Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES FJÖLDI íslenskra starfsmanna hjá Bandaríkjaher á Keflavíkur- flugvelli var 885 manns um síðustu áramót, þar af 659 karlar og 226 konur. Er það fjölgun um tæp 4% milli ára þegar Íslendingarnir voru 854 í upphafi árs 2001. Sjö af hverjum tíu Íslendingum hjá hernum koma af Suðurnesjum, hinir eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt upplýsingum sem starfsmannahald varnarliðsins sendi Morgunblað- inu. Auk hersins starfar annar eins fjöldi Íslendinga á Keflavíkur- flugvelli, rúmlega 800 manns, hjá verktakafyrirtækjum, þjónustu- stofnunum og hinu opinbera. Alls eru því hátt í 1.700 Ís- lendingar í störfum sem tengjast hernum og þjónustu við varnarlið- ið. Að sögn Friðþórs Eydal, upplýs- ingafulltrúa varnarliðsins, hefur þessi starfsmannafjöldi haldist nokkuð stöðugur undanfarin ár, jafnt utan sem innan hersins. Margir hafa t.d. talið að starfsfólki í þjónustustörfum á vellinum hafi fækkað en svo er ekki. Samkvæmt tölum um starfs- mannafjölda frá varnarliðinu, sem ná allt aftur til ársins 1980, hefur Íslendingum á Vellinum þó farið fækkandi smátt og smátt frá ár- unum 1984–1991 þegar þeir voru jafnan 1.000–1.100 talsins. Þá var fjöldi hermanna líka mun meiri en hann er nú, eða ríflega 3.000, en þeir eru um 1.800 í dag. Banda- rískir starfsmenn á Vellinum, utan hersins, hafa síðustu ár verið á bilinu 400 til 500 talsins. $!  %   & '  ( )'    *+%  ,- .)'   +.  $!    ! /,%. 0, 1                     1         1           1  (/ , 1 2 3.  1045 1#    045       Sjö af hverjum tíu koma af Suðurnesjum Keflavíkurflugvöllur Fjöldi íslenskra starfsmanna á Vellinum helst stöðugur LETURSTEINNINN í túninu á Stóru-Vatnsleysu er með ártalinu 1643 og er þar með næstelsti ár- talssteinninn sem Ferlisfélagar hafa skoðað á Reykjanesi. Félagar úr ferða- og útivistar- hópi lögreglunnar í Reykjavík, Ferli, leystu á laugardag ráðgátu sem valdið hefur mönnum heila- brotum lengi, jafnvel um aldir, er þeir réðu letrið á stórum steini í túninu á Stóru-Vatnsleysu. Letur- steinsins er meðal annars getið í tveimur gömlum heimildum, ann- arri eftir Jónas Hallgrímsson, en ekki hefur verið vitað hvað letrað var á steininn. Ferlisfélagar hafa skoðað steininn tvisvar áður. Eftir að hafa rýnt í letrið drjúga stund með norðaustannæðinginn í fangið áttuðu þeir sig á því að steinninn sneri öfugt við þeim sem á hann les. Þegar það hafði verið leiðrétt blöstu við höfuðstafirnir GI og var keltneskur kross yfir I-inu. Þar fyrir aftan var letrað ártalið 1643. Þetta er því næstelsti ártals- steinninn, sem enn hefur verið skoðaður á Reykjanesi. Elsti stein- inn er enn Fuglavíkursteinninn, en á hann er ártalið 1580 meitlað, og þriðji elsti steinninn er Kálfatjarn- arsteinninn, með ártalinu 1674. „Það verður nú efni fyrir forn- leifafræðinga og sagnfræðinga að finna út hverjum fangamarkið til- heyrði sem og tilefni áletrunarinn- ar,“ segir Ómar Smári Ármanns- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík og einn af forsprökkum Ferlis. Gáta letursteins- ins á Stóru-Vatns- leysu ráðin Vatnsleysuströnd TVEIR ölvaðir menn fóru óboðnir inn í heimahús í Kefla- vík á sunnudagsmorgun og réð- ust þar á húsráðanda og veittu honum áverka, meðal annars í andliti. Lögreglan í Keflavík kom á vettvang og handtók árásar- mennina. Þeir voru yfirheyrðir á lögreglustöð og síðan sleppt. Réðust inn á heimili Keflavík FYRIR skömmu tóku menn eftir því að rekinn var hvalur á fjöru austan- til í Öræfum. Að mati Hálfdans Björnssonar náttúrufræðings á Kvískerjum mun þetta vera skugganefja, sem er afar sjaldgæf hér, aðeins sú fimmta sem hann veit um síðan 1979. Þetta dýr er tæpir sex metrar á lengd en frekari rann- sóknir verða gerðar á því fljótlega. Börnin og kennarar í grunnskól- anum á Hofi fóru að skoða skepnu þessa með smáaðstoð björgunar- sveitarinnar, sem ferjaði hópinn yf- ir verstu farartálmana, og sjást hér á myndinni auk Hálfdans. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Börnin og kennarar í grunnskólanum á Hofi ásamt Hálfdáni. Hvalreki Fagurhólsmýri ÞAÐ hefur verið heldur kuldalegt um að litast á Húsavík sem og á Norðurlandi öllu síðustu daga. Starfsmenn Trésmiðjunnar Víkur ehf. hafa þó reynt að láta það hafa sem minnst áhrif á vinnu þeirra við sorpbrennslustöðina. Þar er unnið að viðbyggingu við stöðina en starfs- leyfi hennar rennur út í vor og verð- ur ekki endurnýjað. Stöðin sem stendur rétt norðan bæjarins, á Húsavíkurhöfða, hefur verið starf- rækt þarna í áratugi. Hún uppfyllir ekki lengur skilyrði um mengunar- varnir og því verður brennslu hætt í vor. Breyta á því húsnæðinu í pökk- unarstöð fyrir sorp þar sem það verður pressað í bagga og útbúið til flutnings og er viðbyggingin hluti af þeim fram-kvæmdum. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu fyrir skömmu hefur Sorp- samlag Þingeyinga samið við Eim- skip um sjóflutninga á sorpinu suður og Sorpu um urðun á því í Álfsnesi á Kjalarnesi. Trésmiðjan Vík ehf. byggir við sorp- brennslustöðina Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Everton-aðdáandinn Sigurður Sig- urjónsson er vel klæddur við vinnu sína við sorpbrennslustöðina. Húsavík FYRIR skömmu skrifaði Ólafur M. Birgisson sveitarstjóri undir samstarfssamning við stúdentaráð Háskóla Íslands um rannsókna- verkefni á vegum sveitarfélagsins. Samningurinn felur það í sér að Tálknafjarðarhreppur leggur fram 200 þús. krónur í sjóð, sem stúd- entar geta síðan sótt um styrk í. Byggðastofnun leggur 300 þús. á móti framlagi sveitarfélagsins. Tálknafjarðarhreppur leggur síðan fram lýsingu á rannsóknarverkefni sem sveitarfélagið óskar eftir að verði unnið og stúdentaráð verður svo þeim einstaklingum innan handar sem hafa áhuga á því að sækja um viðkomandi verkefni. Slagorð verkefnisins er „Þekking í þágu þjóðar“ og vísar það í þá hugmynd að baki verkefninu, að landsbyggðin fái í enn ríkari mæli, notið þekkingar innan Háskóla Ís- lands. Morgunblaðið/Finnur Ólafur M. Birgisson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson að undirrita sam- starfssamninginn. „Þekking í þágu þjóðar“ á Tálknafirði Tálknafjörður NÚ fyrir skömmu fann Ingi Már Björnsson skrúfublað úr flugvél rek- ið á Víkurfjöru í Mýrdal. Skrúfublað- ið er 163cm á lengd og 28 cm breitt. Samkvæmt upplýsingum frá sér- fróðum skrúfufræðingi hjá Flug- félagi Íslands er þetta sams konar skrúfublað og er t.d. notað í Douglas C 47 (herútgáfa af gömlu DC3-vél- unum). Að sögn Skúla Jóns Sigurðarsonar er þetta svipað blað og er á land- græðsluflugvélinni TF-NPK í dag. Hann segir að þetta blað sem rak í Vík sé líklega af vél sem nauðlenti á Sólheimasandi, en það var einmitt C 47-vél sem hafði orðið fyrir hreyf- ilstöðvun í mikilli ísingu og slæmu veðri í kringum 1970 en þá hafði hún verið í vöruflutningum til eða frá Stokksnesi. Atvikið er til á skrá hjá flugmála- stjórn en var ekki rannsakað þar sem þetta var hervél. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sigurður Jónsson og Finnur Bárðarson með skrúfublaðið. Skrúfublað úr herflugvél rekur á land Fagridalur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.