Morgunblaðið - 26.01.2002, Page 41

Morgunblaðið - 26.01.2002, Page 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 41 eva Útsalan Enn meiri verðlækkun um helgina ...Ekki missa af þessari útsölu ...Vandaður fatnaður ...Mikill afsláttur Nicole Farhi Virmani DKNY Gerard Darel Joseph BZR Laugavegi 91, 2. hæð, s. 562 0625 GERARD DAREL ...verið velkomin Opið til kl. 16 í dag, laugardag FRÍÐA Rún Þórðardóttir frjáls- íþróttakona og Eiríkur Önund- arson körfuknattleiksmaður voru útnefnd íþróttamaður ÍR 2001 og fór útnefningin fram við athöfn í ÍR-heimilinu 21. janúar sl. Fríða Rún Þórðardóttir varð sigursælust íslenskra hlaupa- kvenna í millivegalengdahlaupum á árinu. Hún vann góða sigra á Ís- landsmótum, í bikarkeppni og stigamótum FRÍ, í víðavangshlaupi Íslands og 10 km hlaupi Reykja- víkurmaraþonsins. Auk þess náði hún góðum árangri í keppni er- lendis og ber þar hæst sigur í 3.000 m hlaupi á danska meist- aramótinu innanhúss. Hún á besta árangur ársins í þremur greinum utanhúss: 1.500 m, 3.000 og 5.000 m hlaupi og í þremur greinum inn- ahúss: 800 m, 1.500 m og 3.000 m. Fríða Rún hefur verið driffjöður í keppnisliði ÍR og hvatt félaga sína til dáða með baráttuvilja, vinnu- semi og góðu fordæmi. Eiríkur Önundarson hlýtur til- nefningu sína sem leiðtogi meist- araflokksliðs ÍR á árinu. Eiríkur leiddi lið ÍR til fyrsta bikarmeist- aratitils í sögu félagsins og var ennfremur valinn í úrvalslið Ís- landsmótsins í körfuknattleik 2000-2001. Það sem liðið er af þessu keppnistimabili hefur hann staðið sig vel sem lykilmaður liðs- ins og er tvímælalaust í hópi þeirra bestu í íslenskum körfu- knattleik. Prúðmennska Eiríkis í leik er öðrum til fyrirmyndar og er hann mög góður fulltrúi félags- ins innan vallar sem utan. Tilnefning deilda til íþrótta- manns ÍR 2001: dansdeildin: Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve, frjálsíþróttadeildin: Fríða Rún Þórðardóttir og Einar Karl Hjartarson, handknattleiksdeildin: Einar Friðrik Hólmgeirsson, keilu- deildin: Guðný Gunnarsdóttir og Ásgeir Þór Þórðarson, körfuknatt- leiksdeildin: Gunnur Ósk Bjarna- dóttir og Eiríkur Önundarson, skíðadeildin: Agnes Þorsteins- dóttir og Ragnar Valberg Sig- urjónsson, taekwondo-deildin: Þóra Kjarval og Gústaf Halldór Gústafsson. Fríða Rún Þórðardóttir frjáls- íþróttakona og Eiríkur Önund- arson körfuknattleiksmaður. Íþróttamaður ÍR 2001 ALÞJÓÐLEGRI bænaviku lýkur með sameiginlegri samkomu krist- inna trúfélaga í Fíladelfíu, Hátúni 2, í kvöld, laugardaginn 26. janúar kl. 20. Alþjóðlegar bænavikur hafa verið haldnar frá 1968. Í ár er bænavikan haldin undir yfirskrift Sálms 36:10: „Hjá þér er uppspretta lífsins, í þínu ljósi sjáum vér ljós.“ Fram koma: 15 manna unglinga- kór frá kaþólsku kirkjunni, hljóm- sveitin Godspeed frá hvítasunnu- kirkjunni, Mirjam Óskarsdóttir frá Hjálpræðishernum, biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, Högni Valsson frá Fríkirkjunni Veginum, Lofgjörð- arhópur Fíladelfíu leiðir almennan söng, stjórnandi Vörður Leví Traustason forstöðumaður. Allir vel- komnir, segir í fréttatilkynningu. Sameiginleg samkoma krist- inna trúfélaga FLUGDISKUR Landmælinga, þar sem hægt er að skoða Ísland úr lofti í þrívídd í tölvu, hefur nú selst í yfir 5.000 eintökum. Flugdiskurinn kom út í september síðastliðnum og var fyrst um sinn að- eins fáanlegur á vefsíðu Landmæl- inga. Hann kom í verslanir fyrir jól. Um þriðjungur af heildarsölunni fór í gegnum vefsíðu Landmælinga, www.lmi.is. Á flugdiski Landmælinga er þrí- víddarlíkan af Íslandi í raunlitum og er hægt að fljúga yfir landið í tölv- unni og skoða frá öllum sjónarhorn- um. Diskurinn fæst bæði á íslensku og ensku, segir í fréttatilkynningu frá Landmælingum. Yfir 5.000 eintaka sala á flugdiski BRAUTSKRÁNING fer fram frá Tækniskóla Íslands, í dag, laugar- daginn 26. janúar, kl. 13 í Grafar- vogskirkju. Aldrei hafa jafnmargir nemendur útskrifast frá skólanum sem nú, alls 165 frá öllum 6 deild- um skólans, þ.e. frumgreinadeild, byggingadeild, heilbrigðisdeild, rafmagnsdeild, rekstrardeild og véladeild. Nemendur eru að ljúka námi af 13 mismunandi náms- brautum. Rekstrardeildin, sem er sú fjöl- mennasta við skólann, útskrifar 60 iðnrekstrarfræðinga, 15 nemendur með B.Sc.-gráðu í vörustjórnun og 31 með B.Sc.-gráðu í alþjóðamark- aðsfræði en þessar viðskiptagrein- ar eru eingöngu kenndar við Tækniskóla Íslands. Þá útskrifast í dag nemendur með raungreina- deildarpróf sem er ígildi stúdents- prófs af raungreinabrautum fram- haldsskólans. Bygginga-, vél- og orkutæknifræðingar fá afhent skírteini hér í dag auk iðnaðar- tæknifræðinga, þ.m.t. 100. iðnaðar- tæknifræðingsins, sem útskrifast frá TÍ. Þá fá 12 nýir meinatæknar brautskráningu auk 14 nemenda sem eru að ljúka námi í bygginga-, vél- og rafiðnfræði. Samkvæmt upplýsingum frá Birni Bjarnasyni menntamálaráð- herra mun stefnt að því að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um nýjan Tækniháskóla Íslands nú á vorþingi. Ef allt gengur að óskum mun því næsta brautskráning fara fram frá Tækniháskóla Íslands, segir í frétt frá Tækniskóla Ís- lands. Brautskráning frá Tækniskóla Íslands VEGNA bilunar í söguvagninum er fyrirhugaðri sýningu á Lækjartorgi í dag, laugardag, frestað til laugar- dagsins 3. febrúar kl. 13-17 og verð- ur það jafnframt lokadagur sýning- arinnar sem farið hefur um Reykjavík og nágrenni síðastliðna tvo mánuði. Þá mun strætókórinn syngja og Elísabet Jökulsdóttir lesa úr verkum sínum. Þá eru allir velkomnir á sögusýn- inguna „Strætó í 70 ár“ og er að- gangur ókeypis, segir í fréttatil- kynningu. Sögusýning í strætó! AÐALFUNDUR Kjördæmafélags Samfylkingarinnar í Reykjavík verð- ur haldinn fimmtudaginn 31. janúar kl. 20 á Kornhlöðuloftinu í Banka- stræti. Dagskrá samkvæmt lögum félags- ins, segir í fréttatilkynningu. Samfylkingin Aðalfundur kjördæma- félags FRAMTÍÐIN í innkaupakörfunni er heiti ráðstefnu sem Landvernd, Nor- ræna umhverfismerkið á Íslandi og Hollustuvernd ríkisins boða til laug- ardaginn 2. febrúar nk. kl. 12–16.30 í Gerðubergi í Reykjavík. Ráðstefnan verður vettvangur umræðu um um- hverfismál heimilisins. Hvaðan koma vörurnar sem eru í innkaupakörfunni þinni? Veistu hvaða valkostir eru fyrir hendi? Get- ur þú greint eðli og áhrif vöru á grundvelli þeirra umhverfismerkja sem eru í notkun? Um þetta og fjöl- margt annað verður fjallað á ráð- stefnunni. Sérstök dagskrá verður fyrir börn í umsjón Náttúruleikskól- ans Krakkakots. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á www.landvernd.is. Þátttökugjald er 2.000 kr. fyrir fyrsta fjölskyldumeðlim, en 1.000 kr. fyrir þann næsta, hádegisverður er innifalinn. Börn undir 12 ára aldri fá ókeypis aðgang. Vinsamlegast skrá- ið þátttöku með bréfi til landvernd- @landvernd.is eða í síma, eigi síðar en miðvikudag 30. janúar, segir í fréttatilkynningu. Innkaup og umhverfi; ráðstefna fyrir fjölskyldunaFERÐAFÉLAG Íslands efnir til göngu milli Skógarkots og Vatnskots norðan við Þingvallavatn sunnudag- inn 27. janúar. Á þessa staði er ekki bílfært en ágætis göngufæri. Áætlað er að gangan taki 4–6 klst. Fararstjóri er Gunnar Sæmundsson. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörk- inni 6. Gengið milli Skógarkots og Vatnskots NÁMSKEIÐIÐ Öflugt sjálfs- traust verður haldið í Foreldra- húsinu í Vonarstræti 4b fimmtud. 31. janúar kl. 18–21 og laugardaginn 2. febrúar kl. 11– 14. Námskeiðið er fyrir foreldra sem vilja styrkja sig í að verða sterkar fyrirmyndir fyrir börnin sín. Kenndar eru aðferðir til að efla sjálfstraust, hvað einkennir mikið/lítið sjálfstraust. Fjallað verður um áhrif hugarfars, við- horfa og hugsunar á hegðun og líðan. Einnig verður fjallað um leiðir til að byggja sig upp og taka ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Höfundar námskeiðsins eru Jóhann Ingi Gunnarsson og Sæ- mundur Hafsteinsson sálfræð- ingar. Þeir hafa þjálfað starfs- fólk Foreldrahússins til að hafa umsjón með námskeiðunum. Námskeiðsform gefur foreldr- um tækifæri á að halda áfram þjálfuninni þegar heim er kom- ið. Allar nánari upplýsingar eru í Foreldrahúsinu, segir í frétta- tilkynningu. Öflugt sjálfstraust FRÆÐSLUERINDI á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN) verður haldið mánudag, 28. janúar, kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi, húsi Háskóla Íslands. Fuglafræðingarnir Kristinn H. Skarphéðinsson, dr. Guðmundur A. Guðmundsson og dr. Ólafur K. Níel- sen, sem allir starfa á Náttúrufræði- stofnun Íslands, fjalla um álitamál, sem er samspil skógræktar og fugla- fánu á landinu. Meginefni fyrirlestr- arins fjallar um hugsanleg áhrif stór- felldrar nytjaskógræktar á fuglafánu landsins. Fjallað verður um útbreiðslu og stofnstærð þessara fugla í landinu. Fræðsluerindi HÍN eru ætluð öll- um áhugasömum og er aðgangur ókeypis, segir í fréttatilkynningu. Erindi um fugla og skógrækt Nafn misritaðist Rangt var farið með nafn Hróbjart- ar Jónatanssonar hrl. í frétt í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á því. Röng tala Ranghermt var í frétt í blaðinu á fimmtudag að leikskólagjöld í Stykk- ishólmi væru nú kr. 27.400. Hið rétta er að þau eru kr. 25.440. Hins vegar munu gjöldin hækka í krónur 27.400 1. febrúar nk. Þetta leiðréttist hér með. Ófelía í Íslensku óperunni Rangt var farið með í sýningarstað barnaóperunnar Skuggaleikhús Ófe- líu í blaðinu í gær. Sýningin verður í dag, kl. 15, í Íslensku óperunni. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.