. Þá sameinast báðir sunnu- dagaskólar kirkjunnar, en Hafn- arfjarðarkirkja starfrækir sunnu- dagaskóla bæði í Hvaleyrarskóla og safnaðarheimilinu. Allir leiðtogar taka þátt í því að annast stundina. Barna- og unglingakór kirkjunnar kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Lindu Margrétar Sigfúsdótt- ur. Leiðtogar mynda hljómsveit að venju og stjórna almennum söng. Farið verður í leiki og sögð glæru- myndasaga. Prestar eru sr. Þórhall- ur Heimisson og sr. Þórhildur Ólafs. Eftir fjölskylduguðsþjónustuna er boðið upp á góðgæti í safn- aðarheimilinu. Þar verða einnig myndir dagsins afhentar. Sunnu- dagaskólarútan ekur eins og venju- lega, en auk þess mun rúta fara frá Hvaleyrarskóla kl.10.55 og heim aftur eftir veisluna í safnaðarheim- ilinu. Allir eru velkomnir. Hafnarfjarðarkirkja – Þjóðkirkja í þína þágu. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingunum með helgihald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til messu í Kolaport- inu sunnudaginn 27. janúar kl. 14:00. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni predikar og þjónar ásamt Jónu Hrönn Bolladóttur miðborg- arpresti. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof- gjörðina. Áður en Kolaportsmessan hefst mun Þorvaldur Halldórsson flytja þekktar dægurperlur eins og honum er einum lagið. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í messunni. Í lok stundarinnar verður fyr- irbæn og blessun með olíu. Messan fer fram á kaffistofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffi port, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. All- ir velkomnir. Miðborgarstarf KFUM&K. Heiðmar í Óháða söfnuðinum KRISTINN Á. Friðfinnsson, sókn- arprestur í Hraungerðisprestakalli, mætir nk. sunnudag kl. 14, ásamt organistanum, Heiðmari Jónssyni og kór, í messu í Óháða söfnuðinum. Heiðmar var organisti í Óháða söfn- uðinum fyrir nokkrum árum. Geta menn heilsað upp á Heiðmar að lokinni messu þar sem heill fer- metri af rjómatertu verður til áts í kirkjukaffinu. Kristinn prédikar og barnastarfið er á sama tíma. Allir velkomnir. Fjölskylduguðs- þjónusta í Sel- tjarnarneskirkju Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 13. Þorrafagnaður. Allir velkomnir. Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa- vogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum starfa barna- og unglingadeildir. Létt hressing eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. KFUM&K, Sunnuhlíð, Akureyri. Almenn samkoma kl. 20.30 sunnudagskvöld. Katrín Möller Eiríksdóttir talar og sýnir myndir frá Kenýa. Fundur í yngri deild á mánudag kl. 17. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF segja sögu sína og draga ekkert und- an þá gat hún vikið sér undan, á ein- hvern óútskýranlegan hátt, að gefa upplýsingar um sinn innri heim þótt knúð væri dyra af vinum. Þennan heim hafði hún fyrir sig. Grunar mig að þar hafi togast á andstæð öfl. Þau sem beindust út á við snerust um að sýna samkennd og veita styrk. Hin sem leituðu inn fóru stundum um hana ómjúkum höndum og gátu hindrað bata og framfarir á veikinda- tímum. Við, vinir hennar og aðstandendur, sem heimsóttum hana reglulega síð- ustu árin, eigum sennilega aldrei eftir að skilja til fulls hin flóknu fyrirbæri mannlegs atferlis sem birtust í vin- konu okkar. En það er eins og það sé nóg að vita núna, að hún var okkur svo kær á margan hátt. Ég votta Haraldi Darra, Önnu Margréti, Halldóri litla Alexander, móður hennar Herdísi, systkinum hennar og öðrum vinum og vanda- mönnum mína dýpstu samúð. Far þú í friði, góða vinkona. Minn- ingin lifir. Rannveig Guðmundsdóttir. Nú, þegar Auður vinkona mín hef- ur kvatt þetta jarðlíf er gott að láta hugann reika til baka og minnast allra skemmtilegu stundanna sem ég hef átt með henni. Við Auður kynntumst í gegnum eiginmenn okkar fyrir rúmum aldar- fjórðungi. Það var á þeim tímum þeg- ar við vorum ung og róttæk og mikið að gera í vinstri pólitíkinni. Auður hafði nú engan sérstakan áhuga á þessum róttæku samtökum en hún hafði mikinn áhuga á tónlist og svo sannarlega gerði hún vinstri pólitík- inni gott með tónlist sinni. Auður var nefnilega tónskáld og gerði þónokkur lög m.a. við ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og Guðmund Böðvarsson. Einnig söng Auður vel og kom oft fram á hinum ýmsu baráttukvöldum og söng þá stundum tvísöng með Þor- valdi, sem lék undir á gítar. Auður söng í nokkur ár með kór alþýðu- menningar, allt frá 1976. Það þótti merkilegur kór á þessum árum. Upp úr kór alþýðumenningar varð til söngsveitin Kjarabót. Þar voru sung- in baráttulög inn á plötu sem nefndist „Baráttusöngvar fyrir friði og þjóð- frelsi.“ Þar eru nokkur lög eftir Auði. Á þessum árum komum við oft saman í heimahúsum og var þá mikið sungið og spilað. Með þeim Auði og Þorvaldi fannst mér fylgja menning- arblær ljóðasöngsins, sem á einhvern hátt mildaði hráslagalegan rútubíla- söng okkar hinna. Það er eins og sumum sé meira til lista lagt en öðrum og var Auður ein af þeim. Auður gat ekki bara sungið, hún var einnig vel hagmælt og oft var leitað í smiðju hennar eftir textum sem þurfti að syngja eða flytja við sérstök tækifæri. Ég minnist árshá- tíðar þegar við unnum saman á barna- geðdeild Landspítalans þar sem Auð- ur átti stóran þátt í skemmtidagskrá sem tókst afar vel og kímnigáfa henn- ar gladdi samstarfsfólkið. Einnig var Auður listakokkur og var það ætíð til- hlökkunarefni ef hún bauð heim í mat og það var gott að fá hana til aðstoðar þegar halda átti veislur. Nokkur haust gerðum við saman slátur eins og „góðar húsmæður“ gera og eitt er víst að ég fékk ekki að koma nærri hrærunni þegar hún var að krydda, en gott var slátrið og vel borðað. Auður var alla tíð ljóðelsk kona. Ósjaldan fór hún með ljóð og vildi kryfja merkingu þeirra og þar var ekki komið að tómum kofunum. Röndóttir ullarsokkar og skrautleg teppi sem Auður prjónaði og heklaði og voru sérgrein hennar hafa glatt augu okkar og haldið hita á bæði börnum og fullorðnum. Eins og vera ber á löngum tíma hafa mörg málefnin verið rædd og þá allt milli himins og jarðar. Oft vorum við Auður ósammála en það var bara gaman að vera ósammála Auði því þá tókumst við á og hafði það ekki nokk- ur áhrif á vináttu okkar. Auður var ung þegar hún fékk krabbamein og óneitanlega hafði sjúkdómurinn mikil áhrif á líf hennar, en ég man eftir óbilandi kjarki hennar og bjartsýni. Hún hafði betur í bar- áttu sinni við sjúkdóminn en hann fór illa með hana og var Auður veikbyggð síðustu árin, þannig að hún var mest heima við. Fyrir vikið varð ég bara að vera duglegri að heimsækja hana og færa henni fréttir af vinum og kunn- ingjum. Auður varð svo lánsöm að Haraldur sonur hennar og tengda- dóttir eignuðust dásamlegan son fyrir tæpu ári. Mikið gátum við spjallað um barnabörnin okkar og sagt „grobb- sögur“, það er eins gott að enginn heyrði þetta ömmuhjal. Innilegar samúðarkveðjur til Har- aldar Darra og fjölskyldu hans, til móður, systkina og allra ættingja Auðar. Unnur Jónsdóttir. Hugur minn hvarflar til mennta- skólaáranna. Það var haustið 1965 sem við Auja kynntumst þegar við hófum nám í fjórða bekk í Mennta- skólanum í Reykjavík. Ég hafði ekki séð hana fyrr, þessa dökkhærðu, grönnu stúlku með brún, stór augu og alvörugefinn svip. Hún settist við hlið mér fyrsta skóladaginn úti í Þrúðvangi. Ég var reyndar að bíða eftir Viktoríu vinkonu minni, sem kölluð var Itta, en ég hafði ætlað henni sæti við hlið mér. Þegar ég lét í ljós athugasemdir sagði Auja einfaldlega að hún þyrfti að sitja í þessari fjarlægð frá skólatöflunni. Henni varð ekki haggað. Þegar að frí- mínútum kom gerðum við Itta okkur klárar í göngutúr og Auja spurði ein- faldlega hvort hún mætti ekki slást í för. Okkur Ittu fannst Auja með af- brigðum afdráttarlaus og huguð. Við þrjár urðum óaðskiljanlegar upp frá því og sátum gjarnan hver við hliðina á annarri í kennslustofunni. Árin okkar í menntaskóla voru yndisleg. Það sem við gátum hlegið og æ síðan þegar við hittumst. Við vorum afar heppnar að lenda í blönduðum máladeildarbekk með góðum bekkj- arfélögum sem enn halda hópinn. Auja var trygg og heilsteypt vin- kona. Hún var ekki allra. Hún var mjög sjálfstæð og hreinskilin og hafði til að bera einkar sterkan persónu- leika. Hún var mjög greinandi í hugs- un, jákvæð og úrræðagóð og bjó yfir einhvers konar dulúð. Hún var óspart hvött til að spá fyrir okkur, sem hún gerði en fór vel með. Auja var alltaf með eitthvað á prjónunum í orðsins fyllstu merkingu. Ég hins vegar hafði lítinn áhuga á prjónaskap og hekli þar til ég sá afurðir elju hennar. Hún sneri áhugaleysi mínu umsvifalaust yfir í áhuga á handavinnu. Á ung- dómsárunum var ég mjög feimin og dul. Hún var fljót að átta sig á því og studdi mig í því að vera opnari og að geta horfst í augu við mínar sterku og veiku hliðar. Síðar fór hún til náms í félagsráðgjöf til Noregs. Ekki get ég látið hjá líða að minn- ast þess hve vel Herdís, mamma Auju, hlúði að okkur þegar við vorum heima hjá henni að lesa fyrir próf. Allt það besta borið á borð nýbakað og ilmandi. Við kvöddum Ittu, vinkonu okkar, fyrir nærri 15 árum. Nú er komið að því að kveðja þig, mín kæra vinkona, eftir langa og hetjulega baráttu við veikindi. Í huga mínum geymi ég fallega minningu um þig sem komst mörgu góðu í verk og hafðir áhrif á sam- ferðafólk þitt. Við Axel sendum ást- vinum Auju okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Auðar Haraldsdóttur. Stefanía V. Sigurjónsdóttir. AUÐUR HARALDSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Auði Haraldsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta  Erfisdrykkjur Fóstbræðraheimilið Langholtsvegi Ný uppgerður veitingasalur Upplýsingar í síma 861 4243 og 568 5206 7   '    '&        0 =)(' *+$5  %!>> 4 ;& (    #  % &    (  !    9   &      ) !  8 " 4 5 #5    & -" #  &     '      &  '  &                      ) $  . 2   # &    %&6+     2 ! %  2;       %  $ !5 "  5  %  % =J *  7 6+ %  15%  =K$ 42    17 +     !      ! & 7      '    &    ' &                 =  L = ) *+ 4<&    5"   /&   *5  5"   *+ 2 !   2+$+4         !      ! &

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.