Morgunblaðið - 29.01.2002, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HALDI þynning Vatnajök-uls áfram, í samræmi viðbráðnun hans undanfar-in ár, mun jökullinn
minnka talsvert á öldinni og verða
margfalt minni í aldarlok. Bráðnun
jökulsins mun hafa talsverð áhrif á
landslag og náttúru undir jöklinum
og í nánasta umhverfi hans. Þannig
er reiknað með að land rísi um rúma
100 metra undir miðju jökulsins og
gæti landrisið numið tugum metra
við núverandi jaðar jökulsins, en
slíkar breytingar tækju þó langan
tíma. Auk þess sem landslagið
myndi augljóslega taka stórkostleg-
um breytingum á svæðinu getur
landrisið jafnframt haft áhrif á sam-
göngumannvirki sunnan jökulsins
og siglingaleiðina um Hornafjarð-
arós. Þá gæti eldvirkni aukist þegar
jökullinn minnkar og samkvæmt
því má búast við tíðari eldgosum á
svæðinu á síðari hluta þessarar ald-
ar.
Freysteinn Sigmundsson, for-
stöðumaður Norrænu eldfjalla-
stöðvarinnar, segir að tvennt
stjórni því að land rísi þegar jökull-
inn bráðnar. Annars vegar er það
þykkt efri hluta jarðskorpunnar, sá
hluti hennar sem gerður er úr
stinnu og fjaðrandi efni, og hins
vegar er það seigja jarðlaganna þar
undir, en þau hegða sér eins og seig-
fljótandi vökvi líkt og tjara. Þegar
gríðarlegt og víðáttumikið farg,
eins og Vatnajökull, liggur ofan á
jarðskorpunni gefur hún eftir og
sígur niður í seig undirlögin.
„Efsti hluti jarðarinnar hagar sér
eins og plata úr fjaðrandi efni, nán-
ast eins og krossviðarplata. Yfirleitt
þegar lítið farg er á jörðinni, eins og
hraun eða uppistöðulón eða eitt-
hvað álíka, er það ekki nógu víðáttu-
mikið til að hafa áhrif. En af því að
Vatnajökull er svo stór og þungur
ná áhrifin djúpt niður í jörðina,“
segir Freysteinn.
Jarðskorpan sigið um 110
metra undir Vatnajökli
Helgi Björnsson, jöklafræðingur
hjá Raunvísindastofnun HÍ, segir
að Vatnajökull sé 8.000 ferkílómetr-
ar að flatarmáli og að meðaltali um
400 metra þykkur. Samkvæmt því
er þyngd hans ríflega 3.000 rúm-
kílómetrar, en hver rúmkílómetri er
eitt þúsund milljón tonn og því má
áætla að þyngd Vatnajökuls sé rúm-
lega 3.000 milljarðar tonna.
Samkvæmt mælingum síðustu
ára hefur Vatnajökull þynnst um
einn metra á ári síðustu tvö árin og
segir Helgi að haldi sú þróun áfram
muni bráðnun jökulsins fara stig-
vaxandi, eftir því sem yfirborð hans
lækkar og minna svæði verður yfir
1.000 metrum. Í hlýindum fellur úr-
koma sem rigning á jökulinn undir
1.000 metra hæð og þegar jökullinn
lækkar safnast sífellt minna af snjó
á hann á veturna. Þannig gæti þró-
unin orðið mjög hröð, haldi hlýindin
áfram, og jökullinn horfið jafnt og
þétt með þeim afleiðingum m.a. að
land færi að rísa hraðar.
Miðað við núverandi umfang jök-
ulsins segir Freysteinn að reikna
megi með því að jarðskorpan hafi
gefið eftir um rúma 110 metra, sem
þýðir að hverfi jökullinn mun landið
undir rísa um svipaða hæð þegar
seig undirlögin hafa að fullu svarað
fargléttinum, en það gæti tekið 100
til 300 ár.
Þessi þróun hófst þegar á síðustu
öld eftir að jökullinn fór að þynnast
og hörfa upp úr aldamótunum 1900.
Þegar Ísland var numið fyrir rúm-
um 1100 árum voru jöklarnir mun
minni en í dag og þegar Vatnajökull
stækkaði, sem hann gerði mikið á
sögulegum tíma, seig
landið í kringum hann
og var landslagið að
líkindum með talsvert
öðrum hætti á þeim
tíma. Aðrir jöklar hafa
minni áhrif því þeim er
að hluta til haldið uppi
af stinnum hluta jarðskorpunnar og
áhrifin eru því mest við Vatnajökul
vegna víðáttu hans.
Vísbendingar um nokkurt
landris á síðustu öld
„Ef Vatnajökull myndi halda
áfram að þynnast og það yrði við-
varandi færu áhrifin á landhæð að
vaxa. Það sem er undir fjaðrandi
hluta jarðskorpunnar hagar sér
eins og seigur vöki. Við höfum hug-
mynd um seigjuna á jarðlögunum
undir þessu efsta stinna lagi og hún
er mjög há. Seigjan veldur því að
svörunartími jarðarinnar hér á
landi er líklega nokkur hundruð ár.
Þessar landhæðarbreytingar taka
því um 100 til 300 ár að jafna sig,“
segir Freysteinn.
Hæðarbreytingar í kringum
jökla eru vel þekkt fyrirbæri en það
sem er öðruvísi hér á Íslandi en
annars staðar er að þetta gerist
hratt. Sem dæmi má nefna að ennþá
er landris í gangi á Norðurlöndun-
um, í Svíþjóð og Finnlandi, vegna
áhrifa ísaldarjökuls sem hvarf þar
fyrir 10.000 árum. „Þar er land enn
að rísa en á Íslandi gerist þetta mun
hraðar. Í lok ísaldar lauk miklu
landrisi á um 1.000 árum sem sýnir
að viðbragðstími jarðarinnar er
miklu styttri hér á Íslandi,“ segir
Freysteinn.
Að sögn Freysteins hafa menn
ýmsar vísbendingar um að land hafi
risið um hálfan til einn metra á síð-
ustu öld við jaðar Vatnajökuls, sem
er afleiðing af þynningu jökulsins
síðustu hundrað árin. Hann segir að
sterkasta vísbendingin um landris
við jökulinn sé líklega mæling sem
gerð hefur verið í
kringum Langasjó á
landrisi. Langisjór er
aflangt stöðuvatn á
hálendinu sem liggur
skammt suðurvestur
af Skaftárjökli, undan
suðvesturhorni
Vatnajökuls. Freysteinn segir að
hann hafi ásamt öðrum endurtekið
hæðarmælingar við vatnið með því
að nota þetta aflanga vatn sem eins-
konar hallamæli.
„Ef landið rís við Vatnajökul
breytist vatnshæð mismikið í end-
unum, því annar endinn er mjög ná-
lægt jöklinum en hinn snýr frá. Þær
mælingar sýndu að norður
Langasjó reis um 12,5 se
miðað við suðurendann á t
frá 1959 til 1991.“
Árið 2010 verður rish
orðinn verulegu
Þá segir Freysteinn
landmælingar, sem gerðar
ið undanfarin ár, bendi ti
land rísi nú um nokkra mil
Bráðnun Vatnajökuls veldur umtal
Land gæti
metra un
Samkvæmt mæ
þynnst um tv
og haldi sú brá
landris aukist v
við jaðar jökuls
kannaði máli
búast má við
jöklinum á
í kjölfa
Bráðnun jökuls-
ins gæti leitt
til aukinnar
eldvirkni síðar
á öldinni
6
! '
04
0
#04
#0
104
10
04
0
04
1 1 11 1#
8
3 ,)
0
6
6 %
ASTRID LINDGREN
OFBELDI Í
FÍKNIEFNAHEIMINUM
Grein um ofbeldi í tengslum viðfíkniefnasölu hér á landi, erbirtist í Morgunblaðinu á
sunnudag, vakti óhug í brjósti margra
landsmanna. Enda voru þar lýsingar á
grimmilegu athæfi sem flestir tengja
fremur við erlenda glæpaþætti í sjón-
varpi en íslenskan veruleika. En eftir
að þeir sem vel þekkja til ástandsins,
bæði fyrrverandi neytandi fíkniefna,
Guðmundur Týr Þórarinsson, er nú
helgar sig meðferð ungra fíkla, að-
stoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar, Ásgeir
Karlsson og Jón Baldursson, yfir-
læknir á Landspítalanum í Fossvogi,
hafa skýrt með þessum hætti frá því
sem að þeim snýr og óhugnanlegar
staðreyndirnar blasa við, er full
ástæða til að horfast í augu við að
vandi annarra þjóða á þessu sviði er
óðum að verða okkar vandi.
Í greininni kemur fram að heimur
fíkniefnasala og neytenda skarast oft
þegar fíknefnaneytandinn stundar
smásölu fyrir heildsala til þess að
standa straum af eigin neyslu. Ef
smásalanum tekst ekki að standa í
skilum getur það leitt til harkalegra
innheimtuaðgerða á upphæðum sem
rjúka upp úr öllu valdi, þar sem skuld-
arinn er jafnvel pyntaður, vísvitandi
limlestur eða aðstandendum hans
ógnað með þeim hætti að þeir óttast
um öryggi sitt. Ofbeldismennirnir,
svonefndir handrukkarar, ganga að
mestu óáreittir til þessara ógnarverka
þar sem enginn þorir að kæra þá til
lögreglu af ótta við hefndir. Það er
vitaskuld grafalvarlegt mál er sýnir
best hversu fíkniefnameinið hefur
grafið um sig í okkar fámenna sam-
félagi þar sem vitnavernd er ekki
raunhæft úrræði.
Svo virðist sem nú skipti miklu að
finna leiðir til að gera þeim, sem fyrir
slíku ofbeldi eða hótunum verða,
kleift að leita til lögreglu. Það að
ástandið skuli vera orðið þannig að
Ásgeir ráðleggur fólki að fara varlega
í að „hafa afskipti af ofbeldis- og
skemmdarverkum“ og Guðmundur
Týr ráðleggur fólki „að borga svo það
þurfi ekki að óttast um öryggi sitt“,
bendir ótvírætt til þess að þótt hér sé
um fámennan hóp ofbeldismanna að
ræða verði að bregðast við honum af
fullum þunga. Þótt ekki sé auðvelt að
segja fyrir um hvaða aðgerðir kunna
að duga í þeirri baráttu, er víst að all-
ar aðgerðir sem miða að því að koma í
veg fyrir neyslu fíkniefna og kippa
þar með fótunum undan þeim mark-
aði, sem fíkniefnasalar byggja afkomu
sína á, vega þyngst. Í grein eftir þá
Ásgeir Karlsson og Guðmund Guð-
jónsson, yfirlögregluþjón hjá ríkislög-
reglustjóra, sem birtist hér í blaðinu á
laugardag, í tilefni af umræðu um
refsistefnu hér í tengslum við nýlegan
dóm fyrir smygl á e-töflum, benda
þeir á að „meira þarf að fara fyrir
framlagi heilbrigðisyfirvalda til um-
ræðunnar um skaðsemi e-töflunnar“,
en það á örugglega líka við um skað-
semi annarra fíkniefna. Sá vandi sem
fíkniefnaheimurinn veldur tengist
ekki einungis glæpastarfsemi, hann er
einnig mjög alvarlegur heilbrigðis-
vandi sem ráðast þarf gegn með virku
upplýsingastreymi.
Svör þeirra Ásgeirs og Guðmundar
við því hvort lögleiða eigi fíkniefni eru
umhugsunarefni, en þeir vísa m.a. til
þess að Haraldur Johannessen ríkis-
lögreglustjóri vari við lögleiðingu
fíkniefna, m.a. vegna „tengsla alþjóð-
legra glæpahringja við fíkniefnafram-
leiðslu, sölu og dreifingu, vopnasölu,
smygl og misnotkun á fólki, vændi,
peningaþvætti og hryðjuverkastarf-
semi“ og vanhugsað sé að ætla að
hægt sé að slíta fíknefnamálaflokkinn
þar frá. Í ljósi þess ástands, sem hér
hefur verið fjallað um, höfum við ekki
efni á að láta á það reyna.
Rithöfundurinn Astrid Lindgrenlést í gær 94 ára að aldri. Sögur
hennar áttu hug og hjarta barna og full-
orðnir heilluðust með. Hún skrifaði 88
bækur, sem þýddar voru á rúmlega 50
tungumál og seldust í 80 milljónum ein-
taka. Flestir þekkja sennilega Línu
langsokk, en nöfnin Emil í Kattholti,
Ronja ræningjadóttir, Börnin í Óláta-
garði, Elsku Míó minn, Bróðir minn
Ljónshjarta og Leynilögreglumaður-
inn Karl Blómkvist hljóma ekki síður
kunnuglega.
Lindgren byrjaði seint að skrifa og
eins og oft virðist vera með barnabóka-
höfunda hófst ævintýrið við rúmstokk
barns. Árið 1941 veiktist dóttir hennar,
Karin, af lungnabólgu og bað móður
sína að segja sér frá hinni ímynduðu
ævintýrapersónu Línu langsokk. Lind-
gren skrifaði söguna upp og sendi
handritið til útgefenda, sem voru í
fyrstu ákaflega hikandi og höfnuðu
handritinu. Á þessum tíma var sagt að
börn ættu að sjást, en í þeim mætti ekki
heyrast. Lína langsokkur gekk þvert á
allar hugmyndir um þæg og undirgefin
börn. Lína er sjálfstæð og áræðin. Hún
býður félagsmálayfirvöldum birginn og
gerir lögreglunni lífið leitt. Lindgren
var ekki að boða að gefa ætti stjórn-
leysingjanum í hverju barni lausan
tauminn, en börn eiga að fá að njóta sín
og ekki vera bæld. Bókin Lína lang-
sokkur kom út 1947, sló þegar í gegn og
hefur ekkert lát verið á velgengninni
síðan eins og sést á því að í fyrra var
Lína langsokkur efst á útlánalistanum
á Borgarbókasafninu í Stokkhólmi.
Í viðtölum að Lindgren genginni má
heyra að mörgum þykir súrt í broti að
hún skyldi aldrei hljóta bókmennta-
verðlaun Nóbels. Dagblaðið Svenska
Dagbladet gaf lesendum í gær kost á
því að minnast hennar og skrifar einn
að sænska akademían eigi að skammast
sín, en bætir við: „En hún vann þó verð-
laun fólksins – hjarta þess.“ Ein ástæð-
an fyrir því að hún hlaut ekki náð fyrir
augum nóbelsakademíunnar hefur ugg-
laust verið sú að hún skrifaði ekki fyrir
fullorðna heldur börn og sennilega hef-
ur ekki hjálpað henni að vera kona.
Lindgren sagði hins vegar einhvern
tíma að hún vildi ekki skrifa fyrir full-
orðna: „Ég vil skrifa fyrir lesendahóp
sem getur gert kraftaverk. Aðeins börn
gera kraftaverk þegar þau lesa.“ Astrid
Lindgren gerði kraftaverk þegar hún
skrifaði og bækur hennar munu lifa.