Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 43
DAGBÓK
Síon ehf. - GASTROLUX Íslandi
Smiðjuvegi 11e, Gul gata, Kópavogi,
sími 568 2770 og 898 2865 - www. gastrolux.is
ein
sta
ka
Líttu við hjá okkur eða
pantaðu pöntunarlista
Getum jafnframt bætt við okkur
nokkrum dugmiklum söluaðilum
Hin fitulausa panna
Ný sending komin!
Pönnur og pottar
Glerkeramik húðaðar pönnur og pottar
Steiking án feiti
Maturinn brennur ekki við
Nikkelfrí húð sem flagnar ekki af
Þolir allt að 260° hita í ofni
Málmáhöld leyfileg
Þvoist með sápu
5 ára ábyrgð
Pottar frá 2,0-8,5 l
Djúpar og grunnar pönnur frá 24-32 sm í þvermál
®
Spegla- og
rammaefni
í miklu úrvali sími 581 1384
Útsalaútsalaútsala
ú t s a l a n
e r e n n þ á
Skólavörðustíg 14.
Vertu ekki of sein
að panta fermingar-
myndatökuna
Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar
sem þú færð í myndatökunni stækkaðar og fullunnar.
Innifalið í myndatökunni:
12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm
og ein stækkun 30x40 cm í ramma.
Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.
LJÓÐABROT
ÉG ELSKA ÞIG
Er nóttin glotti þögul að ljóssins dauðadómi
og dauðinn lá í felum á hverjum myrkum stíg,
þá komu dagsins geislar með einum hlýjum ómi:
Ég elska þig!
Nú leika dagsins brosandi ljós á hverju blómi,
og lífið skín í rósum um vorsins bjarta stig,
og jörð og himinn titra af einum hlýjum ómi:
Ég elska þig!
Jónas Guðlaugsson
ÚRVINNSLA trompsamn-
inga byggist oft á öðru af
tvennu: Að fríspila lit til
hliðar eða trompa tapslagi
í borði. Báðar þessar leiðir
koma til greina í sex lauf-
um suðurs:
Norður
♠ Á2
♥ ÁK9863
♦ DG4
♣Á10
Suður
♠ 10643
♥ 5
♦ Á2
♣KDG972
Spilið er frá lokaumferð
Reykjavíkurmótsins síð-
astliðinn þriðjudag. Sex
lauf er fallegur samningur,
en slemman náðist ekki
víða. En hvernig á að spila
með spaðakóng út? Á að
reyna að fríspila hjartað
eða trompa tvo spaða í
borði?
Útspilið er sterkt, því
það tekur innkomu úr
borðinu sem er nauðsynleg
til að hægt sé að nýta
hjartað, og gefur vörninni
auk þess tækifæri til að
trompa út ef sagnhafi
drepur á ásinn og spilar
spaða. Í því tilfelli lítur út
fyrir að nauðsynlegt sé að
svína fyrir tígulkóng.
Svíningin heppnast
raunar og því ætti slemm-
an að vinnast með því að
spila spaðaás og meiri
spaða. Hins vegar er það
alls ekki besta spila-
mennskan:
Norður
♠ Á2
♥ ÁK9863
♦ DG4
♣Á10
Vestur Austur
♠ KD985 ♠ G7
♥ D1042 ♥ G7
♦ 76 ♦ K109853
♣63 ♣854
Suður
♠ 10643
♥ 5
♦ Á2
♣KDG972
Sagnhafi getur mætt
hinu sterka útspili með
enn sterkari leik – hann
gefur spaðakónginn!
Vestur þarf þá að taka
afstöðu, sem mun móta
spilamennsku suðurs. Ef
vestur trompar út, fríar
sagnhafi hjartað með
tveimur trompunum og á
spaðaásinn til góða sem
innkomu. Og spili vestur
spaða áfram, er sviðið sett
til að stinga spaða tvisvar í
borði og henda tígli niður í
hjartakóng.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
50ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 29. jan-
úar, er fimmtug Anna Kr.
Jónsdóttir, lyfjafræðingur
og fyrrverandi borgar-
fulltrúi í Reykjavík, Lauga-
vegi 105, Reykjavík
(Hlemmur 3).
75ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 29. jan-
úar, er 75 ára Sigurlaug Jó-
hannsdóttir, Valshólum 2,
Reykjavík. Sigurlaug er að
heiman í dag.
80ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 29. jan-
úar, er áttræður Einar Jóns-
son, Borgarbraut 65a,
Borgarnesi. Hann tekur á
móti gestum í golfskálanum
á Hamri kl. 20–23 og vonast
til að sem flestir vinir og
vandamenn sjái sér fært að
gleðjast með honum á þess-
um tímamótum.
85ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 29. jan-
úar, er 85 ára Ingólfur
Rögnvaldsson, fyrrv. verk-
stjóri hjá Hamri hf., Kambs-
vegi 16, áður á Bakkastíg 5 í
Reykjavík. Hann og eigin-
kona hans, Hólmfríður Jón-
asdóttir, verða að heiman.
Árnað heilla
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Evgeny Bareev (2707) 9
vinninga af 13 mögulegum
2. Alexander Grischuk
(2671) 8½ v. 3.-4. Michael
Adams (2742) og Alexander
Morozevich (2742) 8 v. 5.
Alexander Khalifman
(2688) 7½ v. 6. Peter Leko
(2713) 7 v. 7.-11. Alexey
Dreev (2683), Boris Gelfand
(2703), Jeroen Piket (2659)
og Joel Lautier (2687) og
Jan Timman (2605) 6 v. 12.
Mikhail Gurevich (2641) 5½
v. 13. Rustam Kasimdzh-
anov (2695) 4½ v. 14. Loek
Van Wely (2697) 3 v.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4
4. Rxe4 Rd7 5. Bd3 Rgf6 6.
De2 c5 7. Rxf6+ Rxf6 8.
dxc5 Bxc5 9. Bd2 O-O 10. O-
O-O Dd5 11. Kb1 Dxg2 12.
Rf3 Dxf2 13. De5 Be7 14.
Hdf1 Dc5 15. Dg3 Rh5 16.
Dh3 g6 17. Hhg1 Rf4 18.
Bxf4 e5 19. Dh6 exf4
Staðan kom upp í A-
flokki Corus mótsins sem
lauk fyrir skömmu í Wijk
aan Zee. Fyrr-
verandi heims-
meistari FIDE,
Alexander Kha-
lifman (2688),
hafði hvítt gegn
Evgeny Bareev
(2707). 20. Hg5!
og svartur gafst
upp enda er
hann varnarlaus
bæði eftir
20...Dc7 21.
Hh5! og
20...Bxg5 21.
Rxg5. Loka-
staða mótsins
varð þessi: 1. Hvítur á leik.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VATNSBERI
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú leggur höfuðið í bleyti yfir
einhverju í dag. Þetta er vit-
urlegt því þótt þú sért yfirleitt
fljótur að leysa málin kalla
sumir hlutir á vandlegri íhug-
un.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert tilbúinn til að leggja
hart að þér við að afla fjár. Þú
hefur alltaf viljað leggja þig
fram til að geta lagt fyrir til
framtíðarinnar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Dagurinn hentar vel til ná-
kvæmrar skipulagningar og
verkefna sem krefjast vand-
virkni og þolinmæði. Gefðu
þér tíma til að gera hlutina
vel.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert tilbúinn til að láta þínar
eigin þarfir víkja fyrir æðri
tilgangi. Sjálfsdekur og sjálfs-
hól eiga ekki upp á pallborðið
hjá þér í dag.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Með glaðværð og samvinnu
við aðra geturðu komið miklu
í verk í dag. Sýndu fólki fram
á að þú hafir trú á því sem það
er að gera og að þú viljir vinna
með því.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það rennur upp fyrir þér að
þú gefist upp af gömlum vana.
Það má einnig venja sig á að
ljúka hlutunum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Samtal við einhvern þér eldri
og vitrari, hugsanlega um
heimspeki eða trúmál, getur
orðið þér lærdómsríkt. Hlust-
aðu á þá sem eldri eru.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert reiðubúinn til að vinna
staðfastlega að markmiðum
sem geta náðst í framtíðinni.
Þú ert tilbúinn að uppfylla
veraldlegar skyldur þínar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú átt auðvelt með að sam-
ræma þarfir þínar að þörfum
annarra í dag því þú ert af-
slappaður og gerir ekki mikl-
ar kröfur. Þér er sama þótt
gengið sé á þinn hlut til að
aðrir fái meira.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Rétt hugarfar skiptir mestu á
samdráttar- og krepputímum.
Þú býrð yfir slíkum hæfileik-
um og með því að vera öðrum
fyrirmynd geturðu stuðlað að
því að þeir þroskist og verði
sáttari við sinn hlut.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Dagurinn hentar vel til verka
sem krefjast nákvæmni og til
vinnu með járn eða stein.
Njóttu vinnu þinnar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þig langar til að aðstoða ein-
hvern í fjölskyldunni eða laga
eitthvað á heimilinu. Það mun
veita þér fullnægju og gleði að
ljúka verkinu.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/
eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert glaðlyndur, rökfastur
og skarpskyggn. Þú ert
félagslyndur og átt auðvelt
með að vinna í hóp. Þú munt
hafa marga möguleika á kom-
andi ári.
FRÉTTIR
FÓLKI sem fór í meðferð á Vogi
vegna áfengisvanda fjölgaði í fyrra
miðað við árið á undan. 930 sjúk-
lingar leituðu sér meðferðar vegna
áfengisvanda á sjúkrahúsinu árið
2001, en þeir voru 876 árið á und-
an. Sjúklingum, sem leituðu þang-
að í fyrsta skipti, fjölgaði einnig í
fyrra. Þeir voru 376 árið 2001 í
samanburði við 320 árið á undan.
Meðalaldur þess fólks sem kom í
fyrra var 40,4 ár en meðalaldur
þess sem kom árið á undan var
40,9 ár. Fram kemur í upplýs-
ingum frá SÁÁ að 651 karlmaður
og 279 konur hafi fengið áfeng-
isgreiningu á Vogi í fyrra. 246
karlar og 130 konur, sem leituðu
sér aðstoðar vegna áfengisvanda í
fyrsta skipti, komu í fyrra. Með-
alaldur þess var 34,6 ár. Þá hefur
fólki, sem er 30 ára og eldra, sem
leitaði sér aðstoðar í fyrsta sinn
vegna áfengisvandamála, fjölgað
að sama skapi á Vogi. Árið 2000
voru það 197 (56 konur og 141
karlar) en 250 árið 2001 (74 konur
og 176 karlar).
Fólki í áfengismeðferð
fjölgaði á Vogi í fyrra