Morgunblaðið - 29.01.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isNorska liðið Lyn vill fá Heiðar
Helguson frá Watford / B3
Íslendingar mæta heimsmeisturum
Frakka í dag á EM í Svíþjóð / B1
12 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
SANNIR Íslendingar borða súrmeti
og baða sig í heitum laugum. Þar
sem þorrinn er nýgenginn í garð er
ekki úr vegi að slá þessu tvennu
saman. Það er einmitt það sem
hraustir menn af báðum kynjum
gerðu á Suðureyri við Súganda-
fjörð á dögunum í tilefni af 10 ára
afmæli laugarinnar þar. Menn létu
samkvæmisklæðnaðinn ekki vanta
fremur en vera ber á betri þorra-
blótum heldur skrýddust fjörlegum
höfuðfötum og báru hálstau þrátt
fyrir vætuna. Er ekki nokkur vafi á
að súrmetið og harðfiskurinn hafi
bragðast einstaklega vel í funheitri
lauginni og frostköldum andvar-
anum.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Buslað og
blótað í frosti
og funa
degi en síðdegis varð að fljúga til
Húsavíkur í stað Akureyrar þar sem
flugvöllurinn var lokaður. Jón Karl
Ólafsson, framkvæmdastjóri Flug-
félags Íslands, segir félagið hafa orðið
fyrir miklu tjóni vegna yfirvinnu-
banns flugumferðarstjóra og telur
hann það nálgast 10 milljónir króna.
Þar sem fáir flugumferðarstjórar
voru á vakt í flugstjórnarmiðstöðinni
var gefin út viðvörun um að ekki yrði
hægt að anna fullum afköstum á út-
hafssvæðinu. Heimir Már Pétursson,
upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar,
segir að truflanir þar hafi verið í lág-
marki. Ekki hafi verið hægt að verða
við óskum um hæðarbreytingar.
LITLAR truflanir voru í gær á innan-
lands- og millilandafluginu en veik-
indi flugumferðarstjóra á sunnudag
trufluðu nokkuð flugumferð þar sem
ekki var unnt að kalla út menn á auka-
vaktir vegna yfirvinnubanns flugum-
ferðarstjóra. Ríkissáttasemjari hefur
boðað fulltrúa Félags ísl. flugumferð-
arstjóra og samninganefndar ríkisins
til fundar næstkomandi föstudag en
þá verður hálfur mánuður liðinn frá
síðasta fundi.
Alls tilkynntu 15 flugumferðar-
stjórar veikindi á sunnudag af 24 sem
vera áttu á vakt og vantaði því menn á
vaktir í flugturnana á Akureyrarflug-
velli, Keflavíkurflugvelli og Reykja-
víkurflugvelli og í flugstjórnarmið-
stöðina í Reykjavík. Þetta olli töfum á
brottför nokkurra véla Flugleiða og
síðdegis voru felldar niður ferðir til
Minneapolis, Boston og Kaupmanna-
hafnar. Þá urðu nokkrar truflanir á
innanlandsflugi þar sem ekki var unnt
að fljúga blindflug vegna mannfæðar í
flugstjórn. Veður var þó skaplegt
þannig að flogið var til allra áfanga-
staða Flugfélags Íslands fram eftir
Heimir Már kvaðst ekki draga í efa
að flugumferðarstjórar hefðu veikst
en þegar veikindin hefðu verið orðin
þetta víðtæk hefði trúnaðarlæknir
stofnunarinnar verið beðinn að hafa
samband við þá veiku. Samkvæmt
kjarasamningi við flugumferðarstjóra
ákveður yfirmaður hvort hann krefur
starfsmenn sem tilkynna veikindi um
læknisvottorð og ákveður yfirmaður
líka hvort slíkt vottorð skuli vera frá
trúnaðarlækni stofnunarinnar, segir
m.a. í frétt frá Flugmálastjórn í gær.
Þar segir einnig: „Flugmálastjórn
telur sig þurfa að gera allt sem í henn-
ar valdi stendur til að tryggja þá
þjónustu sem hún er skuldbundin til
að veita bæði innanlands og á al-
þjóðavettvangi. Eftir að trúnaðar-
læknir hafði haft samband við nokkra
þeirra sem tilkynnt höfðu veikindi í
gær komst hann að þeirri niðurstöðu
að fjórir einstaklingar hefðu jafnað
sig á veikindum sínum. Þessum
upplýsingum kom hann umbeðinn
áleiðis til yfirflugumferðarstjóra án
þess að tilgreina á nokkurn hátt hver
veikindi fólksins hefðu verið né hvað
honum og þessum einstaklingum fór
á milli.
Þegar þessar upplýsingar lágu
fyrir hafði yfirflugumferðarstjóri
samband við þrjá af þeim fjórum sem
læknirinn taldi hafa jafnað sig. Tveir
af þeim komu svo til starfa og kláruðu
þann tíma sem eftir var af vöktum
þeirra. Það dugði til þess að hægt var
að aflétta takmörkunum í alþjóðaflug-
inu á íslenska flugstjórnarsvæðinu.“
Telur trúnað
hafa brostið
Loftur Jóhannsson, formaður Fé-
lags ísl. flugumferðarstjóra, tjáði
Morgunblaðinu í gær að það væri ein-
skær tilviljun að svo margir flug-
umferðarstjórar hefðu veikst sl.
sunnudag. Slíkt hefði komið fyrir
áður og ekki valdið vandræðum. Það
kæmi niður á afköstum nú þar sem
ekki væri unnt að kalla menn á auka-
vaktir vegna yfirvinnubannsins.
Heldur færri væru líka á vakt um
helgar og þá væri ekki heldur unnt að
flytja til menn sem sinntu öðrum
störfum og væru unnin á dagvinnu-
tíma. Loftur sagði það skoðun sína að
brotinn hefði verið trúnaður á flug-
umferðarstjórunum með því að trún-
aðarlæknir hefði veitt Flugmála-
stjórn upplýsingar um heilsufar
þeirra.
Truflanir á flugi á sunnudag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra
Fundur boðaður
næsta föstudag
VERÐ á grænmeti og ávöxtum
lækkaði um 7–8% í verslunum
Nóatúns í gær. Í fréttatilkynningu
frá fyrirtækinu segir að með þess-
ari verðlækkun sé Nóatún að sýna
fulla samstöðu með þeim sem hafa
lækkað verð til að draga úr nei-
kvæðum áhrifum verðbólgu á þró-
un efnahagsmála.
„Forráðamenn Nóatúns gera
sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem
hvílir á versluninni í þessum efn-
um. Jafnframt er þess vænst að
fleiri leggi hönd á plóginn og stuðli
þannig að jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum,“ segir í fréttatilkynning-
unni. Með þessu sé Nóatún að
lækka matarreikning heimilanna
og stuðla að neyslu á hollustuvöru.
Þá kemur fram að undanfarna
mánuði hefur Nóatún haft hjá sér
erlendan ráðgjafa í framstillingu,
innkaupum og meðhöndlun græn-
metis og ávaxta. Hefur sú vinna
skilað sér í formi nýrra vinnu-
bragða og minni rýrnunar sem alla-
jafna er mikil í þessum vöruflokk-
um. Vegna þessa og fyrirsjáanlegra
nýrra leiða í innkaupum treystir
fyrirtækið sér í þessa lækkun.
Nóatún lækkar
verð á grænmeti
og ávöxtum
HREINN Loftsson hæstaréttar-
lögmaður hefur sagt af sér for-
mennsku í framkvæmdanefnd um
einkavæðingu, að því er fram
kemur í yfirlýsingu sem dagsett er
í Reykjavík í gær.
Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Ég
undirritaður hef í dag sagt af mér
formennsku í framkvæmdanefnd
um einkavæðingu. Á fundi sem ég
átti með Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra sl. laugardag greindi ég
honum frá þessari ákvörðun minni
og forsendum hennar.
Auk formennsku í nefndinni hef
ég jafnframt starfað undanfarin ár
sem stjórnarfor-
maður Baugs hf.
Í utandagskrár-
umræðum á Al-
þingi í sl. viku
deildi forsætis-
ráðherra hart á
fyrirtækið og
stjórnendur
þess og hafa
þau ummæli
orðið til þess að
ég tel mér í raun ókleift að sinna
áfram formennsku í nefndinni. Því
hef ég tekið framangreinda
ákvörðun.“
Hættir sem for-
maður í einka-
væðingarnefnd
Hreinn
Loftsson hrl.
FJÓRIR menn voru stungnir með
hnífi í samkvæmi í húsi við
Skemmuveg í Kópavogi á sunnu-
dagsmorgun. Hnífslögin komu ým-
ist í handleggi eða fætur og voru
mennirnir fluttir á slysadeild Land-
spítala – háskólasjúkrahúss. Meiðsl
þeirra reyndust ekki alvarleg og
fengu þeir að fara heim að lokinni
læknisskoðun.
Einn maður var handtekinn,
grunaður um að hafa valdið áverk-
unum. Maðurinn, sem var undir
áhrifum áfengis, var látinn sofa úr
sér vímuna og honum var svo
sleppt um kvöldið eftir yfirheyrslur.
Að sögn lögreglunnar í Kópavogi
var lögreglan kvödd að húsi við
Skemmuveg klukkan 7.04 um
morguninn. Svo virðist sem fólk
hafi verið að skemmta sér eftir
þorrablót.
Kom þar óboðinn gestur og þeg-
ar vísa átti honum út endaði það
með átökum á milli hans og gesta í
samkvæminu. Maðurinn dró upp
lítinn en beittan hníf og eins og fyrr
segir urðu fjórir sárir. Maðurinn
var að lokum yfirbugaður og flutti
lögregla hann á stöðina.
Dró upp lítinn
en beittan hníf
Fjórir hlutu stungusár