Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Kl
ippstopp
2
8
.FEB R Ú AR
20
0
2
ÞRÍR karlmenn og ein kona voru í
gærkvöld úrskurðuð í tveggja vikna
gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar
í Reykjavík en þau eru grunuð um að-
ild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli.
Alls var um tugur manna handtek-
inn á sunnudag og á sunnudagskvöld
í tengslum við málið. Jafnframt lagði
lögregla hald á hátt í fimm kíló af
amfetamíni og um 150 grömm af kók-
aíni við húsleit í austurborginni. Gera
má ráð fyrir að götuverðmæti þess-
ara efna nemi a.m.k. tuttugu milljón-
um króna. Þetta er eitthvert mesta
magn amfetamíns sem lagt hefur
verið hald á í einu lagi á Íslandi. Í
stóra fíkniefnamálinu svonefnda var
lagt hald á fjögur kíló af amfetamíni
og í júlí 2000 gerði lögregla upptæka
hraðsendingu sem innihélt átta kíló
af fíkniefninu.
Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík, sagði í samtali við
Morgunblaðið að málið hefði verið til
rannsóknar hjá fíkniefnadeild lög-
reglunnar vikum saman. Talið var að
til tíðinda drægi um helgina og var
fíkniefnadeildin í viðbragðsstöðu af
þeim sökum. Á sunnudag taldi lög-
regla sig hafa nægileg gögn í hönd-
unum til að láta til skarar skríða.
Hluti hópsins var handtekinn um leið
og húsleitin fór fram síðdegis á
sunnudag en aðgerðinni lauk ekki
fyrr en um kvöldið þegar náðist í
þann síðasta.
Eftir yfirheyrslur í fyrradag og í
gær var ákveðið að fara fram á
gæsluvarðhald yfir fjórmenningun-
um en þeir eru taldir höfuðpaurarnir
í málinu. Elsti maðurinn í hópnum er
um fertugt en hin eru á milli tvítugs
og þrítugs. Farið var fram á þriggja
vikna gæsluvarðhald en Héraðs-
dómur Reykjavíkur úrskurðaði fólkið
í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær-
kvöldi.
Hörður vildi hvorki tjá sig um
hvernig talið er að fólkið hafi komið
fíkniefnunum til landsins né hvaðan
það var flutt inn. Hann sagði að jafn-
vel væri talið að fíkniefnin hefðu verið
á landinu í nokkurn tíma. Hann vildi
að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn
málsins enda væri rannsókn þess enn
á frumstigi.
Hald lagt á tæplega fimm kíló af amfetamíni og 150 grömm af kókaíni
Fjögur í gæsluvarðhaldi
vegna fíkniefnasmygls
UM ALDIR hafa menn litið til
tunglsins og velt fyrir sér framandi
heimum, sem virðast svo nærri en
þó svo langt í burtu. Í heiðskíru
frostveðri undanfarinna daga virð-
ist sem mánann langi að bregða á
leik við jörðina og á myndinni er
engu líkara en tunglið sé hreinlega
að setjast í Öskjuhlíðina við hlið
Perlunnar.
Morgunblaðið/RAX
Máninn hátt
á himni skín
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært
tæplega fertugan karlmann fyrir
manndráp af gáleysi en hann er
sakaður um að hafa hrist níu mán-
aða gamlan dreng svo harkalega að
drengurinn hlaut áverka sem drógu
hann til dauða tveimur dögum síðar.
Drengurinn var þá í dagvistun
sem maðurinn rak í Kópavogi ásamt
konu sinni. Þau eru bæði ákærð fyr-
ir að hafa tekið mun fleiri börn til
gæslu en þeim var heimilt frá jan-
úar til maí 2001.
Í ákærunni er maðurinn sakaður
um að hafa miðvikudaginn 2. maí
2001 hrist drenginn „svo harkalega
eða með öðrum hætti orðið valdur
að því að undir heilahimnur drengs-
ins blæddi, skemmdir urðu á tauga-
frumum í heilastofni og hálshluta
mænu, bjúgur myndaðist í heila,
sjónhimnublæðingar urðu í báðum
augum og mar hlaust vinstra megin
á hnakka með þeim afleiðingum að
drengurinn lést tveimur dögum
síðar“, eins og segir í ákærunni.
Drengurinn var fluttur meðvit-
undarlaus á spítala 2. maí og lést
eins og fyrr segir tveimur dögum
síðar. Við rannsókn lækna á
drengnum komu fram einkenni sem
gátu bent til þess hann hefði hlotið
áverka á heila sem gætu stafað af
utanaðkomandi atvikum.
Umfangsmikil rannsókn
Rannsóknarstofa Háskólans í
réttarmeinafræði hafði með hönd-
um réttarmeinafræðilega rannsókn
á dauðsfallinu og leitaði m.a. til
fjögurra bandarískra sérfræðinga í
beina- og mjúkvefjafræði, augn-
meinafræði og heila- og tauga-
meinafræði. Niðurstöður rannsókn-
arinnar styrktu þann grun að
dánarorsök hefði verið af völdum
hristings eða því sem nefnt hefur
verið „shaken-baby syndrome“.
Lögreglan í Kópavogi fékk þess-
ar niðurstöður í hendur 6. sept-
ember í fyrra og var fólkið hand-
tekið fjórum dögum síðar. Mað-
urinn var úrskurðaður í gæsluvarð-
hald í fimm daga enda beindist
grunur lögreglu einkum að honum
en konunni var sleppt að loknum yf-
irheyrslum.
Bæði manninum og konunni er
gefið að sök að hafa við leyfisskyld-
an rekstur á daggæslu, sem þau
ráku í sameiningu, tekið mun fleiri
börn til gæslu en þeim var heimilt.
Höfðu þau leyfi til að gæta ellefu
barna en höfðu allt frá sjö til fimm-
tán fleiri börn í gæslu en þeim var
heimilt frá janúar til maí 2001. Slíkt
brot varðar sektum eða fangelsi í
allt að sex mánuði.
Rannsókn málsins stóð yfir í um
fjóra mánuði og er með þeim
umfangsmeiri sem lögreglan í
Kópavogi hefur fengist við. Rann-
sóknargögn voru að því búnu send
ríkissaksóknara sem leitaði m.a.
álits læknaráðs áður en ákæra var
gefin út á föstudag.
Ákærður fyrir að
valda dauða barns
Sökuð um að hafa
tekið mun fleiri
börn til gæslu en
þeim var heimilt
HRÓBJARTUR Jónatansson
hæstaréttarlögmaður, sem hefur
meistaragráðu í hugverkarétti frá
bandarískum háskóla, notar lög-
fræðiskilgreininguna „sláandi lík-
indi“ eftir að hafa borið saman
textabrot í enskri útgáfu skáldsög-
unnar Slóð fiðrildanna eftir Ólaf
Jóhann Ólafsson og textabrot í bók-
inni Gastronomical Me eftir banda-
ríska rithöfundinn M.F.K. Fisher.
Ólafur er í netútgáfu bandarísks
blaðs grunaður um að hafa sótt
umræddan texta svo til óbreyttan í
verk Fishers.
Hróbjartur segir eftirtöku sem
þessa falla undir höfundarréttarbrot
í Bandaríkjunum. „Dómstólar þar
segja að ef hinn meinti brotamaður
hefur haft aðgang að verki hins, þá
snýst sönnunarbyrðin við, og hann
verður að sanna að hann hafi skrifað
þennan texta án þess að vitna í
frumverkið. Hins vegar er þetta
spurning um það hvort þetta sé brot
á höfundarrétti, því þótt þetta sé
eftirtaka, þá eru líka til ákveðnar
varnir sem Ólafur Jóhann getur
gripið til og þar á ég við það sem
Bandaríkjamenn kalla „fair use“ eða
sanngjörn afnot,“ segir Hróbjartur
og bætir við að þótt þetta sé brot á
höfundarrétti Fishers megi færa
sterk rök fyrir því að um sanngjörn
afnot sé að ræða og notkunin því
refsilaus fyrir Ólaf Jóhann.
„Ég held að það breyti engu fyrir
bandarískan rétt að Ólafur geti ekki
heimildanna, en hins vegar hefði
það verið heppilegra hjá honum að
geta þeirra, svo að ljóst væri að
hann væri ekki að eigna sér verkið.“
Lögfræðingur um
ásakanir á hendur
Ólafi Jóhanni
Brot á
höfundar-
rétti en
refsilaust
Flokkast undir/24
FORSETI Alþingis hefur fall-
ist á beiðni þingflokks Vinstri-
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs um að efna til útvarps-
umræðu nk. fimmtudag, 31.
janúar, um tillögu VG um að
efnt verði til þjóðaratkvæða-
greiðslu um hálendið norðan
Vatnajökuls. Umræðan hefst
kl. 16. Verður henni bæði sjón-
varpað og útvarpað í Ríkis-
útvarpinu og stendur útsend-
ing til kl. 17.45.
Samkomulag hefur orðið
milli þingflokka á Alþingi um
skiptingu ræðutíma í um-
ræðunni þannig að tveir full-
trúar hvers flokks ræða hvor
um sig í tíu mínútur meðan á
útsendingu stendur. Standi
umræðan áfram eftir að út-
sendingu lýkur gilda um það
almenn ákvæði þingskapa.
Kolbrún Halldórsdóttir,
þingmaður Reykvíkinga, er
fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar, en allir aðrir þingmenn
vinstri grænna standa að henni.
Útvarps-
umræða um
Kárahnjúka-
virkjun
RAUNÁVÖXTUN Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna var neikvæð um
0,7% en 1,2% jákvæð raunávöxtun
var árið 2000. Eignir sjóðsins jukust
um 11,8 milljarða á árinu og námu
eignirnar 97,5 milljörðum í árslok.
Afkoma lífeyrissjóða landsins var
almennt slæm á árinu 2000 og gefur
afkoma Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna, sem er stærsti lífeyrissjóður
landsins, vísbendingu um að af-
koman í fyrra hafi ekkert skánað.
Meðalraunávöxtun sjóðsins síðustu
fimm árin er 5,9%. Í fyrra var raun-
ávöxtun innlendrar hlutabréfaeignar
sjóðsins neikvæð um 14,8% og nafn-
ávöxtun var neikvæð um 7,4%. Til
samanburðar má nefna að heildar-
vísitala aðallista Verðbréfaþings
Íslands lækkaði um 9,4% í fyrra og
úrvalsvísitala aðallista lækkaði um
11,3%. Raunávöxtun erlendrar
hlutabréfaeignar sjóðsins var nei-
kvæð um 11,8% í fyrra. Skuldabréf
skiluðu sjóðnum hins vegar 5,9%
raunávöxtun á liðnu ári en ávöxtun
var 6,1% á árinu 2000.
Í fyrra greiddu 41.142 sjóðfélagar
í Lífeyrissjóð verzlunarmanna og
fjölgaði þeim um 833 eða um 2% milli
ára. Iðgjaldagreiðslur til sjóðsins
námu 6.808 milljónum króna, en það
er aukning um 16%. 5.687 fyrirtæki
greiddu til sjóðsins vegna starfs-
manna sinna sem er 6% fjölgun milli
ára.
Í fyrra fengu 5.498 greiddan líf-
eyri frá Lífeyrissjóði verzlunar-
manna.
Afkoma Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna
á síðastliðnu ári
Raunávöxt-
un neikvæð
um 0,7%