Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ RíkharðurSveinn Kristjáns-
son fæddist á Vestur-
götu 35a í Reykjavík
15. febrúar 1931.
Hann lést á heimili
sínu, Vesturgötu 35a,
16. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Kristján Guð-
mundsson frá Vill-
ingadal, kaupmaður í
Krónunni, f. 28.5.
1892, d. 30.8. 1977, og
Sigrún Sveinsdóttir
frá Skagaströnd,
húsmóðir, f. 24.8.
1905, d. 15.6. 1971. Bræður Rík-
harðs eru Guðmundur H., fyrrver-
andi kaupmaður í Krónunni í
Mávahlíð, f. 14.10. 1926, d. 14.8.
1974, Sigurður Jón, fyrrv. báts-
maður, f. 18.8. 1928, og Björn B.,
fyrrv. kaupmaður, f. 25.3. 1933.
Ríkharður kvæntist Erlu Emils-
dóttur, þau skildu. Börn þeirra
eru: Hulda, f. 27.9. 1955, hjúkrun-
arfræðingur. Hulda giftist Hall-
dóri Pétri Þorsteinssyni, þau
skildu. Sonur þeirra er Örvar, f.
6.8. 1978; Gunnar, f. 24.12. 1956,
bóndi á Þingeyrum.
Gunnar er kvæntur
Helgu Thoroddsen
og eiga þau synina
Andra, f. 14.1. 1983,
og Helga, f. 23.6.
1985; Hörður, f.
29.12. 1962, lög-
reglumaður á
Blönduósi. Hörður
er kvæntur Sigríði
Aadnegard og eiga
þau dæturnar Elvu
Björk, f. 27.8. 1984,
Erlu Hrönn, f. 16.4.
1992, og Elínu
Huldu, f. 22.8. 1993.
Ríkharður lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1952 og hóf nám við læknadeild
Háskóla Íslands en hvarf frá námi.
Eftir ýmis störf tók hann við versl-
unarrekstri af föður sínum árið
1956 í Krónunni Vesturgötu 35a
og rak hann þá verslun til ársins
1983. Frá 1984 til 1998 starfaði
hann á öldrunardeild Landspítal-
ans í Hátúni og þar af síðustu árin
á Landakoti. Útför Ríkharðs verð-
ur gerð frá Áskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast fyrrverandi tengdaföður
míns, Ríkharðs Sveins Kristjáns-
sonar, eða Denna eins og hann var
oftast kallaður.
Denni fæddist á heimili foreldra
sinna á Vesturgötu 35a í Reykjavík
og lést á sama stað tæplega 71 árs
að aldri. Árið 1955 kvæntist hann
Erlu Emilsdóttur og eignuðust þau
þrjú börn. Þau bjuggu lengst af á
Tunguvegi 9, í húsi sem Denni
byggði að mestu leyti sjálfur. Erla
og Denni slitu samvistir árið 1983.
Á fyrrum æskuheimili sínu, á
Vesturgötu 35a, rak Denni um ára-
bil verslunina Krónuna. Hann ætl-
aði sér þó aldrei að verða kaup-
maður, enda hafði hann hafið nám í
læknisfræði, en tók eigi að síður við
verslunarrekstrinum af föður sín-
um og ílengdist þar í heil 27 ár.
Hann var kaupmaðurinn á horninu,
sem átti vörur á gamla verðinu,
skrifaði hjá viðskiptavinum sínum,
tók niður pantanir í síma og keyrði
heim að dyrum, já, og jafnvel raðaði
upp í hillurnar hjá viðskiptavinun-
um. Það breytti engu þótt fólk flytti
úr Vesturbænum upp í Breiðholt,
það fékk áfram sent heim. Árið
1975 kynntist ég því að vera innan-
búðar í Krónunni þegar Denni átti
ekki heimangengt. Þótt ég væri
reynslulaus hafðist þetta með þol-
inmæði og hjálp viðskiptavinanna,
sem vissu nákvæmlega hvar hlut-
irnir voru. Þá áttaði ég mig á því að
þetta var ekki einvörðungu verslun
heldur einnig félagsmiðstöð fólks-
ins í hverfinu þar sem öll heimsins
mál voru rædd og leyst. Í umræð-
unum var ekki komið að tómum
kofunum hjá Denna, hann var
skarpgreindur maður og margar
snarpar pólitískar umræður fóru
fram yfir búðarborðið. Það var líka
ósjaldan eftir lokun á föstudögum
að hann tók nokkrar skákir á búð-
arborðinu við kunningja sína.
Ásamt skákíþróttinni var óperu-
tónlist Denna mjög hugleikin alla
tíð og einnig má geta þess að á ung-
lingsárum stundaði hann handbolta.
Á tímabili tók hann þátt í hrað-
skákmóti TR alla þriðjudaga og
náði þar góðum árangri.
Hann lá tímunum saman yfir
skáktímaritum og fór á skákmót
þegar færi gafst.
Það má e.t.v. segja að í Denna
hafi búið tveir menn, annar var op-
inn og hress með spaugsyrði á
vörum, einkum í búðinni, og hló
dátt og mikið og reytti af sér
brandarana, knúsaði hvert einasta
barn og dekraði við þau, keypti
græjur og bíla og fór í utanlands-
ferðir. Hin hliðin á Denna var al-
gjör andstæða. Hann virtist loka
sig af frá umheiminum og gaf þá
ekkert færi á sér, fjölskyldu sinni
til mikilla sárinda.
Síðustu tíu ár ævi sinnar ein-
angraði hann sig æ meir, fór aldrei
á samkomur, mannamót eða í heim-
sóknir. Hann hafði í kringum sig
skákblöðin, sjónvarpið, óperutón-
listina og myndir af barnabörnun-
um og myndir af litlum frænkum og
frændum sem fylgt höfðu jólakort-
um í gegnum árin.
Maður gæti spurt sig hvort
Denni hafi viljað hafa lífshlaup sitt
eins og það var. Ég veit að svo var
ekki. Hann barðist alla ævi við
þunglyndi og leitaði huggunar hjá
Bakkusi eins og oft virðist vera um
svo marga menn sem hafa mikið til
brunns að bera.
Ég vil þakka Denna góða við-
kynningu, ekki síst það að kenna
mér að njóta óperutónlistar. Bless-
uð sé minning hans.
Sendi aðstandendum öllum inni-
legar samúðarkveðjur.
Halldór Pétur Þorsteinsson.
Kaupmaðurinn á horninu er dá-
inn.
Í áratugi rak Ríkharður Krist-
jánsson verslunina Krónuna við
Vesturgötu. Þessi verslun var ekki
aðeins nýlenduvöruverslun heldur
sannkölluð menningarmiðstöð.
Þarna versluðu allir sem bjuggu í
nágrenninu, í þessu gamla og rót-
gróna hverfi. Allir þekktust og tóku
sameiginlega ábyrgð á barnaskar-
anum, sem ólst upp í hverfinu. Og í
Krónunni hittist fólk og skiptist á
tíðindum, jafnt almæltum og þeim
sem færri vissu. Í Krónunni fréttu
menn gjarnan stórtíðindi í stjórn-
málaheiminum áður en þau gerð-
ust. Innan búðarborðsins stóð
Denni, örvaði umræður og reytti af
sér brandarana þegar sá var gállinn
á honum. Þá var oft hlegið hátt svo
undir tók í hverfinu.
Margir þeirra sem áttu vinnustað
í nágrenninu komu reglulega í
Krónuna sér til andlegrar hvíldar
og upplyftingar, drukku eina kók
eða svo og tóku púlsinn á þjóðfélag-
inu. Börnin voru send í búðina með
miða í buddu, Denni leysti greið-
lega úr málum og valdi vöruna af
kostgæfni, ávexti jafnt sem bökun-
arvörur. Úttektina var hægt að
skrifa, ef illa áraði hjá kaupand-
anum.
Margir kúnnarnir gátu ekki
hugsað sér að versla við annan, þótt
þeir flyttu austur fyrir Læk, vestur
á Nes, eða jafnvel upp í Breiðholt.
Þeir hringdu í Denna sem sendi
þeim vörurnar seint á föstudögum.
Við bræðurnir bjuggum við
Stýrimannastíginn, í næsta húsi á
bak við Krónuna. Allir gerðumst við
lausamenn hjá Denna og keyrðum
út vörur, fyrst á forláta reiðhjóli
með körfu á stýrinu, en seinna á
eðal-jeppum kaupmannsins og þótti
ekki slæmt. Aukaskildingurinn kom
sér vel á námsárunum.
Denni var afar slyngur skákmað-
ur og í Krónunni var tefld mörg
skákin að lokunum vinnudegi. Oft
var þá glatt á hjalla. Þarna tefldu
stundum sumir af bestu skákmönn-
um þjóðarinnar og þá var betra að
hafa sig hægan. Ef á þurfti að halda
sá einhver okkar um aksturinn
heim.
Verslunarhættir tóku örum
breytingum um það bil sem sá síð-
asti okkar í röðinni keyrði vörur um
allan bæinn hvert föstudagskvöld.
Kaupmaðurinn á horninu vék smám
saman fyrir verslunarmiðstöðvum
og þar kom að Denni brá búi. En
hann var rótfastur á Vesturgötunni
og þar bjó hann öll sín síðustu ár.
Denni reyndist fjölskyldu okkar
alla tíð mjög vel og hann var mikill
og góður vinur okkar bræðranna
allra. Hann var ráðagóður hagleiks-
maður og gott að leita til hans um
margt. Denni var stórlyndur dreng-
skaparmaður og mikill húmoristi.
Seinna fluttum við úr hverfinu og
sumir dvöldu langdvölum erlendis.
Tengslin við Denna dofnuðu smám
saman eins og gengur, en aldrei
gleymdist þó þessi góði drengur
sem var okkur haukur í horni á
yngri árunum.
Við sendum fjölskyldu Ríkharðs
Kristjánssonar okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigurður, Andrés, Einar
og Ólafur Arnalds.
Fyrir u.þ.b. 15 árum kom aldeilis
skemmtilegur maður til starfa á
öldrunarlækningadeild Landspítal-
ans í Hátúni 10b. Ríkharður Krist-
jánsson, sem lengi hafði verið vin-
sæll matvörukaupmaður á Vest-
urgötunni, hafði ákveðið að söðla
um, hætta verslunarrekstri og
vinna sem vaktmaður á sjúkrahúsi.
Innti hann af hendi margvísleg
störf á deildunum en vissan sama-
stað átti hann á Dagspítalanum á 9.
hæð, þar sem hann gekk jafnvel í
feiri verk en til var ætlast. Hann
var ævinlega boðinn og búinn til að
hjálpa stelpunum, átti það til að
leggja á borð og ganga um beina
eða liðsinna sjúklingunum. Var
hann einstaklega natinn og nær-
gætinn við þá.
Fyrst og fremst var Ríkharður
þó mikill gleðigjafi, húmoristi af
Guðs náð, kunni ógrynni af sögum,
tilsvör hans voru hnyttin og hlát-
urinn óborganlegur.
Sumarið 1997 fluttist öldrunar-
lækningadeildin vestur á Landakot.
Ríkharður hafði verið heilsutæpur í
nokkur ár og lét af störfum árið
1998. Áfram hélt hann þó sambandi
við okkur, kom öðru hvoru í heim-
sókn, alltaf jafnnotalegur.
Nú er hann allur, hláturinn þagn-
aður. Við söknum góðs vinar og fé-
laga.
Börnum hans og fjölskyldum
þeirra sendum við samúðarkveðjur.
Starfsfólk Dagspítala,
Landakoti.
RÍKHARÐUR
SVEINN
KRISTJÁNSSON
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmti-
ganga um Laugardalinn eða upplestur kl.
10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir.
Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkj-
unni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Létt-
ur hádegisverður að stundinni lokinni.
Samvera foreldra unga barna kl. 14–16 í
neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19 í
kirkjunni.
Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára
kl. 17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimili eftir stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl.
17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir
börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar
Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll
börn velkomin og alltaf hægt að bætast í
hópinn. Unglingaklúbburinn MeMe kl.
19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í um-
sjón Gunnfríðar og Jóhönnu.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–
7.05 alla virka daga nema mánudaga.
TTT-fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7.
bekk. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Yfirskrift
námskeiðsins er Líf og dauði, sorg og
gleði. Í kvöld fræðir sr. Bjarni Karlsson
um sorg og sorgarviðbrögð. Aðgangur
ókeypis og öllum heimill. Gengið inn um
merktar dyr á austurgafli kirkjunnar.
Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörð-
arstund þar sem Þorvaldur Halldórsson
leiðir söng og sóknarprestur flytur guðs
orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl.
21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar und-
ir stjórn Margrétar Scheving og hennar
samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Texta-
varpi).
Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara
kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman.
Nýir félagar velkomnir. Foreldramorgunn
miðvikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall.
Umsjón Elínborg Lárusdóttir.
Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl.
10–12. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16 og fyrir
10–12 ára kl. 17.30.
Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu
safnaðarins á 2. hæð í safnaðarheimili
kirkjunnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir
til þátttöku.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10–
12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT-
klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 1 .
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum
má koma til sóknarprests í viðtalstímum
hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra.
Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Léttur málsverð-
ur. Helgistund, samvera og kaffi. Æsku-
lýðsstarf fyrir 10–12 ára á vegum
KFUM&K og Digraneskirkju kl. 16.30–
18.15.
Fella- og Hólakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 12. Bænarefnum má koma til
djákna í síma 557-3280 og í sama síma
er hægt að panta keyrslu til og frá kirkju.
Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu
eftir stundina og húsið opið áfram til kl.
15. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13.30. Helgistund, handa-
vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og allt-
af eitthvað gott með kaffinu. TTT (10–12
ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30.
Kirkjukrakkar í Engjaskóla fyrir börn 7–9
ára kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í
Grafarvogskirkju, eldri deild, kl. 20–22.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstundir kl.
18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg-
ara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og
spjallað. Helgistund í kirkjunni kl. 16.
Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára
stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón
KFUK.
Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æsku-
lýðsstarf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla,
stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börn-
unum heim.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–
18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs-
félag yngri félaga.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl. 17. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18.
Hægt er að koma fyrirbænaefnum til
sóknarprests eða kirkjuvarðar.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í
Lágafellsskóla frá kl. 13.15–14.30.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
16.30 kirkjuprakkarar fyrir 7–9 ára
krakka. Kl. 17.30 TTT-kirkjustarf 10–12
ára krakka.
Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl.
14–16 með aðgengi í kirkjuna og kapellu
vonarinnar eins og virka daga vikunnar.
Aðgengi frá Kirkjuteig. Starfsfólk verður á
sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarund-
irbúningur í Kirkjulundi kl. 14.30–15.10,
8.A&B í Holtaskóla, kl. 15.15–15.55, 8.
ST í Myllubakkaskóla, kl. 16–16.40, 8.
IM Myllubakkaskóla.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíulestrar þriðju-
dag 29. janúar kl. 19.30 í umsjá Ástríðar
Helgu Sigurðardóttur guðfræðings. Farið
verður í Jóhannessarguðspjall. Sóknar-
prestur.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar
þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Í dag
spjallar Gyða Þ. Halldórsdóttir tónlistar-
kennari um börn og tónlist.
Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf
alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í
kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag
kl. 13.40.
Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í
Hrakhólum í kvöld kl. 20.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Fíladelfía. Samvera eldri borgara kl. 15.
Allir velkomnir.
Glerárkirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
18.10. Leitum innri friðar í faðmi guðs.
Hjálpræðisherinn, Akureyri. Hjálparflokk-
ur fyrir konur kl. 20.
Safnaðarstarf
FORELDRAR athugið. Á morg-
un, miðvikudaginn 30. janúar kl.
11, kemur Anna María Snorra-
dóttir í heimsókn til okkar í safn-
aðarheimilið. Hún mun ræða um
svefn barna, en svefn barna get-
ur orðið vandamál í sumum til-
fellum. Allir foreldrar velkomn-
ir.
Selfosskirkja.
Foreldramorgnar í Selfosskirkju
Morgunblaðið/Ómar
Selfosskirkja
KIRKJUSTARF