Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 42
DAGBÓK
42 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
FRÁBÆR frammistaða íslenzkakarlalandsliðins í handbolta á
Evrópumótinu í Svíþjóð er mikið
gleðiefni. Fyrirfram var ekki búizt
við miklu og jafnvel talið gott að
vinna aðeins einn leik og komast
þannig áfram. Allt annað hefur svo
komið á daginn. Hefðu dómarar og
tímaverðir ekki gert mistök í
leiknum gegn Spánverjum hefðu
allir leikir Íslands í riðlinum unn-
izt og liðið væri komið í milliriðil
með fjögur stig. Aðeins Svíþjóð
náði þeim árangri að vinna alla
sína leiki, enda á heimavelli og
með firnasterkt lið að vanda. Það
er þó ástæðulaust að vera að gráta
hið tapaða stig heldur gleðjast yfir
þeim stigum sem unnizt hafa. Þau
skipta miklu máli og nú er bara að
láta kné fylgja kviði.
Það er alveg ástæðulaust að
hræðast næstu lið, sem leikið verð-
ur á móti, eins og Frakka, sem við
mætum næst. Íslenzka liðið sýndi
það í æfingaleikjum fyrir mótið að
það getur unnið hvaða lið sem er,
enda unnu strákarnir okkar Þjóð-
verja í tvígang.
Það er ljóst að við eigum hand-
knattleiksmenn á heimsmæli-
kvarða. Ólafur Stefánsson hefur
verið valinn bezti handknattleiks-
maður í þýzku deildinni, sem talin
er sú sterkasta í heimi. Hann hef-
ur sýnt það í leikjunum þremur,
sem búnir eru, að það val á fylli-
lega rétt á sér, enda varð hann
markahæstur allra leikmanna í
riðlakeppninni. En hann ber ekki
einn uppi leik íslenzka liðsins, það
gera allir leikmenn liðsins saman
undir leiðsögn Guðmundar Guð-
mundssonar þjálfara, sem hefur
náð frábærum árangri með liðið.
Auk þessara tveggja má nefna
Patrek Jóhannesson, sem hefur
verið drjúgur að skora, og mark-
manninn Guðmund Hrafnkelsson,
sem ver á köflum eins og berserk-
ur. Aðrir leikmenn hafa einnig
leikið mjög vel og bæði sókn og
vörn hafa staðið sig vel. Nú er
bara að halda sínu striki og stefna
á verðlaunasæti.
x x x
ENSKA bikarkeppnin stendurnú sem hæst og úrslit óvænt
að vanda. Meistarar síðasta árs,
Liverpool, eru fallnir úr leik og
Manchester United sömuleiðis.
Úrvalsdeildarliðin falla út eitt af
öðru og spennan eykst. Það er
ljóst að Alex Ferguson tekst ekki
það markmið sitt að vinna þrefalt
á síðasta ári sínu sem knatt-
spyrnustjóri og það lítur út fyrir
að félagið sé að missa flugið á ný.
Í síðustu viku tapaði liðið á heima-
velli fyrir Liverpool, sem hefur
unnið fimm síðustu viðureignir
þessara liða. Það er skoðun Vík-
verja að þar hafi Ferguson stillt
liði sínu illa upp með því að nota
ekki snillinginn Giggs á vinstri
kantinum, en þar standast honum
fáir eða engir snúning. Fyrir vikið
varð engin ógnun þeim megin í
sókninni. Víkverji er ennfremur
þeirrar skoðunar að furðulegt van-
mat á mótherja hafi valdið tapi
Man. Utd. gegn Middlesborough.
Þegar menn leyfa sér að nota ekki
beztu mennina í bikarleik á útivelli
gegn öðru úrvalsdeildarliði eiga
þeir ekki annað skilið en að tapa.
Svo virðist sem Ferguson hafi
ekkert meint með yfirlýsingunni
um þrennuna.
Spennan í ensku úrvalsdeildinni
er nú meiri en oftast áður, enda
skiptast liðin á um að verma efsta
sætið. Það verður væntanlega ekki
fyrr en í síðustu umferðinni sem
það skýrist hverjir vinna.
Þingmenn orðið
sér til skammar
NÚ hafa þingmenn orðið
sjálfum sér og Alþingi til
skammar með því að draga
þangað umræður um bolta-
leiki í sjónvarpinu. Að ætl-
ast til þess að sjónvarpið
borgi hvaða upphæð sem
gráðugir seljendur setja
upp er bæði frekja og
heimska. Ég vona að þeir
sem stjórna þessum málum
hjá sjónvarpinu láti ekki
hávaðamenn hafa áhrif. Og
langflestar konur eru á
móti þessari vitleysu.
Björn Indriðason.
Fiskveiðisamvinna
UNDANFARIN tæplega
30 ár hefi ég haft áhuga á
hitabeltislandinu Guyana í
S-Ameríku. Það virðist að
hluta til lokað land og lítið
um fréttir þaðan, og senni-
lega stafar það af því að
hvíti minnihluti landsins,
þ.e. Englendingar, vill þar
öllu ráða. Aðrir þjóðflokkar
þar í landi eru Ameríku-
indíánar, Afríkunegrar,
Austur-Indverjar, Portú-
galar og Kínverjar. Og öll
þjóðin semur sig að evr-
ópskum hugsunarhætti og
talar ensku, eina þjóðin í
Suður-Ameríku.
Þessi einangrun landsins
er eiginlega furðuleg, þar
sem allar aðrar þjóðir
heims koma fram í fréttum.
Önnur lönd sem ég hefi
áhuga á og voru breskar
nýlendur hér áður fyrr eru
t.d. Belize í Mið-Ameríku
og Gambía á vesturströnd
Afríku.
Það er erfitt að segja
eitthvað um þessar smá-
þjóðir, þetta eru þó vel
byggileg lönd og öll liggja
þau að sjó. Geta Íslending-
ar ekki athugað fiskveiðar
og fiskvinnslu þar.
Ég vil geta þess að und-
irritaður hóf hér á árum áð-
ur athugun á veiðisam-
vinnu við Gyuana Fish-
erings Ltd. Bréf þessa
efnis lagði ég á sínum tíma
fyrir utanríkisráðuneyti til
athugunar. En ekkert hef-
ur gerst í þessum málum.
Nú er verið að leggja
hraðbraut í gegnum skóga
Guyana til suðurnágranna
landsins Brasilíu og verður
Guyana þá einskonar hlið
til þess lands – og George-
town, höfuðborgar landsins
þar sem er út- og innflutn-
ingshöfn. Lengi hefur stað-
ið til að opna norðurhluta
Brasilíu í gegnum Guyana
til að nálgast málma og
dýra steina þessa auðuga
lands því að siglingaleiðir
frá Evrópu eru miklu
styttri frá Georgetown
heldur en til syðri hafna
Brasilíu sjálfrar.
Páll Hannesson,
fyrrv. tollfulltrúi.
Lopapeysur
ER einhver sem veit hvar
hægt er að koma heima-
prjónuðum lopapeysum í
umboðssölu. Þeir sem gætu
gefið upplýsingar hafi sam-
band við Snjólaugu í síma
697-9915.
Fyrirspurn
FYRIR fjórum árum fékk
ég styrk hjá Trygginga-
stofnun ríkisins til kaupa á
bíl ásamt aukastyrk vegna
sjálfsskiptingar í bílinn. Nú
er ég að endurnýja bílinn
og sótti aftur um þessa
styrki. Það kom mér á
óvart að ég fékk úthlutað
lægri styrk vegna sjálf-
skiptingar nú en fyrir fjór-
um árum. Vil ég fá að vita
hvers vegna þessir styrkir
eru ekki hækkaðir í sam-
ræmi við hækkanir á verð-
lagi, því á fjórum árum hef-
ur verð á sjálfskiptingu
hækkað töluvert.
María.
Dýrahald
Púðluhundur
fæst gefins
PÚÐLUHUNDUR, 1 árs,
fæst gefins. Hann er mjög
vel upp alinn og geltir ekki.
Upplýsingar í síma 565-
3389.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT:
1 sakleysi, 4 loðskinns, 7
kjálka, 8 pinni, 9 ræktað
land, 11 einkenni, 13
vaxa, 14 gól, 15 varnsfall,
17 jarðvöðul, 20 skar, 22
kvendýr, 23 kindar, 24
rödd, 25 vera óstöðugur.
LÓÐRÉTT:
1 púði, 2 skrifa, 3 tómt, 4
snjór, 5 brennur, 6 þolna,
10 greftrun, 12 sníkju-
dýr, 13 tímgunarfruma,
15 í vondu skapi, 16 jarð-
vöðlum, 18 fáskiptinn, 19
skordýra, 20 ósoðinn, 21
eirðarlaus.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hörundsár, 8 bælið, 9 lofar, 10 uxa, 11 tórir, 13
rúmum, 15 skæla, 18 afber, 21 fýl, 22 telur, 23 dunda, 24
griðungur.
Lóðrétt: 2 öslar, 3 Urður, 4 dílar, 5 álfum, 6 ábót, 7
gróm, 12 ill, 14 úlf, 15 sótt, 16 ætlar, 17 afræð, 18 aldin,
19 bungu, 20 róar.
ÉG hef séð að undanförnu
að einn og einn af eldri
kynslóðinni hefur verið að
kvarta undan auknum
álögum og það ekki að
ástæðulausu. Lyf hafa stór-
hækkað. Það er dýrara að
fara til læknis og þó afslátt-
arkort fáist þarf helmingi
hærri upphæð og svo mætti
lengi telja. Þessvegna
finnst mér að við ættum að
mæta á Austurvöll þegar
þing hefur komið saman til
að minna þá á sem þar sitja
að við höfum kosningarétt
og getum með samstöðu
haft áhrif í kosningum. Og
svo getur farið að við bjóð-
um fram í næstu alþing-
iskosningum til að reyna
að ná rétti okkar. Ég vona
að talsmaður eldri borgara
verði mér sammála í þessu.
Eldri borgarar stöndum
þétt saman til að verjast
óréttlætinu.
Sókn er besta vörnin.
Guðmundur Bergsson,
Sogaveg 178.
Flykkjumst á Austurvöll
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Arn-
arfell, Murmansk og
Bluebird koma í dag.
Lundenes fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss kom til
Straumsvíkur í gær,
Kari Arnhild kemur í
dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun í dag
kl. 17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl .9
vinnustofa, leirkera-
smíði, kl.10 enska, kl.
11 enska og dans, kl.13
vinnustofa, postulíns-
málning, kl. 14. fé-
lagsvist. Þorrablót
verður haldið 1. febr-
úar, Skráning í Afla-
granda s. 562-2571,
fyrir miðvikud. 30. jan-
úar.
Árskógar 4. Kl. 9 bók-
band og öskjugerð, kl.
13 opin smíðastofa.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–9.45 leikfimi, kl. 9–12
tréskurður, kl. 9–16
handavinna, kl. 10–17
fótaaðgerð, kl. 10 sund,
kl. 13 leirlist.
Eldri borgarar Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudög-
um kl. 13–16.30, spil og
föndur.
Félag eldri borgara á
Suðurnesjum. Árshá-
tíðin verður sunnud. 3.
feb. kl 18. á veitinga-
húsinu Ránni í
Reykjanesbæ.
Veislustjóri, Böðvar
Pálsson, félagar úr
Eldey syngja, upp-
lestur, danssýning og
fjöldasöngur. „Hrókur
alls fagnaðar“ leikur
fyrir dansi. Uppl. og
miðasala fyrir 29. jan.
hjá eftirtöldum: Garð-
ur: Ólafur s. 422-7113,
Grindavík:Valgerður s.
426-8150, Vogar: Dísa
s. 424-6544, Sandgerði:
Miðhús s. 423-7949,
Selið: Jóhanna s. 421-
6272 Hvammur: Jó-
hanna s. 421-4322.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18–20. Kl. 10
samverustund, kl. 14
félagsvist.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 10 hársnyrt-
ing, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Tölvu-
námskeið byrjar 28.
jan. kl. 15.30, tréskurð-
ur byrjar þriðjud. 29.
jan. kl. 13.30, trésmíði,
notað og nýtt, byrjar
miðvikud. 30. jan. kl.
16. Spilað í Holtsbúð
þriðjud. 29. jan. kl.
13.30. Föstud. 1. feb. í
Kirkjuhvoli kl. 14 koma
gestir í heimsókn frá
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Kórsöngur, kínversk
leikfimi, hringdansar
og fleira.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Bingó í fé-
lagsheimilinu Gull-
smára 13, föstudaginn
1. febrúar kl. 14.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Saumur kl. 13.30, brids
kl. 13.30 Á morgun
línudans kl. 11, pílu-
kast kl. 13.30, myndlist
kl. 13.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Þriðjud. skák
kl. 13 og alkort spilað
kl. 13.30. Miðvikud.:
Göngu-Hrólfar fara í
göngu frá Ásgarði,
Glæsibæ, kl. 10. Söng-
félag FEB kóræfing kl.
17. Línudanskennsla
kl. 19. Söngvaka kl.
20.45. Framsögn hefst
fimmtud. 31. jan. kl.
16.15 skráning á skrif-
stofu FEB. Leikfélagið
Snúður og Snælda sýn-
ir í Ásgarði í Glæsibæ,
félagsheimili Félags
eldri borgara, söng- og
gamanleikinn „Í lífsins
ólgusjó“, og „Fugl í
búri“. Frumsýning
sunnudaginn 3. feb.
Sýningar: Sunnud. kl.
16, miðvikudaga til
föstudaga kl. 14. Miða-
pantanir í s. 588-2111,
568-8092 og 551-2203.
Heilsa og hamingja á
efri árum: Laugard. 9.
feb. kl. 13.30. Minnk-
andi heyrn hjá öldr-
uðum og íslenskar
lækningajurtir Laug-
ard. 16. mars kl. 13.30,
krabbamein í brjóstum
eldri kvenna og Alz-
heimer-sjúkdómar og
minnistap. Laugard.
13. apríl kl. 13.30.
Hjartavernd fyrir lest-
ur um rannsóknir.
Fræðslufundirnir verða
haldnir í Ásgarði,
Glæsibæ, félagsheimili
brids fyrir byrjendur
hefst í febrúar. Stjórn
Ólafur Lárusson. Uppl.
á skrifstofu FEB kl.
10–16 s. 588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
vinnustofa, tréskurður,
kl. 10 leikfimi, kl. 12.40
Bónusferð, kl. 13.15
bókabíll. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–
16 blöðin og kaffi.
Garðabær. Opið hús í
Kirkjuhvoli í dag kl
13–16. Spilað og spjall-
að.
Gerðuberg, félagsstarf.
kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 13 boccia,
súpa og saltatbar í vet-
ingbúð í hádeginu.
Miðvikudaginn 6. feb.
er kaffihlaðborð í há-
deginu í veitingabúð,
skráning hafin. Upp-
lýsingar um starfsem-
ina á staðnum og í
síma 575-7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9 handavinna, kl.
9.30 gler- og postulíns-
málun, kl. 13 lomber,
kl. 13.30 skák, kl. 15.30
spænska, kl. 17.15 kór-
inn, kl. 20 spjallstund,
kl. 20 skapandi skrif.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 og kl. 10 jóga,
kl. 9.15 postulínsmálun,
kl. 13–16 handa-
vinnustofan opin, kl. 19
gömlu dansarnir.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 böðun og leikfimi, kl.
9.45 bankaþjónusta, kl.
13 handavinna, kl.
13.30 helgistund.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun, kl. 9
glerskuður og tré-
málun, kl. 10 boccia, kl.
12.15 verslunarferð í
Bónus, kl. 13 myndlist.
Þorrablótið verður
haldið 1. febrúar, húsið
opnað kl. 17.30. Skrán-
ing í s. 587-2888.
Háteigskirkja eldri
borgar á morgun mið-
vikudag, samvera fyr-
irbænastund í kirkj-
unni kl. 11, súpa í
Setrinu kl. 12, spil kl.
13.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 tréskurður og op-
in vinnustofa, kl. 10
boccia. Myndlist-
arkennsla hefst föstud.
1. feb. leiðbeinandi
Hafdís Benediktsdóttir.
Skráning hjá Birnu og
ritara s. 568-6960.
Vesturgata 7. Kl. 9.15–
16 bútasaumur, kl.
9.15–15.30 handavinna,
kl. 11 leikfimi. kl. 13
spilamennska. Þorra-
blót verður fimmtud. 7.
feb. Skráning í af-
greiðslu. Getum bætt
við fleirum á búta-
saumsnámskeið. Skrán-
ing í síma 562-7077.
Vitatorg. Kl. 9 smíði
og hárgreiðsla, kl. 9.30
glerskuður og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl.
11 boccia, kl. 13 hand-
mennt og körfugerð.
Kl. 14 félagsvist.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Brids í kvöld kl.
19.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra, leik-
fimi kl. 11 í Bláa saln-
um.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20, svar-
að í síma 552 6644 á
fundartíma.
Reykjavíkurdeild SÍBS
verður með félagsvist í
húsnæði Múlalundar,
vinnustofu SÍBS, í Há-
túni 10c, í kvöld
þriðjudaginn 29. jan-
úar. Félagar fjölmenn-
ið og takið með ykkur
gesti. Byrjað að spila
kl. 20. Mæting kl.
19.30. Húsinu lokað kl.
20.
Skagfirðingafélagið í
Reykjavík. Þorrablótið
verður í Akoges-
salnum, Sóltúni 3. laug-
ard. 2. feb. húsið opnað
kl. 19. Veislustjóri
Sölvi Sveinsson. Uppl. í
síma 565-8649. Miða-
sala miðvikud. 30. jan. í
Drangey, Stakkahlíð
17.
Þjóðdansafélag
Reykjavíkur. Opið hús
í kvöld, gömlu
dansarnir frá kl.
20.30–23.
Í dag er þriðjudagur 29. janúar, 29.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en
dapurt geð skrælir beinin.
(Orðskv. 17, 22.)