Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 29.01.2002, Síða 2
Herbergið gegnir stóru hlutverki í lífi unglinga. Þeir reyna, meðvitað eða ómeðvitað, að gera herbergi sitt þannig úr garði að það endurspegli persónuleika eigandans. Guðlaug Sigurðardóttir fór í heimsókn til tveggja fjórtán ára ungmenna, fékk að skoða herbergin þeirra og ræddi við þau um lífið og tilveruna. Herbergin endurspegla persónuleikann 2 C ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Ás ................................................ 6–7 Ásbyrgi ........................................ 43 Berg .............................................. 32 Bifröst .......................................... 45 Borgir ..................................... 18–19 Eign.is ............................................. 3 Eignaborg ..................................... 17 Eignakaup ................................... 22 Eignamiðlun ........................ 24–25 Eignaval ....................................... 48 Fasteign.is .................................. 37 Fasteignamarkaðurinn ............. 12 Fasteignamiðlunin .................... 35 Fasteignamiðstöðin .................... 7 Fasteignasala Íslands ............... 15 Fasteignasala Mosfellsbæjar .. 19 Fasteignastofan .......................... 21 Fasteignaþing ............................ 40 Fjárfesting .................................. 44 Fold ............................................... 36 Foss ............................................... 38 Garðatorg .................................... 33 Garður ........................................... 31 Gimli ........................................... 8–9 Híbýli ............................................ 24 Híbýli og skip ............................... 17 Holt ................................................ 41 Hóll ................................................ 23 Hraunhamar ............................. 4–5 Húsakaup .................................... 20 Húsið ....................................... 16–17 Húsin í bænum ........................... 42 Höfði ............................................. 39 Höfði, Hafnarfirði ...................... 27 Kjöreign ......................................... 11 Laufás .......................................... 29 Lundur .................................... 14–15 Lyngvík ........................................... 9 Miðborg ......................................... 13 Óðal ............................................... 43 Skeifan .......................................... 10 Valhöll .................................... 30–31 Efnisyfirlit GUÐBJÖRG Berg Hjaltadóttir telur að stelpur séu meiri félagsverur en strákar. Þær hafi meiri þörf fyrir að vera saman, spjalla og hitta aðra krakka en strákar. Strákarnir séu einrænni, þeir geti alveg verið einir með sjálfum sér eða með tölvunni sinni. Hún telur að það sé kostur að vera ekki háður félagsskap ann- arra. En aðaláhugamál Guðbjargar er s.s. aðrir krakkar. Mikið pláss Óhætt er að segja að vel fari um Guðbjörgu heima, því hún hefur til umráða tvö samliggjandi herbergi. Bæði herbergin eru máluð dökkblá og geisladiskar og myndir prýða veggina. Hún segist ekki alveg vera búin að koma sér fyrir og því séu hlutirnir ekki komnir á endanlegan stað, en hún á m.a. sjónvarp, myndbandstæki, hljómtæki sem hún valdi sér fyrir fermingarpen- ingana og myndbandstæki. Rúmið hennar er í öðru herberginu en hitt er eins konar setustofa með sófa og snyrtiborði með spegli. Guð- björg segist ekki vera mjög húsleg og oft sé mikil óreiða í herberginu. Hún tekur þó til hendinni endrum og sinnum í sínu herbergi, en hefur litlum öðrum skyldum að gegna heima fyrir. „Ég þarf aldrei að þrífa eða vaska upp eða gera neitt slíkt og er aldrei beðin um það,“ segir Guðbjörg. Hún man þó eftir því að hafa rétt hjálparhönd úti við, svo sem að mála pallinn og fleira í þeim dúr, en þá hafi hún fengið aura fyrir það. Hún segist ekki fá reglulega vasapeninga á mánuði fyrir utan matarpeningana í skólanum, en vanti hana eitthvað sérstaklega þá biður hún um það. Guðbjörg var í unglingavinnunni síðasta sumar og var nokkuð sátt við það, en einnig passaði hún börn í nokkurn tíma. GSM-síminn bestur Af öllu hennar dóti þykir henni vænst um gemsann sinn og segist ekki geta lifað án hans. Næst koma hljómtækin, „því lífið væri svo leið- inlegt ef ekki væri nein tónlist“, og þar fyrir aftan sjónvarpið og mynd- bandstækið. Hún hefur þónokkurn áhuga á fötum, en klæðir sig sam- kvæmt sínum eigin smekk og fötin verða að vera þægileg. Guðbjörg er í Garðaskóla í Garða- bæ og segir að sér gangi þokkalega í skólanum. Hún hefur aðgang að tölvu heima hjá sér en notar hana ekki mikið, a.m.k. ekki nálægt því eins mikið og strákar, segir hún. „Gæti ekki lifað án GSM-símans“ Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ væsir ekki um Svein Skorra Höskuldsson, en hann hefur hreiðr- að notalega um sig í besta herbergi hússins, að sögn foreldra hans. Her- bergið er undir súð með fallega bogadregnum gluggum og við- arklæddu lofti. Það er rúmgott, fal- legt og hlaðið öllum helstu nauð- synjum sem 15 ára drengir þurfa víst helst á að halda um þessar mundir. Hann á flott hljómflutnings- tæki sem hann fékk í fermingargjöf, nýtt sjónvarp og play-station-II- leikjatölvu sem hann keypti fyrir peningana sem hann fékk í ferming- argjöf, og nettengda pc-tölvu, en Skorri segir að tölvan sé gömul og hann noti aðra tölvu ef hann þurfi að fara á Netið eitthvað að ráði. Irkið, spjallrásin #iceland, er aðalvett- vangurinn. Hann á að sjálfsögðu gsm-síma. Herbergið hans er vel bú- ið húsgögnum; hann er með tvo hægindastóla, antik-skrifborð, tölvuborð, hillusamstæðu, tvo skrif- borðsstóla og fataskáp. Á veggj- unum hanga myndir og veggteppi og í hillunum eru verðlaunapeningar áberandi. Skorri spilar handbolta og fótbolta með Val og æfir a.m.k. tvo tíma á daga, alla daga vikunnar nema sunnudaga og helstu helgi- daga. Hann er í 9. bekk í Hlíðaskóla og stundar námið vel, en hann seg- ist eyða u.þ.b. einum og hálfum klukkutíma á dag við heimanám. Honum gengur mjög vel í skólanum og ber honum vel söguna. „Skólinn okkar er fremur spakur og er t.d. alltaf með hæsta meðaltalið í ein- kunnum. Við brjótum ekki rúður í okkar skóla, það eru krakkar í öðrum skólum sem sjá um það.“ Ekki þjakaður af heimilisstörfum Þegar talið berst að skyldustörf- um á heimilinu kemur í ljós að orka Sveins Skorra fer í annað en heim- ilisstörf. „Ég laga til í herberginu mínu, þ.e. ég tíni upp hlutina, en pabbi ryksugar oftast.“ Hann við- urkennir að hann sé ekki mjög lið- tækur við heimilisstörfin, segist þó hafa sett leirtau inn í uppþvottavél- ina endrum og sinnum og jafnvel stundum tekið út úr henni, en aldrei sett hana í gang. Hann kann hvorki á þvottavél né þurrkara og er lítið kunnugur öðrum heimilistækjum. Þegar hann er inntur eftir því hvort foreldrar hans biðji hann aldrei um að sinna þessum störfum segir hann að það hafi aldrei gerst. Hann eldar ekki mat, en segist geta pant- að sér pítsu sjálfur og er bara nokk- uð drjúgur með sig. Hann telur hins vegar ekki eftir sér að sinna Sól- veigu Lóu, 6 ára systur sinni, og er mjög góður við hana. Alltaf í boltanum Á sumrin er Skorri í boltanum og segir að það sé full vinna. Foreldrar hans sjá honum fyrir vasapeningum, en hann segist þurfa að rökstöðja óskir sínar um fjárframlög, „en ég fæ nú yfirleitt það sem ég bið um“. Vinahópurinn er stór en þegar hann er ekki að sinna íþróttum eða námi eyðir hann mestum tíma með þremur vinum sínum. „Við erum alltaf fjórir saman og erum oftast að dunda okkur í tölvu. Stundum förum við niður á Laugaveg eða í Kringl- una, en ekki mikið. Það er alltaf nóg að gera og við höfum svipuð áhuga- mál.“ Skorri segir að hann láti áfengi og tóbak eiga sig enda fari slíkt alls ekki með íþróttunum, sem eru hans aðaláhugamál. Þegar Skorri er spurður hvers hann vildi síst vera án velur hann sjónvarpið eftir stutta umhugsun, því það sé mesta af- þreyingu að hafa út úr því. Að- spurður segist hann ekki eiga neina kærustu í augnablikinu, en er með eina í sigtinu. Þá vitum við það. Vildi síst vera án sjónvarpsins Morgunblaðið/Kristinn gudlaug@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.