Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 25

Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 25 Njálsgötu 86 - sími 552 0978 20-50% afsláttur af tilboðsvörum 10% afsláttur af allri annarri vöru Tilboðsdagar Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfé- laga, sem skipuð er af félagsmálaráðherra, hefur nýverið sent bréf til 31 sveitarfélags. Við athugun nefndarinnar á fjárhagsstöðu viðkom- andi sveitarfélaga hefur komið í ljós að rekstur og/eða efnahagur sveit- arsjóða þeirra á árinu 2000 fellur utan þeirra viðmiða sem sett hafa verið við mat á fjár- hagsstöðu sveitarfé- laga, samkvæmt ákvæðum sveitar- stjórnarlaga og reglu- gerðar um störf eftirlitsnefndarinnar. Í bréfum nefndarinnar er óskað eftir frekari upplýsingum frá sveitarfélög- unum um fyrirséða þróun í fjármál- um þeirra. Íbúar í hlutaðeigandi sveitarfélögum eru um 67 þúsund en á landinu öllu eru um 286 þúsund íbú- ar. Þröng staða Fjárhagsstaða ýmissa sveitarfé- laga er erfið og fjárhagslegt svigrúm þeirra almennt bundið ýmsum tak- mörkunum. Að stærstum hluta er það Alþingi og framkvæmdavald ríkisins sem ákvarðar tekjuramma sveitarfé- laganna og setur lög um verkefni þeirra og skyldur. Ábyrgð þessara aðila er því mikil þótt megin- ábyrgð á fjármálastjórn sveitarfélaganna hvíli að sjálfsögðu á herðum sveitarstjórnanna sjálfra og gildir það jafnt um lögbundin og valfrjáls verkefni. Misjafnar aðstæður Lykiltölur úr árs- reikningum sumra þeirra sveitarfélaga sem fengið hafa bréf frá nefndinni falla rétt utan þeirra viðmiða sem sett hafa verið og önnur eru þar langt fyrir utan. Nokkur hafa mjög takmarkaðan rekstrarafgang og önnur bera miklar skuldir. Aug- ljóst er að ýmis sveitarfélög hafa staðið að fjárfrekri uppbyggingu, sem í sumum tilvikum sér fyrir end- ann á eða dregur úr á næstunni. Í þeim tilvikum er ljóst að þau eiga á skömmum tíma að geta bætt stöðu sína sé framlegð frá rekstri með við- unandi hætti. Önnur sveitarfélög eru með þungan rekstur sem þau kunna að geta lagað þó að erfitt geti verið um vik þar sem fólki fækkar og tekjur dragast saman, sem leiðir til marg- víslegra erfiðleika. Jafnframt er ljóst að einstök sveitarfélög eiga verðmikl- ar eignir utan efnahags sveitarsjóða sem þau kunna að geta nýtt til að bæta skuldastöðu sína kjósi þau að grípa til þess ráðs. Fjárhagsstaða þeirra sveitarfélaga sem nú fengu bréf frá nefndinni er af- ar misjöfn og aðstæður þeirra til að bregðast við ólíkar. Um það fær eft- irlitsnefndin upplýsingar í kjölfar bréfanna og reynslan hefur leitt í ljós að almennt vinna sveitarstjórnir að því að bæta fjárhagsstöðu sveitar- sjóðanna með markvissri fjármála- stjórn og áætlunum til lengri tíma. Upplýsingar um fjármál sveitarfélaga Erfið fjárhagsstaða einstakra sveitarfélaga á sér oft langan aðdrag- anda, sem þess vegna kann að hafa átt sér stað á mörgum kjörtímabilum. Fjármál sveitarfélaga kunna að virð- ast flókin en með aðgengilegum upp- lýsingum þar um ætti einstaklingum, hópum og hagsmunasamtökum að vera ljóst að sveitarfélögin eru mis- jafnlega í stakk búin til að mæta ýtr- ustu kröfum um aukna þjónustu og framkvæmdir. Sú kröfugerð, sem uppi er höfð gagnvart sveitarfélögun- um, er oft afar óraunsæ í ljósi fjár- hagsstöðu þeirra og ekki síst þess fjárhagslega svigrúms sem þeim er búið. Mótun á starfi nefndarinnar Eftirlitsnefndin vinnur eftir ákveðnum reglum og ber að gera við- komandi sveitarfélögum grein fyrir því ef niðurstaða athugunar hennar sýnir að fjármál þeirra eru ekki innan settra viðmiðana. Eflaust þarf að endurskoða þær reglur og viðmiðanir í ljósi reynslunnar. Starf eftirlits- nefndarinnar er vandasamt og enn í mótun en það á að geta gagnast sveit- arfélögum í mörgu tilliti. Þá er afar mikilvægt að bærileg sátt sé meðal sveitarstjórnarmanna um þær reglur og viðmiðanir sem unnið er eftir. Að gefnu tilefni Í útvarpsfréttum nýlega var vísað í samtal fréttamanns við undirritaðan í tengslum við útsendingu bréfa eftir- litsnefndarinnar. Túlka mátti endur- sögn fréttamannsins á þann veg að undirritaður legði að kjósendum í hlutaðeigandi sveitarfélögum að refsa þeim sem ábyrgð bera á fjár- málastjórn þeirra í næstu kosning- um. Slíkt er fjarri öllu sanni og hefur aldrei nokkurn tíma hvarflað að und- irrituðum. Við þessu er ekkert að gera annað en að koma því skýrt til skila, sem misfórst í endursögn fréttamannsins og undirritaður sagði í samtalinu, að það væri hollt fyrir íbúa sveitarfélaganna almennt að kynna sér fjárhagsstöðu og fjárhags- legt svigrúm sveitarfélaganna sam- tímis því að beint er að þeim kröfum um auknar framkvæmdir og aukna þjónustu. Störf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga Þórður Skúlason Fjármál Fjárhagsstaða ýmissa sveitarfélaga er erfið, segir Þórður Skúlason, og fjárhagslegt svigrúm þeirra almennt bundið ýmsum takmörkunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og fulltrúi þess í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Í LEIÐARA sunnu- dagsútgáfu Morgun- blaðsins játar höfundur hans að sér þyki þau sinnaskipti útvegs- manna illskiljanleg að þeir ljái máls á að fram- sal aflamarks verði tak- markað. Rétt er að upplýsa höfund leiðar- ans um ástæður til- lagna þar um, í von um að skilningur viðkom- andi á eðli tillagna út- vegsmanna og sjó- manna aukist nokkuð. Markmið tillagnanna Tilgangur þeirra tillagna sem for- ystumenn útvegsmanna og sjó- manna hafa kynnt er þríþættur: Að draga úr brottkasti afla; að stuðla að því að fiskiskipaflotinn lagi sig að af- rakstursgetu fiskistofnanna; og að minnka líkur á að ákvæði kjara- samninga sjómanna og útvegsmanna séu brotin með þátttöku sjómanna í kaupum á aflamarki og koma þannig í veg fyrir átök á milli samtaka sjó- manna og útvegsmanna, sem leitt hafa til ítrekaðra verkfalla sem stór- skaðað hafa allt þjóðfélagið. Brottkast afla er og hefur því mið- ur verið vandamál á Íslandsmiðum, sem ekki hefur farið framhjá stjórn- endum blaðsins ef marka má svið- settar myndatökur þar sem fiskarnir fljúga með fuglunum. Vitneskja er fyrir því að brottkast er fyrst og fremst stundað af útgerðum kvóta- lítilla báta, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu, en eigendur þeirra reyna að hámarka nýtingu hins keypta aflamarks með því að fleygja öðrum fiski en þeim verðmætasta. Þannig hefur formaður þeirra, sem nú hefur sig mjög í frammi við að andmæla tillögum sjómanna og út- vegsmanna, greint frá því í blaðavið- tali að hann hafi hent í sjóinn stórum hluta þess afla, sem á bát hans hafi fiskast undanfarin ár. Einhverjar af þessum útgerðum kvótalausra og kvótalítilla báta stunda það jafnframt að brjóta kjarasamninga á sjó- mönnum með því að skipta úr aflaverðmæt- inu, eftir að kaupverð aflamarksins hefur verið dregið frá. Með lögbrotum og brotum á kjarasamningum ná margir þessara aðila „rekstrargrundvelli“ undir sína starfsemi, en það er auðvitað enginn grundvöllur, því ekki er farið að lögum. Það er á þessum vanda sem markmiðið er að taka á með áður- nefndum tillögum. Grundvallarmisskilningur Starfsemi sem byggist á því að brjóta lög á ekkert skylt við það hag- ræði sem kvótakerfinu fylgir. Tillög- urnar miða heldur ekki að því að draga úr hagkvæmninni. Þar er ekki gert ráð fyrir takmörkunum á fram- sali aflahlutdeildar, en með þeim hætti nást hagræðingarmarkmið kerfisins fyrst og fremst. Þá er fram- sal leigukvóta ekki bannað, aðeins skert að nokkru leyti og jafnframt er dregið úr mögulegri eftirspurn. Eft- ir sem áður er öllum heimilt að skipta í jöfnum skiptum á aflamarki innan árs. Það er því grundvallar- misskilningur leiðarahöfundar Morgunblaðsins að útvegsmenn séu með tillögum þessum að hverfa frá meginmarkmiðum núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfis. Markmiðið er enn að ná fram sem mestri hagræð- ingu, ásamt því að stórminnka hætt- una á brottkasti og ná sáttum við sjó- menn. Hagræðingarmarkmiðum kvóta- kerfisins hefur hins vegar verið stefnt í hættu með því að hvaða fiski- skip sem er getur fengið veiðileyfi sé það skráð í íslenska skipaskrá. Landhelgi Íslands er því opin öllum skipum, sem með því einu að kaupa aflamark, þ.e. með því að leigja sér kvóta, geta hafið veiðar. Það er m.a. við þessu ástandi, sem verið er að bregðast með umræddum tillögum. Hjá þjóðum alls staðar í kringum okkur eru þau markmið í hávegum höfð að laga stærð fiskiskipaflota að afrakstursgetu fiskistofnanna. Vilj- um við að Íslandsmið verði rusla- kista fyrir úrelt fiskiskip hvaðanæva úr heiminum? Sósíalistarnir á Morgunblaðinu Eitt að lokum. Leiðarahöfundi Morgunblaðsins ferst ekki að væna útvegsmenn um sósíalisma og stuðn- ing við haftastefnu, hafandi verið ár- um saman í fylkingarbrjósti þeirra sem krafist hafa sérstakrar skatt- lagningar á útgerðina, umfram aðra atvinnuvegi og verið talsmaður þess að þjóðnýta fiskimiðin við landið. Sósíalistarnir á Morgunblaðinu eiga því miður drjúgan þátt í því að afla fylgis við auðlindaskatt og ættu því fremur að leita að sósíalistum í eigin ranni en að saka útvegsmenn um stuðning við þá ámátlegu stefnu. Skilningsskortur leiðarahöfundar Kristján Ragnarsson Fiskveiðistjórn Starfsemi sem byggist á því að brjóta lög, segir Kristján Ragnarsson, á ekkert skylt við það hagræði sem kvótakerf- inu fylgir. Höfundur er formaður LÍÚ. STJÓRN LÍÚ hefur beint þeim tilmælum til stjórnvalda að lögum verði breytt svo veru- lega dragi úr leigu afla- heimilda. Þetta vilja þeir að eigin sögn til að minnka svik, svindl og svínarí í atvinnugrein- inni. Það eru óteljandi frásagnir af vandræð- um, bæði félagslegum og efnahagslegum, sem hlotist hafa af framsali veiðiheimilda, „kvóta- braskið“ eins og menn vilja nefna þessa versl- un í óvirðingarskyni. En er það víst að versl- unin sé sökudólgur þessara vand- ræða? Það er nokkuð óvenjulegt ef ekki einsdæmi að samtök í nútíma at- vinnurekstri fari þess á leit við stjórnvöld að verslun verði takmörk- uð. Er verslun af hinu illa? Engin dæmi þekki ég þess að atvinnugrein hafi náð að blómgast og dafna án frjálsrar verslunar. Er ekki nærtæk- ara að ætla að fiskveiðistjórnarkerfi sem ekki virðist þola frjálsa verslun sé einfaldlega ónothæft í stað þess að skella skuldinni á verslunina og vilja takmarka hana? Við höfum haft aflakvótakerfi í bolfiskveiðum síðan 1984 og sannar- lega hefur það gengið mjög illa. Hins vegar hefur kerfið reynst vel í öðrum veiðum. Í loðnu- og síldveiðum er nýting framleiðslutækjanna góð og arðsemin ágæt, þökk sé frjálsri verslun. Ég veit ekki betur en að einnig gangi þokkalega í skelfisks- og rækjuveiðunum. Eru einhverjar deilur í þjóðfélaginu um þessar veið- ar? Ekki held ég að þær geti verið miklar. Þegar fiskveiðistjórnunar- kerfi virkar, fiskistofnarnir eru í jafnvægi og afrakstur þeirra er jafn mikill og helst ber að vænta, arðsemi fram- leiðslutækjanna ágæt og sú arðsemi hríslast um þjóðfélagið, þá og þá aðeins ríkir sátt. Enginn af þessum eig- inleikum góðs fiskveiði- stjórnunarkerfis á við um bolfiskveiðar, þar hefur allt gengið á aft- urfótunum. Ekki hefur tekist að byggja upp fiskveiðistofnana, við förum aftur á bak, ekki áfram. Stöðugt er það minna sem leyft er að veiða, hver rekst á ann- ars horn og það ríkir bullandi ósátt í þjóðfélaginu. Sú ósátt mun ríkja áfram ef enginn ár- angur næst í uppbyggingu fiskstofn- anna. Fáránlegar pólitískar tillögur um auðlindaskatt á sjávarútveginn eða þjóðnýtingu aflaheimildanna breyta þar heldur engu. Það er afla- kvótakerfið í bolfiskveiðunum sem veldur okkur þessum mikla skaða og vandræðum, ekki frjáls verslun. All- ir leitast við að veiða stærsta fiskinn, einfaldlega vegna þess að hann er verðmætastur. Útgerðarmenn og sjómenn eru hvorki ruddar né sóðar heldur fólk sem reynir eftir fremsta megni að lifa af í því umhverfi sem lögin setja þeim hverju sinni. Menn auka sinn hlut eigi þeir þess nokkurs kost, við lifum nú í mannheimum. Ég vil eindregið benda mönnum á grein í Morgunblaðinu sem birtist hinn 11. janúar sl. eftir Jónas Bjarnason efnaverkfræðing. Í þeirri grein er á einkar athyglisverðan hátt bent á hrikalegar afleiðingar þess ef við höldum þessu aflakvótakerfi áfram við bolfiskveiðarnar. Stjórn LÍÚ hefur alla tíð afneitað af mikilli staðfestu allri gagnrýni á aflakvótakerfið í bolfiskveiðunum. Af mikilli einurð hafa þeir heldur kosið að berja höfðinu við steininn í stað þess að horfast í augu við hversu hrikalega þessum málum er komið þegar veiðin er aðeins helm- ingur þess sem við töldum að Ís- landsmið gætu borið. Nú þegar stjórn LÍÚ afneitar líka lífsþræði sérhvers atvinnurekstrar – frjálsri verslun – hlýtur örvænting þeirra að vera komin á nýtt og óþekkt stig. Örvænting Einar Oddur Kristjánsson Fiskveiðistjórnun Fiskveiðistjórnarkerfi sem ekki þolir frjálsa verslun, segir Einar Oddur Kristjánsson, er einfaldlega ónothæft. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.