Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 33

Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 33
mér að sá fræjum í kálgarðinn og planta blómum. Á haustin fórum við í berjamó og svo fylgdist ég með henni búa til sultutau og grauta. Ég minnist þess að sem barni fannst mér furðulegt að hlusta á ömmu þéra ókunnugt fólk, en það gerði hún alla tíð. Hún var bæði ákaf- lega kurteis og viðmótsþýð og kom vel fram við annað fólk. Hún var mjög bjartsýn að eðlisfari og var aldrei að velta sér upp úr leiðinlegum hlutum eða tala mikið um þá. Þeir væru sjálf- um sér verstir sem létu sjálfsvorkunn ná tökum á sér. Sem táningur hafði ég ákveðnar skoðanir á hlutunum og ræddi því oft við hana um fólk sem ég hafði lítið álit á vegna verka þeirra eða orða og valdi ófögur lýsingarorð í frásögnum mín- um. Þá gat ég ekki skilið það þegar hún sagði að allir ættu eitthvað gott til í sjálfum sér og að fólk myndi að lok- um bara uppskera eins og það sáði. Með aldrinum myndi ég vonandi læra að verða umburðarlyndari. Eina leið- in fyrir mig var því að snúa mér til afa sem var reiðubúinn að ræða þessi mál á mínum nótum! Besti matur í heimi var maturinn hennar ömmu og sagðist hún njóta góðs af námi sínu í húsmæðraskólan- um í Danmörku. Hún hafði ákaflega gaman af því að elda góðan mat og lagði áherslu á neyslu ávaxta og grænmetis. Það var því ósjaldan sem maður leitaði til hennar þegar mann vantaði ráðleggingar við matartilbún- ing. Hún tók ekki annað í mál en að elda sjálf fram eftir öllum aldri. Hún var „kresin“ á mat eins og hún sagði sjálf og fannst aðkeyptur matur ekki góður nema hann væri „lagaður til“ með kryddi og öðru. Rúmlega níræð að aldri var hún oft að „stelast“ til að baka. Henni fannst það hreinasta vit- leysa í mér þegar ég fórnaði höndum og sagðist vera hrædd um að hún myndi kveikja í sér. Það skyldi enginn halda það að hún væri ekki almenni- leg húsmóðir! Ekki er hægt að nefna hana ömmu án þess að geta píanóleiks hennar. Hún elskaði að spila á píanó og gerði það hvenær sem tækifæri gafst. Þær voru skemmtilegar stundirnar þegar fjölskyldan kom saman og allir sungu við undirleik ömmu. Hún spilaði líka alltaf öll jólalögin á aðfangadag, nú síðast jólin 2000. Músíkin var alltaf í huga hennar og hún sagðist semja í huganum fyrir sjálfa sig. Þegar hún spilaði á píanóið ylti tónlistin bara upp úr henni án þess að hún vissi hvaðan hún kæmi. Hún amma var glaðlynd að eðlis- fari og hreif fólk auðveldlega með sér. Það var ekki síst vegna þess hversu ræðin hún var og hafði gaman af því að segja frá. Það eru margir sem minnast samtala sinna við hana því hún var fróð um margt og ákaflega minnug, sérstaklega um liðna tíð. Þær voru ófáar sögurnar um upp- vaxtarárin í gömlu Reykjavík, árin í Danmörku þegar hún var þar í hús- mæðraskóla og hvernig hefði verið að koma heim aftur liðlega 23 ára „sigld“ dama. Frá henni kom líka viska sem ekki öllum er gefin og margt sem hún sagði sem maður getur alla tíð haft að leiðarljósi. Hún fylgdist vel með þjóð- málunum og hafði gaman af því að ræða ýmis málefni þeim tengd. Hún las dagblöðin vel og vandlega og var afi vanur að segja að nú væri hún búin að læra Moggann utanað! Amma varð þeirrar gæfu njótandi að vera heilsuhraust alla sína ævi og vel ern. Hún var einstaklega dugleg og iðin og sjálf vildi hún meina að það væri ástæðan fyrir því að hún héldi sér svo vel sem raun bar vitni. Hún var mjög pjöttuð enda fannst henni það alveg sjálfsagt mál. Ég lærði fljótt að „peticure“, „manicure“ og vel hirt hár væri lífsnauðsyn og að það ætti helst að bursta það hundrað sinn- um fyrir svefninn. Hún hafði líka mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig hún vildi líta út og að hennar mati var aðeins einn hárgreiðslumeistari sem kunni að leggja á henni hárið og var það skoðun hennar til dauðadags. Hún amma hafði mikið dálæti á barnabarnabörnum sínum sem nú eru fimm. Hún taldi þau auðvitað öll framúrskarandi vel gefin og falleg með eindæmum. Hún gat ekki hætt að ausa þau lofi. Það var rétt sem hún sagði alltaf að sál hennar væri ung, það væri bara líkaminn sem væri orð- inn gamall. Hennar eina eftirsjá væri því sú að hún gæti ekki séð þau vaxa úr grasi. Þær eru því dýrmætar, stundirnar sem við Dóri og börnin okkar áttu með ömmu Biddu, en það var fastur liður að heimsækja hana, nú síðustu mánuðina á elliheimilið, eða að sækja hana þangað. Þegar hún var hjá okkur ríkti mikil gleði og ald- ursbilið á milli barnanna og ömmu hvarf í einni svipan. Stundum þótti mér nóg um þegar amma leit út eins og villimaður en þá hafði Helena Birna komið með fjöldann allan af spennum og sett í hárið á langömmu sinni og málað hana síðan í framan. En amma bannaði mér alltaf að skakka leikinn og lagði meira að segja sjálf til hráefnið, kinnalit og varalit. Börn verða að fá að leika sér og prófa hlutina, það er bara hluti af þrosk- anum, sagði hún. Eftir að afi féll frá í maí síðastliðn- um vissi amma að nú væri kominn tími til að fara á elli- og hjúkrunar- heimili. Fram að þeim tíma höfðu þau afi búið ein saman, og að mestu séð um sig sjálf, með aðstoð okkar ætt- ingjanna. Þannig leið þeim best. Það voru því blendnar tilfinningarnar hjá okkur öllum þegar að þessu kom og senni- lega ekki hvað síst hjá ömmu sjálfri. En eins og með allt annað þá kaus hún að sjá þetta allt í jákvæðu ljósi. Hún sagði að hún yrði nú ekki lengi að hleypa smávegis lífi og fjöri í öll vesal- ings gamalmennin sem þarna væru. Og þangað gekk hún inn með reisn. Mikið var ég stolt af henni. Amma kvaddi þennan heim með ástvini sína allt í kringum sig. Hún óttaðist ekki dauðann enda var hún trúuð manneskja og var viss um að hún fengi að fylgjast áfram með okk- ur á einhvern hátt. Ég get ekki annað en trúað því líka því ég finn að hún verður alla tíð nálæg. Hvíl þú í friði, elsku amma mín. Þín Sigríður Níní. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum ástkæra ömmu okkar Birnu Hjaltested. Margs er að minn- ast og orð verða fátæk andspænis kostum hennar. Það er huggun harmi gegn að amma átti að baki langt og gott líf, tæp níutíu og sjö ár. Einstakt er hvað hún bjó lengi við góða heilsu og hversu sterk hún var bæði andlega og líkamlega. Þrátt fyrir háan aldur fannst okkur amma alltaf ótrúlega ern. Hún fylgdist með fréttum úr blöðum og drakk í sig hvers kyns greinar og fróðleik sem vöktu athygli hennar. Hjá ömmu staðnaði tíminn ekki en gott dæmi um það er hvað henni þótti mikið koma til tónlistar Bjarkar. Þau afi héldu heimili allt til dán- ardægurs afa í maí á síðasta ári. Jafnvel níutíu og sex ára gömul vildi hún stjana við okkur og dekra þegar við heimsóttum þau. Einnig hafði hún oft á orði hvað hún vildi að hún treysti sér til að taka strætó til okkar og aðstoða okkur með börnin. Það dugði lítið að segja ömmu að setjast og slaka á og nú skyldum við stjana við hana. Það var einkennandi fyrir ömmu hvað hún hugsaði alltaf fyrst um aðra áður en hún hugsaði um sjálfa sig. Hún gerði ekki miklar kröf- ur og tók því sem hver dagur hafði upp á að bjóða og gerði það besta úr deginum og gæðum hans. Amma trúði sterkt á Guð, englana og bænina. Hún bað ávallt fyrir okkur og sérstaklega þegar hún vissi að annir, erfiðleikar eða prófraunir væru framundan. Hún ásamt móður okkar lagði grunn að þeirri barnatrú sem fylgir okkur og styrkir í dagsins önn. Á sínum síðustu dögum lagði hún áherslu á að við ungar mæðurnar gerðum slíkt hið sama fyrir okkar börn. Ömmu var margt til lista lagt. Auk þess sem hún bjó yfir miklum hlýleika og innileik var hún falleg kona útlits og mikil dama. Hún lagði mikið upp úr því að punta sig og koma huggu- lega fyrir og lagði okkur línurnar í því efni. Amma var kokkur góður og mátti leita ráða hjá henni fram á það síðasta. Hún lagði áherslu á heilsu- samlegt fæði, grænmeti og vítamín. Einstakur hæfileiki ömmu var hversu vel hún spilaði á píanó. Það var hennar helsta ánægja alla tíð en þó ekki hvað síst síðustu árin. Allt í einu hljómaði eitthvert lag innra með henni og þá settist hún við píanóið og lék af fingrum fram. Amma var heillandi persónuleiki og hafði mjög gaman af að spjalla. Auk þess átti hún það gjarnan til að halda innilegar ræður á góðum stund- um. Hún talaði hreint út og lá ekki á skoðunum sínum. Við minnumst margra notalegra stunda þegar hún sat við eldhúsborð- ið og sagði okkur stelpunum sögur af sínum yngri árum. Sögur af því er hún sprangaði um Suðurgötu sem ung kona, sögur af ballferðum og „middögum“, eða þegar hún sigldi út til Danmerkur og þegar hún synti á hverjum degi úti í Nauthólsvík og ekki hvað síst hvernig þau afi kynnt- ust svo fátt eitt sé nefnt. Amma og afi áttu sínar bestu stundir síðari árin í sumarbústað sín- um á Arnarbóli. Þar ræktaði afi trén sín á meðan amma rótaði í spínat- garðinum eða tíndi og þurrkaði blóm og ber. Í bernsku áttum við margar góðar stundir á Arnarbóli með ömmu og afa. Oftar en ekki lékum við frænk- urnar okkur í búleik í holtinu, en hlup- um svo spenntar niður í hús þegar maginn fór að góla á mat. Við vissum að í pottinum á gaseldavélinni mallaði spínat með bráðnu smjöri, mjólkur- vellingur með kanilsykri eða ljúffeng- ir klattar að hætti ömmu. Það gaf ömmu mikið að hitta barnabarnabörnin sín fimm. Hún sagði oft að það sem hún ætti eftir að sakna væri að geta ekki fylgst með er þau yxu úr grasi og að geta ekki orðið meiri þátttakandi í lífi þeirra. Hún sagðist þó mundi vaka yfir okkur og vera alltaf hjá okkur og því trúum við svo sannarlega. Megi ljúf minning um einstaka konu sem er okkur svo kær lifa með okkur. Megi góður Guð gæta sálu hennar. Margrét Birna og Helga María Garðarsdætur.  Fleiri minningargreinar um Birnu Hjaltested bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 33 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur 3        ,     & ,     $$'$   &&' 0175  0-.* *+ 078 -51 65     0 !  &          /0 !  '//0 *    ** *  ** , *9. %) *   :;  , *  * ( + + *    "  **  **   ! "    ! #               < '=$  ' $  *(> = ( +        ,  ! $!   4   +     !   &    4      +   & 5 !  '(00 2    $ - 6 --   4  & (0* +* " 0 -  + 7 ** <"-   +. #<"-   " + <# *-( " 7+1! "<"-    ( -   <"-   * "#+1     !      !  "       # 3   ,   %$&$$  &&'    !   !(     )  " 7 # %      -,     '$= ,'   2>33    +    ' !              /' !  '//0 ? -  .   6- " -* 6-?   -* ? -  @  -* % "   " 1!     *  '"1! " 6-  :- -** !. ,"  5 6- $  5     6-  <"7 -.  * (# 3           '#' ?  ( 6#(*"6;* 1  -*5 6+ -*6   .. 0 *.A          &  /0 !  '00 7 ,          +   +    $ - # & $       - ,  --   8   ! ''0&'&(9 " 7# " +   " + '" " + + 7*  " 7   6-$ - 5 -    **  " +   <   " +     " +  "* " ( ! #

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.