Morgunblaðið - 29.01.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.01.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 11 KRINGLAN, sími 533 1730 50% afsláttur á öllum vörum ÚTSALA FÉLAG íslenskra flugumferðar- stjóra sendi í gær fjölmiðlum bréfaskipti félagsins við landlækn- isembættið fyrir rúmum fjórum árum um stöðu starfsmanna gagn- vart trúnaðarlækni og trúnað læknis gagnvart sjúklingi. Í bréfi félagsins segir að sum- arið 1997 hafi orðið umræður á op- inberum vettvangi um veikindafor- föll flugumferðarstjóra og stöðu trúnaðarlæknis. Þyki rétt að gefnu tilefni að birta þessi bréfaskipti. Í bréfi Félags ísl. flugumferð- arstjóra til Ólafs Ólafssonar, þá- verandi landlæknis, 16. júlí 1997 segir m.a.: „Vegna ítarlegrar um- fjöllunar í fjölmiðlum undanfarna daga um veikindi flugumferðar- stjóra, þar sem veikindum er lýst með þeim hætti að aðeins getur verið um að ræða upplýsingar frá aðila sem framkvæmt hefur lækn- isskoðun á viðkomandi einstakling- um óskar Félag íslenskra flugum- ferðarstjóra eftir svörum við eftirfarandi spurningum, bæði í ljósi laga og ekki síður í ljósi siða- reglna lækna.“ Matthías Halldórsson, þáverandi aðstoðarlandlæknir, svarar bréfinu 21. ágúst 1997. Fara hér á eftir spurningar flugumferðarstjóra og svör landlæknis: „Hver er staða trúnaðarlæknis fyrirtækis/stofnunar með tilliti til trúnaðar við vinnuveitanda annars vegar og starfsmann hins vegar?“ Svar: „Í 15. grein læknalaga nr. 53/1988 segir að lækni beri að gæta fyllstu þagmælsku og hindra það að óviðkomandi fái upplýsing- ar um sjúkdóma og önnur einka- mál er hann kann að komast að sem læknir. Hins vegar gildir þetta ekki bjóði lög annað eða rökstudd ástæða sé til þess að rjúfa þagn- arskyldu vegna brýnnar nauðsynj- ar. Vegna eðli starfa flugumferð- arstjóra gæti þetta ákvæði átt við í ákveðnum tilvikum.“ Í öðru lagi spyrja flugumferð- arstjórar hvort trúnaðarlæknir hafi heimild til að upplýsa vinnu- veitanda um sjúkdómsgreiningu án samþykkis starfsmanns. Svar: „Nei.“ Enn spyrja flugumferðarstjórar hvort sjúklingur (starfsmaður) geti hafnað læknisskoðun trúnað- arlæknis með vísan í læknisskoðun eigin læknis (heimilislæknis)? Svar: „Já, en trúnaðarlæknir á þá rétt á að fá allar upplýsingar frá heimilislækni.“ Í fjórða lagi er spurt hvort það teljist aðeins veikindi að um sýni- leg ytri einkenni sé að ræða. Svar: „Nei, menn geta t.d. verið fjarverandi vegna höfuðverks, bak- verks, ógleði o.s.frv., án þess að neitt komi fram við skoðun eða rannsóknir.“ Þá er spurt hvernig sjúklingur (starfsmaður) geti brugðist við „þegar sjúkdómslýsingar og grein- ing trúnaðarlæknis stofnunar/fyr- irtækis hafna á morgunverðar- borðum landsmanna, hvort sem það er læknirinn eða stofnun/fyr- irtæki sem bregst?“ Svar: „Á þann hátt sem félagið hefur gert, það er með því að leita til landlæknis. Tekið skal fram að Þórður Harðarson, trúnaðarlækn- ir, hafði samband við undirritaðan þann dag sem hér um ræðir og að landlæknir hefur ekkert út á störf hans að setja.“ Lokaspurningin snýst um það hvort trúnaðarlæknir stofnunar/ fyrirtækis hafi heimild til þess að ganga erinda vinnuveitanda með spurningum sem ekki tengjast sjúkdómsgreiningu eða meðhöndl- un sjúklings. Svar: „Nei.“ Í bréfi Félags ísl. flugumferð- arstjóra til fjölmiðla í gær er vakin sérstök athygli á annarri spurn- ingu og „afdráttarlausu svari að- stoðarlandlæknis.“ Félag ísl. flugumferðarstjóra birtir gömul bréfaskipti við landlækni Telja lækni ekki mega upplýsa um veikindi FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur að undanförnu bætt við sig ríflega sextíu flugmönnum, flugvélstjórum og flug- virkjum, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, en að sögn Guð- mundar Hafsteinssonar, starfs- mannastjóra hjá Atlanta, eru um 25 til 30% þeirra Íslendingar. „Við vor- um að leita að fólki með réttindi á Boeing 747 en það eru fáir Íslending- ar, sem ekki eru með vinnu, sem hafa þau réttindi,“ útskýrir Guðmundur. Hann bætir því við að umræddar ráðningar hafi farið fram áður en Flugleiðir hafi tilkynnt um uppsagnir um 45 flugmanna í fyrra haust. Guðmundur segir einnig að um- ræddar ráðningar hafi einungis kom- ið til vegna pílagrímaflugsins sem nú stendur yfir en það hófst um miðjan janúar og lýkur seinni partinn í mars. Því sé um tímabundnar ráðningar að ræða sem verði ekki framlengdar nema aukin verkefni komi til. 25 til 30% þeirra eru Íslendingar Atlanta ræður ríflega 60 flugmenn, flug- vélstjóra og flugvirkja ÞORSTEINN Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum, og Nassir Abdulaziz Al–Nasser, fasta- fulltrúi Katar hjá Sameinuðu þjóðunum, undirrituðu sam- komulag 24. janúar sl. um stofnun stjórnmálasambands milli Íslands og Katar. Stjórn- málasam- band við Katar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.