Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 14

Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf. Garðatorgi 3, Garðabæ, símar 565 6241 og 893 7333, fax 544 4211 JEEP GRAND CHEROKEE árg. 2002 Eigum til afgreiðslu í febrúar örfáa Laredo og Limited bíla. Tökum einnig sérpantanir. Eigum einnig til JEEP LIBERTY Limited, þann nýjasta frá CHRYSLER KONUNGUR JEPPANNA Á ÞESSU ári verður unnin úttekt á sorpmálum veitinga- og kaffihúsa í miðbæ Reykjavíkur í þeim tilgangi að bæta umgengni og meðhöndlun sorps. Var tillaga þess efnis samþykkt á fundi heilbrigðis- og umhverfis- nefndar Reykjavíkur í síðustu viku. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur á undanförnum misserum bor- ist fjölmargar kvartanir vegna ófull- nægjandi sorpíláta og slæmrar um- gengni á baklóðum og við sorp- geymslur veitinga- og kaffihúsa í borginni. Við reglubundið eftirlit hafa heilbrigðisfulltrúar einnig veitt því at- hygli að þessi mál eru víða í ólestri. Í ljósi þessa var því ákveðið að gera út- tekt á stöðu þessara mála hjá veit- ingahúsum, kaffihúsum og krám á svæðum 101, 105 og 107 í Reykjavík, með það að markmiði að bæta um- gengni um sorp og tryggja nægilegan fjölda sorpíláta við hvert fyrirtæki, jafnframt því að auka flokkun og skil úrgangs. Þetta kom fram í kynningu Helgu Guðrúnar Bjarnadóttur heil- brigðisfulltrúa er hún kynnti verkefn- ið á fundi heilbrigðis- og umhverfis- nefndar. Í kynningu Helgu kom einnig fram að í sorpi veitinga- og kaffihúsa er gjarnan lífrænn úrgangur og því mik- ilvægt að vel sé gengið frá slíku sorpi svo að ekki sé hætta á að meindýr komist í hann. Þá fellur einnig mikið til af gleri og pappa sem mætti end- urnýta. Úttektin fer þannig fram að gögn- um verður safnað í reglubundnum eftirlitsferðum matvælasviðs og heil- brigðissviðs. Meðal þess sem athugað verður er fjöldi sorpíláta, almennt ástand umhverfis þau og hvort úr- gangur sé flokkaður. Við eftirlit verð- ur afhent leiðbeiningablað um frá- gang og meðferð úrgangs. Þar sem sorpaðstöðu og/eða umgengni um sorp er ábótavant verða gerðar at- hugasemdir og kröfur um úrbætur. Fylgst verður með því hvort kröfurn- ar eru uppfylltar og gripið til aðgerða ef þörf krefur. Niðurstöðurnar verða síðan dregnar saman í skýrslu sem verður kynnt á fundi umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Helga segir að gert sé ráð fyrir því að niðurstöður úttektarinnar verði kynntar í haust. Úttekt á sorpmál- um veit- ingastaða Miðborg UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að kannaðar verði forsendur og mögu- leikar þess að einstaklingum, félaga- samtökum eða stofnunum verði falin frekari umsjón með grænum svæðum í borgarlandinu. Í tillögu R-listans sem samþykkt var á fundi nefndar- innar fyrir helgi segir ennfremur að athugunin skuli „taka m.a. til reynsl- unnar af slíku samstarfi, fjárhags- legra og faglegra þátta auk þess sem áhugi á slíku samstarfi yrði kannað- ur. Niðurstöður verði lagðar fyrir nefndina ásamt tillögum um hvernig best verði staðið að uppbyggingu þess konar samstarfs í umhverfismál- um milli Umhverfis- og heilbrigðis- stofu og borgarbúa, reynist það fýsi- legt.“ Í greinargerð sem lögð var fram með tillögu R-listans segir að gott samstarf hafi tekist á milli Reykjavík- urborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur um umsjón Heiðmerk- urinnar. „Með vaxandi umfangi í um- sjón sífellt víðfeðmari útivistarsvæða Reykvíkinga og í ljósi aukins áhuga almennings á útivist og umhverfis- starfi verður sú spurning áleitin hvort ekki mætti útvíkka það góða samstarf sem verið hefur um Heiðmörkina til fleiri svæða og til fleiri aðila. Í slíku samstarfi er nauðsynlegt að horfa til ýmissa þátta, m.a. faglegra og fjár- hagslegra. Hins vegar ætti virk þátt- taka borgarsamfélagsins í umsjón og mótun umhverfisins að vera öllum til hagsbóta og því er tillaga þessi flutt.“ Félagasamtök og einstaklingar fái frekari umsjón með grænum svæðum „Virk þátttaka borgarsamfélagsins öllum til hagsbóta“ Reykjavík INNAN skipulags- og bygginga- nefndar Mosfellsbæjar hafa tillög- ur verið til umfjöllunar um breytt skipulag hesthúsasvæðisins við Varmá, að frumkvæði Hesta- mannafélagsins Harðar í Mos- fellsbæ. Þar er gert ráð fyrir stækkun svæðisins til vesturs með fimm nýjum hesthúsalengjum ásamt nýrri reiðhöll á miðju at- hafnasvæði Harðar. Stærð hallar- innar er fyrirhuguð um 2.400 fer- metrar. Marteinn Magnússon, fráfarandi formaður Harðar, er í forsvari fyr- ir byggingarnefnd félagsins. Hann sagði við Morgunblaðið að mikil þörf væri fyrir reiðhöll til kennslu, æfinga og þjálfunar. Ekki væri verið að tala um keppnis- eða sýn- ingarhöll heldur möguleika á sam- vinnu við grunn- og framhalds- skóla. Ekki er því gert ráð fyrir stúku í höllinni heldur miklu frek- ar stæðum fyrir áhorfendur. Marteinn sagði þörfina vera óháða því hvort byggt verði nýtt hesthúsahverfi eða ekki. Nýtt svæði kallaði á uppbyggingu nýrr- ar aðstöðu en mikil eftirspurn væri einnig eftir nýjum hesthúsalóðum. Lóðir hefðu ekki verið til í nokkur ár. Á sjötta hundrað félagsmenn eru í Herði í dag. Að sögn Marteins vonast Harð- armenn til að Mosfellsbær komi að uppbyggingu reiðhallarinnar en fé- lagið hyggst þó fjármagna fram- kvæmdina að mestu leyti og reka mannvirkin. Áætlaður kostnaður er á bilinu 60-65 milljónir króna. „Meginhugmynd að baki stækk- unar hesthúsabyggðarinnar er sú að við eigum miklar fjárfestingar á svæðinu eins og hringvöll, skeið- braut og félagsheimili og viljum renna frekari stoðum undir nýt- ingu á þessu. Við leggjum áherslu á að reiðhöllin sé íþróttamann- virki, ekki keppnishöll, þar sem hinn almenni hestamaður geti stundað sitt áhugamál árið um kring og mannvirkið geti einnig nýst til kennslu í samráði við skólakerfið. Við finnum fyrir því að skipulags- og byggingarnefndin sé jákvæð og vonandi fæst nið- urstaða samkvæmt því á næstunni. Við teljum að stærri hesthúsa- byggð falli vel inn í umhverfið og sjónræn áhrif frá íbúðarbyggðinni eru hverfandi að okkar mati,“ sagði Marteinn en lagði jafnframt áherslu á að ekkert væri búið að ákveða í þessum efnum. Málið væri enn til umfjöllunar innan bæjarkerfisins og hjá Herði. Fleiri hesthús og ný reið- höll á teikni- borðinu Mosfellsbær Tölvumynd af fyrirhugaðri reiðhöll á Varmárbökkum, þar sem Hestamannafélagið Hörður er með aðstöðu. Hestamannafélagið á frumkvæði að stórframkvæmdum á Varmárbökkum Á þessari yfirlitsteikningu af athafnasvæði hestamanna í Mosfellsbæ hafa reiðhöllin og nýju hesthúsalóðirnar verið merkt með rauðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.