Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 35
✝ Ingibjörg Borg-hildur Þorsteins-
dóttir fæddist á Ak-
ureyri 30. ágúst
1932. Hún lést á
lungnadeild Land-
spítalans – háskóla-
sjúkrahúss í Fossvogi
19. janúar síðastlið-
inn. Hún var dóttir
hjónanna Ólu Sveins-
dóttur húsfreyju, frá
Naustahvammi í
Norðfirði, f. 27. ágúst
1906, d. 9.6. 1994, og
Þorsteins Stefáns-
sonar húsasmiðs, frá
Nýjabæ í Kelduhverfi í Norður-
Þingeyjarsýslu, f. 4.11. 1902, d.
28.10. 1964. Ingibjörg var fjórða í
röðinni af átta systkinum. Elstur
var Stefán, d. 3. 6. 2001, Erna, d.
13.10. 1980, Sveinn, Þráinn, Egg-
ert, Jón og Bergþóra.
Hinn 14. janúar
1951 giftist Ingi-
björg Agnari Hall
Ármannssyni frá
Norðfirði, sem lést
30.6. 1995. Hann var
sonur Ármanns
Magnússonar út-
gerðarmanns á
Norðfirði og Hall-
beru Hallsdóttur
húsfreyju. Ingibjörg
og Agnar eignuðust
fimm börn sem öll
eru á lífi. Þau eru:
Örn, f. 1949, Rut, f.
1950, Ármann Hall-
ur, f. 1952, Óla Steina, f. 1954, og
Hilmar Ægir, f. 1963. Barnabörn-
in eru sex og barnabarnabörnin
þrjú. Útför Ingibjargar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15. Jarðsett
verður frá Norðfjarðarkirkju.
eyri og í Vogi við Raufarhöfn og svo
á Norðfirði. Ingibjörg var fimmtán
ára þegar við fluttumst til Norð-
fjarðar og hún bjó þar lengst af eftir
það. Hún giftist ung hinum góða
manni sínum Agnari Hall Ármanns-
syni og þau stofnuðu heimili á Norð-
firði og eignuðust fimm börn. Ingi-
björg var ákaflega myndarleg
húsmóðir og listræn. Hún saumaði á
börnin sín og allt heimili hennar bar
vott um listfengi hennar og alúð.
Ingibjörg og Agnar voru mikil merk-
ishjón, heimilið fagurt, rausnarlegt
og listrænt þar sem vel var tekið á
móti öllum sem komu til þeirra. Ingi-
björg var alúðleg og sköruleg og
Agnar geislandi í viðmóti.
Heimili þeirra í Neskaupstað hef-
ur veitt mörgum athvarf og það var
hátíð að vera með þeim hjónum.
Ég minnist lítillar sögu frá æsku
okkar þegar við bjuggum í Vogi.
Foreldrar okkar höfðu nokkrar
kýr til að hafa mjólk til heimilisins og
ég man eftir því þegar við tvö systk-
inin vorum einu sinni að reka kýrnar.
Það var yfir ós að fara og því sætt
lagi að reka kýrnar á fjöru. Við tók-
um bakreið, hún á kvígunni og ég á
nautkálfinum, en það var erfitt að
komast á bak. En ég komst á bak og
hann rauk af stað út í ána og á eftir
kom Ingibjörg á kvígunni og söng
við raust: Ríðum, ríðum og rekum yf-
ir sandinn. Ingibjörg var alltaf söng-
elsk og hafði mikinn áhuga á tónlist.
Hún var alltaf syngjandi og söng
um tíma í Samkór Neskaupstaðar.
Hún var ljóðelsk og kunni ógrynni af
sönglögum og textum.
Nú þegar ævinni er lokið minnist
ég hennar sem góðrar og elskulegrar
systur sem var gott að koma til, leita
til og tala við. Við gátum alltaf spjall-
að saman og það er mikil gjöf. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Hvert sem leiðin þín liggur
um lönd eða höf;
berðu sérhverjum sumar
og sólskin að gjöf.
(Stephan G. Stephansson.)
Þráinn Þorsteinsson.
Elsku amma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
( Þórunn Sig.)
Þín
Úrsúla Manda.
INGIBJÖRG
BORGHILDUR
ÞORSTEINSDÓTTIR
innar í kærleiksfaðm skaparans en
moldarfjötrar leyfa:
Allt lifandi lofsyngur þig,
hvert barn, hvert blóm,
þó enginn skynji né skilji
þinn skapandi leyndardóm.
Já, var þetta ekki dagurinn, er
himinhvolfið ómaði allt af lofsöng um
hann er yfir okkur vakir, og menn
lyftu fagnandi hlust sinni til að nema
hjartslög hans; og meira að segja
skammdegishúmið tók þátt í dýrð-
inni allri?
Við systkinin ólumst upp á Akur-
Þú mikli, eilífi andi,
sem í öllu og alls staðar býrð,
þinn er mátturinn, þitt er valdið,
þín er öll heimsins dýrð.
Þessi upphafsorð eins fegursta
sálms, sem íslenskri þjóð hefir verið
gefinn, komu í hug er mér var flutt
andlátsfregn Ingibjargar systur
minnar 19. janúar sl. Og enn hljóm-
uðu í hug mér orð úr sama sálmi
Davíðs Stefánssonar, er mér varð
hugsað til þeirrar stundar, er væng-
ur líknarinnar valdi til að bera þessa
systur frá hlekkjum sjúkrabeðsins
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Við biðjum guðs engla að vaka yfir
þér og mömmu og pabba, elsku litli
sólargeislinn okkar.
Amma og afi, Efstasundi.
Ljósið sem lífið geymir og geislar
bjart á gleðistundum skein svo
MÁR
KJARTANSSON
✝ Már Kjartanssonfæddist í Kaup-
mannahöfn 25. apríl
2001. Hann lést í
Reykjavík 23. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru Kjartan
Þórðarson og Rann-
veig Sverrisdóttir,
Furugrund 24, Kópa-
vogi. Foreldrar
Rannveigar eru Kol-
finna Sigurvinsdóttir
og Sverrir Már
Sverrisson, Efsta-
sundi 37, Reykjavík.
Foreldrar Kjartans
eru Edda Kjartansdóttir, Lamba-
staðabraut 9, Seltjarnarnesi, gift
Sigurjóni Gunnarssyni, og Þórður
Theodórsson, Barðavogi 3,
Reykjavík, kvæntur Guðrúnu H.
Guðnadóttur.
Útför Más fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
skært á andliti Más
litla. Og þessa stuttu
stund sá maður að ekk-
ert í heiminum er æðra
en að geta gefið af sér
slíkt ljós.
Sigurjón.
Það var eftirvænting
í augum dætra minna
þegar við fjölskyldan
lentum á Kastrup í
sumar og hugðum á
sumardvöl í Kaup-
mannahöfn. Og það var
ekki vegna þess að þær
væru að fara til útlanda heldur
vegna þess að þær voru að fara að
sjá litla Má, langt á undan öllum öðr-
um. Það voru þær sem fengu heið-
urinn af því að fá að sjá hann, meira
að segja áður en amma og langamma
og langalangamma fengu það. Þetta
þótti þeim ekki verra.
Og eftir að þær fengu að sjá hann
linnti ekki söngnum: „Mamma, hve-
nær megum við passa Má? Hvenær
megum við passa Má?“ Og hvort
þær máttu passa hann. En hann var
bara svo lítill enn þá að þær urðu að
bíða þar til hann stækkaði aðeins.
Svo kom að því að þær fengu að
spranga rígmontnar um á Amager
með fallega græna vagninn hans.
Þær höfðu hlutverk, þær áttu
frænda í Kaupmannahöfn og hann
var fallegasti frændi í öllum heim-
inum. Hann var hins vegar ekki eins
hrifinn af þessum spássitúrum og
vildi miklu heldur vera í hlýjum
faðmi móður sinnar. Þetta skildu
þær ekki alveg. En þær ætluðu að
sýna þolinmæði og bíða þar til hann
yrði stærri. Og hann varð stærri
með hverjum deginum, sprækari og
stinnari og bræddi alla í kringum sig
með sínu ómótstæðilega brosi.
En hann var ekki bara miðpunkt-
urinn í lífi dætra minna þetta fallega
sumar í Kaupmannahöfn. Hann var
miðpunkturinn í lífi alls hins mikla
frændgarðs sem að honum stóð og
það voru margir sem lögðu leið sína
til Kaupmannahafnar til að sam-
gleðjast ungu hjónunum og berja
augum þetta undur sem hafði fæðst
svona langt frá öllum forvitnu
frænkunum og frændunum sem ið-
uðu í skinninu að fá að sjá hann,
halda á honum og fylgjast með hon-
um vaxa og dafna. Og það var unun
að fylgjast með hvað ungu hjónin
voru hamingjusöm og í góðu jafn-
vægi og tilbúin að taka á móti öllu
þessu fólki sem langaði svo að fá að
eiga svolítið í þessu fyrsta sumri
hans Más. Af hverju lá öllum svona
á? spurðu hinir þolinmóðu sem biðu
heima á Íslandi og vissu að fjölskyld-
an var væntanleg heim í ágúst. En
þau voru ekkert að flýta sér, foreldr-
arnir, heldur ákváðu að sigla með
litla mávinn sinn yfir hafið því það
væri betra fyrir sálina. Þau komu
heim til Íslands í ágústlok og þar
með var lokið þessu fallega sumri,
fyrsta sumrinu hans Más. Fyrsta og
eina.
Hann átti mikinn frændgarð og
sennilega er leitun að fleiri forfeðr-
um og formæðrum sem einn lítill
drengur getur átt. Hann átti tvær
ömmur og tvo afa, fjórar langömmur
og tvo langafa, tvær langalangömm-
ur og einn langalangafa. Að auki átti
hann einn stjúpafa og eina stjú-
pömmu og svo heilan helling af
ömmu- og afasystkinum, og lang-
ömmu- og langafabræðrum og
-systrum. Hann var yngsti hlekkur-
inn í þessari miklu keðju og hafði
gert okkur hin einum ættlið eldri.
Þessi litli frændi minn, sem fædd-
ist hinn 25. apríl árið 2001, á afmæl-
isdegi móðurömmu sinnar, dó í
svefni hinn 23. janúar 2002. Hann
var að verða níu mánaða gamall. Það
er grimmt og óneitanlega þversagn-
arkennt að standa nú frammi fyrir
því að kveðja þennan langyngsta
fjölskyldumeðlim. „Márinn“ okkar
er floginn og kemur ekki aftur.
Hann vitjar okkar hins vegar af og
til, ég sé hann fyrir mér, fallega
brosið hans og kankvísa svipinn sem
var svo falleg blanda af móður og
föður.
Núna er líf hans fólgið í minning-
unni og stundum er kraftur minn-
inganna sterkari en hversdagsleg
augnablik lífsins. Núna eigum við,
sem eftir lifum, minningar um fal-
legasta líf sem hægt er að hugsa sér,
líf saklauss barns, umvafið hlýju og
kærleika móður og föður og frænd-
garðsins. Þetta fallega líf var hrifið
burt frá okkur mitt í glaumi hvers-
dagsins. Eftir situr óumræðileg sorg
en líka djúp fegurð og lotning fyrir
því kraftaverki kærleikans sem líf
„Másins“ okkar litla var.
Hjartanlegar samúðarkveðjur til
ykkar, elsku Kjartan og Rannveig.
Halla ömmusystir
og fjölskylda.
Már, við söknum öll bláu augn-
anna þinna sem skinu svo skært.
Við söknum öll blíða brossins þíns
sem var svo fallegt.
Við söknum öll geislans sem skein
af þér og hamingjunnar sem þú
veittir okkur.
Við söknum þín sárt. Megi Guð
geyma þig.
Harpa Káradóttir.
Elsku Rannveig og Kjartan. Miss-
ir ykkar er mikill og sár. Hvers
mega orð sín þegar staðið er frammi
fyrir jafn óbærilegri sorg?
Már varð ekki nema níu mánaða
en náði samt að auðga líf okkar sem
honum kynntumst. Augasteinninn
ykkar enda alltaf kátur og í góðu
skapi. Þið eruð svipt þeim forrétt-
indum að fá að fylgjast með og gleðj-
ast yfir þroska hans, fyrstu sporun-
um, orðunum, leikjunum … en
varðveitið á sama tíma dýrmætar
minningar um stundirnar sem þið þó
fenguð. Það eru þungar byrðar sem
á ykkur eru lagðar en sem betur fer
eigið þið góða að, fjölskyldu og vini,
sem reyna að létta ykkur byrðina á
erfiðum stundum. Megi góður guð
styrkja ykkur í sorginni.
Ykkar,
Marta, Bjarki og Karitas.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd.
byggðuð ykkar draumahús yfir fjöl-
skylduna. Alltaf var jafn gaman að
koma til ykkar að njóta gestrisni og
hjartanlegrar hlýju. Lífið er ekki allt-
af dans á rósum og þið fenguð vissu-
lega ykkar skerf. En þið voruð líka
einstaklega dugmikil. Með hugrekki
og samheldni tókust þið á við vanda-
mál lífsins. Það er vissulega svo að
erfiðleikar efla samheldni og dug
sterkra einstaklinga og þroska þá til
betri vegar enda sýnduð þið það og
sönnuðuð.
Mér þótti afar vænt um það þegar
þú hófst störf hjá Exorku. Þá fóru
leiðir okkar aftur að liggja saman í
starfi og þá gáfust tækifæri til að hitt-
ast og ræða saman um starfsvettvang
okkar. Þú varst sannur og hugheill
Vestmannaeyingur enda var gaman
að ræða við þig um Eyjarnar, því þar
var hugur þinn alla tíð. Ég minnist
með hlýju góðra minninga um æsku-
heimili þitt, einkum fyrir Eyjagosið.
Þar tók móðir þín á móti mér með
miklum rausnarskap. Mér verður enn
hugsað til tertunnar sem boðið var
upp á og finnst varla að ég hafi fengið
almennilega tertu síðan þá.
Við minnumst þess nú að mikið var
rætt um að við kæmum með ykkur á
þjóðhátíð. Á síðasta ári dreifst þú í að
panta okkur far með Herjólfi á þessa
landsfrægu hátíð. Það var okkur
Dóru einstök upplifun að vera með
ykkur og Kristjáni bróður þínum
ásamt Guðnýju, mágkonu þinni, og
njóta gestrisni og vináttu og ekki síst
að finna hlýhug á æskuheimili ykkar
bræðra. Þá sannreyndum við Vest-
mannaeyjar, gestrisni, hlýhug og
hætti heimamanna á þjóðhátíð. Það
var einstök tilfinning að vera með
ykkur bræðrum að tjalda hvíta tjald-
inu og skipa það tilheyrandi húsgögn-
um. Þetta voru bæði heimilismunir og
kofortin frá foreldrum ykkar. Þá var
ekki síður ánægjulegt að upplifa
hversu Óli á Flötunum var vel liðinn
af Vestmannaeyingum, alls staðar
velkominn og hvarvetna fagnað. Þessi
Eyjaferð var á einhvern hátt allsherj-
arsamnefnari þess sem viðhöfðum
notið á samverustundum okkar í
gegnum tíðina.
Þrátt fyrir vitneskjuna um dauðans
óvissa tíma er náttúra mannsins sú að
hugsa um lífið og horfa hjá skuggum
og slútandi skýjum. Þegar öndin sofn-
ar eilífðarsvefni vakna brennandi
spurningar um lögmál lífs og dauða.
Hvert er það vald, sem allt fram knýr,
en ósýn tjöldin hjúpa,
sem innst í vitund allra býr
og allra kné því krjúpa?
Á himni og jörðu heldur það,
þitt hjarta er því innsiglað,
þess nálægð nær úr fjarska.
Við lífsins barm, við dauðans dyr
vér krjúpum þöglum vörum.
Þú sjálfur hnígur síð sem fyr
og seint átt von á svörum.
Ó, vesæll maður, mold ert þú.
Ó, minnstu Guðs þíns, vak og trú.
Ó, bið hann þig að blessa.
Í hjarta þínu Guð þér gaf
sinn geisla úr himins boga.
Lát tendrast þína trú, sem svaf,
sem tiginborinn loga.
Í þér er Guð. Í Guði þú.
Frá Guði kemur hjálp þín nú.
Ó, krjúp hans barn til bænar.
(Lárus H. Blöndal.)
Fráfall góðvina vekur í senn sorg
og eftirsjá í hjörtum þeirra sem eftir
þreyja. Þá hættir okkur stundum til
að gleyma lífshlaupi og góðum gerð-
um. Sá sem lifað hefur lífi sínu í vin-
áttu, kærleika og sannleika skilur eft-
ir sig minnisvarða, sem mölur og ryð
fá ekki grandað. Eftir stendur kær-
leikurinn, ljósið sem lýsir upp myrkur
sorgarinnar.
„Kærleikurinn er langlyndur, hann
er góðviljaður, kærleikurinn öfundar
ekki; hann breiðir yfir allt, trúir öllu,
vonar allt, umber allt. Kærleikurinn
fellur aldrei úr gildi.“ (1. Kor. 13.)
Elsku Fríða mín, Eggert og Gunn-
ar Már, Hanna Lára, Ása, afadreng-
irnir og fjölskylda. Okkur tekur það
sárt að geta ekki verið með ykkur á
þessum erfiðu stundum. Guð gefi
ykkur styrk og þrótt. Innilegar sam-
úðarkveðjur.
Daði og Dóra.
Fleiri minningargreinar um Ólaf
Ragnar Eggertsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.