Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKÍÐAFERÐIR TIL SVISS UM PÁSKANA Tvær ferðir; ellefu dagar og sex dagar til CRANS MONTANA FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is Netfang: outgoing@gjtravel.is Ellefu daga ferð, 21. til 31. mars Fimmtudaginn 21. mars verður flogið með Flugleiðum til Amsterdam og og áfram með KLM til Zurich. Þaðan er ekið til Crans-Montana og gist á Grand Hotel du Parc næstu 10 nætur. Grand Hotel du Parc er vel staðsett fjögurra stjörnu hótel í göngufæri við skíða- lyfturnar. Þann 31. mars er svo ekið til Genfar og flogið þaðan heim um Amsterdam. VERÐ 142.600 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Zurich, Crans-Montana og Genfar, gisting í 10 nætur í tveggja- manna herbergi, morgunverður og kvöldverður. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi: 16.300 kr. Sex daga ferð, 27. mars til 1. apríl Miðvikudaginn 27. mars verður flogið með Flugleiðum til Parísar og ekið þaðan til Crans-Montana. Gisting á Hotel Central næstu 4 nætur. Seinni hluta páskadags, 31. mars, er ekið áleiðis til Frankfurt og gist í Frakklandi síðustu nóttina. Annan páskadag verður flogið heim frá Frankfurt. Hotel Central er þægilegt og vel staðsett, þriggja stjörnu hótel í miðbæ Crans- Montana. VERÐ 69.950 kr. á mann Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli Parísar, Crans-Montana og Frankfurt, gisting í tveggja- manna herbergi í 4 nætur á Hotel Central og eina nótt í Frakklandi og morgunverður. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er 5.200 kr. Verð miðast við gengi og forsendur 04.01. 2001 BANDARÍKJASTJÓRN íhugar nú að hætta friðarumleitunum sínum í Mið-Austurlöndum og rjúfa tengsl sín við Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, og helstu samstarfs- menn hans. Dick Cheney, varafor- seti Bandaríkjanna, gagnrýndi Arafat á sunnudag fyrir að binda ekki enda á árásir Palestínumanna á Ísraela og gaf til kynna að friðarum- leitunum Anthony Zinni, sendi- manns Bandaríkjastjórnar í Mið- Austurlöndum, yrði hætt þar til Ara- fat stæði við loforð sín um að skera upp herör gegn hryðjuverkamönn- um. Cheney áréttaði þá fullyrðingu Bandaríkjastjórnar að Arafat hefði vitað af áformum um að smygla 50 tonnum af vopnum frá Íran með skipi sem ísraelskir hermenn stöðv- uðu í Rauðahafi 3. janúar. George W. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst á föstudag hafa orðið fyrir „miklum vonbrigðum“ með Arafat, skoraði á hann að beita sér af alefli gegn hryðjuverkum og viðurkenna aðild heimastjórnarinnar að vopnasmygl- inu. Arafat sendi Bush bréf á dögunum og neitaði því að hann hefði vitað af vopnasmyglinu. Bandarískir emb- ættismenn brugðust illa við bréfinu þar sem þeir telja sig hafa sannanir fyrir því að palestínska heimastjórn- in sé viðriðin smyglið. „Við trúum honum ekki,“ sagði Cheney í sjón- varpsviðtali. Sagður leita eftir stuðningi hryðjuverkamanna Varaforsetinn sakaði einnig Ara- fat um að hafa leitað eftir stuðningi Írana og íslömsku hreyfingarinnar Hizbollah. „Hann hefði auðvitað get- að farið á marga staði í arabaheim- inum ef hann hefði viljað leita eftir stuðningi og aðstoð við að koma frið- arumleitunum á rekspöl. Hann hefur augljóslega ekki gert það. Hann hef- ur aftur á móti leitað til hryðjuverka- hreyfingar, Hizbollah, og ríkis sem styður hryðjuverkastarfsemi og er staðráðið í að binda enda á friðarum- leitanirnar, Írans.“ Ísraelska dagblaðið Maariv sagði að Zinni hefði lýst palestínsku heimastjórninni sem „mafíu“ og Ara- fat sem „guðföður“ hennar í kvöld- verðarboði í Washington um helgina. Jerusalem Post hafði hins vegar eftir Zinni í gær að frétt Maariv væri „lygi og gróf afbökun“. Markmiðið með henni væri að hindra friðarum- leitanir hans. Hermt er að Cheney og fleiri bandarískir embættismenn beiti sér fyrir því að Bandaríkja- stjórn rjúfi tengslin við Arafat vegna þess að þeir telja að ekki sé lengur hægt að treysta honum. Einnig hef- ur verið lagt til að skrifstofum Frels- issamtaka Palestínumanna, PLO, í Washington verði lokað. Aðrir embættismenn Bandaríkja- stjórnar, einkum í utanríkisráðu- neytinu, hafa verið tregir til að fall- ast á slíkar aðgerðir þar sem þeir óttast að þær grafi undan tilraunum hennar til að tryggja stuðning hóf- samra arabaleiðtoga við baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Nú er hins vegar svo komið að jafnvel emb- ættismenn utanríkisráðuneytisins eru orðnir svo tortryggnir í garð Arafats að þeir efast um að nokkur tilgangur sé í því að Zinni haldi frið- arumleitunum sínum áfram. „Hagsmunir Bandaríkjanna í arabaheiminum í hættu“ Hörð afstaða Bandaríkjastjórnar gegn Arafat hefur valdið titringi meðal arabískra ráðamanna, sem hafa verið vinveittir Bandaríkjunum. Abdullah II, konungur Jórdaníu, og leiðtogar Sádi-Arabíu lýstu yfir „fullum stuðningi við Yasser Arafat og andstöðu við hvers konar tilraun- ir til að einangra hann“ á fundi þeirra í Riyadh í gær. Ráðgert er að Abdullah ræði við Bush í Washington á föstudag og sádi-arabíska dagblaðið al-Watan sagði í gær að konungurinn myndi færa bandaríska forsetanum þau skilaboð að hann myndi stofna hags- munum Bandaríkjanna í arabaheim- inum í hættu ef hann fengi ekki Ísr- aela til að hætta árásum á Palestínumenn. Stjórnmálamenn og dagblöð í arabaríkjunum gagnrýndu ummæli Bush um helgina, sögðu að hann skildi ekki málefni Mið-Austurlanda, hlustaði aðeins á Ísraela og hunsaði „hryðjuverk“ þeirra. „Bandaríkjamenn vaða í villu og svima þegar þeir halda áfram að for- dæma fórnarlambið og styðja böð- ulinn,“ sagði sádi-arabíska dagblaðið al-Riyadh. Arafat komið frá völdum? Saeb Erekat, einn af ráðherrum palestínsku heimastjórnarinnar, kvaðst óttast að Ísraelar myndu nota ummæli Bush sem afsökun til að herða hernaðaraðgerðirnar gegn Palestínumönnum. Danny Naveh, hægrimaður í stjórn Ísraels, spáði því í gær að Ísr- aelar myndu koma Arafat frá völd- um bráðlega. „Meginmarkmið okkar þarf að vera að koma Yasser Arafat frá völdum með því að halda áfram þrýstingnum á hann og halda honum í eiginlegu fangelsi í Ramallah. Eng- in formleg ákvörðun hefur enn verið tekin um að binda enda á valdatíð Arafats en ég er sannfærður um að það verður gert,“ sagði Naveh, sem er í Likud-flokknum eins og Ariel Sharon forsætisráðherra. Tsahi Hanegbi, umhverfisráð- herra Ísraels, tók í sama streng á sunnudag og sagði að fella þyrfti pal- estínsku heimastjórnina „til að gagn- legri forystumenn geti komist til valda, menn sem hægt er að semja við“. Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, kvaðst hins vegar vera and- vígur því að Ísraelar losuðu sig við Arafat. „Það er auðvelt að segja að reka eigi Arafat í burtu, en palest- ínska þjóðin kaus hann og við meg- um ekki láta líta út fyrir að það séu Ísraelar sem velji leiðtoga hennar,“ sagði Peres. Utanríkisráðherrann bætti við að róttækar íslamskar hreyfingar á borð við Hamas og Íslamskt Jihad, sem hafa staðið fyrir flestum árás- anna á Ísraela, myndu fylla upp í valdatómarúmið ef Arafat yrði bolað frá völdum. „Heimskuleg og hættuleg stefna“ Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, kvaðst hafa miklar áhyggjur af stefnu Bandaríkja- stjórnar. „Ég tel umræðuna um að leggja Arafat og hryðjuverk að jöfnu bæði óviðeigandi og heimskulega. Það er mjög hættuleg stefna,“ sagði Lindh. „Þetta er algert brjálæði, stangast á við friðarumleitanirnar og getur aðeins leitt til allsherjarstríðs í Mið-Austurlöndum.“ Robert Malley, bandarískur sér- fræðingur í málefnum Mið-Austur- landa, telur ólíklegt að eftirmenn Arafats verði vinveittari Ísraelum eða líklegri til að semja frið. Hann segir í The New York Times að rétt sé að knýja Arafat til að handtaka palestínska hryðjuverkamenn. Á hinn bóginn þurfi Bandaríkjastjórn einnig að knýja Sharon til að hætta þeim aðgerðum sem hafa kynt undir hatri Palestínumanna í garð Ísraela og lamað öryggissveitir heima- stjórnarinnar – skipulögðum morð- um, eyðileggingu íbúðarhúsa sak- lausra borgara og umsátri um palestínska bæi. Stefna Bandaríkja- stjórnar gefi Sharon færi á að halda þessum aðgerðum áfram og þær minnki aðeins líkurnar á því að Ara- fat geti bundið enda á árásir Palest- ínumanna. Þrýstingur- inn á Arafat gagnrýndur Reuters Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, heilsar stuðningsmönnum sín- um í borginni Ramallah á Vesturbakkanum þar sem ísraelski herinn hefur haldið honum í herkví frá 3. desember sl. Leiðtogar arabaríkja hafa gagnrýnt aukinn þrýsting Bandaríkjastjórnar á Yasser Arafat og utanríkisráðherra Svíþjóðar hefur jafnvel varað við því að stefna stjórnarinnar geti leitt til allsherjarstríðs í Mið-Austurlöndum. ’ Ég tel umræðunaum að leggja Arafat og hryðjuverk að jöfnu óviðeigandi og heimskulega ‘ INDVERSK stjórnvöld fullyrða að tveir Pakistanar, sem lög- reglumenn skutu til bana í gær- morgun, hafi tekið þátt í árásinni á menningarmiðstöð Bandaríkj- anna í Kalkútta á þriðjudag í síð- ustu viku. Til skotbardaga kom milli lög- reglu og hinna föllnu í gærmorg- un, eftir að lögreglan hafði um- kringt hús þeirra í bænum Hazaribagh í Jharkhand-ríki í norðurhluta Indlands. Annar mannanna féll á staðnum en hinn andaðist eftir komuna á sjúkra- hús. Lögregluyfirvöld í Jharkh- and segja að áður en hann lést hafi hann kveðist vera pakist- anskur borgari og viðurkennt að hafa tekið þátt í árásinni á menningarmiðstöðina. Lögregl- an sagði ennfremur að AK-47 riffill, sem talið er að hafi verið beitt í árásinni, hafi fundist í hús- inu. Innanríkisráðherra Indlands, Kamal Pande, sagði að nú léki ekki lengur vafi á því að pakist- anskir hryðjuverkamenn hefðu staðið að baki árásinni, en grun- ur beindist strax að hópum að- skilnaðarsinna í Kasmír, sem hafa bækistöðvar í Pakistan. Fengu vísbendingar Fjórir indverskir lögreglu- menn létust og 18 særðust í árás- inni á menningarmiðstöðina í síð- ustu viku. Árásarmennirnir óku upp að byggingunni á mótorhjól- um og hófu skothríð á lögreglu- mennina, sem stóðu þar vörð. Indverska lögreglan hefur handtekið sex manns vegna gruns um aðild að tilræðinu og gerði hún atlögu að húsinu í Haz- aribag eftir að hafa fengið vís- bendingu um að einhverjir árás- armannanna dveldu þar. Meintir árás- armenn felldir Nýju Delhí, Patna. AFP, AP. Mennirnir sagð- ir hafa tekið þátt í árás í Kalkútta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.